Morgunblaðið - 15.05.2021, Síða 28
28 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir
altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir
safnaðarsöng. Organisti er Krisztina
K. Szklenár.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14.
Séra Sigurður Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syng-
ur. Organisti Bjartur Logi Guðnason.
Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2021
verður haldinn í Ási strax að guðs-
þjónustu lokinni. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf. Kosningar. Önnur
mál. Kaffiveitingar.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er Magnús Björn
Björnsson. Kór kirkjunnar syngur,
organisti er Örn Magnússon. Lista-
verkið Hendur Guðs eftir Willy Pet-
ersen afhjúpað. Aðalsafnaðarfundur
kl. 12.30, venjuleg aðalfundarstörf.
Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Prest-
ur er Toshiki Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa
sunnudag kl. 20. Sr. Eva Björk. sr.
María og sr. Pálmi þjóna í messunni
ásamt messuþjónum. Kantor Jónas
Þórir ásamt félögum úr Kammerkór
Bústaðakirkju leiða tónlistina. Mess-
an er með óhefðbundnu messu-
formi.
Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar
verður haldinn fyrir messu kl. 19.
DIGRANESKIRKJA | Aðalsafnaðar-
fundur Digranessóknar verður hald-
inn sunnudaginn 16. maí 2021
klukkan 11 í Digraneskirkju.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fundurinn hefst með ritningarlestri
og bæn.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta
klukkan 11. Séra Sveinn Valgeirs-
son, Dómkórinn og Kári Þormar dóm-
organisti.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta kl. 11, sr. Guðmundur Karl
Ágústsson þjónar og prédikar. Barna-
kór Hólabrekkuskóla syngur undir
stjórn Diljár Sigursveinsdóttur kór-
stjóra og Arnhildar Valgarðsdóttur
organista. Meðhjálpari Helga Björg
Gunnarsdóttir. Kaffisopi og djús eftir
stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming-
armessa sunnudag 16. maí kl. 14.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson safn-
aðarprestur þjónar fyrir altari. Hljóm-
sveitin Mantra og Sönghópurinn við
Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunn-
ari Gunnarssyni.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir
söng ásamt kantor kirkjunnar, Ástu
Haraldsdóttur. Þórdís Emilía Arons-
dóttir, nemandi Suzukitónlistarskól-
ans í Reykjavík, leikur á fiðlu. Messu-
hópur þjónar ásamt sr. Evu Björk, sr.
Pálma og sr. Maríu sem prédikar. Að-
alsafnaðarfundur að lokinni guðs-
þjónustu. Þriðjudagur: Kyrrðarstund
kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundar-
stund kl. 18.15-18.45, einnig á net-
inu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr.
Leifur Ragnar Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Hrönn
Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju
syngur. Meðhjálpari er Guðný Ara-
dóttir og kirkjuvörður Lovísa Guð-
mundsdóttir
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferm-
ingar kl. 11 og kl. 12. Vegna sam-
komutakmarkana eru stundirnar ein-
ungis fyrir fermingarbörnin og
fjölskyldur þeirra. Sjá nánar á heima-
síðu kirkjunnar.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjón-
usta og barnastarf kl. 11. Sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Hópur messuþjóna að-
stoðar. Organisti er Björn Steinar
Sólbergsson. Barnastarf í umsjá
Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur.
HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Börn úr Kór Ísaksskóla
syngja undir stjórn Bjargar Þórsdóttur.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra.
Undirleik í guðsþjónustunni annast
Björk Sigurðardóttir. Prestur er Helga
Soffía Konráðsdóttir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldmessa
16. maí kl. 20. Félagar úr Kór Keflavík-
urkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vil-
bergssonar organista. Sr. Erla Guð-
mundsdóttir þjónar.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Dr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr
kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn
Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11, Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn-
arprestur þjónar, Graduale Futuri syng-
ur við athöfnina undir stjórn Sunnu Kar-
enar Einarsdóttur og undirleik
Magnúsar Ragnarssonar organista.
Sara og Pétur taka vel á móti börnun-
um í sunnudagaskólanum.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti
og Ragnar Árni Sigurðarson annast tón-
listarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson
þjónar fyrir altari og prédikar.
Mánudagur 17. maí. Kyrrðarkvöld kl.
20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Kristin
íhugun.
Fimmtudagur 20. maí. Vorferð eldri
borgara.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Aðalsafnaðarfundur í
safnaðarsal Lindakirkju kl. 17. Guðs-
þjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju syngur
undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barna-
starf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti er Stein-
grímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S.
Ólafsson. Sunnudagaskólinn er á
sama tíma í safnaðarheimilinu og er
gengið beint þangað inn. Umsjón Sóley
Anna Benónýsdóttir, Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir og Ari Agnarsson. Athugið
að þetta er síðasti sunnudagaskólinn
nú í vor. Fyrir guðþjónustuna kl. 9.30 er
aðalsafnaðarfundur Nessóknar á Torg-
inu í safnaðarheimilinu.
SELJAKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
usta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 13, Þorgils Hlynur
Þorbergsson guðfræðingur prédikar og
sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir
altari. Kór Seljakirkju syngur, organisti
er Tómas Guðni Eggertsson, messu-
kaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu-
morgunn kl. 10. Spænska veikin.
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur
talar. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni
Þór Bjarnason þjónar. Þorgils Hlynur
Þorbergsson guðfræðingur prédikar.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Salka Rún Sigurðardóttir syngur. Aðal-
safnaðarfundur kl. 12.30 í safnaðar-
heimilinu. Safnaðarferð í Skorradal á
hvítasunnudag 23. maí kl. 11. Komið
við á heimleiðinni í Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd. Ferðin er ókeypis. Fólk skrái
sig í síma 899-6979 fyrir 21. maí.
VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Matthildur Bjarnadóttir
leiðir stundina. Davíð Sigurgeirsson
sér um tónlistina.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl.
10.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón-
usta 16. maí kl. 11. Sr. Baldur Rafn
þjónar til altaris og félagar úr kirkju-
kórnum leiða söng undir stjórn Stefáns
H. Kristinssonar organista.
Við minnum á fjöldatakmarkanir Al-
mannavarna.
Við munum streyma beint frá guðsþjón-
ustunni á facebooksíðu okkar.
https://www.facebook.com/njardvik-
urprestkall
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Svalbarðskirkja
✝
Ólafur Gunn-
arsson fæddist
á Sauðárkróki 18.
apríl 1950. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 29.
apríl 2021.
Foreldrar hans
voru sr. Gunnar
Gíslason, alþing-
ismaður, prestur
og bóndi í Glaum-
bæ, f. 5.4. 1914, d.
31.3. 2008, og Ragnheiður Mar-
grét Ólafsdóttir, safnvörður og
húsmóðir í Glaumbæ, f. 13.4.
1915, d. 19.2. 1999.
Systkini Ólafs eru Stefán, f.
28.2. 1945, d. 15.9. 1996, Gunn-
Dagur Kári, f. 1999, Arna Katr-
ín, f. 2003, og Dís, f. 2010.
Ólafur ólst upp í Glaumbæ í
Skagafirði en flutti til Reykja-
víkur 1969 og hóf þá störf í
Landsbankanum. Hann tók við
stöðu útibússtjóra í Iðnaðar-
bankanum 1979 og gegndi henni
til 1990 en færði sig þá yfir til
Skeljungs og starfaði þar á fjár-
málasviði í rúm 20 ár. Síðustu ár
starfaði hann við skrifstofustörf
hjá verktakafyrirtækinu Köpp-
um ehf.
Útförin fer fram í Glaumbæj-
arkirkju í dag, 15. maí 2021,
klukkan 14. Vegna aðstæðna
verða einungis nánustu aðstand-
endur viðstaddir en streymt
verður frá athöfninni á slóðinni:
https://tinyurl.com/2hzrz5e4
Streymisslóð má finna á:
https://mbl.is/andlat
ar, f. 27.6. 1946,
Arnór, f. 19.7. 1951,
Margrét, f. 17.7.
1952, og Gísli, f.
5.1. 1957.
Ólafur var giftur
Ásdísi Rafnsdóttur,
f. 1953, en þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Ragnheiður
Margrét, f. 4.1.
1972, maki Að-
albjörn Páll Ósk-
arsson, f. 31.1. 1982. Börn þeirra
eru Davíð Már, f. 2009, og
Thelma Lind, f. 2013. 2) Davíð
Örn, f. 19.4. 1975, maki Hjördís
Viðarsdóttir, f. 19.6. 1976. Börn
þeirra eru Viðar Snær, f. 1995,
Elsku pabbi. Mikið er erfitt að
kveðja þig. Það kom okkur, jafn
mikið og þér sjálfum, í opna
skjöldu þegar þú greindist með
erfitt krabbamein fyrir aðeins sex
mánuðum, sem reyndist vera svo
langt gengið sem raunin var.
Þú varst okkur mikil fyrir-
mynd, og það dýrmætasta sem þú
kenndir okkur var að það eru ekki
orð sem skipta máli, heldur gjörð-
ir. Heiðarleiki, hógværð og
nægjusemi eru allt orð sem lýsa
þér vel. Engin vitleysa, ekkert
rugl, ekkert drama. Þú kenndir
okkur að taka með æðruleysi á
móti öllu því sem að höndum ber í
lífinu og leysa þau verkefni sem
við fáum til okkar með ró og yf-
irvegun. Þótt orðin hafi ekki oft
verið sögð upphátt höfum við
aldrei verið í neinum vafa um að
við værum mikið elskuð og hvað
þú varst stoltur af okkur. Þú
sýndir það alltaf með allri þinni
framkomu við okkur og hvernig
þú sýndir öllu því sem við gerðum
mikinn áhuga. Þú fylgdir okkur
alla leið í öllu sem við tókum okk-
ur fyrir hendur, fylgdist vel með
öllum okkar verkefnum og hvattir
okkur áfram. Þegar við eignuð-
umst okkar fjölskyldur nutu
barnabörnin alls þess sama. Miss-
ir þeirra er mikill. Vonandi náum
við að kenna þeim með sama
hætti og þú kenndir okkur.
Þótt það hafi verið erfitt að
sætta sig við veikindi þín og gang
þeirra erum við umfram allt þakk-
lát, þakklát fyrir að hafa fengið að
hafa þig hjá okkur þó svona lengi,
þakklát fyrir að börnin okkar hafi
fengið að kynnast þér og þakklát
fyrir allt sem við höfum gert sam-
an. Þakklát fyrir öll sumrin í
sveitinni hjá ömmu og afa í
Glaumbæ í Skagafirði þar sem þú
naust þín alltaf best, þakklát fyrir
öll ferðalögin innanlands, útileg-
urnar og skíðaferðirnar, þakklát
fyrir ferðir okkar erlendis, bæði
þegar við vorum börn og líka þær
sem þú komst með okkur í ásamt
fjölskyldum okkar á síðustu ár-
um.
Þegar þér fór að hraka sem
mest upp úr áramótum, var það
einlæg ósk þín að komast norður í
Skagafjörðinn þar sem þú ólst
upp. Því miður náðist það ekki,
framgangur meinsins og fylgi-
kvilla þess var svo hraður, og er
það eitt af því sem okkur finnst
sárast, að hafa ekki getað uppfyllt
þá ósk. Við höfum alltaf vitað að
þar leið þér best og að þig hefði
helst af öllu langað til að búa í
Skagafirðinum, en tímdir ekki að
fara svo langt frá okkur systkin-
unum og barnabörnunum sem þú
sinntir svo ótrúlega vel og hafðir
svo gaman af að vera með. Þau
sakna þín sárt. Við erum því afar
sátt við að fylgja þér nú heim, í
sveitina þína, og vitum að þú munt
hvíla þar í friði. Elsku pabbi, takk
fyrir allt.
Þín
Davíð og Ragnheiður
(Heiða).
Elsku afi Óli. Við söknum þín
svo mikið.
Við söknum þess að heyra
bankað á garðhurðina þegar afi
Óli var mættur í heimsókn á hjól-
inu sínu, í gula hjólajakkanum
með hjálminn á höfðinu.
Við söknum þess að spila fót-
bolta við þig í garðinum eða í
ganginum.
Við söknum þess að tefla skák
við þig. Við söknum þess að fara
með þér í göngutúra í sveitinni.
Við söknum þess að fara með
þér í ferðalög. Við söknum þess að
hafa þig á íþróttamótunum okkar,
en þú mættir alltaf að horfa á okk-
ur.
En við erum glöð yfir því að þú
sért ekki lengur veikur og að þér
líður betur.
Og okkur þykir gott að vita að
nú sértu með hinum englunum
sem sitja yfir okkur eins og segir í
bæninni sem við förum með á
kvöldin og viljum kveðja þig með:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Takk fyrir allt, við elskum þig,
Davíð Már og Thelma Lind.
Fyrir rétt rúmu ári sátum við
með Óla föðurbróður mínum og
Davíð syni hans úti á Tenerife og
ræddum um Corona-veiru og
sandstorma á meðan skálað var í
Corona. Eins og alltaf þegar þeir
feðgar voru saman þá var léttleiki
og grín í fyrirrúmi. Alvarleikinn
fékk ekki mikið rými, þótt um-
ræðurnar hefðu auðveldlega get-
að kallað á það.
Þannig man ég alltaf eftir Óla
frænda. Lítil tilfinningasemi, eins
og þeim bræðrum úr Glaumbæ er
Ólafur Gunnarsson
✝
Guðjón Mar-
teinn Kjart-
ansson fæddist í
Eyrardal í Álfta-
firði 21. apríl 1954.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Ísafirði 6.
maí 2021. Foreldrar
hans voru Ingibjörg
K. Guðmundsdóttir,
húsfreyja og verka-
kona, frá Rekavík
bak Látur í Sléttu-
hreppi, f. 17.6. 1928, d. 23.7. 2008
og Kjartan Aðalsteinn Jónsson,
bóndi frá Galtarhrygg í Mjóa-
firði í Ísafjarðardjúpi, f. 29.1.
1917, d. 27.3. 2006.
Guðjón var sjötti í röðinni af
tíu systkinum. Systkini Guðjóns
eru: 1) Hrólfur, f. 1945, d. 2002.
2) Jóna Guðbjörg, f. 1947. 3)
Bjarni Dýrfjörð, f. 1948. 4)
Steinn Ingi, f. 1949. 5) Guð-
mundur Svavar, f. 1952. 7) Krist-
ín Lilja, f. 1957. 8) Bjarney
an í Héraðsskólann í Reykja-
nesi í Ísafjarðardjúpi. Hann fór
snemma á sjó en vann þess á
milli í Frosta hf. í Súðavík. Árið
1985-1986 dvaldi hann í Reykja-
vík við nám í Sjómannaskól-
anum þar sem hann varð sér úti
um skipstjórnarréttindi. Síðan
stundaði hann sjómennsku,
lengst af við rækjuveiðar í Ísa-
fjarðardjúpi og á úthafsrækju
og síðan á fiskibátum. Um ára-
bil rak hann ferðaþjónustufyr-
irtækið Hornstrandir ehf. með
vinum sínum, við siglingar með
ferðafólk norður á Horn-
strandir. Síðustu árin vann
hann hjá Sjótækni ehf. og síðan
við fiskeldi í Álftafirði hjá
Hraðfrystihúsinu Gunnvöru.
Guðjón gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir Súðavík-
urhrepp, sat í sveitarstjórn og í
ýmsum nefndum fyrir sveitar-
félagið. Hann tók virkan þátt í
félagslífi síns samfélags og var
félagi í ungmennafélagi, slysa-
varnafélagi, slökkviliði og
rauðakrossdeild og var jafnvel í
kvenfélaginu um árabil.
Útför Guðjóns fer fram frá
Súðavíkurkirkju 15. maí 2021
kl. 14.
Stella, f. 1962. 9)
Daði, f. 1963. 10)
Stefán Haukur, f.
1968.
Þann 10. desem-
ber árið 1978 giftist
hann Dagbjörtu
Hjaltadóttur grunn-
skólakennara. For-
eldrar hennar voru
Björg Magnúsdóttir
frá Engjabæ í Laug-
ardal í Reykjavík og
Hjalti Auðunsson frá Byrgisvík á
Ströndum, síðar Dvergasteini
við Álftafjörð.
Börn Guðjóns og Dagbjartar
eru: 1) Ester Ösp, fædd 17. ágúst
1981. Hún var gift Ágústi Ön-
undarsyni en hann lést árið 2018.
Dóttir þeirra, Hrefna Ýr, er nú
sjö ára, fædd 21.6. 2013. 2) Sölvi
Mar, fæddur, 3. október 1984.
Guðjón fæddist og ólst upp í
Eyrardal í Álftafirði og gekk í
Súðavíkurskóla sem barn og síð-
Hann Gaui er dáinn. Í símanum
varð nokkuð löng þögn. Ég var
ekki tilbúinn að sætta mig við
þessa staðreynd. Þessi andstyggi-
legi sjúkdómur sem er svo erfiður
hafði vinninginn í þetta sinn.
Mig langar að fara nokkrum
orðum um þennan ljúfa dreng sem
hafði án alls efa hjarta úr gulli og
ég svo heppinn að við vorum vinir.
Þau voru erfið sporin þegar ég
fékk að kíkja til hans og fá tæki-
færi til að leggja mína hönd yfir
hans og þakka honum fyrir allt.
Gaui var hjálpsamur í meira
lagi, ég hafði hafið breytingar á
húsi mínu og minn mætti oft óbeð-
inn og sagði, hvað ertu að basla
þetta einn og hóf störf mér við hlið
og kláraði daginn, svo mátti ég
sætta mig við að segja bara takk
fyrir hjálpina því aldrei mátti
minnast á greiðslu fyrir. Við kom-
um reglulega saman að spila pílu
og alltaf þegar Gaui mætti ríkti
ákveðin gleðistemning sem hann
var svo laginn að búa til og við hin-
ir nutum með hlátrasköllum, að
maður minnist ekki á góðlegu
stríðnina sem einkenndi hann, ef
einhverjum okkar hinna gekk bet-
ur í leiknum sagði hann og hló við,
nú nenni ég þessu ekki lengur.
Nokkuð marga leikþætti settum
við vinir á svið á þorrablótum okk-
ar Súðvíkinga og það get ég sagt
af reynslu minni við slíkt að þegar
Gaui var með var maður alveg
slakur því ef eitthvað gleymdist
eða breyttist í meðförum á sviðinu
var því bara reddað, nýir hlutar
fæddust í verkin okkar og gerðu
þau bara betri. Nú má ég sætta
mig við að hafa hann bara í minn-
ingunni sem verður örugglega erf-
itt á þeim stundum sem maður
vanalega naut samveru hans.
Elsku Dagga, Sölvi, Ester og
Hrefna, Guð hjálpi ykkur í þessari
þungbæru sorg, minningin lifir
um góðan mann.
Elsku vinur minn erfitt það er
einstakan dreng nú að kveðja.
Þú munt þó eilífur í hjarta mér
þín minning mun verða mín lífsins
sveðja.
Jónas Ólafur Skúlason.
Látinn er á besta aldri æsku-
vinur minn Guðjón Kjartansson
úr Súðavík. Við kynntumst sem
unglingar í Héraðsskólanum í
Reykjanesi. Héraðsskólarnir voru
merkilegt fyrirbæri og störfuðu á
seinni hluta seinustu aldar. Um
var að ræða menntastofnanir
landsbyggðarinnar. Þar komu
saman unglingar úr nærliggjandi
héruðum, lærðu og léku sér, áttu
áhyggjulaus æskuár. Þetta fyrir-
komulag gaf kost á að unglingar
af stærri svæðum kynntust og
mynduðu ævilöng tengsl. Þegar
ég kem í Reykjanes núna sem
fullorðin þá finnst mér tíminn
stöðvast. Þarna hvíldum við okk-
ur í tímanum. Haustið 1970 komu
tveir piltar úr Súðavík og bættust
í hópinn. Annar þeirra var Gaui.
Stór og stæðilegur, skemmtilegur
og sprækur íþróttamaður. Það
var gleði í kringum Gauja, hann
kom úr stórum systkinahópi og
kunni að spauga og sprella. Lét
ekki sitt eftir liggja í góðlegum
hrekkjum.
Vorið 1972 kvöddumst við og
héldum út í lífið. Búin að njóta
áhyggjuleysis æskuáranna og
tilbúin að takast á við lífið. Bekk-
urinn okkar hefur hist óreglulega,
Gaui hefur oft komið og Dagga
hefur komið með honum. Við höf-
um fengið að kynnast því hvað
Gaui valdi sér góða konu. Þau
voru svo flott par. Geislandi af ást
og hamingju.
Veturinn 1995 varð snjóflóð í
Súðavík og fjölskylda þeirra og
þorpið varð fyrir ólýsanlegum
hremmingum. Þar stóðu þau
vaktina Gaui og Dagga ásamt
fleirum og leituðu að fólki í ofsa-
veðri, hlúðu að þeim sem fundust
lifandi og bjuggu um lík. Við sem
ekki vorum þarna skiljum ekki
hvers lags áfall þetta var né
hvernig var hægt að komast yfir
þetta. Þennan vetur heyrði ég
nokkrum sinnum í Gauja, vildi
styðja minn góða vin. Það gaf mér
innsýn í hörmungarnar. Hvernig
getur fólk náð sér eftir svona
hamfarir? Það gerist þegar gott
fólk stendur saman og vinnur
saman og það gerði fólkið í Súða-
vík. Gaui og félagar. Við höfum
nokkrum sinnum hist, alltaf hefur
farið um mig hlýja og góðar til-
finningar að hitta hann. Góðar
minningar. Hann skilur eftir sig
svo mikið þakklæti fyrir að hafa
verið til.
Farðu í friði, kæri vinur. Gömlu
bekkjarfélagarnir minnast þín
með hlýju.
Sigríður María
Játvarðardóttir.
Guðjón M.
Kjartansson
Minningar