Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 14

Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 + + Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætlað er að í Garðabæ verði á næstu árum byggðar yfir 2.300 íbúð- ir af öllum stærðum og gerðum. Framkvæmdir hefjast í nýjum hverfum á þessu ári og önnur svæði bætast síðan við eftir því sem vinnu við deiliskipulag, gatnagerð og ann- an undirbúning vindur fram. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að þarna verði fjölbreyttar íbúðir af ýmsum stærðum í fjölbýlis- húsum, einbýli, rað- og parhúsum og byggingasvæðin er að finna frá Urr- iðaholti í suðaustri og út á Álftanes í norðvestri. Gunnar segir að mikið hafi verið byggt í Urriðaholti á undanförnum árum, en uppbygging þar sé langt komin. Þar er áætlað að verði um 1.700 íbúðir og er um 600 þeirra ólokið. Samhliða og í framhaldi af Urriðaholtinu séu framkvæmdir að hefjast við Eskiás/Lyngás í Ása- hverfinu miðsvæðis í Garðabæ þar sem verða 276 íbúðir í fyrsta áfanga. Einnig eru framkvæmdir að hefjast á miðsvæði Álftanes þar sem verða 252 íbúðir í fjölbýli. Þá verða lóðir fyrir parhús í Kumlamýri á Álftanesi auglýstar á næstunni, að sögn Gunn- ars. Gatnagerð er lokið við Lyngás og að hluta á Álftanesi. Stöðuna á einstökum svæðum má sjá á með- fylgjandi korti, en byggingasvæði eru ýmist í eigu bæjarins eða einka- aðila. Unnið er að skipulagsmálum og hönnun gatna í Vetrarmýri og Hnoðraholti norður og reiknað með að lóðir fari í útboð seinna á árinu og á næsta ári. Í Vetrarmýri er fjölnota íþróttahús risið og er á áætlun að það verði tilbúið til notkunar í des- ember. Þá má nefna að unnið er að búsetukjörnum með 14-16 íbúðar- einingum fyrir fatlað fólk. Fyrir utan íbúðahúsnæði hafa verið skilgreind svæði fyrir atvinnu- starfsemi í aðalskipulagi Garða- bæjar. Verkefni verða að veruleika „Mikið af þeim verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu ár verða að veruleika á þessu ári og fram til ársins 2026,“ segir Gunnar. „Við höf- um getað mætt eftirspurn með upp- byggingu í Urriðaholti á sama tíma og skortur hefur verið á lóðum og íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu í heild. Við ætlum að gera enn betur á næstu árum, sem sést á því að í Garðabæ eru áform um yfir 2.300 íbúðaeiningar á næstu fimm árum. Til framtíðar er mikið af bygg- ingalandi í Garðabæ, ég nefni Garða- holtið, Hnoðraholt suður, svæði í kringum Hafnarfjarðarveginn og á Álftanesi þannig að við kvíðum því ekki að geta ekki annað spurn eftir lóðum. Þróun síðustu ára hefur verið ánægjuleg, en það er þó ekki endi- lega stefnan að verða sem fjölmenn- ust, miklu frekar að gera hlutina vel.“ Á Norðurnesi og í Víðiholti á Álftanesi er gert ráð fyrir 150-160 íbúðum í fjölbýli, einbýli og rað- húsum og er unnið að deiliskipulagi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdir gætu hafist. Land í Setbergi og Svínholti er ódeiliskipulagt. Tæplega 18 þúsund íbúar Íbúar í Garðabæ eru nú rétt tæp- lega 18 þúsund og fjölgaði um rúm- lega eitt þúsund frá 1. desember 2019 til síðustu mánaðamóta. Á síð- asta ári var fjölgunin hlutfallslega mest í Garðabæ í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eða um 4,5% frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021. Á sama tíma var hún 4,3% í Mosfellsbæ, 1,5% í Reykjavík, 1,6% í Kópavogi, 1,2% í Kjósarhreppi, en fækkun varð um 1% í Hafnarfirði og 0,2% á Seltjarnarnesi. Í heildina fjölgaði íbúum á höfuð- borgarsvæðinu um 1,5% á tímabilinu eða 3.495 íbúa. Í Reykjavík fjölgaði um 2.133 íbúa, en Garðabær var í öðru sæti sveitarfélaga á landsvísu hvað varðar fjölgun einstaklinga, en þar fjölgaði íbúum um 768 frá 1. des- ember 2019 til 1. janúar 2021. Gunnar segir að margir hafi sam- band við skrifstofur bæjarins og spyrjist fyrir um stöðu einstakra verkefna hvað varðar skipulag og annan undirbúning. Brugðist verði við því á næstunni með því að birta kort á heimasíðu Garðabæjar sem sýni staðsetningu byggingarsvæða, hvar viðkomandi hverfi sé statt í ferlinu og hvenær lóðir komi til út- hlutunar. Mikil upp- bygging er fram undan - Áform um að yfir 2.300 íbúðir verði byggðar í Garðabæ á næstu fimm árum 1 2 3 47 5 6 9 10 11 8 Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Garðabæ Samtals einingar Uppbygging frá 1 Breiðamýri, Álftanesi 252 íbúðir 2021 2 Kumlamýri, Álftanesi 40 parhús 2021 3 Eskiás 276 íbúðir 2021 4 Hnoðraholt norður (án Þorraholts) 219 einingar, einbýlis- hús, raðhús og fjölbýli 2021/2022 5 Vetrarmýri 664 íbúðir 2021/2022 6 Urriðaholt 600 einingar, einbýli,parhús og fjölbýli Lokið 2023/24 Samtals einingar Uppbygging frá 7 Hnoðraholt-Þorraholt 200 íbúðir 2021/2022 8 Garðahraun (Prýði) 19 einbýlishús 2021 9 Garðahverfi 30 einbýli/smábýli 2021 10 Krókur, Álftanesi 51 raðhús Óákveðið 11 Helguvík, Álftanesi 23 einbýli Óákveðið Yfir 2.300 íbúðareiningar í uppbyggingu frá 2021 Teikning/Batteríið/Sigurður Einarsson Vetrarmýri Reiknað er með yfir 600 íbúðum í Vetrarmýri, íþróttasvæðið er til vinstri á myndinni og verður íþrótta- húsið tilbúið í vetur, fyrirhuguð skólabygging er þar fyrir ofan. Vífilsstaðir til hægri. Ásahverfi Gunnar Einarsson bæjarstjóri við Eskiás þar sem samnefnt félag er að byggja fjölbýlishús með 276 íbúðum sem fara í sölu á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.