Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 55
asta ári. Ólöf, sem er 18 ára gömul,
var þá í láni frá Val og var næst-
markahæsti leikmaður Þróttar í
deildinni með sex mörk. Hún lék með
Val í fyrstu umferð deildarinnar á
dögunum en er nú komin aftur í Laug-
ardalinn. Ólöf á að baki 20 leiki með
yngri landsliðum Íslands og hefur
skorað í þeim níu mörk.
_ Aron Pálmarsson var í aðalhlutverki
þegar Barcelona vann Meshkov Brest,
33:29, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslit-
um Meistaradeildar Evrópu í hand-
knattleik í Hvíta-Rússlandi í gær.
Barcelona er þar með í kjörstöðu til að
komast í úrslitahelgina í Köln eða Final
four í júní þar sem liðið á heimaleikinn
eftir í Barcelona. Aron á ekki lítinn þátt
í því að liðið sé í þessari stöðu því hann
var í aðalhlutverki.
Aron gaf fjórtán
stoðsendingar á
samherja sína í
leiknum og skoraði
auk þess 5 mörk
sjálfur. Dika Mem
var markahæstur
hjá Barcelona með
10 mörk.
_ Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn
Geirsson er kominn til Fylkis á ný frá
Breiðabliki en hann var í láni hjá Árbæ-
ingum frá Kópavogsfélaginu á síðasta
tímabili og spilaði tíu leiki með því í úr-
valsdeildinni.
_ Grindvíkingar styrktu lið sitt í gær
fyrir baráttuna í 1. deild karla í fótbolta
með því að fá til sín Laurens Symons,
nítján ára gamlan belgískan framherja
frá Mechelen.
_ Efsti kylfingur heimslistans, Dustin
Johnson frá Bandaríkjunum, glímir við
hnémeiðsli og dró sig út úr Byron Nel-
son-mótinu sem hefst á PGA-
mótaröðinni í dag. Johnson sagðist í
yfirlýsingu finna fyrir óþægindum í
hnénu og í samráði við lækni og
sjúkraþjálfara hafi verið tekin sú
ákvörðun að hvíla um sinn.
_ Serena Williams, ein sigursælasta
tenniskona sögunnar, keppti í þús-
undasta sinn í gær sem atvinnumað-
ur. Williams keppti á Opna ítalska
mótinu en mátti sætta sig við tap í
þúsundustu viðureigninni. Nadia
Podoroska hafði
betur. Williams
þótti ekki mjög
áköf í leiknum
enda í lítilli keppn-
isæfingu en hún
keppti síðast á
móti í febrúar.
Næst á dagskrá
hjá Serenu Willi-
ams verður Opna franska meist-
aramótið sem hefst 30. maí en hún
gaf í skyn við fjölmiðlamenn eftir leik-
inn að hún myndi möguleika keppa á
öðru móti í millitíðinni úr því svona
fór á Ítalíu. Serena Williams er 39 ára
gömul og hefur tuttugu og þrisvar
unnið einliðaleikinn á risamótunum í
tennis og státar að auki af fernum
gullverðlaunum frá Ólympíuleikum.
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
VESTURBÆRINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Sóknarmaðurinn Kjartan Henry
Finnbogason samdi í gær við upp-
eldisfélag sitt KR og mun leika með
liðinu næstu þrjú árin. Hann fékk
samningi sínum rift hjá danska B-
deildarliðinu Esbjerg í fyrradag
þrátt fyrir að enn séu þrír leikir eft-
ir af B-deildinni.
Kjartan Henry gekk til liðs við
Esbjerg frá danska úrvalsdeild-
arliðinu Horsens 1. febrúar síðast-
liðinn og gerði stuttan samning sem
átti upphaflega að renna út í lok
júní á þessu ári. Um síðustu helgi
varð það ljóst að Esbjerg ætti ekki
lengur möguleika á að komast upp í
dönsku úrvalsdeildina og eftir það
gerðust hlutirnir hratt þegar Kjart-
an Henry náði að fá sig lausan fyrr.
„Þetta gekk mjög fljótt fyrir sig
hérna úti. Það hefur mikið gerst á
fáum dögum en KR-ingar voru bún-
ir að hafa samband við mig fyrir
löngu síðan þar sem ég fékk að vita
að þegar ég væri tilbúinn að koma
heim væri ég velkominn aftur og
svo var þetta ekki lengi gert,“ sagði
Kjartan Henry í samtali við Morg-
unblaðið.
Hann sagði það ekki hafa verið
inni í myndinni að framlengja
samning sinn við Esbjerg. „Nei, ég
sendi fjölskylduna heim eftir að ég
hætti hjá Horsens og þá var planið
að koma heim sjálfur en svo fékk ég
þetta tækifæri hjá Esbjerg. Ég er
bara tilbúinn og spenntur að koma
heim. Ég vildi ekki koma til Íslands
í hjólastól, ég vildi koma heim í
góðu standi og finnst það mjög
spennandi.“
Hlakka til að byrja
Líkt og Kjartan Henry bendir á
er hann í góðu formi eftir að hafa
spilað reglulega undanfarna mánuði
með Esbjerg. „Ég er búinn að spila
þrjá leiki á tiltölulega stuttum tíma
og hefur gengið fínt. Formið verður
bara betra og betra og ég hlakka til
að komast í góðar aðstæður í faðmi
fjölskyldunnar og vina og byrja að
spila og hafa gaman.“
Hann flaug heim til Íslands í gær
og er nú í fimm daga sóttkví. Kjart-
an Henry losnar úr henni næstkom-
andi mánudag, þegar KR á leik
gegn Val um kvöldið, og á því
möguleika á að ná þeim leik en væri
þá ekki búinn að ná neinni æfingu
með liðinu og því ekki víst að hann
verði í leikmannahópnum.
„Ég verð víst að fara í sóttkví
eins og allir aðrir þótt ég sé búinn
að fara í skimun tvisvar í viku í
rúmlega ár. Það voru kröfurnar til
þess að deildirnar í Danmörku
fengju að halda áfram, einhverjar
svaka viðmiðunarreglur þar sem við
vorum skimaðir tvisvar í viku í rúmt
ár.
Svo fór maður í skimun í fyrra-
dag og í gær og svo fer maður aftur
í skimun þegar maður lendir heima
á Íslandi og þarf samt að fara í
sóttkví. En það er eins og það er,
það er ekkert verra,“ sagði Kjartan
Henry í léttum tón.
KR alltaf númer eitt
Fleiri íslensk félög báru víurnar í
Kjartan Henry. „Já, bæði ég per-
sónulega og umboðsmaðurinn minn
fengum nokkur símtöl. Það var al-
veg eitthvað svoleiðis í gangi en KR
voru alltaf númer eitt hjá mér og ég
hefði aldrei getað séð mig fyrir mér
í einhverjum öðrum búningi en KR-
búningnum heima á Íslandi. Það er
bara augljóst,“ sagði hann.
Kjartan Henry sagðist ekki vita til
þess að erlend félög hafi spurst fyrir
um hann en að það hafi einu gilt þar
sem hann var þegar búinn að ákveða
að koma heim. „Ég bara eiginlega
veit það ekki. Ég var hvorki að
sækjast eftir því né að spyrjast fyrir
um það. Þetta gerðist ótrúlega fljótt.
Ég rifti samningnum í gær og var
tilbúinn að koma heim. Það var bara
ein leið fyrir mig og það var að koma
heim.“
Beðinn um að meta tímabilið fram
undan hjá KR sagði Kjartan Henry
að lokum: „Þetta er búið að byrja
þokkalega. Þetta er auðvitað alltaf
erfitt og skrítið í byrjun. Það eru
leikir á gervigrasi og svo grasi og fá-
ir áhorfendur. Það er ekki mikið
stopp milli leikja til þess að ná upp
tempói.
Því er ég ótrúlega feginn að geta
komið strax til þess að hjálpa í stað
þess að ég gæti ekki komið fyrr en á
miðju tímabili eins og útlit var fyrir.
Það er mikill áhugi fyrir deildinni
heima og við vitum alveg hvað KR
stefnir á, það þarf eiginlega ekki að
segja það.“
Ég vildi ekki koma
til Íslands í hjólastól
- Kjartan Henry snýr aftur í Vesturbæinn - KR eina liðið sem kom til greina
Morgunblaðið/Eggert
KR-ingur Kjartan Henry Finnbogason lék síðast með Vesturbæjarliðinu árið 2014 og varð þá bikarmeistari.
Umspil kvenna
Undanúrslit, fyrri leikir:
HK – Fjölnir/Fylkir ............................. 27:15
Grótta – ÍR............................................ 16:15
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Meshkov Brest – Barcelona ............... 29:33
- Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir
Barcelona og gaf 14 stoðsendingar.
Kiel – París SG...................................... 31:29
Þýskaland
Leverkusen – Kurpfalz....................... 26:25
- Hildigunnur Einarsdóttir lék ekki með
Leverkusen.
B-deild:
Wilhelmshavener – Bietigheim ......... 29:34
- Aron Rafn Eðvarðsson varði 3 skot í
marki Bietigheim.
Grosswallstadt – Aue.......................... 24:33
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson kom
ekki við sögu í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
.$0-!)49,
NBA-deildin
Charlotte – Denver........................... 112:117
Detroit – Minnesota ......................... 100:119
Boston – Miami................................. 121:129
Toronto – LA Clippers....................... 96:115
Indiana – Philadelphia ....................... 103:94
Chicago – Brooklyn.......................... 107:115
Memphis – Dallas ............................. 133:104
Milwaukee – Orlando ....................... 114:102
Golden State – Phoenix.................... 122:116
Sacramento – Oklahoma City.......... 122.106
LA Lakers – New York............. (frl.) 101:99
_ Í Austurdeild eru Philadelphia, Brook-
lyn, Milwaukee og Miami komin áfram og
Atlanta, New York, Boston, Charlotte og
Indiana örugg í að minnsta kosti umspilið.
Washington og Chicago berjast um síðasta
sætið.
_ Í Vesturdeild eru Utah, Phoenix, LA
Clippers, Denver og Dallas komin áfram og
Portland, LA Lakers, Golden State og
Memphis örugg í að minnsta kosti umspilið.
San Antonio, New Orleans og Sacramento
berjast um síðasta sætið.
_ Sex efstu lið í hvorri deild fara beint í úr-
slitakeppnina en liðin í 7.-10. sæti fara í um-
spil um tvö síðustu sætin hvoru megin.
57+36!)49,
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kaplakriki: FH – ÍA............................. 19.15
Kópavogsv.: Breiðablik – Keflavík ..... 19.15
Samsungv.: Stjarnan – Víkingur R..... 19.15
Origo-völlur: Valur – HK..................... 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Boginn: Þór – Grindavík ........................... 16
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Kórinn: HK – KR ...................................... 14
Grindavíkurv.: Grindavík – Haukar ... 19.15
2. deild kvenna:
Vopnafjörður: Einherji – Álftanes........... 13
Fjarðabyggðarhöll: FHL – ÍR................. 14
Þróttarvöllur: SR – Völsungur................. 16
3. deild karla:
Sauðárkr.: Tindastóll – Höttur/Huginn .. 16
4. deild karla:
Grýluvöllur: Hamar – Uppsveitir ............ 14
HANDKNATTLEIKUR
8-liða úrslit kvenna, fyrri leikir:
Eyjar: ÍBV – Stjarnan ......................... 13.30
Origo-höll: Valur – Haukar ...................... 15
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Varmá: Afturelding – KA ......................... 16
KÖRFUKNATTLEIKUR
Umspil kvenna, 8-liða úrslit, fyrri leikir:
TM-hellirinn: ÍR – Tindastóll................... 16
Kennaraháskóli: Ármann – Hamar/Þór.. 18
Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Vestri.... 19.15
HS Orkuhöll: Grindavík – Stjarnan.... 19.15
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Víðavangshlaup ÍR hefst kl. 12 í dag og er
hlaupið í miðborg Reykjavíkur. Mótið er
um leið Íslandsmeistaramótið í 5 km götu-
hlaupi.
Í DAG!
Norski knattspyrnumarkvörðurinn
Benedicte Haaland hefur samið við
Selfyssinga um að leika með þeim í
sumar. Hún kemur frá Bristol City
þar sem hún lék í ensku úrvals-
deildinni í vetur. Haaland lék áður
með Sandviken og Arna-Björnar í
Noregi. Þýski markvörðurinn Anke
Preuss verður ekki með Selfossi
eins og til stóð vegna meiðsla og
Guðný Geirsdóttir sem kom í láni
frá ÍBV hefur varið mark liðsins í
fyrstu umferðunum.
Norsk í mark
Selfyssinga
Kjartan Henry Finnbogason er 34
ára gamall sóknarmaður, fæddur 9.
júlí 1986.
Hann lék með meistaraflokki KR
2003-04 og aftur 2010-14. Hann er
áttundi markahæsti leikmaður KR í
efstu deild frá upphafi með 38 mörk
í 98 leikjum.
Kjartan varð Íslandsmeistari
með KR 2003, 2011 og 2013 og bik-
armeistari 2011, 2012 og 2014.
Kjartan var í röðum Celtic í Skot-
landi 2005-07, Åtvitaberg í Svíþjóð
2007, Sandefjord í Noregi 2008-09,
Falkirk í Skotlandi 2009-10, Hor-
sens í Danmörku 2014-18, Ferenc-
város í Ungverjalandi 2018-19,
Vejle í Danmörku 2018-20, Horsens
í Danmörku 2020 og loks Esbjerg
2021.
Hann er markahæstur Íslendinga
sem hafa leikið í dönsku úrvals-
deildinni með 26 mörk og líka í B-
deildinni með 49 mörk.
Samtals hefur Kjartan leikið 335
deildaleiki á ferlinum og skorað í
þeim 124 mörk.
Kjartan á að baki 13 A-landsleiki
og hefur skorað í þeim þrjú mörk.
Hann spilaði 24 leiki með yngri
landsliðum Íslands og skoraði í
þeim fjögur mörk. vs@mbl.is
Kjartan Henry Finnbogason