Morgunblaðið - 15.05.2021, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Flutningar Hér siglir eitt af flutningaskipum Samskipa inn sundin blá og ber við Engey. Miklir vöruflutningar sjóðleiðina hafa verið til og frá landinu undanfarna mánuði.
Árni Sæberg
Landsréttur var
stofnaður með lögum
um dómstóla nr. 50/
2016 og tók rétturinn
til starfa 1. janúar
2018. Ákveðið var að
Hæstiréttur skyldi
starfa áfram og verða
eins konar fordæm-
isdómstóll sem tæki
aðeins mál til með-
ferðar samkvæmt eig-
in áfrýjunarleyfum.
Við þessar breytingar varð ljóst
að verkefni Hæstaréttar drógust
saman svo um munaði. Fastir dóm-
arar við réttinn voru níu fyrir
breytinguna, en urðu sjö sam-
kvæmt hinum nýju lögum. Ábend-
ingar komu fram um að þeir þyrftu
ekki að vera nema fimm eins og
þeir reyndar voru lengst af á síð-
ustu öld. Rétturinn mun sjálfur
hafa óskað eftir að dómarar yrðu
sjö og var það látið eftir honum.
Hér skal fullyrt að þetta er alger
óþarfi. Miðað við umfang starfa
réttarins nú ættu dómarar ekki að
vera fleiri en fimm sem tækju þá
allir þátt í meðferð og afgreiðslu
allra mála sem rétt-
urinn dæmir.
Það er satt að segja
fremur undarlegt að
rétturinn skuli sjálfur
hafa viljað að dóm-
ararnir yrðu fleiri en
þörf er á. Í ljós er
komið að þeir eru
farnir að gegna um-
fangsmiklum störfum
utan réttarins. Til
dæmis eru fjórir
þeirra sitjandi í föst-
um kennarastöðum við
lagadeild Háskóla Ís-
lands, þrír sem prófessorar og einn
dósent. Þetta er nýtt í sögu rétt-
arins. Í fortíðinni hafa kennarar
sem hlotið hafa skipun í Hæstarétt
jafnan sagt kennslustöðum sínum
lausum. Nefna má í dæmaskyni
Ármann Snævarr, Þór Vilhjálms-
son, Arnljót Björnsson, Markús
Sigurbjörnsson, sjálfan mig og Við-
ar Má Matthíasson. Fyrsta dæmið
um þessa sérkennilegu nýbreytni
er Benedikt Bogason, sem gegnir
prófessorsstöðu við lagadeild HÍ.
Það gera núna líka Björg Thor-
arensen og Ása Ólafsdóttir. Karl
Axelsson er dósent. Þannig sitja nú
fjórir af sjö dómurum réttarins í
föstum kennslustöðum við laga-
deild HÍ.
Óboðlegt bandalag
Það er líka ekki boðlegt það
bandalag sem myndast með þess-
um hætti milli lagadeildar HÍ og
réttarins. Deildin hefur því hlut-
verki að gegna að fjalla með gagn-
rýnum hætti um dómaframkvæmd
í landinu. En þarna eru allir vinir.
Þeir gefa út heiðursrit hinum til
vegsemdar og sitja saman í nefnd-
um, sem fara með veigamikil völd í
dómskerfinu, t.d. við að meta hæfni
dómaraefna. Augljós dæmi eru fyr-
ir hendi um misnotkun á þessu síð-
astnefnda valdi.
Svo gegna dómararnir einnig
öðrum aukastörfum sem hljóta að
teljast umfangsmikil. Einn er for-
seti endurupptökudóms. Tveir sitja
í réttarfarsnefnd sem hefur að
gegna umfangsmiklu starfi við
samningu lagafrumvarpa o.fl.
Hvernig geta dómarar við Hæsta-
rétt tekið þátt í að semja laga-
frumvörp með þessum hætti?
Fleiri dæmi um slík aukastörf
mætti telja en verður ekki gert
hér.
Þá læðist að manni grunur um
að dómararnir í Hæstarétti hafi
séð sér leik á borði við stofnun
Landsréttar að tryggja sjálfum sér
möguleika til aukastarfa sem
greiddar eru vænar þóknanir fyrir.
Þess vegna hafi þeir viljað vera sjö
en ekki fimm eins og við blasti að
væri nóg. Væri ekki rétt að Há-
skóli Íslands upplýsti almenning
um launagreiðslur sínar til þessara
hæstaréttardómara?
Gildir ekki lengur
Í 61. gr. stjórnarskrárinnar er
að finna ákvæði um dómsvaldið.
Þar er gert ráð fyrir að í landinu
starfi dómarar, „sem ekki hafa að
auki umboðsstörf á hendi“.
Í gegnum tíðina hefur verið litið
svo á að dómarar Hæstaréttar hafi
verið þeir einu sem þetta gat átt
við um. Nú virðist það ekki gilda
lengur.
Að lokum skal þess getið að
Hæstiréttur hefur því hlutverki að
gegna að tilnefna fulltrúa í fjöl-
margar stjórnir og nefndir í stjórn-
sýslu. Það hefur vakið athygli
manna að þar eru nær eingöngu
tilnefndir lögfræðingar sem tengj-
ast beint lagadeild HÍ en nær eng-
ir frá Háskólanum í Reykjavík.
Klíkuveldið er alls ráðandi. Alþingi
ætti að taka á þessu og nema með
öllu úr lögum heimildir Hæsta-
réttar til þessara tilnefninga. Það
er líka vandséð hvernig unnt er að
tryggja hlutlausa stöðu dómstóls-
ins til verka slíkra nefnda, sem
hann sjálfur hefur átt þátt í að
skipa, ef á slíkt reynir fyrir dóm-
inum.
Það er löngu kominn tími til að
trúnaðarmenn almennings á Ís-
landi átti sig á þeirri sjálfsþjónkun
sem ríkir í starfi æðsta dómstóls
þjóðarinnar og grípi til ráðstafana
til að uppræta hana.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » „Það er satt að segja
fremur undarlegt
að rétturinn skuli
sjálfur hafa viljað að
dómararnir yrðu fleiri
en þörf er á. Í ljós er
komið að þeir eru
farnir að gegna um-
fangsmiklum störfum
utan réttarins.“Jón SteinarGunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi dómari
við Hæstarétt Íslands.
Sjálfsþjónkun þar sem síst skyldi
Söguleg lagabreyt-
ing var samþykkt á
Alþingi í vikunni,
þegar réttur iðn-
menntaðra til náms í
háskólum var stað-
festur að minni til-
lögu. Þessi grundvall-
arbreyting er
táknræn fyrir þá já-
kvæðu viðhorfsbreyt-
ingu sem orðið hefur
gagnvart starfsmenntun á örfáum
árum. Áhuginn á starfsnámi hefur
snaraukist, verk- og tæknimennta-
skólar eru meðal vinsælustu fram-
haldsskóla landsins og laða í stór-
auknum mæli til sín hæfileikafólk
á öllum aldri.
Tugþúsundir iðnmenntaðra
fá aukin réttindi
Bylting af þessum toga er ekki
sjálfsprottin, heldur verður hún
vegna skýrrar sýnar og mark-
vissra aðgerða. Við upphaf kjör-
tímabilsins einsetti ég mér að
koma verkmenntun á þann stall
sem hún á skilið. Auka veg og
virðingu hennar með orðum mín-
um og gjörðum. Með góðu sam-
starfi við skólafólk,
fagfólk og fyrirtæki í
iðnaði er það að tak-
ast og kerfisbreyt-
ingar eru að raunger-
ast. Aukin réttindi
tugþúsunda iðn-
aðarmanna eru stór
liður í því, en auk
þess munu háskól-
arnir njóta góðs af
fjölbreyttari bak-
grunni þeirra sem
sækja sér nám í
æðstu menntastofn-
unum landsins. Viðbrögðin við
breytingunum hafa verið frábær
og ljóst má vera að meginþorra
þjóðarinnar þykir breytingin
löngu tímabær.
Viðbætur við öflugt
verknámskerfi
Önnur mikilvæg kerfisbreyting
felst í auknum sveigjanleika í
verklegum þætti starfsnámsins,
sem verður að veruleika frá og
með haustinu. Núverandi starfs-
námskerfi hefur reynst vel, en
með nýrri reglugerð um vinnu-
staðanám er kerfið styrkt enn
frekar. Hingað til hefur
vinnustaðanám undir leiðsögn iðn-
meistara verið forsenda þess að
nemi geti lokið námi. Meistarar
hafa staðið sig með sóma og tekið
á sig skyldur sem menntakerfið í
heild ætti að bera.
Nýja reglugerðin talar inn í
þann veruleika og gerir ráð fyrir
sameiginlegri ábyrgð lykilaðila í
starfsmenntakerfinu. Iðnmeistarar
munu áfram geta boðið iðnnemum
námssamning, en til viðbótar verð-
ur ábyrgð skólanna aukin. Þeim
verður falið að tryggja í samstarfi
við atvinnulífið verklega þjálfun
nema sem ekki eru á formlegum
samningi, ýmist með þjálfun á ein-
um vinnustað eða eftir atvikum
nokkrum. Þjálfunin mun taka mið
af hæfnikröfum, sem hafa í fyrsta
sinn verið tilgreindar með skýrum
hætti í nýju verknámskerfi – raf-
rænni ferilbók sem tekin verður í
notkun í haust. Sumar iðngreinar
eru lengra komnar en aðrar í skil-
greiningu hæfniþáttanna, en
markvisst er unnið að upp-
færslum og hafa faghópar í öllum
greinum unnið frábært starf.
Gott samstarf er lykilatriði
Breytingarnar hafa í megin-
atriðum mælst vel fyrir. Fagmenn
í ólíkum iðngreinum, fyrirtæki og
stéttarfélög hafa gefið góð ráð,
bent á áskoranir og hættur sem
ber að varast. Samstarf af þeim
toga er ómetanlegt, enda vilja
stjórnvöld ekki skapa ný vanda-
mál með lausnum við eldri vanda-
málum. Markmiðið með breyting-
unum er að efla starfsnám í
landinu, tryggja nýliðun í mikil-
vægum atvinnugreinum og upp-
fylla bæði þarfir nemenda og at-
vinnulífsins. Ætlunin er jafnframt
að samhæfa betur en áður nám í
einstökum greinum og milli iðn-
greina. Þannig mun náms-
framvinda ekki lengur ráðast af
námssamningstíma heldur skýr-
um hæfniviðmiðum, sem starfandi
iðnaðarmenn hafa skilgreint. Þeir
þekkja best hvaða færni nemar
þurfa að tileinka sér og með góðu
samstarfi, skilvirkri skráningu á
námsframvindu og sameiginlegri
ábyrgð verða gæði námsins
tryggð. Þá munum við sérstaklega
horfa til þess, að ekki skapist
hætta á félagslegum undirboðum á
vinnumarkaði við innleiðingu á
nýju reglugerðinni. Þar njótum við
leiðsagnar þeirra sem best þekkja
til, fag- og stéttarfélaga sem taka
þátt í undirbúningnum.
Þakklæti efst í huga
Kerfisbreytingar taka tíma. All-
ir hlutaðeigandi – stjórnkerfið, at-
vinnulífið, nemendur og skólar –
vita að hlutverk og verkaskipting
getur breyst þegar nýjar leik-
reglur eru innleiddar og ýmsar
áskoranir geta skapast. Það er
hins vegar mín sannfæring, að all-
ir lykilaðilar muni leggjast saman
á árarnar, tryggja farsæla innleið-
ingu og leysa þau mál sem kunna
að koma upp.
Ég er stolt af breytingunum
sem hafa orðið á minni vakt og
þakklát þeim sem hafa breytt
verknámskerfinu með okkur í
ráðuneytinu; starfandi iðnaðar-
mönnum, fyrirtækjum, fagfélögum
og verknámsskólum. Saman mun-
um við áfram skila frábæru fag-
fólki út í samfélagið.
Eftir Lilju Dögg
Alfreðsdóttur »Ég er stolt af
breytingunum
sem hafa orðið á minni
vakt og þakklát þeim
sem hafa breytt verk-
námskerfinu með
okkur í ráðuneytinu.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og
menningarmálaráðherra.
Sögulegar breytingar