Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 2

Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 369.750 kr . Tilboðsverð 697.500 kr . Tilboðsverð 449.400 kr . Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okkar Uppsetning te kur aðeins ein n dag BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! TIL Á LAGER VANTAR ÞIGPLÁSS? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fimm vikur eru nú liðnar frá því að tíkin Rampen’s Upf Nína gaut ellefu hvolpum. Er það í annað sinn sem hún gýtur en í fyrra skiptið voru þeir einnig ellefu talsins. Fað- irinn er Heiðabergs Bylur von Greif sem er margverðlaunaður veiðimeistari. Bylur og Nína eru bæði snögghærðir Vorsteh eða þýsk- ir bendar. Tegundin er þekkt veiðihundakyn sem eru svokallaðir veiðihundar innan teg- undarhóps sjö hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Þykir tegundin henta mjög vel til veiða á rjúpu, önd og gæs. Hún þarfnast nokkurrar hreyfingar en þykir einnig frábært heim- ilisdýr. Gotið er undir merkjum Veiðimelarækt- unar og er það þriðja á þeim vettvangi. Annað got Nínu og þá hefur tíkin Zeta Jökla einnig átt 10 hvolpa. Eigendur Nínu eru Pétur Alan Guðmundsson og Sóley Ragna Ragnarsdóttir en eigandi Byls er Jón Garðar Þórarinsson. Ljósmynd/Pétur Alan Guðmundsson Ellefu alhliða veiðisnillingar á rjúpu, önd og gæs Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Farþegum fjölgar með hverjum deginum sem líður,“ segir Stefán Jón Sigurgeirsson, framkvæmda- stjóri Norðursiglingar á Húsavík. Á vegum fyrir- tækisins er nú farið í eina hvala- skoðunarferð á dag með bátnum Náttfara. Farið er út á Skjálf- andaflóa og í flestum ferðum sjást hvalir, þótt aldrei sé á vísan að róa því náttúr- an er duttlunga- full. Mest og helst sést hnúfubakur á Skjálfanda, en einnig bregður fyr- ir hrefnum og hnísum. Einnig hafa langreyðar og háhyrningar sést í vor, en þó ekki oft. Margir frá Bandaríkjunum Náttfari leggur úr höfn á hverj- um degi klukkan 13 og tekur ferðin þrjár klukkustundir. Alls tekur bát- urinn 90 manns, en 47 voru með í ferð gærdagsins. Margir farþeg- anna voru erlendir, ekki síst Banda- ríkjamenn, en með fjöldabólusetn- ingum vestra eru leiðir til Íslands þaðan nú greiðar. „Við byrjuðum aftur með eina ferð á dag fyrir nokkrum síðan og vonandi er stutt í að við getum bætt annarri við. Ís- lendingar leggjast í ferðalög strax þegar starfi grunnskólanna lýkur,“ segir Stefán Jón. Góðar vísbendingar „Þessa dagana sjáum við ýmsar vísbendingar um að ferðaþjónustan sé að komast aftur í gang. Umsvifin núna eru hins vegar ekki nema um 5% af því sem gerist í meðalári,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Eldingar hvalaskoð- unar í Reykjavík. Bátur fyrir- tækisins sem tekur liðlega 100 farþega er notaður í skoðunarferðir út á Faxaflóa, sem nú eru að jafnaði þrjár í viku. Litlir plastbátar eru svo notaðir í ferðir sem eru daglega. Slíkir taka tíu manns, en í ferðum nú eru gjarnan 2 til 8 farþegar um borð. „Mig grunar að í sumar verði nokkuð áberandi að fólk stimpli sig inn og bóki í ferðir með mjög skömmum fyrirvara. Þegar kemur svo fram á haustið er bók- unarstaðan hjá okkur mjög góð,“ segir Rannveig. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Ein ferð á dag út með Náttfara, sem hér sést koma inn til hafnar úr leiðangri þar sem hvalavöður sáust. Bókanir berast og hvala- skoðunarferðum fjölgar - Bjartsýni í ferðaþjónustu - Langreyðar nú á Skjálfanda Morgunblaðið/Ófeigur Ferðamenn Daglega frá Reykjavík á rib-bátum út á Faxaflóa í hvalaskoðun.Rannveig Grétarsdóttir Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Framboðsfrestur til prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík rann út klukkan fjögur síðdegis í gær. Próf- kjörið fer fram daga 4. og 5. júní næstkomandi. Ljóst er að baráttan um efstu sætin verður hörð: Í 1. sæti gefa kost á sér Guðlaugur Þór Þórðar- son, utanríkis- og þróunarsamvinnu- ráðherra, og Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra. Í 2. sæti gefa kost á sér þing- mennirnir Brynjar Níelsson og Sig- ríður Ásthildur Andersen. Birgir Ármannsson þingmaður gefur þá kost á sér í 2.-3. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sætinu, en í 3.-4. sæti gefa kost á sér Hildur Sverrisdóttir, sem sat á þingi 2017, og Kjartan Magnússon, fyrrverandi borgar- fulltrúi. Í 4. sæti gefa kost á sér Friðjón R. Friðjónsson almannatengill og Ingi- björg H. Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Í 4. - 5. sæti gefur kost á sér Herdís Anna Þorvaldsdóttir, varaþingmaður og athafnakona. Tveir efstu verða oddvitar Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm þingmenn alls í Reykjavík, þrjá í Reykjavíkurkjördæmi norður en tvo í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sjálf- stæðismenn í Reykjavík kjósa um einn Reykjavíkurlista sem skiptist síðan að prófkjörinu loknu á kjör- dæmin tvö. Þannig verða tveir hlut- skörpustu frambjóðendurnir í próf- kjörinu oddvitar flokksins í hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir sig. Slegist um efstu sætin í borginni - Framboðsfresturinn rann út í gær Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Valhöll Hart barist í borginni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.