Morgunblaðið - 15.05.2021, Qupperneq 20
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Útlit er fyrir að árið 2021 verði sögu-
legt á íslenskum hlutabréfamarkaði
að sögn Magnúsar Harðarsonar for-
stjóra Kauphallarinnar. Hann segir
að leita þurfi allt aftur til ársins 2000
til að finna sambærilegan áhuga fyr-
irtækja á að skrá
bréf sín á markað.
„Við náðum
ákveðnum toppi
um aldamótin
þegar 10 félög
komu ný inn á
markaðinn og
markaðurinn taldi
þá alls 75 félög. Að
sumu leyti tel ég
að árið í ár sé það
mest spennandi á markaðnum frá
aldamótum,“ segir Magnús.
Fyrr í þessari viku lauk vel heppn-
uðu útboði Síldarvinnslunnar þegar
sex þúsund og fimm hundruð áskriftir
bárust fyrir um 60 milljarða króna. Í
júní nk. er von á hlutafjárútboði Ís-
landsbanka þar sem bjóða á til sölu
25-35% hlut í bankanum. Eigið fé
bankans er nú 185,5 milljarðar króna.
Ef bankinn verður metinn á eina
krónu á móti eigin fé yrði stærð út-
boðsins á bilinu 60-70 milljarðar
króna. Eins og Morgunblaðið greindi
frá á dögunum stefnir tölvuleikja-
fyrirtækið Solid Clouds einnig á
hlutafjárútboð og skráningu á First
North-markað kauphallarinnar. Enn
fremur hefur flugfélagið Play lýst því
yfir að það vilji safna 20 milljónum
bandaríkjadala, eða um 2,5 milljörð-
um króna, í hlutafjárútboði í júní og
skrá hlutina á First North-markað-
inn.
Risaútboð Íslandsbanka
„Útboð Íslandsbanka verður sann-
kallað risaútboð og verður með þeim
allra stærstu í sögu Kauphallarinn-
ar,“ segir Magnús en önnur útboð af
sambærilegri stærð á nýliðnum árum
eru útboð á bréfum Marels og Arion
banka.
Magnús segir að auk framan-
greindra fyrirtækja sem eru á leið í
Kauphöllina sé ýmislegt kraumandi
undir niðri. „Ég man ekki eftir jafn
mörgum samtölum um skráningu síð-
an ég byrjaði í Kauphöllinni fyrir
nítján árum. Við eigum í uppbyggileg-
um viðræðum við nokkur félög sem
mögulega koma á markað á þessu ári
eða því næsta.“
Spurður um ástæður fyrir þessum
mikla áhuga segist Magnús skynja
ákveðna vitundarvakningu. „Sterk
innkoma almennings í hlutafjárútboði
Icelandair síðasta haust breytti gang-
inum töluvert og hefur held ég vakið
forsvarsmenn margra fyrirtækja til
umhugsunar um hlutabréfamark-
aðinn sem fjáröflunarkost. Ég held að
þeir hafi margir séð að þarna er fjár-
festahópur sem bæði er hægt að
höfða og leita til, til viðbótar við þessa
hefðbundnu fagfjárfesta á markaðn-
um.“
Aðstæður á markaði hagstæðar
Einnig segir Magnús að aðstæður
séu hagstæðar á markaðnum. Vextir
séu sögulega lágir en á sama tíma eru
bankainnstæður í sögulegum hæðum.
Það sé því ekki skrýtið að almenn-
ingur velti fyrir sér hvernig hann vilji
ráðstafa fé sínu.
Um útboð Síldarvinnslunnar segir
Magnús að sér finnist mjög skemmti-
legt að fá sjávarútveginn inn af meiri
krafti í Kauphöllina. „Maður hefur
tekið eftir því í samtölum við ýmsa að-
ila í sjávarútvegi hvað þessi grein er
um margt framsækin. Það eru ekki
allir sem átta sig á því.“
Hann segir að góð þátttaka al-
mennings í hlutafjárútboði Síldar-
vinnslunnar sýni glöggt að fólk hafi
mikinn áhuga á sjávarútveginum.
„Svo má ekki gleyma því að með auk-
inni þátttöku kemur aukið aðhald frá
almenningi sem er gott á svo marga
vegu. Markaðurinn verður dýpri og
fleiri augu hvíla á fyrirtækjunum.
Skoðanaskipti verða heilbrigðari.“
Vilja nýta markaðinn til vaxtar
Um fyrirhugaða skráningu Play og
Solid Clouds á markaðinn segir
Magnús að þarna séu á ferð fyrirtæki
sem starfa í geirum sem ekki hefur
mikið sést til á íslenska markaðnum.
„Þetta eru lítil fyrirtæki þannig séð
sem vilja nýta markaðinn til vaxtar.
Þetta er svipað og fyrirtæki sem eru
að koma inn á fyrri stigum í sinni
starfsemi á First North-markaðinn í
Svíþjóð, og er mjög jákvæð þróun.“
Mest spennandi ár á hluta-
bréfamarkaði frá aldamótum
Morgunblaðið/Eggert
Markaður Með aukinni þátttöku kemur meira aðhald og dýpt.
- Vitundarvakning - Nokkur félög skoða skráningu á þessu ári og því næsta
Nýleg og væntanleg
hlutafjárútboð
Selt hlutafé í útboði
(ma.kr.)
Fjöldi
áskrifta
Icelandair 30,3 * 9.000
Síldarvinnslan 60 6.500
Íslandsbanki 60-70 **
Solid Clouds Óvíst
Play 2,5 **
*Nýjum hlutum fylgdu 25 prósent áskriftar-
réttindi, eða sem nemur 5,75 milljörðum hluta.
**Áætlað.
Magnús
Harðarson
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
15. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.37
Sterlingspund 175.64
Kanadadalur 102.93
Dönsk króna 20.266
Norsk króna 15.026
Sænsk króna 14.914
Svissn. franki 137.44
Japanskt jen 1.1432
SDR 179.07
Evra 150.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.402
Hrávöruverð
Gull 1814.3 ($/únsa)
Ál 2422.5 ($/tonn) LME
Hráolía 68.88 ($/fatið) Brent
« Greining Ís-
landsbanka gerir
ráð fyrir að pen-
ingastefnunefnd
muni hækka meg-
invexti Seðlabank-
ans um 0,25 pró-
sentur við vaxta-
ákvörðun hinn 19.
maí næstkomandi.
Segir í rökstuðn-
ingi með þeirri spá
að mikil og þrálát verðbólga verði
ásamt minnkandi óvissu um efnahags-
bata. Verði af hækkun nú telur Íslands-
banki að vextir muni haldast óbreyttir
fram á lokafjórðung ársins en að hæg-
fara vaxtahækkunarferli sé í pípunum í
kjölfarið.
Ólíkt Íslandsbanka telur Landsbank-
inn að nefndin muni halda meginvöxt-
unum óbreyttum í 0,75%. Þó sé farið
að styttast í næstu hækkun. Viður-
kennir hagfræðideild bankans að óviss-
an um ákvörðun nefndarinnar sé tals-
verð að þessu sinni. Bendir hún á að
verðbólguþróunin ráði þar miklu en að
hún hafi verið yfir efri vikmörkum verð-
bólgumarkmiðs Seðlabankans allt þetta
ár. Í febrúar hafi Seðlabankinn spáð því
að verðbólga yrði 3,9% á fyrsta árs-
fjórðungi en hún hafi hins vegar reynst
4,2%.
Einn spáir hækkun
stýrivaxta en annar ekki
Vextir Ákvörðun
tilkynnt 19. maí.
STUTT
innar okkar í Hveragerði, segir söl-
una í mars og apríl hafa aukist um
20% frá fyrra ári og sölu á vissum
vörum frá Kjörís enn meira.
Meira á ferðinni en áður
Spurð um ástæður aukinnar sölu
nefnir Íris Tinna að Íslendingar séu
meira á ferðinni en áður. Þ.m.t.
sumarhúsaeigendur á Suðurlandi.
„Bólusettar ömmur og afar eru
farin að streyma í ísbúðina með
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Veitingamenn í Hveragerði og á Sel-
fossi segja söluna í vor hafa aukist
mikið frá fyrra ári og þakka þeir það
meðal annars bólusetningu meðal
eldra fólks gegn kórónuveirunni.
Sú þróun rímar við aukna bíla-
umferð um Hellisheiðina (sjá graf).
Jakob Jakobsson, veitingamaður á
Matkránni í Hveragerði, áætlar að
salan í mars og apríl hafi aukist um
100% frá sömu mánuðum í fyrra.
„Þetta er eins og að bera saman
svart og hvítt. Fullorðna fólkið er til
dæmis farið að leyfa sér meira. Við
heyrum marga viðskiptavini lýsa yfir
ánægju með að hafa verið bólusettir
og geta loksins verið úti á meðal
fólks,“ segir Jakob.
Móttökurnar framar vonum
Matkráin var opnuð 1. júní 2019 og
segir Jakob móttökurnar hafa verið
framar vonum. Orðspor hans sem
veitingamaður á Jómfrúnni hafi fylgt
honum til Hveragerðis. Meirihluti
gesta sé innlendir ferðamenn en er-
lendir ferðamenn kærkomin viðbót.
„Hér var fullt hús sumarið 2019
eins og á svo mörgum stöðum úti á
landi. Íslendingar voru þá mikið á
ferðinni,“ segir Jakob sem reiknar
aðspurður með að salan í sumar
verði álíka góð og sumarið 2019.
„Það búast allir við góðu ferða-
sumri og að það komi erlendir ferða-
menn. Því er ekki að neita að maður
er farinn að þurfa að bregða fyrir sig
enskunni líka,“ segir Jakob.
Íris Tinna Margrétardóttir, eig-
andi og framkvæmdastjóri Ísbúðar-
barnabörnin. Við förum bjartsýn inn
í sumarið. Sumarið í fyrra var tölu-
vert betra en sumarið 2019 enda
ferðuðust margir Íslendingar þá inn-
anlands. Það má gera ráð fyrir að
sumarið verði enn betra en í fyrra.“
Leigir skála vegna góðrar sölu
Tómas Þóroddsson, veitingamað-
ur hjá Kaffi Krús á Selfossi, segir
söluna í apríl hafa aukist um 300%
frá aprílmánuði í fyrra. Heilt yfir sé
salan á árinu 20% minni en í fyrra.
„Við vorum með 24 starfsmenn í
apríl eða jafn marga og í júlí í fyrra-
sumar sem er jafnan besti mánuður-
inn í sölunni. Því er útlit fyrir að sal-
an í sumar verði meiri en í fyrra,“
segir Tómas, sem hefur leigt
Tryggvaskála af Árborg vegna
væntinga um góða sölu. Skálinn
rúmar 60 manns í sal en hann er við
hringtorgið austan við brúna.
Ingunn Guðmundsdóttir, eigandi
og framkvæmdastjóri Pylsuvagnsins
á Selfossi, segir söluna hafa aukist.
„Það hafa miklu fleiri verið á ferð-
inni en í fyrra og fyrr á ferðinni. Það
skilar sér í sölunni,“ segir Ingunn
sem kveðst heyra það á fólki að það
ætli að ferðast innanlands í sumar.
Morgunblaðið/Baldur
Ísbúðin Íris Tinna Margrétardóttir
eigandi Ísbúðarinnar okkar.
Veitingamenn austan fjalls ná
vopnum sínum eftir erfiða tíð
- Dæmi um 300% söluaukningu í apríl - Sumarhúsaeigendur eru komnir á kreik
6
.5
5
6
7
.4
9
2
7
.9
1
4
8
.4
0
8
1
0
.0
1
7
6
.0
1
1
7
.4
8
4
6
.0
2
2
5
.5
9
2
8
.8
6
2
Umferð um hring-
veginn á Hellisheiði
Fjöldi ökutækja 2020 2021
janúar febrúar mars apríl maí*
*Til og með 13.maí 2020 og 2021
Heimild: Vegagerðin
+9%
+0,1%
+31%
+50%
+13%