Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun
þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson)
Hvíldu í friði og takk fyrir allt
og allt.
Þinn sonur,
Sigurður.
Fyrir átta árum var mér boðið
í kjöt með karrísósu hjá heið-
urshjónunum Pétri og Láru í
Mosgerði. Hlýja, kærleikur og
gestrisni eru þar alltaf í háveg-
um höfð. Í matarboðinu kom til
tals að bíllinn minn, sem kominn
var til ára sinna, þyrfti að fara í
skoðun. Pétur spenntist allur
upp og vildi ólmur fara með
hann í skoðun. Ég tók boðinu
Pétur Jónsson
✝
Pétur Jónsson
fæddist 13.
nóvember 1937.
Hann lést 25. apríl
2021.
Útförin fór fram
10. maí 2021.
fegins hendi því að
ég hef nú aldrei haft
mikið vit á bílum en
hann var sannkall-
aður snillingur á því
sviði. Í skoðuninni
kom í ljós að bíllinn
bremsaði af gömlum
vana frekar en getu.
Pétur hafði svo
miklar áhyggjur af
nýju kærustunni
hans Guðjóns á
bremsulausa bílnum að hann
hringdi oft í mig til þess að klára
málið. Þegar ég fékk bílinn til
baka frá Pétri var ég skömmuð
fyrir mikla kókneyslu því aftur-
sætið var fullt af tómum kók-
flöskum. Þrátt fyrir þennan galla
á mér urðum við fljótt góðir vin-
ir. Þetta var ekki í síðasta skipti
sem Pétur var til taks fyrir okk-
ur Guðjón. Hann var ávallt
reiðubúinn að rétta hjálparhönd
og kann ég honum miklar þakkir
fyrir.
Í daglegu tali er heimili Pét-
urs og Láru í Mosgerði kallað
ættarsetrið og það stendur sko
undir nafni. Þau nutu sín í botn
þegar öll fjölskyldan var sam-
ankomin undir einu þaki. Það gat
orðið ansi þröngt í stofunni en
öllum var sama. Eldhúsborðið
var drekkhlaðið af veitingum að
hætti Láru. Pétur í stofunni að
segja sögur sem mikið var hlegið
að. Pétur var hreykinn af sínum
ættarhópi og þreyttist ekki á að
segja sögur af afkomendum sín-
um og barnæsku sinni á Rauða-
sandi. Lára og Pétur voru miklir
félagar og þau kunnu sannarlega
að njóta lífsins saman. Á síðustu
árum var farið í tvær ef ekki
fleiri utanlandsferðir á ári og
mikið ferðast innanlands á ferða-
bílnum á sumrin. Oftast var sólin
elt því að Pétur naut sín best ber
að ofan sitjandi á sólstól. Í sumar
fórum við með þeim í æðislega
ferð til Vestmannaeyja. Við
skemmtum okkur svo konung-
lega í návist hvert annars að við
tókum ekki eftir því að veðrið
var ekkert sérstakt.
Fyrir fimm árum kom eldri
dóttir okkar Guðjóns í heiminn.
Lára og Pétur voru mjög spennt
að verða aftur amma og afi. Eft-
irvæntingin var engu minni þeg-
ar önnur bættist við 18 mán-
uðum seinna. Pétur kallaði
Helgu Margréti og Önnu Vigdísi
prinsessurnar sínar. Það kom
glampi í augun á honum þegar
hann talaði um þær og ekki
leiddist honum að segja öllum
sem hann hitti hversu frábærar
stelpur hann ætti. Aðdáunin var
gagnkvæm. Prinsessurnar dýrk-
uðu afa sinn og hann komst í
guðatölu hjá þeim þegar þær sáu
mynd af honum í vinnugallanum
að vinna við strætó. Afi Pétur
kunni sko að laga strætó og það
eru ekki allir afar sem geta það.
Pétur er farinn af stað í nýtt
ferðalag og skilur eftir sig stórt
skarð sem erfitt er að fylla.
Minning um góðan og skemmti-
legan mann mun lifa áfram. Með
hugann fullan af þakklæti kveð
ég í dag Pétur tengdaföður
minn.
Hulda Katrín Stefánsdóttir.
Mig langar að setja penna á
blað til að minnast manns sem
mér þótti afskaplega vænt um
og er nú fallinn frá. Ég hitti Pét-
ur fyrst fyrir um 45 árum þegar
ég fyrst heimsótti einn af fimm
sonum hans, hann Þorleif, sem
átti eftir að verða (og er) minn
besti vinur, í hús þeirra í Mos-
gerðinu.
Foreldrar Leifs, þau Lára og
Pétur, tóku mér af svo ótrúlega
mikilli gæsku og góðum hug að
það var sem ég væri einn af fjöl-
skyldunni frá fyrsta degi. Pétur
var þar í fararbroddi, sem kóng-
ur í ríki sínu, fullur af glensi og
óhræddur að gera góðlátlegt
grín að viðstöddum. Hann lék
hlutverk hins allsráðandi hús-
bónda af leikni, sem Lára brosti
yfir út í annað, en svaraði svo vel
fyrir sig annað slagið með þaul-
æfðri þolinmæði og ást á manni
sínum um leið og hún markaði
þær línur sem Pétur skyldi
virða. Það gekk enginn þess dul-
inn að þar voru jafningjar, vinir
og lífsförunautar á ferð, þrátt
fyrir að glens og gaman gæti ýj-
að að öðru.
Pétur virtist alltaf hafa áhuga
á hvað um væri að vera í mínu
lífi og oft á tíðum bauð hann mér
að setjast niður í eldhúsinu til
spjalls. Var ekki óvanalegt að
Lára væri búin að malla í pönnu-
kökur, og þurfti svo að fylla
hverja rjómaskálina á fætur
annarri til að hafa í við Pétur og
mig við átið. Hvergi annars stað-
ar hafði ég fengið þvílíkt tæki-
færi að háma í mig án nokkurra
áminninga, undir allskonar sam-
ræðum, skemmtilegum sögum
og góðlátlegri stríðni.
Í mörg ár vandi ég komur
mínar reglulega í Mosgerðið og
stoppaði jafnvel í spjall við þau
hjúin meira að segja ef Leifur
var ekki heima við. Mér þótti
mikið til Péturs koma strax á
unga aldri, þar sem hann var
ávallt eitthvað að dunda í skúrn-
um, þar sem hann gerði við eða
bjó til hluti til að selja. Man ég
sérstaklega eftir hestakambi
sem hann hannaði, framleiddi og
seldi.
Síðar á ævinni minnkaði ekki
virðing mín fyrir Pétri þegar ég
fór að skilja hversu vel hann
hafði gert á verkamannalaunum
að eiga einbýlishús í Smáíbúða-
hverfinu, alandi upp fimm drengi
og svo á síðari árum að ferðast
til Kanaríeyja í janúar ár hvert.
Pétur var auðvitað ekki full-
kominn frekar en nokkur annar.
Á tímum sá ég glitta í þreyttari
og strangari Pétur, sem kannski
var ekki búinn öllum þeim tólum
sem hann þurfti á að halda þegar
kom að því að ala upp fimm mjög
ólíka drengi. Svo hann gerði það
sem hann kunni sem var að veita
þak og fæði, með miklu vinnu-
þreki, staðfestu og ást. Já og
með góðu glensi í bland.
Líf mitt var ríkara af því að
þekkja Pétur og hans verður
sárt saknað. Samúðarkveðjur til
allra í fjölskyldunni og næst þeg-
ar ég kem til Íslands mun ég
heimsækja Láru og gefa henni
gott faðmlag og spjalla um liðna
tíma. Hver veit nema við fáum
okkur pönnukökur með rjóma
yfir spjallinu.
Sam Ragnarsson (Svavar).
Kær faðir okkar
varð bráðkvaddur 29.
apríl. Hann skilur
eftir sig stórt skarð
sem erfitt verður að
fylla.
Hann var ótrúlega sterkur per-
sónuleiki sem litaði líf okkar sem
voru náin honum.
Hann var mikið náttúrubarn og
fannst ekkert betra en að vera uppi
á hálendinu eða við fallega veiðiá.
Hann sagði að stundum fyndist
sér hann geta fundið tengingu við
náttúruna beint í æð.
Reynir Gunnar
Hjálmtýsson
✝
Reynir Gunnar
Hjálmtýsson
fæddist 21. sept-
ember 1946. Hann
lést 29. apríl 2021.
Útför hans fór
fram 14. maí 2021.
Þrautseigjan var
honum í blóð borin og
hann gafst aldrei upp
þegar hann var búinn
að taka ákvörðun.
Eitt er víst að
hann var alltaf trúr
sjálfum sér og fór
aldrei leynt með
skoðanir sínar þótt
þær væru ekki fyrir
alla.
Það er ekki alltaf
einfalt að vaða á móti straumnum
en það gerði hann alla tíð.
Þótt hann hafi alla tíð unnið mik-
ið og oft verið að heiman þegar við
systkinin vorum að alast upp þá
tókst honum sannarlega að móta líf
okkar.
Faðir okkar mun lifa áfram í
okkur og börnum okkar.
Arna og Aron.
Ólafur Örn var
kvæntur Kristínu
Sólveigu, Lillu, móð-
ursystur minni. Með
honum er genginn sá
síðasti úr hópi þeirra systkina og
maka þeirra, börn og tengdabörn
sýslumannshjónanna í Borgar-
nesi, Karítasar og Jóns Stein-
grímssonar. Samheldinn hópur og
Ólafur Örn
Arnarson
✝
Ólafur Örn
Arnarson
fæddist 27. júlí
1933. Hann lést 1.
maí 2021.
Útför Ólafs fór
fram 12. maí 2021.
góðar fyrirmyndir
okkur börnum
þeirra og barna-
börnum.
Í hugann koma nú
margar minningar
frá heimsóknum til
Lillu og Ólafs Arnar
og barna þeirra, ým-
ist að Bugðulæk, í
Kjalarland eða á Sól-
eyjargötuna. Til
dæmis skíðaferðir á
Wagoneer jeppanum og heim-
sóknir til gistingar hjá þeim, en
við Sverrir erum jafnaldrar og
vorum talsvert saman á unglings-
árum.
Ólafur Örn var hæglátur mað-
ur, glaðlegur að eðlisfari og nota-
legur í samskiptum. Þau hjón og
foreldrar mínir héldu vel saman,
fóru í ferðalög saman og skiptust á
heimsóknum og matarboðum, og
var þá gjarnan gripið í spil og spil-
að bridge. Minnist ég margra
heimsókna þeirra hjóna í Sörla-
skjól til okkar.
Ólafur hafði mjög gott lag á
samræðum, jafnt við eldri sem
yngri, enda þaulæfður í því hlut-
verki sem læknir. Fannst mér allt-
af auðvelt að spjalla við hann um
hin ýmsu mál og hann tilbúinn
bæði að hlusta og gefa álit. Hann
hafði frá mörgu að segja og bjó að
mikilli reynslu úr starfi sínu.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
fyrirkomulagi heilbrigðismála og
studdi þær skoðanir sínar sterk-
um rökum.
Hann naut mikillar virðingar
sem læknir og margir sem nutu
færni hans og þekkingar á löngum
starfsferli. Þegar eitthvað bjátaði
á í heilsufari í minni fjölskyldu þá
var ávallt fyrsta viðkvæðið að
hringja í Ólaf Örn og leita ráða.
Naut ég sjálfur sérþekkingar
hans og er honum ævinlega þakk-
látur fyrir.
Ekki verður skilið við minningu
Ólafs Arnar án þess að minnast á
laufabrauðskökurnar. Þessi árlegi
siður fjölskyldunnar var tilhlökk-
unarefni því nákvæmni og hæfi-
leikar Ólafs Arnar með skurðhníf-
inn birtust okkur fjölskyldunni í
þeim listaverkum sem hann skar
út í laufabrauðin hverju sinni. Og
færði svo systrunum í Landakoti.
Við Hanna vottum Guðrúnu,
Sverri, Katrínu og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð og
minnumst Ólafs Arnar með þakk-
læti og virðingu. Blessuð sé minn-
ing hans og þeirra hjóna.
Gunnlaugur Briem.
Innilegar þakkir fyrir samúð, stuðning og
hlýhug vegna veikinda, andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu, dóttur, móður,
tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR VALSDÓTTUR,
Skrúðási 6.
Sérstakar þakkir til Jakobs Jóhannssonar krabbameinslæknis
og HERU heimaþjónustu. Innilegustu þakkir til starfsfólks
líknardeildar Landspítala, sem annaðist hana af einstakri alúð,
nærgætni og vandvirkni.
Guðmundur Jón Elíasson
Guðríður Júlíusdóttir
Elías Freyr Guðmundsson Kristbjörg M. Kristinsdóttir
Valur Árni Guðmundsson Lára Hrönn Hlynsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir Guðmundur F. Aðalsteinsson
Elvar Jón Guðmundsson Þórgunnur Þórðardóttir
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÚLÍUS GUNNAR GEIRMUNDSSON,
Gullsmára 9,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 3. maí. Útför hans fer fram frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 19. maí klukkan 13 og verður
einnig streymt. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat
Ingunn Jóna Gunnarsdóttir Hreinn Jónasson
Geir Gunnarsson Sigrún M. Arnardóttir
Auður Ingrún Gunnarsdóttir
Magnús Gunnarsson Solveig Kristjánsdóttir
Jónas Gunnarsson Alma Hlíðberg
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGI ÁRSÆLSSON
múrari,
Rauðhömrum 10, Reykjavík,
lést mánudaginn 10. maí. Útförin fer fram
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 26. maí klukkan 13.
Aðalbjörg Ingadóttir Bolli Árnason
Pétur Ingason Magna Jónmundsdóttir
Soffía Ingadóttir
Ásæll Ingi Ingason Vilborg Andrésdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri,
INGI ÞÓR BJARNASON,
áður til heimilis á Suðurgötu 124,
Akranesi,
lést mánudaginn 10. maí á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Höfða, Akranesi.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 20. maí
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður athöfnin með nánustu
aðstandendum og vinum, þeim sem vilja koma er bent á að
hafa samband í síma 862-2031, Ása. Streymt verður frá
athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is.
Systur hins látna og aðrir aðstandendur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
RAGNAR ÓLAFSSON,
áður til heimilis í Stekkjarhvammi 2,
Búðardal,
lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð
laugardaginn 1. maí í faðmi fjölskyldunnar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir fær starfsfólk
Brákarhlíðar fyrir frábæra umönnun.
Ólafur G. Ragnarsson Hulda B. Guðjónsdóttir
G. Ragna Ragnarsdóttir
Margrét J. Ragnarsdóttir Ólafur K. Kristjánsson
Ragnar Hrafn, Brynjar Rafn, Elín Fanney, Halldóra
Aðalheiður, Stella María, Hrafnhildur Tinna,
Sigurður Ragnar, tengdabörn og langafabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum
nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Minningargreinar