Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
á - y i s.is
Útboð verkefna á sviði jarðhita,
rafvæðingu heimila og grænnar
nýsköpunar í Rúmeníu á vegum
Uppbyggingarsjóðs EES,
verður kynnt á veffundi
19. og 20. maí kl. 8:00-16:00
Sjá nánari upplýsingar á os.is
Markmið verkefnanna er að auka endurnýjanlega
orku, græna nýsköpun og auka samstarf milli Íslands,
Lichtenstein, Noregs og Rúmeníu
Veittur er stuðningur við verkefni með eftirfarandi áherslur:
• auka uppsett afl frá jarðhita
• auka fjölda nýrra eða endurnýjaðra mannvirkja
til að auka notkun jarðhita
• rafvæðingu heimilanna
• græn nýsköpun
Einnig verður boðið upp á samstarfsfundi aðila.
Mikilvægt er að aðilar skrái þátttöku
á os.is
Sum verkalýðsfélög eru að hitaupp fyrir alþingiskosning-
arnar í haust og hyggjast að því er
virðist taka þátt í þeim með áður
óþekktum hætti. Drífa Snædal, for-
seti ASÍ, er til að
mynda farin að
senda út viðtöl á vef
samtakanna og
fyrsta viðtalið var
huggulegt drottn-
ingarviðtal við aðal-
eiganda Sósíal-
istaflokksins þar
sem hann fékk að fabúlera á sinn
hátt undir mikilli velþóknun spyr-
ilsins.
- - -
Svo sendi Drífa í gær frá sérpistil þar sem hún ítrekaði þá
afstöðu að það væri nóg til og
sýndi því jafn lítinn skilning og áð-
ur að framleiða þurfi verðmætin
áður en þau verði til skiptanna.
- - -
Þessi pistill mun líka hafa átt aðvera svar við þeirri ábendingu
Boga Nils Bogasonar, forstjóra
Icelandair, að launahækkanir síð-
ustu ára hefðu verið „úr kortunum
miðað við samkeppnislöndin“.
Hann nefndi að hér hefði launa-
hækkunin verið 10% en 0-2% í sam-
keppnislöndunum, sem hann sagði
gera samkeppnina „krefjandi“ fyr-
ir Icelandair. Það er örugglega
ekki ofmælt.
- - -
Loks hjólaði Drífa í Ísrael fyrirað verja sig gegn árásum Ha-
mas og við það vakna spurningar.
Hvað mundi Drífa vilja að gert
væri ef hún byggi í Ísrael og sætti
árásum hryðjuverkasamtakanna?
- - -
Og: Hvernig gagnast það launa-mönnum á Íslandi að ASÍ taki
þátt í baráttu með tilteknum öflum
fyrir botni Miðjarðarhafs? Nú eða
blandi sér í innanlandspólitík? Eru
allir sem greiða til ASÍ á einu máli
í stjórnmálum?
Drífa Snædal
Launþegahreyfing
eða stjórnmálaafl?
STAKSTEINAR
Ríkisskattstjóri og ónefndur málsaðili
hafa náð samkomulagi um sátt vegna
brota á lögum um aðgerðir gegn pen-
ingaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka. Var viðkomandi gert að greiða
eina og hálfa milljón króna í sekt og
framkvæma úrbætur á rekstri sínum
innan gefins frests.
Greint er frá þessu á vefsíðu
Skattsins. Um var að ræða brot gegn
ákvæðum laga nr. 140/2018, um að-
gerðir gegn peningaþvætti og fjár-
mögnun hryðjuverka og 7. gr. laga nr.
64/2019, um frystingu fjármuna og
skráningu aðila á lista yfir þvingunar-
aðgerðir í tengslum við fjármögnun
hryðjuverka og útbreiðslu gereyðing-
arvopna.
Brotin fólust í að viðkomandi hafði
hvorki framkvæmt áhættumat á
rekstri sínum né innleitt innri reglur
og verkferla með fullnægjandi hætti,
hann hafði ekki framkvæmt áreiðan-
leikakönnun á viðskiptamönnum eins
og kveðið er á um í lögunum og ekki
innleitt ferla og aðgerðir til að meta
hvort viðskiptamenn hans væru á list-
um yfir þvingunaraðgerðir.
Fram kemur að málsaðilinn hafi
greiðlega veitt ríkisskattstjóra um-
beðin gögn og aðgang að starfsstöð
sinni og í engu dregið undan í upplýs-
ingagjöf sinni til ríkisskattstjóra.
omfr@mbl.is
Sátt um 1,5 milljóna sektargreiðslu
- Braut gegn lögum um peningaþvætti
og fjármögnun hryðjuverka
Morgunblaðið/sisi
Skatturinn Í ljós kom að ekki hafði
verið gert fullnægjandi áhættumat.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Starfshópur um efnahagstækifæri á
norðurslóðum afhenti í gær Guð-
laugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra, skýrsl-
una Norðurljós. Guðlaugur Þór seg-
ir í tilkynningu ráðuneytisins að
áhugi umheimsins á norðurslóðum
sé sífellt að aukast og ljóst sé að
miklar breytingar muni eiga sér stað
á svæðinu á næstu árum og áratug-
um. Því sé mikilvægt að huga að því
hvernig best megi búa í haginn svo
að Ísland geti nýtt þau tækifæri sem
muni felast í svæðinu í framtíðinni,
en þar sé landið í algjörri lykilstöðu.
Árni Sigfússon leiddi starfshóp-
inn, en þar voru einnig Ísak Einar
Rúnarsson og Sigþrúður Ármann.
Þau leggja m.a. til að nýr loft-
ferðasamningur verði gerður á milli
Grænlands og Íslands og að sá sem
er í gildi milli Íslands og Kína verði
uppfærður. Þá er lagt til að við-
ræðum verði haldið áfram um
yfirflugsheimildir fyrir Rússland. Þá
er lagt til að leita eftir fríverslunar-
og viðskiptasamningum við Græn-
land og Bandaríkin, og einnig hugað
að samningum við ríki á borð við
Kanada og Rússland.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Norðurslóðaskýrsla Árni Sigfússon og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu niðurstöður starfshópsins í gær.
Ísland er í lykilstöðu
- Ný skýrsla um efnahagstækifæri á norðurslóðum