Morgunblaðið - 15.05.2021, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Í
slandsmóti skákfélaga fyrir
tímabilið 2019-2020 hefði átt
að ljúka fyrir rösklega ári en
var slegið á frest í byrjun
Covid-faraldursins. Stjórn Skáksam-
bands Íslands tók þá ákvörðun að
ljúka seinni hluta keppninnar um
þessa helgi; sjötta umferðin hófst í
gær en sú níunda og síðasta fer fram
á morgun í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur og Skáksambandsins í
Faxafeni. Tvær umferðir verða tefld-
ar í dag. Keppnin fer einungis fram í
fyrstu og annarri deild en í keppni í
þriðju og fjórðu deild hefur verið af-
lýst og staðan eftir fyrri hluta látin
gilda.
Í raun og veru var engin góð lausn
til varðandi framhaldið en vonandi
verður þessi fremur skrykkjótta
byrjun ávísun á kröftuga viðspyrnu í
skáklífinu og sjást þess þegar ýmis
merki. Það var ýmislegt undir hjá
keppendum, t.d. getur Vignir Vatnar
Stefánsson náð lokaáfanga sínum að
alþjóðlegum meistaratitli.
Staðan í 1. deild eftir fyrri hlutann
var þessi:
1. Víkingaklúbburinn 32 v. (af 40)
2. SSON 30 v. 3. Huginn 25½ v. 4.
Taflfélag Garðabæjar 22 v. 5.-6.
Fjölnir og TR (a-sveit) 20 v. 7.
Breiðablik, Borgarnes og Reykjanes
18 v. 8. SA 17½ v. 9.-10. Víkinga-
klúbbur (b-sveit) og TR b-sveit) 7½
v.
Í 2. deild var skákdeild KR í efsta
sæti með 18 vinninga af 24 mögu-
legum en í 2.-3. sæti komu Taflfélag
Vestmannaeyja og b-sveit SA með 16
vinninga, Huginn, b-sveit, er svo í 4.
sæti með 12 vinninga. Fjögur efstu
liðin færast í 1. deild.
Sú grundvallarbreyting verður nú
gerð á Íslandsmóti skákfélaga eftir
þetta tímabil að við tekur nýstofnuð
efsta deild sex skákfélaga sem tefla
munu tvöfalda umferð eða samtals
tíu umferðir. Ekki slæmt fyrir-
komulag að margra mati en hins veg-
ar hefur ekki verið tekið á því fyr-
irkomulagi að leyfa tvö lið frá sama
félagi í efstu deild.
Norðanmenn minnast Gylfa
Um hvítasunnuhelgina, dagana
21.-24. maí nk., standa Skákfélag Ak-
ureyrar og velunnarar ýmsir fyrir
minningarmóti um Gylfa Þórhalls-
son. Á Íslandsmóti skákfélaga settu
fáir einstaklingar meiri svip á þá
keppni. Hann var meðal liðsmanna
SA í fyrstu viðureign SA gegn TR
haustið 1974 og missti ekki úr viður-
eign með sínu félagi áratugum sam-
an. Áskell Örn Kárason, Halldór
Brynjar Halldórsson, Rúnar Sigur-
pálsson og Smári Ólafsson hafa skrif-
að skemmtilegar greinar um Gylfa í
rit sem gefið verður út í tengslum við
mótið. Ég fann nokkur dæmi úr
skákum Gylfa frá „deildarkeppninni“
eins og Íslandsmótið var lengi kallað:
Íslandsmót skákfélaga 1994:
Gylfi Þórhallsson – Jón G. Viðars-
son
Gylfi hafði fórnað skiptamun og
lék nú:
23 c4! Kc8 24. cxd5 a5
Það virðist nokkurt hald í þessum
leik en nú kom. …
25. Bg4! Hhd8
Eða 25. … axb4 26. dxc6 og vinnur.
26. dxc6
- og svartur gafst upp.
Íslandsmót skákfélaga 2001:
Gylfi Þórhallsson – Hrafn Lofts-
son
26. Hxe5! dxe5 27. Df7+ Kh8 28.
Dxe7!
- og svartur gafst upp, 28. … Hxe7
er svarað með 29. Hf8 mát.
Íslandsmót skákfélaga 2013:
Gylfi Þórhallsson – Daði Ómars-
son
23. f6! Rgxf6 24. Rd4!
Stefnir á f5-reitinn.
24. … He5 25. Rf5 Hxf5 26. Dxf5
Re5 27. Rd5! Bxd5 28. cxd5 He8 29.
Be4 He7 30. h4! De8 31. Dh7+
- og svartur gafst upp því að eftir
31. … Kf8 32. hxg5 er staðan von-
laus.
Íslandsmót skák-
félaga hafið að nýju
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Aftur til framtíðar Hjörvar Steinn, Hannes Hlífar, Vignir Vatnar, Halldór
Grétar og Hlíðar Þór við taflið á Íslandsmóti skákfélaga 2019-2020.
Skipulag 1. áfanga
íbúðabyggðar, þétt við
norður/suður-flug-
brautina á Reykjavík-
urflugvelli, gerir ráð
fyrir byggingu um 700
íbúða á því svæði. Á
þessu svæði er að
mestu gert ráð fyrir
fjölbýli auk nokkurra
raðhúsa. Hæð húsa í
fjölbýli verði 3-5 hæðir.
90% íbúða skulu vera
2-4 herbergja. Ekki eru heimilaðir
opnanlegir gluggar á þeirri hlið húsa
sem snýr að flugbrautinni og eru
næst henni.
Í skipulaginu er kveðið á um rúm-
lega hálft bílastæði á íbúð og nánast
öll bílastæði, 400-450, verði í sér-
stöku bílageymsluhúsi í miðju hverf-
isins, sem á „að leysa bílastæðaþörf
íbúa og annarra, sem sækja hverfið“,
eins og segir í skilmálum með skipu-
laginu. Engin bílastæði fylgja ein-
stökum íbúðarlóðum.
Varðandi hugsanlega gististarf-
semi á svæðinu segir m.a. í skilmál-
um að eitt stæði verði fyrir hver 10
herbergi fyrir gesti, auk fjögurra
stæða fyrir hverja 10 starfsmenn.
Hjóli eða gangi úr bílastæðahúsi
Gert er ráð fyrir að íbúar hjóli eða
gangi úr bílageymsluhúsi til sinnar
íbúðar í hverfinu. Ekki beint fýsi-
legur kostur þegar illa viðrar. Skipu-
lagið gerir greinilega ráð fyrir því að
á þessu borgarsvæði verði ekki
hvassviðri, snjóþyngsli eða hálar göt-
ur og stígar.
Í greinargerð með skipulaginu
segir m.a.: „Staðsetning í vest-
urhluta Reykjavíkur er líkleg til að
draga úr notkun einkabílsins, sér-
staklega þar sem bílastæði eru leyst í
miðlægu bílageymsluhúsi.“ Nýstár-
leg þvingunaraðferð meirihlutans í
Reykjavík.
Háhýsabyggð í forgangi
Ljóst er að núverandi meirihluti
hefur gert ráð fyrir því að ofangreind
uppbygging sé einungis 1. áfangi í
byggingu íbúðar- og atvinnu-
húsnæðis á öllu núverandi flugvall-
arsvæði í Reykjavík. Nú hafa mátt-
arvöldin gripið í taumana. Eldgos á
Reykjanesskaga hefur
gert draum meirihlut-
ans um flugvöll í
Hvassahrauni og frek-
ari uppbyggingu á flug-
vallarsvæðinu að engu.
Síðastliðin þrjú ár
hefur meirihlutinn í
Reykjavík beitt sér fyr-
ir þéttri háhýsabyggð,
fyrst og fremst á mið-
borgarsvæðinu og í
vesturhluta borg-
arinnar. Nánast engum
lóðum hefur á þessum
árum verið úthlutað fyrir einbýli, rað-
hús eða parhús.
Meirihlutinn hatast
við einkabílinn
Ekki aðeins hefur núverandi meiri-
hluti almenna fyrirlitningu á upp-
byggingu sérbýlishúsa, heldur hatast
við einkabílinn og telur hann nánast
mestu ógnun við mannkynið. Stjórn-
lyndi meirihlutans ríður ekki við ein-
teyming. Fólkið skal ferðast með 100
milljarða borgarlínu hvað sem tautar
og raular.
Á fundi borgarstjórnar þegar um-
rætt deiliskipulag var samþykkt í
borgarstjórn flutti Marta Guðjóns-
dóttir borgarfulltrúi afar greinargóða
ræðu um þetta mál, þar sem hún m.a.
sagði: „Fjölmargir aðilar gerðu alvar-
legar athugasemdir við skipulag
þessa svæðis, m.a. Íbúasamtök
Skerjafjarðar, Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur, Náttúrufræðistofnun,
Vegagerðin og Samgöngustofa.“ Á
þær var ekki hlustað og þeim meira
og minna stungið undir stól eins og
fram kom í ræðu Mörtu þegar málið
kom til afgreiðslu í borgarstjórn. Þar
á meðal athugasemdir Vegagerð-
arinnar vegna áhrifa aukinnar um-
ferðar á nærliggjandi stofnvegum,
s.s. Suðurgötu, Hringbraut og Njarð-
argötu, þar sem umferðarþunginn er
þegar orðin mjög mikill.
Óvild meirihlutans gagnvart flug-
vellinum í Reykjavík verður vart
meiri.
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
» „Nýstárleg þving-
unaraðferð meiri-
hlutans í Reykjavík“
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Fráleit áform
JÓN Guðmundsson fæddist
15. maí 1929 í Hvammi í Land-
sveit. Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur Jónsson, f.
1899, d. 1982, bóndi og Stein-
unn Gissurardóttir, f. 1906, d.
2000.
Jón lærði trésmíði og hlaut
síðan meistararéttindi í þeirri
grein. Hann starfaði við húsa-
smíði í Reykjavík en vegna
slysa þurfti hann að skipta um
starf og hóf akstur bifreiða.
Hann var einn af stofnendum
Sendibílastöðvarinnar í
Reykjavík.
Árið 1963 keypti Jón bátinn
Sjóla, ásamt tengdaföður sín-
um, Haraldi Kristjánssyni
skipstjóra. Þeir stofnuðu enn
fremur fiskvinnslu í Reykjavík
sem þeir fluttu síðar til Hafnar-
fjarðar. Skipakosturinn stækk-
aði ört og varð fyrirtæki þeirra,
Sjólaskip, eitt af umsvifamestu
atvinnufyrirtækjum Hafnar-
fjarðar.
Jón kom einnig að rekstri
ýmissa annarra fyrirtækja sem
tengjast sjávarútvegi og tók
hann þátt í stjórnun þeirra. Þá
var hann félagi í Rótarýklúbbi
Hafnarfjarðar.
Eiginkona Jóns er Marinella
Ragnheiður Haraldsdóttir, f.
14.9. 1933, búsett í Garðabæ.
Þau eignuðust fjögur börn.
Jón lést 1. júlí 2002.
Merkir Íslendingar
Jón Guð-
mundsson