Morgunblaðið - 15.05.2021, Síða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Ég fékk tölvupóst á dögunum
frá fyrrverandi knattspyrnu-
manni sem á leiki að baki í
efstu deild. Sá ætlaði að bregða
sér á völlinn og sjá leik í Pepsí
Max-deild karla en þurfti frá að
hverfa.
Hafði hann mætt 35 mínútum
áður en leikurinn átti að hefjast
enda sagðist hann hafa verið
fullur tilhlökkunar að fagna
sumarkomunni og sjá leik í Ís-
landsmótinu. „Engin miðasala
var opin og gekk ég því að ung-
um drengjum, sem voru greini-
lega vakthafandi við inngang-
inn.“
Þegar hann spurðist fyrir um
hvernig hann greiddi aðgangs-
eyri fékk hann þau svör að það
væri einungis gert í gegnum
appið. Pennavinur minn sagðist
ekki kunna neitt á svoleiðis og
var ekki kunnugt um þetta.
Bauðst hann til að borga
starfsmönnum miðann. Þegar
því var hafnað bauðst hann til
að borga inn á reikning knatt-
spyrnudeildar félagsins. Var því
einnig hafnað á staðnum.
„Er að velta fyrir mér, í fram-
haldi af þessum samskiptum,
hvað íþróttafélögin ætla að
gera við eldri áhangendur sem
áhuga hafa á að fara á knatt-
spyrnuleiki og kunna ekkert
með „app“ að fara? Eftir þessi
samskipti skammaðist ég mín,
var bæði sár og reiður, vegna
m.a. kunnáttuleysis míns á
„appi“,“ skrifaði pennavinur
minn einnig.
Þótt glíman við veiruna sé
leiðinleg þá hafa félögin hags-
muni af því að stuðningsmenn
til áratuga geti borgað sig inn
þótt þeir hafi ekki gengið snjall-
símavæðingunni á hönd.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍBV ........... L13
HS Orkuvöllur: Keflavík – Þróttur R ... L14
Origo-völlur: Valur – Fylkir .................. L14
Kópavogsvöllur: Breiðablik – Þór/KA.. L16
Jáverkvöllur: Selfoss – Stjarnan........... L16
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Domusnovav.: Leiknir R. – Fylkir ... S19.15
Víkingsv.: Víkingur R. – Breiðablik . S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Vestri ..... L13
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hertz-höllin: Grótta – Þór ..................... L16
TM-höllin: Stjarnan – Valur .................. L18
Ásvellir: Haukar – FH ........................... L20
KA-heimilið: KA – ÍBV .......................... S14
Varmá: Afturelding – ÍR........................ S14
Hleðsluhöll: Selfoss – Fram................... S14
Úrslit kvenna, 1. umferð, annar leikur:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV (0:1) ...... S13.30
Ásvellir: Haukar – Valur (0:1)................ S18
Umspil kvenna, undanúrslit, annar leikur:
Dalhús: Fjölnir/Fylkir – HK (0:1)......... L15
Austurberg: ÍR – Grótta (0:1) ............... L18
KÖRFUKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, fyrsti leikur:
MG-höllin: Stjarnan – Grindavík ..... L18.15
Blue-höllin: Keflavík – Tindastóll .... L20.15
IG-höllin: Þór Þ. – Þór Ak ................. S19.15
Origo-höllin: Valur – KR ................... S20.15
Umspil kvenna, 8-liða úrslit, annar leikur:
Ísafjörður: Vestri – Njarðvík (0:1) ........ S15
Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR (0:1)...... S16
Hverag.: Hamar/Þór – Ármann (0:1) .... S16
MG-höllin: Stjarnan – Grindavík (0:1) .. S19
BLAK
Fyrsti úrslitaleikur kvenna:
Fagrilundur: HK – Afturelding ............ L14
Undanúrslit karla, fyrsti leikur:
Ísafjörður: Vestri – Hamar.................... S18
KA-heimilið: KA – HK ........................... S19
JÚDÓ
Íslandsmótið fer fram í Digranesi í Kópa-
vogi á morgun, sunnudag, frá kl. 10. Keppt
er til úrslita kl. 13 til 16.
UM HELGINA!
Skagamenn urðu fyrir tvöföldu
áfalli í fyrrakvöld þegar þeir töp-
uðu fyrir FH í Pepsi Max-deild
karla í fótbolta. Árni Snær Ólafsson
markvörður og fyrirliði sleit hásin í
fæti seint í leiknum og ljóst er að
hann spilar ekki meira á þessu
tímabili. Sindri Snær Magnússon er
rifbeinsbrotinn og verður frá
keppni næstu vikurnar. Það verður
því væntanlega Króatinn Dino Hod-
zic sem ver mark ÍA á næstunni en
hann er varamarkvörður liðsins.
Hodzic lék með Skagaliðinu Kára í
2. deildinni á síðasta tímabili.
Árni Snær ekki
meira með ÍA
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Slasaðist Árni Snær Ólafsson er
með slitna hásin í fæti.
Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson
setti enn einu sinni Íslandsmet í
fyrradag þegar hann keppti í 3.000
metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlyn-
ur bætti eigið met þegar hann kom í
mark á 8:01,37 mínútum en fyrra
metið frá því í ágúst á síðasta ári var
8:02,60. Hlynur á sex gildandi Ís-
landsmet í langhlaupum en hinar
greinarnar eru 10 km hlaup, 10 km
götuhlaup, hálft maraþon, maraþon
og 3.000 metra hindrunarhlaup.
Baldvin Þór Magnússon hefur tekið
tvö met af honum á þessu ári, í 1.500
og 5.000 m hlaupum.
Bætti eigið
Íslandsmet
Ljósmynd/Bjorn Parée
Methafi Hlynur Andrésson hefur
slegið hvert metið á fætur öðru.
TÓKÝÓ 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ólympíuleikarnir eiga að hefjast í
Tókýó í Japan hinn 23. júlí og standa
til 8. ágúst. Sextán dögum eftir að
þeim lýkur hefjast Paralympics.
Áfram eru leikarnir kallaðir 2020 því
þeir áttu að fara fram í fyrra en var
frestað vegna heimsfaraldursins.
Stjórnvöld í Japan tilkynntu í gær
hertar takmarkanir á samkomum í
landinu, þegar aðeins tíu vikur eru í
að Ólympíuleikarnir hefjist. Um
350.000 undirskriftir hafa safnast
þar sem þess er krafist að hætt verði
við leikana.
Höfuðborgin Tókýó og önnur
svæði voru fyrir á sérstöku neyð-
arstigi út maí, en þremur héruðum
til viðbótar hefur nú verið bætt á
slíkan lista, þar á meðal Hokkaido
þar sem maraþonhlaup Ólympíu-
leikanna á að fara fram.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Andra Stefánsson, sviðs-
stjóra afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ,
og Jón Björn Ólafsson, íþróttafull-
trúa ÍF. Hvernig meta þeir stöðuna
á þessum tímapunkti? Verður hægt
að halda leikana?
Allt gert til að klára dæmið
„Ég held að það verði allt gert til
að láta dæmið ganga upp og leik-
arnir fari fram. Miðað við það sem
við heyrum frá alþjóðaólympíu-
nefndinni þá er verið að reyna að út-
vega bóluefni fyrir þátttakendur og
reyna að finna lausnir til að draga úr
áhættu. Þetta er það sem við heyr-
um að utan en auðvitað hefur maður
áhyggjur miðað við hvernig staðan
er í Tókýó,“ sagði Andri sem hefur
umfangsmikla reynslu af Ólympíu-
leikum og verið fararstjóri íslenska
hópsins á slíkum mótum.
„Það er aldrei að vita. Stjórnmála-
mennirnir taka ákvörðun að lokum.
Ef það verður enn meira neyðar-
ástand í Japan þegar nær líður leik-
unum þá veit maður aldrei. Okkar
undirbúningur miðast við að leik-
arnir fari fram. Íþróttafólk úti um
allan heim hefur stefnt að þessu í
langan tíma og allir vilja láta draum
sinn um að keppa verða að veruleika.
Við sjáum sem dæmi að Ásdís
Hjálmsdóttir hætti keppni í lok síð-
asta árs og verður því ekki með en
hefði væntanlega verið með ef þeir
hefðu farið fram samkvæmt upp-
haflegri áætlun sumarið 2020. Bara
við það að fresta leikunum um eitt ár
datt einn keppandi út hjá okkur sem
átti möguleika á að ná lágmarki.
Við viljum að íþróttafólkið fái
tækifæri til að keppa, og okkar hlut-
verk er að gera allt sem við getum til
að hjálpa þeim, en á móti kemur að
undirbúningur er erfiður út af allri
þessari óvissu sem verið hefur. Við
vonum það besta en getum alltaf átt
von á að það verði einhverjar breyt-
ingar,“ sagði Andri.
Hefur trú á íþróttafólkinu
Andri hefur trú á að íslensku
íþróttafólki takist að ná lágmörkum
fyrir leikana. Eins og sakir standa er
sundmaðurinn Anton Sveinn McKee
eini Íslendingurinn sem náð hefur
lágmarki. Með því tryggir hann ís-
lenskri konu einnig keppnisrétt í
sundi á leikunum. Fleira íþróttafólk
hefur burði til að ná lágmarki eða
vera nógu ofarlega á heimslista í
sinni grein til að komast á leikana.
Heimsfaraldurinn hefur gert það að
verkum að fólk hefur ekki tök á að
keppa á alþjóðlegum mótum. Hvað
sér Andri fyrir sér að margir Íslend-
ingar muni keppa á Ólympíu-
leikunum í Tókýó?
„Við vorum með átta keppendur í
Ríó [árið 2016] og ég hafði vonast
eftir að við myndum ná því. Mín von
er að við náum alla vega sex kepp-
endum úr því sem komið er. Eins og
staðan er þá eru þrjú sæti örugg; tvö
í sundi og eitt í frjálsum. Ef einhver
nær lágmarki í frjálsum þá bætist
annar við. Auk þess er ég vongóður
um að frjálsíþróttatímabilið byrji vel
og við náum fleiri keppendum inn
þar. Einnig eru fleiri möguleikar í
stöðunni, til dæmis í þríþrautinni,
þar sem Guðlaug Edda Hannes-
dóttir hefur staðið sig vel, og mögu-
lega fleiri greinum,“ sagði Andri
Stefánsson.
EM fram undan hjá ÍF
Jón Björn hjá Íþróttasambandi
fatlaðra tekur í svipaðan streng og
segir undirbúning á fullu þar til ann-
að kemur í ljós.
„Við höfum svo sem ekkert í hönd-
unum annað en að leikarnir fari
fram. Hér er verið undirbúa þátt-
töku Íslands á leikunum. Sú lína er
lögð af alþjóðahreyfingunni og
tengilið okkar í undirbúningsnefnd
leikanna. Allir eru að undirbúa sína
framkvæmd og okkur hefur ekki
verið uppálagt annað, en maður ger-
ir sér fyllilega grein fyrir að svo gæti
farið að ekki yrði af leikunum. Sá
möguleiki er alla vega fyrir hendi,“
sagði Jón og benti á að fram undan
væru EM bæði í sundi og frjálsum.
„Í þessu umhverfi er ekki annað
hægt en halda undirbúningi áfram á
meðan stefnt er að því að halda leik-
ana. Við erum til dæmis með tvo öfl-
uga keppendur á EM í sundi og ann-
ar hópur á leið á EM í frjálsum. Það
er því allt í gangi samkvæmt áætlun.
Vonandi verður hægt að halda þessa
leika þótt það verði kannski með
öðru sniði en maður á að venjast.
Ein hættan fyrir Paralympics væri
sú að það tækist að setja Ólympíu-
leikana í gang og þar myndi eitthvað
gerast sem yrði þess valdandi að
ekki væri hægt að halda Paralymp-
ics. Við höfum reynt að undirbúa
okkur fyrir sem flestar sviðsmyndir
þótt sumar þeirra vilji maður ekki
horfa of mikið í. En maður þarf víst
samt að gera það.“
Alla vega fjórir keppendur
Hjá ÍF er alla vega hægt að gera
ráð fyrir fjórum íslenskum kepp-
endum núna og þeir gætu hæglega
orðið fleiri.
„Nokkuð er síðan Ísland fékk
keppnisrétt fyrir karl og konu í
sundi á Paralympics. Íþróttafólkið
býr til kvóta fyrir þjóðlöndin en svo
keppir íþróttafólkið um þessi sæti.
Við erum einnig með sæti fyrir karl
og konu í frjálsum á leikunum. Einn-
ig er sérstakt umsóknarferli þar sem
við sækjum um fleiri sæti. Í sundinu
eru til dæmis tveir öflugir karlar að
bítast um eitt sæti eins og staðan er
núna: Már Gunnarsson og Róbert
Ísak Jónsson. Við leggjum því inn
beiðni um annað sæti fyrir karl í
sundinu vegna þess að báðir þessir
íþróttamenn eiga tíma í sínum grein-
um sem myndu skila þeim inn í úrslit
á stórmótum.
Ísland mun eiga fjóra keppendur
og vonandi fleiri. Þorsteinn Hall-
dórsson á til dæmis eftir að keppa í
síðasta mótinu í bogfimi og við vitum
því ekki fyrr en mánuði fyrir brott-
för hvort hann skýtur sig inn eða
ekki. Dæmi eru um að Þorsteinn
skjóti sig inn á stórmót á síðustu ör,“
sagði Jón Björn Ólafsson.
Fólk heldur sínu striki
í Laugardalnum
- Óvissa enn fyrir hendi varðandi leikana í Tókýó en undirbúningsvinna á fullu
AFP
Tókýó Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í sumar, þrátt fyrir mörg smit kórónuveirunnar í Japan.