Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
sagnirnar af lífi hennar og fleiri
bæjarbúa, eins og Láru í Lárubúð
og annarra þess tíma áhrifavalda.
Og síðast en ekki síst endurminn-
ingarnar um Hallveigu systur
hennar, sem lést fyrir aldur fram
og hún saknaði mikið og sárt alla
tíð.
Björg var í alla staði einstök
kona sem geislaði af umhyggju og
streymdi jákvæðri orku með kær-
leikann sem leiðarstef hvar sem
hún gekk. Enginn sem hana hitti
og kynntist fór varhluta af hlýju
hennar og náungakærleik.
Hún hafði ótrúlegt lag á að
koma auga á og fanga gleðina í
hinu smáa, hallmælti engum og sá
aðeins hið góða í hverjum þeim
sem á vegi hennar varð.
Sonum mínum tveim hefur hún
sýnt einstakan kærleik frá fyrstu
tíð og hefur Marteinn eldri sonur
minn, barnabarn hennar, einkum
notið góðs af, enda lét hún sér afar
annt um hans hag. Ég þakka
henni fyrir hennar þátt í mótun
hans sem einstaklings og alla þá
hlýju sem hún veitti honum.
Samband þeirra Didda eigin-
manns hennar var einstakt og eru
þau tvö búin að haldast hönd í
hönd frá unglingsaldri. Fallegri
fyrirmyndir í hjónum eru vand-
fundnar. Hans missir er mikill og
sendi ég honum sem og allri stór-
fjölskyldu þeirra hjóna mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Umvefjandi kærleikur Bjargar
Láru Jónsdóttur mun halda áfram
að fylgja fólkinu hennar um
ókomna tíð þó nú skilji leiðir um
stund.
Ég bið elsku Björgu blessunar í
nýjum heimkynnum og þakka
henni fyrir kærleiksríka sam-
fylgd, hlýjuna, ástríkið og ein-
staka vináttu alla tíð.
Ruth Gylfadóttir.
Elsku Björg frænka hefur lokið
sinni lífsgöngu. Hún var með ein-
dæmum góð manneskja, alltaf svo
ánægð og jákvæð. Pabbi og Björg
voru bræðrabörn hvort á sínu
árinu sem bæði misstu feður sína
mjög ung. Það var svo fallegt sam-
band milli þeirra og gagnkvæm
virðing.
Ég man eftir Björgu sem kenn-
ara, hún stjórnaði nemendum
ekki með harðri hendi eða hávaða,
heldur með sinni rólegu rödd og
blíðu. Hún hafði mjög fallega rit-
hönd.
Svo afgreiddi Björg lengi í
Hannabúð sem var fyrst á Grund-
arbraut 10 þar sem maður kom
með tossamiða og fékk afgreitt yf-
ir borðið. Það var gott að fá af-
greiðslu hjá Björg, hún tók svo vel
á móti manni og heilsaði „sæl vin-
an mín“.
Seinna fór Björg að afgreiða í
búðinni hjá mömmu og vann þar í
mörg ár. Það var alltaf jafn nota-
legt að hitta hana, hún vildi fá
fréttir af okkar fjölskyldu og sagði
fréttir af sinni. Hún var svo ánægð
með manninn sinn og sagði „hann
Diddi minn“ þegar hún talaði um
hann. Þannig talaði hún einnig um
börnin sín og barnabörn, svo stolt
af afkomendum sínum.
Það er dýrmætt fyrir lítil bæj-
arfélög þegar íbúarnir taka þátt
og starfa í hinum ýmsu góðgerð-
arfélögum og það gerði Björg
frænka af heilum hug. Hún var
öflugur félagsmaður í Kvenfélag-
inu, Slysavarnafélaginu og Lions.
Þá var hún mjög virkur stuðn-
ingsmaður fótboltafélagsins Vík-
ings.
Björg var aldrei kölluð annað
en Björg frænka af okkur fjöl-
skyldunni og synir mínir fengu
líka að kynnast góðmennsku
hennar. Það er svo gott að um-
gangast svona jákvæða mann-
eskju, hún smitar út frá sér.
Elsku Diddi, Helgi, Jóhannes,
Lára og Olga, ég sendi ykkur og
fjölskyldum ykkar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þórdís Bergmundsdóttir.
Nú ert þú farin Björg frænka
mín. Þú varst einhvers staðar mitt
á milli þess að vera mér önnur
mamma og önnur amma. Við nut-
um þess að þú og þín fjölskylda
bundust okkur nánum fjölskyldu-
böndum í Ólafsvíkinni okkar.
Margar voru samverustundirnar
og af ýmsum tilefnum. Um jól voru
boð hjá þér og vel var tekið á móti
öllum, af hjartans hlýju og gest-
risnin einstök. Borðin svignuðu
undan kræsingum, glaðværðin
fyllti húsið og fólkið spjallaði sam-
an. Gripið var í ýmis spil eins og fé-
lagsvist og kana. Þá kom fjölskyld-
an saman vegna kinda sem afi var
með, t.d. í heyskap, þegar réttað
var og við sláturgerð. Alltaf var
kátt á hjalla og nærvera þín ein-
kenndist af gleði og kærleika.
Þau voru nokkur skiptin sem
við systkinin fengum að gista hjá
þér ef mamma og pabbi þurftu að
bregða sér til Reykjavíkur eða
annað langt frá Ólafsvík. Það vakti
alltaf eftirvæntingu þegar í það
stefndi því gaman var að vera hjá
ykkur Didda. Ekki skemmdi fyrir
kátínan í Helga, Jóhannesi, Láru
og Olgu og allt dótið sem þau áttu
og ævintýraherbergin þar sem
hann Diddi hafði málað Línu
Langsokk í góðri yfirstærð á vegg
eins þeirra og Mikka Mús, Andrés
Önd og fleiri á veggi þess næsta.
Svona mætti alltaf gleðin og hlýj-
an manni heima hjá þér frænka.
Þú varst skólakona og mikill
fróðleiksbrunnur. Það átti reynd-
ar við ykkur systur allar, Helgu
ömmu, Höllu og þig. Þið voruð
fróðar og menntaðar konur. Þú
starfaðir við kennslu og Halla ljós-
móðir. Þið voruð okkur yngra fólk-
inu sannar fyrirmyndir.
Þú sinntir þeim sem stóðu höll-
um fæti í námi. Sem fyrr var öll
nálgun kærleiksrík en jafnframt
af fagmennsku og nemendur fóru
sterkari frá þér og til í að takast á
við önnur verkefni. Alltaf sást þú
það jákvæða í fari fólks og virtist
lunkin að draga það fram í því.
Þið voruð alltaf dugleg að
ferðast og njóta lífsins og jafnvel
eftir að þið hjónin eltust og heilsan
farin að gefa eftir. Aldrei var
kvartað heldur horft á björtu hlið-
arnar, gert gott úr öllum aðstæð-
um og lífsins notið. Það hefur verið
gaman og gott að eiga þig sem
frænku og það er verðugt verkefni
fyrir okkur sem eftir erum að líkj-
ast þér meira og tileinka okkur
þitt lífsviðhorf. Heimurinn var
miklu betri með þér og sár er
missirinn. En minningarnar um
þig munu verma.
Vífill.
Geturðu sofið um sumarnætur?
senn kemur brosandi dagur.–
Hitnar þér ekki um hjartarætur,
hve heimur vor er fagur?
Áttu ekki þessar unaðsnætur,
erindi við þig forðum?
Margt gerist fagurt, er moldin og döggin
mælast við töfraorðum.
Finnurðu hvað það er broslegt að bogna
og barnalegt að hræðast,
er ljósmóður hendur himins og jarðar
hjálpa lífinu að fæðast.
Er ekki gaman að eiga þess kost
að orka þar nokkru í haginn,
og mega svo rólegur kveðja að kvöldi
með kærri þökk fyrir daginn?
(Sigurður Einarsson)
Jón var alltaf svolítið uppáhald
hjá frænku sinni Björgu og honum
þótti ofurvænt um hana.
Mín fyrstu kynni af Björgu
voru þegar ég kom í Verslunina
Hvamm í Ólafsvík. Ég var með
frumburð okkar Jóns í fanginu og
þegar hún sá barnið þá ljómaði
hún upp og sagði: „Ertu komin
með stelpuna hans Jóns? Þú verð-
ur endilega að koma í heimsókn og
leyfa okkur að kynnast henni.“
Fallegur blíður tónninn í röddinni
og kærleikurinn sem streymdi frá
henni var áþreifanlegur og þannig
hafa samskipti okkar verið síðan.
Nærveran við Björg og Didda
hefur verið stór þáttur í lífi okkar
fjölskyldu og alltaf hefur okkur
þótt gott að koma til þeirra, sitja
og spjalla, fá fréttir af fólkinu okk-
ar og segja sögur af samferðafólki.
Í gleði og sorg hafa þau verið okk-
ur skjól sem alltaf var hægt að
leita í.
Björg fékk blóðtappa fyrir
mörgum árum og var um tíma á
Grensás eftir legu á Landspítalan-
um, eitt sinn er við komum þangað
og hún var öll að hressast sagði
hún við okkur að hún ætlaði að lifa
hvern einasta dag sem henni væri
gefinn í gleði og hún ætlaði að
njóta hverrar stundar og þannig
hefur hún lifað lífinu þrátt fyrir
veikindi sem trufluðu um stund.
Jákvæðnin, gleðin, þakklætið og
æðruleysið; það var það sem kom
henni áfram.
Björg var mikil félagsmálakona
við vorum saman í LIONS, Kven-
félaginu og Slysavarnafélaginu
Sumargjöf og alls staðar var hún
alltaf tilbúin að leggja hönd á plóg
og leiðbeina. Það var gott að leita
til hennar og fá ráðleggingar í leik
og starfi. Leikfélag Ólafsvíkur
studdi hún líka með því að mæta á
allar sýningar og koma með kaffi-
meðlæti til okkar á æfingatímabil-
um. Hún og Diddi voru dyggir
stuðningsmenn fótboltaliðs Vík-
ings Ólafsvík og aðdáunarvert var
að heyra sögur af þeim hjónum á
leikjum félagsins um allt land
komin á níræðisaldur.
Björg passaði um tíma dóttur
okkar Guðbjörgu Birnu og sam-
bandið á milli þeirra var einstakt
eins og hún væri þeirra eigið
barnabarn enda kallaði hún þau
alltaf ömmu Björgu og afa Didda.
Hún var uppátektarsöm og strok-
gjörn stelpan og þegar hún hafði
eitt sinn stungið af á inniskónum
hans Didda niður alla Grundar-
brautina var hún svo uppgefin
þegar hann fann hana að hann
varð að bera hana alla leið til baka
í Brúarholtið. Sambandið við hin-
ar stelpurnar var líka alltaf fallegt
og hún fylgdist vel með sínu fólki
og átti auðvelt með að láta okkur
öll finna að við vorum henni dýr-
mæt eins og hún var okkur.
Okkur langar að þakka ein-
staka vináttu og hlýhug og send-
um fjölskyldunni hugheilar sam-
úðarkveðjur og þökkum fyrir
samveruna.
Kolbrún Þóra Björnsdóttir og
Jón Þorbergur Oliversson.
Það var ljúfsárt að fá að halda í
hönd þína síðast þegar við hitt-
umst og finna að þú varst tilbúin
að fara.
Lífslokin voru að nálgast og þú
vissir það. Við ræddum það að nú
væri komið að kveðjustund en að
þú myndir áfram fylgjast með
okkur, fólkinu þínu, þaðan sem þú
færir.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til að eiga við þig
þetta samtal sem var svo fullt af
innihaldi og skilaboðum til okkar
sem eftir sitjum um að vera við
sjálf.
Það var ljúft að fá að halda í
mjúka hönd þína og segja þér í
síðasta sinn hversu vænt mér hef-
ur alltaf þótt um þig.
Það var auðvelt að segja þér
um þig fallega hluti af því að þú
varst ein fallegasta mannvera sem
ég hef kynnst.
Það er auðvelt að segja svona
góðu fólki eins og þú varst hvað
það er gott og mikilvægt.
Mjúka, hlýja höndin sem
minnti mig á mýktina sem var ein-
kennandi fyrir þig.
Mjúk og mild samskipti full af
kærleika voru þitt aðalsmerki.
Takk fyrir allt sem þú kenndir
mér, elsku Björg.
Takk fyrir að segja okkur alltaf
fallega til í lífinu.
Takk fyrir að dæma engan.
Takk fyrir heiðarleikann.
Mjúka og milda frænka mín og
vinkona.
Þegar ég hugsa um lífið og fólk-
ið sem við fáum að vera samferða
sé ég alltaf fyrir mér hvernig sam-
ferðafólkið mitt er perlur í langri
festi.
Þú varst demantur þar. Dem-
antur af því að þú varst dýrmæt,
einstök og skínandi falleg að innan
sem utan.
Nú á ég demant minninga sem
ég mun bera í perlufestinni minni
þangað til við hittumst hinum
megin.
Farðu í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég Didda og allri
fjölskyldunni sem nú sakna og
syrgja góða eiginkonu, mömmu,
tengdamömmu, ömmu og lang-
ömmu.
Guð gefi að minningarnar verði
okkur öllum ljós í sorginni.
Helga Björk Jónsdóttir.
Hlutverk Lionsklúbba er að
leggja lið og láta gott af sér leiða
fyrir einstaklinga og samfélagið. Í
þeim félagsskap sem þessir klúbb-
ar mynda verður til dýrmæt vin-
átta. Slíkur félagsskapur er þó
ekkert án góðra félaga og Björg
Lára Jónsdóttir var einn af þeim.
Björg Lára var stofnfélagi í
Lionsklúbbnum Rán Ólafsvík og
tók virkan þátt í starfi klúbbsins.
Á sínum starfsferli gegndi hún
mörgum embættum í klúbbnum
og sat í fjölda nefnda. Öllum sínum
störfum sinnti hún af dugnaði og
ósérhlífni, sönn lionskona. Björg
Lára var útnefndur Melvin Jones-
félagi af klúbbnum og var vel að
þeirri æðstu viðurkenningu Lions-
hreyfingarinnar komin.
Við Ránarkonur vorum stoltar
af því að hafa svona glæsilega
konu í klúbbnum okkar. Björg
Lára var gleðigjafi og hafði
dásamlega nærveru. Hún var
samviskusöm, ljúf og einlæg í
framkomu. Gott var að leita til
hennar varðandi ýmis mál, miðlaði
hún af reynslu sinni og visku til
okkar hinna.
Að leiðarlokum kveðjum við
Ránarkonur kæra vinkonu með
sorg í hjarta. Þökkum fyrir allar
samverustundirnar, öll störf
Bjargar Láru í þágu Lionsklúbbs-
ins Ránar og verkefna hans. Við
hefðum gjarnan viljað njóta krafta
hennar og vináttu lengur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kæri Diddi, við vottum þér og
þinni fjölskyldu innilega samúð.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Ránar,
Bjarney Jörgensen.
Ein af mæðrum Ólafsvíkur hef-
ur lokið sínu lífshlaupi, skipt tíma-
bundið um lið. Björg Lára Jóns-
dóttir var „ótrúlegur leikmaður“
eins og við félagarnir segjum yf-
irleitt um þá sem skara fram úr,
eru einstakir. Hún var engri lík.
Fljótlega eftir að ég flutti til Ólafs-
víkur árið 1970, og varð vinur
Helga Bjargar og Jóhannesar,
opnaði hún faðminn. Hann stóð
öllum til boða, að nóttu sem degi;
hlýr og innilegur.
Þegar ég frétti af andláti Bjarg-
ar flugu nokkrar ljóðlínur Ómars
Ragnarssonar, í laginu um Ís-
lensku konuna, í gegnum hugann:
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði
að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
Við Helgi Bjargar og Jóhannes
brölluðum margt saman, eins og
mörgum er kunnugt um, enda sög-
ur Helga hver annarri betri og
fyndnari. Við spörkuðum bolta
saman, fórum saman í ferðalög,
örkuðum upp á Enni, lékum okkur
í vinnunni hjá Gylfa Magg á Bakka
og veltum bíl saman. Á kantinum
stóð Björg eins og klettur, ekki
bara okkar klettur heldur alls
vinahópsins. Ólafsvíkurmamman!
Eftir að við vinirnir skóluðumst
til í höfuðborginni og bjuggum til
okkar eigið hreiður fyrir sunnan
lá leiðin samt alltaf heim til Ólafs-
víkur, eins oft og kostur var. Jafn-
vel þegar ég var einn á ferð kíkti
ég til Bjargar og Didda. Það var
eins og að koma heim. Ég var
varla kominn úr skónum þegar
eldhúsborðið var orðið fullt af góð-
meti. Og svo var rætt um fótbolta,
Víking Ólafsvík, sem hjónin
fylgdu hvert á land sem var, af
hjartans einlægni, með Víkings-
trefilinn um hálsinn. Þau voru
tólfti og þrettándi leikmaðurinn,
elskuð af öllum. Svo spurðu þau
frétta af mínu fólki og gömlu vin-
unum. Umhyggjan ævinlega allt-
umlykjandi.
Að ferðalaginu loknu þakka ég
Björgu, fyrir hönd okkar vinanna,
fyrir stuðninginn og umhyggju-
semina. Við vottum Didda, stór-
fjölskyldunni og vinum okkar
dýpstu samúð. Minningin um ein-
staka konu mun lifa!
Þorgrímur Þráinsson.
Við systkinin eigum margar
ljúfar minningar um hana Björgu
en hún flutti með sér gleði, hlýju,
notalegheit og var frábær heim að
sækja. Þá tók hún á móti okkur,
brosandi og hláturmild, eins og
sólargeisli, og fyllti allt umhverfið
af einstakri hlýju og vellíðan. Hún
hafði einstakt jafnaðargeð og var
jafnframt tilbúin að leysa hver
manns vanda. Þessar ljóðlínur
finnst okkur eiga vel við Björgu:
Þú sólargeisli sem gæist inn
og glaður skýst inn um gluggann minn.
Mig langar svo til að líkjast þér
og ljósi varpa á hvern sem er.
(Höf. óþekktur)
Móðir okkar Kristjana og Lára
móðir Bjargar voru systur.
Móðir okkar fór oft með okkur
systkinin til Ólafsvíkur á sumrin
til ömmu að Svalbarða og síðar í
Barmahlíð eða til Helgu og Olla að
Lækjarbakka. Þetta voru mjög
skemmtilegar ferðir þar sem við
lentum oft í heyskap á Klifinu og
fórum stundum í ferðir með Olla
fyrir Jökul. Í kjölfarið mynduðust
tengsl sem hafa ekki rofnað síðan.
Alltaf var gaman að heimsækja
ættingja okkar í Ólafsvík og fá þá í
heimsókn. Björg fór síðan í fram-
haldsskóla í Reykjavík og gisti þá
hjá foreldrum okkar á Freyju-
götu. Sváfu þær þá saman í 6 m2
herbergi Guðný, Bubba og Björg í
sátt og samlyndi og mikilli gleði.
Það voru önnur tengsl milli
okkar, Valur og Víkingur Ólafs-
vík. Hittu bræðurnir, Mummi og
Palli, Björg og Didda Helga, Láru
og Þorstein á Valsvellinum og þá
var kátt í höllinni. Minnisstætt er
að þegar Mummi var orðinn mjög
lasinn þá bauð Jónas þeim bræðr-
um á leik Víkings og Vals í Ólafs-
vík. Þegar komið var inn í Ólafsvík
þá hringdi Jónas í Björgu og
spurði hvort við mættum koma í
heimsókn. „Þið komið eins og kall-
aðir, Þorsteinn er nýbúinn að
grilla og við bíðum spennt eftir
ykkur.“ Síðan voru bræðurnir og
Jónas trakteraðir á steik og bjór
og öðru meðlæti. Þeir bræður
voru einstaklega þakklátir fyrir
þá dýrðarstund sem þeir áttu með
Björgu og Didda og Láru og Þor-
steini. Síðan fóru allir á völlinn.
Þeir bræður luku svo saman vall-
arferðum sínum með því að horfa
á Val og Víking í Ólafsvík á Vals-
vellinum og þar voru þá einnig
bræðurnir, Helgi og Jóhannes, og
félagar þeirra úr Víkingi í Ólafsvík
Kæru Diddi, Helgi, Jóhannes,
Lára, Olga og fjölskyldur. Allt
virðist nú svart og enga ljósglætu
að sjá í myrkrinu. En eftir lifir
minning um góða og vandaða
konu sem gaf okkur svo margt.
Skáldið Tómas Guðmundsson
segir:
Nú veit ég að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva,
sem hismi feykt á bál,
unz sérhver sorg öðlast vængi
sérhver gleði fær mál.
Guð blessi ykkur.
Systkinin á Freyjugötu 10A og
fjölskyldur
Páll V. Sigurðsson.
Elskuleg vinkona mín Björg
Lára hefur kvatt okkur. Hún var
með fyrstu konunum sem ég
kynntist þegar ég flutti til Ólafs-
víkur. Jón Bergmundur eiginmað-
ur minn og Björg voru bræðra-
börn og hann var skírður yfir
kistu Jóns Thorbergs pabba
Bjargar og bar nafn hans. Miklir
kærleikar voru alla tíð milli Begga
og Láru móður Bjargar. Svo var
Kristján Helga, maðurinn hennar
Bjargar, frá Siglufirði eins og ég,
það voru því miklar tengingar
milli okkar. Ég var bara búin að
búa í Ólafsvík í mánuð þegar mér
var boðið að vera með í sauma-
klúbbi sem Björg var í. Kynni
okkar hafa því staðið lengi.
Björg starfaði í mörg ár í versl-
un minni, Þóru, og var ekki hægt
að hugsa sér betri starfskraft, allt-
af svo blíð og jákvæð. Við áttum
margar gæðastundir og vorum
miklir trúnaðarvinir. Björg var
mikil félagsmálakona og var dug-
leg að vinna fyrir hin ýmsu félög
eins og Kvenfélag Ólafsvíkur,
Slysavarnafélagið Sumargjöf og
Lionsklúbbinn Rán. Við fórum
nokkrar ferðir saman til útlanda
með Lions og Kvenfélaginu, einn-
ig fórum við í orlofsferðir kvenna.
Alltaf var Björg með sama góða
skapið og lagði gott til málanna.
Björg starfaði sem kennari í
nokkur ár og þekkti því vel aldur
flestra barna í bænum, því var
gott að horfa til hennar til að fá
staðfestingu á hvort viðkomandi
viðskiptavinur væri búinn að ná 20
ára aldri til að geta verslað í
„blautu deildinni“ í verslun minni,
hún sýndi þá með svipbrigðum
hvort viðkomandi hefði náð aldri.
Þótt Björg væri mikil bindindis-
manneskja þá fannst henni gaman
að afgreiða í þeirri deild.
Við ræddum saman í síma þeg-
ar Björg lá inni á Akranessjúkra-
húsinu og vitað var í hvað stefndi.
Hún vildi bara komast heim til
Ólafsvíkur og fá að kveðja þetta líf
þar. Það var svo gott að heyra
hvað hún var jákvæð og sátt við
hlutskipti sitt, sagðist vera búin að
eiga svo gott líf og yndislega fjöl-
skyldu og hafa bara kynnst góðu
fólki. Þannig var Björg.
Ég votta Didda, börnum og
öðrum fjölskyldumeðlimum mína
innilegustu samúð. Guð blessi
minningu Bjargar.
Sigríður Þóra Eggertsdóttir.
Okkar elskulega vinkona,
Björg Jónsdóttir frá Ólafsvík,
kvaddi lífdaga sína að morgni
dags 29. apríl sl.
Hún var einstök manneskja í
alla staði. Góð, heiðarleg, dugleg,
félagslynd, skemmtileg og ein-
staklega tryggur vinur sem við
vorum svo lánsöm að njóta og er-
um innilega þakklát fyrir.
Við hjónin kynntumst henni og
eiginmanni hennar, Kristjáni
Helgasyni, 1970 þegar við gerðum
tilraun til að reka útgerð saman í
stuttan tíma.
En þá myndaðist okkar dýr-
mæta vinátta við þau og alla fjöl-
skylduna sem hefur haldist allar
götur síðan.
Við höfum átt margar góðar og
ánægjulegar stundir saman í
gegnum leik og starf, sem gott er
að eiga í minningunni og þar er
blessunin hún Björg, brosandi,
upplífgandi, gefandi, huggandi og
réttandi út faðminn, hún var besta
eintak af manneskju sem hægt er
að hugsa sér!
Blessuð sé minning hennar
með þakklæti og söknuði.
Við sendum Didda, börnum
þeirra og allri fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Ester og Gunnar (Gunni).