Morgunblaðið - 15.05.2021, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
✝
Filippía Helga-
dóttir fæddist á
Ísafirði 7. október
1932. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Blönduósi 24. apríl
2021. Foreldrar
hennar voru Helgi
Hólm Halldórsson,
múrari á Ísafirði, f.
12.6. 1897, d. 22.5.
1987, og Helga
Ragnheiður Hjálmarsdóttir,
húsmóðir á Ísafirði, f. 24.8.
1904, d. 27.4. 1985.
Systkini Filippíu eru: Svan-
dís, f. 8.6. 1931, Geira, f. 21.1.
1934, d. 29.1. 1999, Ásgeir, f.
6.3. 1935, d. 3.2. 2011 og Arndís
María, f. 26.8. 1936.
Filippía giftist 22. nóvember
1952 Magnúsi Daníelssyni,
bónda á Syðri-Ey, f. 28.6. 1909,
d. 1.6. 1993. Foreldrar hans
voru Daníel Davíðsson, ljós-
myndari og bóndi, f. 4.5. 1872, d.
26.3. 1967 og Magnea Aðalbjörg
Árnadóttir húsfreyja, f. 29.9.
1883, d. 18.12. 1968.
Börn Filippíu og Magnúsar
eru: 1) Helga Magnea, f. 20.6.
1953. Fyrrverandi maki Sturla
Snorrason. Börn: a) Olga, f.
1979, maki Patrick O‘Halloran,
þau eiga tvær dætur, b) Erla, f.
1983, maki Ásgeir Sig-
maki Valgerður K. Sverr-
isdóttir. Börn: a) Filippía Huld,
f. 2001, b) Sverrir Már, f. 2005.
Filippía sem ávallt var kölluð
Bíbí ólst upp í foreldrahúsum á
Ísafirði ásamt þremur systk-
inum en ein systirin ólst upp á
Flateyri hjá móðursystir þeirra
systkinanna. Fyrstu árin bjuggu
þau í Króki 1 en síðar á Hlíð-
arvegi 28. Sumarið eftir gagn-
fræðaskólann vann hún á Klepp-
járnsreykjum í Borgarfirði.
Eftir sumarið á Kleppjárns-
reykjum lá leiðin aftur til Ísa-
fjarðar þar sem hún hóf störf í
kaupfélaginu við afgreiðslu þar
sem hún starfaði þangað til hún
fór alfarin frá Ísafirði í sum-
arbyrjun 1952.
Magnús og Bíbí giftu sig á
Ísafirði 1952 og bjuggu öll sín
búskaparár á Syðri-Ey í Vind-
hælishreppi í Austur-
Húnavatnssýslu allt þar til
Magnús lést árið 1993. Eftir það
bjó Bíbí í nokkur ár ásamt syni
sínum Daníel á Syðri-Ey en árið
1999 flutti hún í íbúð fyrir eldri
borgara að Flúðabakka 3 á
Blönduósi. Þar bjó hún til ársins
2019 er hún flutti á Heilbrigð-
isstofnunina á Blönduósi þar
sem hún lést.
Bíbí var mikil hannyrðakona
og hafði mikinn áhuga á ýmiss
konar handverki. Garðyrkja var
einnig mikið áhugamál hjá
henni. Hún hafði gaman af
ferðalögum og ferðaðist talsvert
bæði innanlands og utan.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey frá Höskuldsstaðakirkju 8.
maí 2021.
urgeirsson, þau
eiga einn son, c)
Tinna, f. 1989, maki
Bart Bauhuis, d)
Davíð, f. 1991.
2) Daníel Hall-
dór, f. 11.11. 1954,
maki Guðbjörg
Gestsdóttir. Börn:
a) Íris, f. 1988, hún
á einn son, b) Írena
Ösp, f. 1993, maki
Sindri Grímsson,
þau eiga eina dóttur, c) Ágúst
Gestur, f. 1995, maki Klara
Sveinbjörnsdóttir.
3) Ingibjörg, f. 7.2. 1956, maki
Tómas Gíslason. Börn: a) Elín
María, f. 1983, hún á tvær dæt-
ur, b) Guðný, f. 1987, maki Axel
Heimir Þórleifsson, þau eiga tvö
börn. Fyrir á Axel tvær dætur.
4) Ragnheiður, f. 16.7. 1959,
maki Sævar R. Hallgrímsson.
Börn: a) Magnús Filip, f. 1983,
maki Ingunn Bjarnadóttir, þau
eiga einn son. Fyrir á Magnús
eina dóttur, b) Alma Eik, f. 1990,
maki Guðmundur Kristinn Vil-
bergsson, þau eiga tvo syni. Fyr-
ir á Sævar soninn Þórarin Arn-
ar, f. 1969.
5) Árni Geir, f. 28.5.1971,
maki Ragnar Ólason. Synir
Ragnars eru: a) Róbert, f. 1987,
b) Bjarki Þór, f. 1990.
6) Helgi Hólm, f. 27. 4. 1973,
Mig langar að minnast
mömmu minnar í örfáum orð-
um. Hún var fædd og uppalin á
Ísafirði og leit alltaf á sig sem
Ísfirðing og bar sterkar taugar
þangað vestur. Tvítug réð hún
sig sem kaupakonu á sveitabæ
norður í Húnavatnssýslu. Kaup-
staðarstúlkan sjálf sem aldrei
hafði snert á neinum sveita-
störfum. Hún hafði enda aldrei
haft uppi neinar ráðagerðir um
að setjast að í sveit og gerast
bóndakona. Nei, hugur hennar
stefndi annað. Hún hafði hugsað
sér að fara til Danmerkur að
loknu þessu sveitasumri,
kannski í lýðskóla en þó var
ekkert fullráðið. En margt fer
öðruvísi en ætlað er. Það var í
rauninni hreinasta tilviljun að
hún skyldi fara norður í land.
Frænka pabba var búin að út-
vega honum kaupakonu en af
einhverjum ástæðum forfallaðist
hún. Mamma þekkti þessa
stúlku og bauðst til þess að fara
í hennar stað þótt hún þekkti
ekkert til sveitastarfa. Í bréfi
sem frænkan sendi pabba grein-
ir hún frá þessum tíðindum og
tiltekur að mamma sé af „harð-
duglegu fólki komin“ en í lokin
skrifar hún eitthvað á þessa
leið: „Ég gleymdi að segja að
stúlkan heitir Filippía. Það er
ókristilegt nafn finnst mér en
hún getur víst ekki úr því
bætt.“ Því fór það svo að stúlk-
an með „ókristilega nafnið“
mætti á bæjarhlaðið á Syðri-Ey.
Mágkona pabba var þá stödd á
Syðri-Ey og sagði hún mér síð-
ar að hún hefði veitt athygli fal-
legu brosi stúlkunnar. Hún
sagði mér líka að hún hefði
fljótlega veitt því eftirtekt að
bóndinn á bænum væri farinn
að raka sig nær daglega þótt
hann ætti ekkert erindi af bæ.
Hún þóttist sjá í hvað stefndi.
Enda fór það svo að í nóvember
sama ár voru þau orðin hjón.
Mamma gerðist því húsfreyja í
sveit þrátt fyrir áform um ann-
að. Starfsvettvangur hennar var
fyrst og fremst heimilið. Þó
sinnti hún útiverkum ef á þurfti
að halda. Hún mjólkaði kýrnar
og tók oft þátt í heyskapnum og
keyrði þá oftast vélarnar, en
hún fór sjaldan í fjárhúsin.
Helst var það þegar þurfti að
hjálpa einhverri ánni að bera.
Ég hafði alltaf dálítið gaman af
kindunum og þekkti sumar ærn-
ar sem krakki einkum þær sem
skáru sig úr að einhverju leyti.
Slíku var ekki að heilsa hjá
mömmu. Einhverju sinni, þegar
ég var strákur, hafði mamma
verið kölluð til í fjárhúsin að
hjálpa kind að bera og þegar
hún kom heim aftur spurði ég
hvernig kindin hefði verið á lit-
inn. „Á litinn?“ sagði hún, „ég
tók nú ekkert eftir því.“ „Þú
hlýtur nú að hafa séð hvort hún
var hvít eða svört,“ sagði ég
svolítið hneykslaður á eftirtekt-
arleysi móður minnar. „Hvað
heldurðu að ég hafi tekið eftir
því?“ svaraði hún. Skepnur og
skepnuhald var utan hennar
áhugasviðs en það var garðyrkj-
an aftur á móti ekki. Hún rækt-
aði matjurtir, blóm og tré. Í
blómagarðinum eyddi hún
mörgum stundum og garðurinn
var sannkallað blómahaf. Í dag
er þessi garður kominn í mína
umsjá og því veltur það á mér
að hann dafni áfram. Við ferða-
lok sækja að margar kærar
minningar. Þær eru dýrmætur
fjársjóður. Æskuheimilið mótar
mann fyrir lífstíð og þar hlýtur
maður það veganesti sem haldið
er með út í lífið. Fyrir það vil ég
þakka.
Árni Geir.
Amma Bíbí. Enginn sem ég
þekkti sem barn hafði heyrt
nafnið Bíbí áður. „Er amma þín
fugl?“
Nei amma mín var ekki fugl,
en í mínum huga var hún alltaf
amma Bíbí. Ég lærði mjög seint
að skrifa nafnið Filippía rétt.
En amma kenndi mér það á
endanum.
Í mínum huga var amma Bíbí
eins og ömmurnar í sögubók-
unum. Hún var húsfreyja á
sveitabæ, það var alltaf lykt af
mat eða einhverju nýbökuðu. Ef
hún var ekki að baka eða elda
var hún að prjóna á okkur
sokka eða vettlinga. Hún var
alltaf svo blíð og góð og tók
manni fagnandi í hvert sinn sem
maður kom í heimsókn. Mínar
bestu minningar sem barn eru
einmitt úr sveitinni og þar lék
amma stórt hlutverk.
Þegar ég varð eldri og amma
flutt úr sveitinni spjölluðum við
meira og ég fékk að heyra um
lífið á Ísafirði áður en hún kom í
sveitina. Hvað hún átti erfitt
með að venjast kvöldsólinni í
sveitinni. Hvaða tilviljun réð
því að hún kom norður í sveit-
ina, kynntist afa og sneri ekki
aftur. Ástarsaga sem ég hef
sagt öllum sem vilja og vilja
ekki heyra.
Síðustu ár voru samskipti
okkar mest í gegnum tölvuna,
enda amma ótrúlega vel að sér
í tækninni miðað við aldur. Við
Lóa reyndum líka að senda
kort frá Svíþjóð á nokkurra
vikna fresti.
Tómas verður sennilega með
prjónuðu teppin frá langömmu
Bíbí í fanginu fram að ferm-
ingu, þau eru það dýrmætasta
sem hann á. Hann hefur sofnað
með þau í fanginu alla daga
nánast frá fæðingu.
Góða ferð amma – ég veit að
afi tekur fagnandi á móti þér,
enda fengið að bíða lengi. Takk
fyrir allt, þín er svo ótrúlega
sárt saknað.
Guðný.
Elskulega amma okkar er
látin. Við eigum endalausar
minningar úr sveitinni hjá Bíbí
ömmu og ekkert betra en að fá
að vera á Syðri-Ey yfir sum-
arið. Það var alltaf skemmtilegt
að hjálpa til við heyskapinn eða
heimalningana og ávallt var
eitthvert góðgæti í boði hjá
ömmu, hvort sem það voru
kanilsnúðarnir hennar eða
kleinur. Amma var mikil hann-
yrðakona og erum við einstak-
lega heppin að eiga alls konar
muni eftir hana, hvort sem það
var prjónað, heklað eða föndr-
að.
Amma ólst upp á Ísafirði og
var alltaf mikill Ísfirðingur í
sér þó svo að hún hafi búið
mestallt sitt líf fyrir norðan og
var síðustu árin á Blönduósi.
Henni fannst ákaflega gaman
að heimsækja Vestfirðina þeg-
ar hún gat og þá varð að
stoppa í bakaríinu á Ísafirði og
kaupa napóleonsköku. Amma
var líka mikil blómakona og
fannst yndislegt að njóta
blómagarðsins síns sem var af-
skaplega fallegur í fullum
blóma. Við minnumst ömmu
okkar með tár á hvörmum en
erum ákaflega þakklát fyrir all-
ar þær góðu minningar sem við
eigum.
Hvíl í friði, elsku Bíbí amma.
Þú munt lifa áfram í hjörtum
okkar.
Olga, Erla, Tinna og Davíð.
Filippía
Helgadóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI SIGURÐSSON
véltæknifræðingur,
Skógarseli 43,
lést miðvikudaginn 5. maí á krabbameins-
deild Landspítalans.
Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 19. maí klukkan
13. Einnig verður streymt frá athöfninni á www.seljakirkja.is.
Árný Kristjánsdóttir
Gunnur Helgadóttir Baldvin Þ. Kristjánsson
Sigrún Helgadóttir Jón Bragi Bergmann
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Árskógum 3a, Reykjavík,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar
laugardaginn 8. maí.
Útförin fer fram í Garðakirkju þriðjudaginn 18. maí klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir
athöfnina. Fjölskyldan sendir sérstakar þakkir til starfsfólks Heru
fyrir ómetanlega umönnun. Streymt verður frá athöfninni, hlekk
má finna á www.mbl.is/andlat
Guðrún Gísladóttir Bragi Guðmundsson
Vilmundur Gíslason Sigrún Oddsdóttir
Hafliði Gíslason Kristina Olofsdotter
Guðný Gísladóttir Þorri Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÞORBJÖRG J. ÓLAFSDÓTTIR
ljósmóðir,
Urriðakvísl 16, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
þriðjudaginn 11. maí. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Jón M. Benediktsson
Þórólfur Jónsson Nanna Viðarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir Erlend Nicolaisen
Þórhildur Jónsdóttir Jón Hákon Hjaltalín
og barnabörn
Elsku maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi og afi,
HRAFNKELL GUNNARSSON,
Haukdælabraut 38, Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
þriðjudaginn 11. maí.
Útför verður auglýst síðar.
Kristín Þorbjörg Jónsdóttir
Sigríður Hrefna Hrafnkelsd. Eyjólfur Eyjólfsson
Kristján Páll Hrafnkelsson Heiðdís Helga Antonsdóttir
Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir Jón Eiríkur Jóhannsson
Hrafnkell Óli Hrafnkelsson Berglind Sunna Bragadóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUNNHILDUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR,
Sævargörðum 3, Seltjarnarnesi,
lést þriðjudaginn 11. maí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 25. maí klukkan 13 innan þeirra takmarkana sem í
gildi eru. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: sonik.is/birna
Hörður Reynir Jónsson
Sverrir Tynes Ása Kolka
Salome Tynes Pálmi Kristinsson
Jón Reynir Harðarson
Bjarni Birkir Harðarson Rakel Guðmundsdóttir
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BOGI G. HALLGRÍMSSON
kennari,
Víðigerði 11, Grindavík,
lést sunndaginn 9. maí í faðmi
fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
miðvikudaginn 19. maí klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni
á exton.is/streymi
Snorri G. Bogason Agnes Ásgeirsdóttir
Alda Bogadóttir
Þórhildur Rut Einarsdóttir
Guðfinna Bogadóttir
Helgi Bogason Ella Björk Einarsdóttir
Kristrún Bogadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur
og frændi,
PÁLL JÓNSSON,
Tröllagili 14, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 13. maí. Útför hans mun fara
fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 25. maí klukkan 13.
Allir velkomnir.
Jón Pálsson Björk Axelsdóttir
Rannveig Jónsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson Gunnhildur H. Gunnlaugsd.
Sigurður Pétur Jónsson Inga S. Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Styrmir Jónsson
systkinabörn og fjölskyldur