Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
✝
Marta Sig-
urjónsdóttir
fæddist 5. febrúar
1936 á Kirkjuvegi
86 í Vestmannaeyj-
um. Hún lést á
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
26. apríl 2021.
Foreldrar Mörtu
voru Ingibjörg Guð-
rún Högnadóttir, f.
23. desember 1904,
d. 3. september 1991, og Sigurjón
Sigurðsson, f. 6. mars 1890, d. 8.
júní 1959.
Bróðir hennar var Sigurjón
Sigurjónsson, f. 12. maí 1932, d.
31. janúar 1951. Hálfsystkini
hennar í föðurætt voru: Sig-
urbjörg (Stella), f. 27. desember
1910, d. 24. júní 1971, Sigurður
Óli, f. 24. janúar 1912, d. 16. júní
1981, Aðalheiður, f. 7. apríl 1914,
d. 14. febrúar 1917, Jóhanna
(Hanna), f. 21. ágúst 1915, d. 28.
Eiginkona hans er Helga Barða-
dóttir, f. 11. maí 1968, og eiga
þau synina Hákon og Kára.
Barnabarnabörnin eru í dag sex
talsins.
Marta bjó alla tíð í Vest-
mannaeyjum, ef frá eru skildir
nokkrir mánuðir árið 1973 á
meðan eldgosið stóð yfir. Fyrstu
árin bjó hún á Kirkjuvegi 86 en
flutti síðan 1959 á Fjólugötu 4
með eiginmanni sínum í þá ný-
byggt hús þeirra og bjó hún þar
til æviloka. Marta starfaði við
ýmislegt í Eyjum. Á yngri árum
var hún fiskverkakona og passaði
börn en mestan hluta starfsævi
sinnar starfaði hún sem heima-
vinnandi húsmóðir. Síðar á lífs-
leiðinni vann hún við skúringar í
framhaldsskólanum. Hún var fé-
lagi í Kvenfélagi Landakirkju og
sá um minningarkort fyrir félag-
ið í rúm 30 ár, einnig var hún fé-
lagi í Oddfellowreglunni.
Útför Mörtu fer fram frá
Landakirkju í dag, 13. maí 2021,
klukkan 11. Vegna aðstæðna í
samfélaginu verður hægt að
fylgjast með streymi frá athöfn-
inni: https://www.landakirkja.is/
Streymishlekk má nálgast á:
htpps://www.mbl.is/andlat
mars 1989, Ragn-
hildur, f. 16. júlí
1918, d. 4. júlí 2009,
drengur f. 16. júlí
1918, d. 16. júlí
1918, Margrét
(Maggý), f. 20. des-
ember 1923, d. 21.
nóvember 2016, og
Aðalheiður (Lalla),
f. 16. maí 1926, d.
19. ágúst 2020.
Eftirlifandi eig-
inmaður Mörtu er Ingólfur Þór-
arinsson f. 24. október 1935. Syn-
ir Mörtu og Ingólfs eru: 1)
Sigurjón Ingi, f. 7. júní 1956. Eig-
inkona hans er Sigurrós Sverr-
isdóttir, f. 15. nóvember 1957, og
eiga þau börnin Sverri Örn,
Mörtu og Ingibjörgu. 2) Þór-
arinn, f. 18. apríl 1958. Eiginkona
hans er Anna Guðmundsdóttir, f.
4. september 1959, og eiga þau
synina Ingólf og Guðmund. 3)
Gunnar Örn, f. 18. janúar 1969.
Það er erfitt að koma orðum á
blað til að tjá tilfinningar sínar nú
þegar móðir mín er fallin frá.
Kærleikur og elskulegheit fylgdu
henni alla tíð, jafnvel eftir að hún
fékk hinn skæða og ólæknandi
sjúkdóm alzheimer.
Mamma fæddist í Vestmanna-
eyjum og ólst þar upp í faðmi fjöl-
skyldu sinnar, foreldra, ömmu og
bróður. Fyrir átti hún 6 hálfsystk-
ini í föðurætt. Æskan var yndis-
leg, eins og hún sagði sjálf, en
áföllin voru ekki langt undan.
Ömmu sína missti hún þegar hún
var 12 ára og var það henni mikið
áfall. Ekki minna áfall var það
þegar hún missti bróður sinn í
flugslysi 31. janúar 1951. Hún var
þá að verða 15 ára og hann 19 ára.
En öll él birtir upp um síðir. Árið
1955 kynntist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Ingólfi Þórarins-
syni, sem átti eftir að verða gæfa
þeirra beggja. Fyrstu sambúðar-
árin bjó unga parið hjá ömmu og
afa á Kirkjuvegi 86 en fluttu árið
1959 í nýbyggt hús á Fjólugötu 4
með tvo unga syni. Árið 1964 flutti
amma Ingibjörg á Fjólugötuna og
árið 1969 bættist enn einn sonur-
inn í hópinn.
Áhugamál mömmu voru ýmis-
konar. Hún saumaði í, saumaði föt
á strákana sína og prjónaði peys-
ur. Einnig var hún fyrirtaks kokk-
ur og veisluborðin hennar voru
glæsileg. Árið 1979 gekk hún í
Oddfellow og var í mörg ár með
minningarkort fyrir Kvenfélag
Landakirkju. Allt sem hún gerði
gerði hún af mikilli samviskusemi.
Samband mömmu og pabba var
einstakt alla tíð. Nokkuð hrein
verkaskipting var á milli þeirra
sem kom nokkuð af sjálfu sér.
Hann aflaði tekna til heimilisins,
hún sá um eldamennsku, tiltektir,
innkaup til heimilisins, tók á móti
strákunum sínum þegar þeir
komu skítugir heim, huggaði þeg-
ar á þurfti að halda o.fl. Heilsufar-
ið á heimilinu var einstaklega gott
og er nánast hægt að segja að for-
eldrar mínir hafi aldrei kennt sér
meins. Á áttræðisaldri skildi
mamma t.d. aldrei í því þegar fólk
talaði um að það væri með höfuð-
verk. Sjálf hafði hún aldrei fengið
höfuðverk. Kannski hjálpaði til að
hún var alla tíð reglusöm.
Fyrir ca. 10 árum fór að bera á
breytingum hjá mömmu. Hún
treysti sér ekki til að gera hluti
sem hún fór létt með áður. Það má
segja að heilsa hennar hafi farið
hægt niður á við en síðustu 5 ár
reyndu mjög á hana og pabba.
Eftir sem áður stóð hann eins og
klettur við hlið hennar en þegar
máttur hennar fór þverrandi á síð-
asta ári þá kom að því að hún varð
að flytja frá Fjólugötunni á
Hraunbúðir í Vestmannaeyjum.
Frá janúar sl. var hún á Hraun-
búðum og hlaut þar einstaka
umönnun. Þessi skelfilegi sjúk-
dómur, alzheimer, náði ekki að
taka frá mömmu eðlislæga elsku
og væntumþykju sem hún sýndi
fjölskyldu sinni, vinum og kunn-
ingjum. Hún hafði alla tíð gaman
af tónlist og gátum við sungið
saman nánast þangað til hún
kvaddi.
Dauðinn getur verið líkn þegar
enginn möguleiki er á bata. Þrátt
fyrir það er sárt að kveðja þá sem
hafa reynst manni svo afskaplega
vel eins og mamma gerði.
Elsku mamma. Nú ert þú laus
við þann klafa sem alzheimers-
sjúkdómurinn lagði á þig.
Hvíldu í friði.
Þinn sonur,
Sigurjón Ingi.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum móður minnar
Mörtu Sigurjónsdóttur sem lést
mánudaginn 26. apríl í faðmi fjöl-
skyldunnar á Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum.
Mamma var fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum. Á Fjólugötu 4
bjuggu mamma og pabbi okkur
bræðrum yndislegt heimili og bjó
mamma þar allt þar til hún varð að
fara á Hraunbúðir í Eyjum í upp-
hafi árs 2021 vegna veikinda
sinna. Mamma vildi hvergi annars
staðar búa en í Eyjum og fannst
henni Eyjarnar vera himnaríki á
jörð.
Ég var svo heppinn að fá að
alast upp hjá þessari stórkostlegu
konu sem mamma var. Hún var
kletturinn í mínu lífi sem ávallt var
til staðar. Mamma var heimavinn-
andi húsmóðir og sinnti öllum hlut-
um af kostgæfni. Það var ekki
dónalegt að koma heim drulluskít-
ugur upp fyrir haus, opna dyrnar
og kalla inn „mamma“ og þá birtist
hún og aðstoðaði mig af öllum
mætti. Hún skammaði mig ekki
fyrir þetta heldur hafði fullan
skilning á því að ungur peyi eins og
ég kæmi stundum (reyndar mjög
oft) skítugur heim eftir leiki dags-
ins. Þannig var mamma. Hlýja og
breiður faðmur einkenndu hana og
framkomu hennar.
Allir sem kynntust mömmu
fengu að finna fyrir gæðum henn-
ar og fór hún aldrei í manngrein-
arálit. Hjá henni voru allir jafnir.
Gott var að leita til hennar með
ýmis mál því það sem hún sagði
stóðst og þurfti ekki að hafa
áhyggjur af því að hún myndi ekki
klára sig af einhverju sem hún
hafði lofað að gera. Mamma hafði
ákveðin góð gildi í hávegum og
kenndi okkur þau með því að fara
eftir þeim sjálf þannig að segja má
að hún hafi kennt okkur bræðrum
með framkomu sinni.
Þegar ég fór að eldast fór ég að
heiman í heimavistarskóla og var
ég þá að heiman á veturna og kom
síðan til Eyja í fríum og á sumrin.
Á milli okkar mömmu var alltaf
sterkur strengur og ávallt þegar
ég kom heim settist ég niður með
mömmu og við fórum yfir ýmis
mál. Gott var að leita til hennar og
hafði hún ótrúlegan skilning á
þeim vandamálum sem ég var að
glíma við á unglingsárunum.
Eftir að ég og Anna mín stofn-
uðum fjölskyldu komum við oft til
Eyja með strákana okkar, Ingólf
og Guðmund, og fengu þeir að
njóta samvista við mömmu, sem
sýndi þeim alltaf mikla þolinmæði
og hlýju. Minnast þeir ömmu sinn-
ar með þakklæti í huga fyrir
„dúkkubrauðin“ og allt annað sem
hún gerði fyrir þá.
Mamma hafði gaman af tónlist
og söng. Hún spilaði sjálf á gítar
og tróðu hún og Maggý systir
hennar upp á góðum stundum með
spili og söng. Eftir að mamma
veiktist og nánast allt til síðasta
dags söng hún með okkur bræðr-
um þegar við spiluðum fyrir hana
og hljómaði þá hin fallega milli-
rödd hennar við lögin sem spiluð
voru. Síðustu ár var mamma að
glíma við heilabilun og því hvarf
hún að vissu leyti frá okkur.
Hvernig pabbi hugsaði um
mömmu á þessum árum var aðdá-
unarvert og var yndislegt að sjá
þessi sterku bönd þeirra sem héld-
ust allt til loka.
„Hvunndagshetjan“ hún
mamma er farin á vit feðra sinna,
þar hittir hún fyrir gott fólk. Takk
fyrir allt gott, elsku mamma mín,
megi góður guð varðveita þig.
Þórarinn Ingólfsson.
Hjartans Marta mín. Ég á eftir
að sakna þín mikið. Þú hefur verið
í lífi mínu síðan ég kynntist Sig-
urjóni og flutti til Vestmannaeyja
1978. Og það sem þið Ingi tókuð
vel á móti okkur Sverri. Börnin
okkar, Sverrir, Marta og Ingi-
björg, hafa öll notið þess að þú
passaðir þau og eyddir ómældum
tíma í þau. Það eru ógleymanlegar
stundir sem þau eiga eftir að
geyma í minningum sínum.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún)
Betri tengdamömmu en þig var
ekki hægt að fá.
Takk fyrir allt.
Sigurrós.
Enginn er fullkominn, jú reynd-
ar. Amma Marta var fullkomin í
mínum huga. Það er ekki hægt að
lýsa með orðum allri ástinni og
umhyggjunni sem hún sýndi mér
og öllum sem á vegi hennar urðu.
Brosið og knúsin frá ömmu gerðu
allt betra og á ég eftir að sakna
þeirra allra mest. Ég og amma
vorum mjög nánar og á mínum
æskuárum kom ég alltaf við á
Fjólugötunni hjá ömmu og afa og
fékk fisk í hádeginu og auðvitað
eftirrétt líka. Seinna meir buðu
amma og afi peyjunum mínum í
fisk af og til og er ég þakklát fyrir
þann gæðatíma sem þeir fengu
með ömmu/langömmu. Það komst
enginn með tærnar þar sem amma
hafði hælana í að matreiða soðna
ýsu með kartöflum og smjöri og
þegar peyjarnir mínir voru litlir
var ég oftar en ekki spurð hvort ég
hefði ekki örugglega nætursaltað
ýsuna þegar ég ætlaði að bjóða
upp á „ömmufisk“ í matinn. Ég
mun aldrei gleyma gleðinni,
söngnum og útgeisluninni sem ein-
kenndu hana. Rúmlega áttræð var
hún ennþá mætt upp í brekku á
Þjóðhátíð og svo var farið inn í
tjald að syngja. Það jafnast enginn
á við þessa dýrmætu manneskju
sem ég fékk að hafa í mínu lífi.
Ef amma hefði fengið að velja
ljóð í lokin þá hefði hún valið kvöld-
bæn en hún bað alltaf kvöldbæn
með barnabörnunum sínum þegar
við vorum svo heppin að fá að gista
hjá ömmu og afa. Elska þig að ei-
lífu, elsku amma mín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Marta Sigurjónsdóttir (yngri).
Ég vissi alltaf að einn daginn
þyrfti ég að setjast niður og skrifa
þessi orð. Nú er elsku besta amma
mín farin. Amma hefur samt alltaf
verið engill í mínum augum. Ég sá
hana aldrei reiða eða pirraða. Hún
gekk um fallegu eyjuna sína með
poka svo hún gæti tekið upp rusl ef
það yrði á vegi hennar. Hún safn-
aði afgangsmylsnu af eldhúsborð-
inu handa smáfuglunum og þegar
annar gullfiskurinn minn dó setti
hún spegil í búrið svo þetta yrði
ekki jafn erfitt fyrir fiskinn sem
eftir lifði.
Amma hefur alltaf verið mér
svo góð og hafði endalausan tíma
fyrir mig. Þegar ég var í pössun
las hún oft fyrir mig bókina Kött-
urinn með höttinn og söng svo Ó
Jesú bróðir besti fyrir svefninn.
Hún kenndi mér að spila Svarta
Pétur og ég kenndi henni Hæ
gosa. Hún fór með mig á jólaböll
og að baka laufabrauð á hverju ári
þangað til maður varð of gamall í
það. Mikið vildi ég óska þess að ég
gæti farið á eitt jólaball í viðbót
með ömmu.
Amma var meistarakokkur.
Hún eldaði besta mat í heimi og
var þekkt fyrir pönnukökurnar
sínar. Hún eldaði líka besta fisk í
heimi, hrossakjöt og dúkkubrauð.
Ég er þakklát fyrir að amma
fékk að hitta Einar Inga í nokkur
skipti og gat haldið á honum. Litla
ljósálfinum eins og hún hefði kall-
að hann. Hann fær að heyra marg-
ar sögur af langömmu sinni í
framtíðinni og smakka dúkku-
brauð, sem einhvern veginn gerir
alltaf allt betra.
Það eru engin orð nógu falleg til
þess að lýsa því hversu falleg
amma var. Það vita allir sem
þekktu hana. Heimurinn verður
aldrei jafn góður og hann var með
henni og ég mun sakna hennar
alla daga alla mína ævi. Sem betur
fer sögðum við hvor annarri hvað
okkur þætti vænt hvorri um aðra í
hvert skipti sem við hittumst og
oft fór maður með tárin í augunum
frá ömmu og afa eftir allar ást-
arjátningarnar og fingurkossana
fyrir utan. Gleðitár yfir því hvað
maður væri heppin að eiga svona
góða ömmu og afa.
Hvíldu í friði elsku amma og
langamma.
Ingibjörg og
Einar Ingi Sigþórsson.
Elsku Marta „systir“ Þá er
komið að leiðarlokum hjá þér.
Sumarið 2020 varstu enn að fara í
þínar göngutúra með honum Inga
þínum, þið leiddust eins og ung-
lingar og alltaf jafn ástfangin og
blíð við hvort annað. Hann var
kletturinn þinn. En fljótt skiptast
veður í lofti. Í janúar á þessu ári
ertu komin og Hraunbúðir og nú
ertu farin í draumalandið. En það
er líka gott að vita ekki hvað lífið
ber í skauti sér, taka því sem
höndum ber.
Þú hefur alltaf verið partur af
mínu lífi og við áttum okkar fal-
lega samband. Þegar ég var lítil
stelpa fórum við fjölskyldurnar í
kartöflugarðana saman fyrst að
setja niður á vorin og svo að taka
upp á haustin. Þá var sko gaman,
farið á vörubílnum hans Inga með
nesti og verið allan daginn saman.
Mér fannst þetta stórkostlegt.
Stundum þegar mamma og pabbi
fóru upp á land fékk ég að vera í
pössun á Fjólugötunni. Veislurnar
hafa verið margar í gegnum tíðina
og alltaf gaman. Við ólumst öll
saman strákarnir þínir og við Við-
ar bróðir. Þú tókst mér eins og ég
væri dóttir þín, umhyggjusöm og
góð. Eftir að ég gekk í Oddfellow-
stúkuna Vilborgu áttum við ein-
stakt samband sem aldrei bar
skugga á. Þarna gat ég kallað þig
„systur“ mína með virktum. Nú
varstu ekki bara systir hennar
mömmu heldur, frænka, „systir“
og móðursystir. Ógleymanlegur
var hittingurinn í maí 2016 á Tún-
götunni þegar við hittumst öll,
Lalla, Marta, mamma og afkom-
endur sem voru í eyjum. Það var
trallað og sungið eins og enginn
væri morgundagurinn og var
þetta síðasta skiptið sem þær
systur hittust. Þessa minningu
mun ég geyma í hjarta mínu.
Elsku Ingi, strákarnir og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Ég þakka Mörtu systur sam-
fylgdina.
Björk Elíasdóttir.
Sumarið 1976 bankaði ég upp á
á Fjólugötu 4 í Vestmannaeyjum
til að heimsækja skólabróður
minn frá Menntaskólanum á
Laugarvatni. Til dyra kom Marta,
glaðleg og gefandi, með hlýjan
faðm, þarna hófust kynni okkar
Mörtu og það var sannarlega mitt
lán. Marta var einstök manneskja
og það veit ég að allir sem hana
þekktu geta borið vitni um.
Marta elskaði Eyjarnar sínar
og ekki var verra að hafa Heima-
klett í beinni sjónlínu úr eldhúsinu
af Fjólugötunni. Þegar von var á
gestum var engin eins glöð og hún
ef veður var gott því þá skörtuðu
Eyjarnar sínu fegursta og hægt
var að sýna gestum þessar perlur
sem Eyjarnar eru.
Marta var mörgum góðum eig-
inleikum gædd. Hún var jákvæð
og skemmtileg, hlý, nægjusöm, fé-
lagslynd, samviskusöm og reglu-
söm í öllu sínu. Alltaf er hægt að
ganga að öllum hlutum á sínum
stað á Fjólugötunni.
Mér er minnisstætt atvik fyrir
mörgum árum, en þá voru hún og
Ingi að koma úr utanlandsferð og
komu við hjá okkur á Selfossi á
leið sinni til Eyja. Ég var að leggja
hádegismatinn á borðið þegar
uppgötvaðist að Herjólfur færi kl.
13:00 en ekki 18:00 eins og þeim
hafði verið sagt. Upphófst mikill
hamagangur að koma töskum út í
bíl og Tóti brunar með þau í Þor-
lákshöfn. Þegar þau eru farin upp-
götva ég að Marta hafði gleymt
handtöskunni sinni. Þetta var fyr-
ir tíma farsímanna og þegar þau
er eru komin til Eyja hringi ég í
hana og segi „velkomin í hópinn“.
Ég er nefnilega ein þeirra sem
gleyma oft hinu og þessu, hér og
þar. Þá segir Marta hlæjandi: „Ég
er sko ekki í þessum hópi,“ sem
var auðvitað alveg rétt. Þetta var
undantekningin sem sannar regl-
una.
Marta var einstaklega barngóð
og yndisleg amma, það var alltaf
mikil eftirvænting þegar strák-
arnir okkar Tóta voru að fara til
Eyja til ömmu og afa, og þar voru
þau samvalin Marta og Ingi eins
og í svo mörgu öðru. Strákarnir
okkar Tóta hafa tengst Eyjunum
sterkum böndum. Gummi spilaði
fótbolta með ÍBV í tvö ár og Ing-
ólfur hefur stjórnað brekkusöng-
num á Þjóðhátíð sl. ár og alltaf
hafa þeir átt gott athvarf á Fjólu-
götunni.
Fyrir um það bil 10 árum fór að
bera á veikindum hjá Mörtu og
hefur það verið þung raun fyrir
hana, Inga og okkur fjölskylduna
þar sem Marta hvarf smám saman
frá okkur. Ingi stóð sannarlega
eins og klettur við hlið Mörtu og
annaðist hana af miklum kærleik
þar til yfir lauk. Í mars sl., þegar
Marta var komin á Hraunbúðir,
minnið að mestu farið og hún átti
orðið erfitt með að tjá sig, komum
við að heimsækja hana. Hún var
ekki í herberginu sínu og Ingi fer
inn á setustofu til að sækja hana,
þá segir hún um leið og hún sér
hann: „I love you.“ Ástin og kær-
leikurinn þeirra á milli hvarf aldr-
ei.
Elsku Ingi, fjölskyldan öll og
vinir sem syrgja Mörtu. Þótt sorg-
in sé sár núna vorum við sannar-
lega öll heppin að eiga þessa konu
í lífi okkar og yndislegar minning-
ar sem munu ylja okkur.
Blessuð sé minning Mörtu Sig-
urjónsdóttur.
Anna Guðmundsdóttir.
Með miklum söknuði og þakk-
læti fyrir ævilanga órofa vináttu
sendi ég kveðjur á útfarardegi
Mörtu minnar með fallegu ljóði
sem segir allt sem ég vildi sagt
hafa.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Kristjana Þorfinnsdóttir.
Marta
Sigurjónsdóttir
Minningarkort
fæst á nyra.is eða
í síma 561 9244