Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
90 ÁRA Karl Jóhann
Ormsson rafvirkja-
meistari fæddist 15.
maí 2021 á Baldurs-
götu í Reykjavík en
fluttist á fyrsta ári
vestur á Snæfellsnes.
Foreldrar hans, Ormur
Ormsson rafvirkja-
meistari og Helga
Kristmundardóttir
húsmóðir, áttu heima á
Hofgörðum í Staðar-
sveit árin 1931-1936 en
fluttu þá að Laxár-
bakka í Miklaholtshreppi og bjuggu þar til ársins 1946 er þau fluttu í Borgar-
nes. Karl Jóhann var í rafvirkjanámi hjá föður sínum, Ormi Ormssyni, og
lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið 1959.
Karl Jóhann var nokkuð til sjós á árunum 1947 til 1956, en á þeim var at-
vinna í Borgarnesi nokkuð stopul og því oft þörf á að leita sér vinnu annars
staðar. Hann var fyrst á gamla Laxfossi og einnig á ýmsum skipum Eim-
skipafélagsins í flutningum og jafnframt á fiskiskipum og togurum. Karl Jó-
hann var í lok þessa tímabils á Akraborginni, sem kom ný til landsins 1956.
Hann vann fyrst við rafvirkjun í Borgarnesi en eftir árið 1956 í Reykjavík,
m.a. hjá Bræðrunum Ormsson hf. á Vesturgötu 3. Hann varð síðan raftækja-
vörður á Borgarspítalanum árið 1965 og starfaði þar þangað til hann fór á
eftirlaun.
Karl Jóhann var áhugasamur um félagsmál starfsmanna Borgarspítalans
og einnig virkur í safnaðarstarfi Bústaðakirkju. Hann ritaði fjölda greina í
Morgunblaðið bæði um stjórnmál og önnur áhugamál sín, s.s. umhverfis-
vernd og dýravernd. Karl Jóhann hefur ætíð verið mikill fuglavinur og mjög
áhugasamur um verndun þeirra og viðgang. Karl Jóhann dvelur nú á Hrafn-
istu í Laugarási og hefur gert síðan 2015.
FJÖLSKYLDA Karl Jóhann kvæntist 2. júlí 1955 Ástu Björgu Ólafsdóttur
leikskólastjóra, f. 21.1. 1936, d. 9.10. 2018. Börn þeirra eru Sigrún lyfjafræð-
ingur, f. 1955, Eyþór Ólafur, augnlæknir, f. 1960, og Ormur, skrifstofumaður,
f. 1975. Barnabörnin eru sex og langafabörnin eru einnig orðin sex.
Karl Jóhann Ormsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ekki afskrifa neina hugmynd
nema þú sért fullviss um tilgangsleysi
hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt
að gera svo öllum líki.
20. apríl - 20. maí +
Naut Dagurinn er kjörinn til að bregða á
leik. Fólk er mjög móttækilegt fyrir því að
styðja við bakið á þér.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Prófaðu langa göngutúra í
fersku lofti til að losa um streituna sem
hrjáir þig núna. Ef þú fæst ekki við það
sem þú hefur áhuga á getur lífið orðið
leiðinlegt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú þarft á mikilli tilbreytingu og
örvun að halda. Þér finnst aðrir hafa það
betra en þú en þú veist ekki alla söguna á
bak við líf annarra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ekki fara yfir strikið í dag, dóm-
greind þín er ekki upp á sitt besta. Horfðu
fyrst og fremst fram á veginn, fortíðin er
grafin og gleymd.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Rómantíkin ræður ríkjum þessa
dagana og þú ert í sjöunda himni því allt
virðist ætla að ganga upp hjá þér. Jafn-
vægi er lykillinn að því að komast áleiðis.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Yfirleitt er fólk að deila einhverju
með þér þegar það talar en stundum er
það hreinlega að halda þér í gíslingu með
orðagjálfrinu. Gættu að ungviðinu, haltu
aganum hvað sem það kostar.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert sérstaklega sannfær-
andi í dag og færð alla á þitt band. Góður
fundur með vini verður seinnipart dags.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ert hæfileikarík/ur og fólk
dáist að hugmyndum þínum. Leyndarmál
verður afhjúpað og þú munt verða hissa á
viðbrögðum annarra.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Nýtt samband virðist byggt á
vináttu en ýmislegt bendir til að ástríðan
kraumi undir niðri. Gefðu þér tíma til að
rækta sjálfa/n þig.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú veltir peningamálunum
mikið fyrir þér. Þú ert í betri málum en þú
þorðir að vona. Ekki svíkja loforð.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú átt í innri baráttu og veist varla
í hvorn fótinn þú átt að stíga. Njóttu þess
að hitta vini þína í kvöld.
S
turla Þorsteinsson fæddist
15. maí 1951 í Reykjavík.
Hann ólst upp í Smá-
íbúðahverfinu, nánar til-
tekið á Sogavegi, fyrst nr.
154 og síðar nr. 160. Hann gekk í
Breiðagerðisskóla og Réttarholts-
skóla áður en leið hans lá í Kenn-
araskólann. „Við höldum enn þá hóp-
inn vinirnir úr Sogamýrinni og
reynum að hittast mánaðarlega í
morgunkaffi.“
Sturla útskrifaðist með kennara-
próf árið 1972 og stúdentspróf árið
1973. Hann hóf störf sem kennari við
Réttarholtsskólann árið 1972 og
kenndi þar þangað til 1987 þegar
hann hóf störf í Garðaskóla í Garða-
bæ. Sturla hefur frá árinu 2012 starf-
að sem kennari í Barnaskóla Hjalla-
stefnunnar í Garðabæ.
„Ég kenndi börnum á unglingastigi
frá 1972 til 2012 en rúmlega sextugur
ákvað ég að venda kvæði mínu í kross
og byrjaði að kenna börnum í yngri
bekkjum grunnskóla. Ég er því núna
farinn að geta sagt við nemendur
mína að ég hafi kennt öfum þeirra og
ömmum. Þá er gaman að segja frá því
að allt frá því að ég hóf að kenna þá
hef ég haldið til haga úrklippum úr
dagblöðum og tímaritum af því sem
nemendur mínir hafa verið að fást
við. Það er ótrúlega gaman að fletta í
gegnum úrklippurnar í dag sem eru
nokkur hundruð talsins og fylla
nokkrar möppur. Starfið hefur veitt
mér mikla ánægju og ég ætla að
halda áfram að vinna meðan ég fæ og
get.“
Sturla var stjórnarmaður, varafor-
maður og formaður í Kennarafélagi
Reykjaness á árunum 1997-2009.
Hann var varaformaður knatt-
spyrnudeildar Stjörnunnar 2008-
2014. Hann hefur setið í sóknarnefnd
Garðasóknar frá árinu 2008. Sturla
var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í Garðabæ frá 2010 til 2018.
Þar sinnti hann m.a. formennsku í
fjölskylduráði bæjarins og sat í stjórn
Tónlistarskóla Garðabæjar. Þá sat
hann jafnframt sem fulltrúi bæjarins
í stjórn Strætó bs. og Sorpu. Sturla á
í dag sæti í skólanefnd Garðabæjar.
Sturla sat sem varaþingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn haustið 1999. „Ég
hef alltaf haft mikinn áhuga á um-
hverfi mínu og alla tíð verið virkur í
hvers kyns félagsstörfum. Það er
bara mjög erfitt að hætta að sinna
þeim.“
Sturla hefur mikinn áhuga á íþrótt-
um og hreyfingu hvers konar. Hann
hefur stundað útihlaup síðastliðna
Sturla Þorsteinsson, kennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ – 70 ára
Á Tenerife Sturla, Ingibjörg, börn, tengdabörn og barnabörn í febrúar 2020.
„Vinn meðan ég fæ og get“
Við Veróna Sturla og Ingibjörg á ferðalagi um Ítalíu ásamt
Guðjóni æskufélaga Sturlu og eiginkonu hans, Sigríði.
Hjónin Sturla og Ingibjörg.
Við Hraunfossa Sturla ásamt nafna sínum, Sturlu
Hrafni, og föður hans, Skapta Erni.
Til hamingju með daginn