Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 1

Morgunblaðið - 27.05.2021, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 7. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 123. tölublað . 109. árgangur . ÞRÍR ÞJÁLFARAR MÓTUÐU NÚ- TÍMAFÓTBOLTA MIKILL ER MÁTTUR MÚSÍKTILRAUNA STENDUR VAKTINA Á GOS- STÖÐVUNUM FJÖGUR KVÖLD 68 ÁSTA LANDVÖRÐUR 14PHILIPP LAHM 66 NÁÐU Í APPIÐ OG BYRJAÐU AÐ SPARA GILDIR YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT Í MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ! Erlendir ferðamenn eru farnir að sjást á ný á helstu ferða- mannastöðum landsins, þar á meðal á Geysissvæðinu þar sem Strokkur gaus að vanda í gær með reglubundnum hætti. Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja segjast vera bjartsýnir á sumarið og fjármálaráðuneytið sagði í gær, að flugferðum til og frá landinu og ferðamönnum sem hingað koma hafi fjölgað hratt í maímánuði og líkur séu á að fjölgunin verði áfram mik- il á næstu vikum sé tekið mið af flugframboði og áætlunum um nýtingu hótela. Þá séu vísbendingar um að erlendir ferða- menn á Íslandi verji nú talsvert meira fé en var fyrir heims- faraldur kórónuveiru og erlend kortavelta hafi aukist hraðar en fjöldi ferðamanna. »6 Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn í gufumekki frá Strokki Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti við fimm ára fjár- málaáætlun að aðkallandi sé að taka á vanda hjúkrunarheimilanna og þurfi að taka markviss skref í þá átt við næstu fjárlagagerð. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjárveitingum vegna vandans í fjármálaáætluninni. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í velferðarþjónustu (SFV) gagnrýnir það harðlega. Flest hjúkrunarheimili landsins eru rekin með miklum halla, eins og staðfest var í greiningu verkefna- hóps heilbrigðisráðherra. Skýrslan var birt 23. apríl en hafði þá legið tilbúin í ráðuneytinu um hríð. Stjórnvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða til að rétta hlut heimilanna. Heimilin stefni í þrot „Það veldur okkur gríðarlegum vonbrigðum ef þetta eru viðbrögð- in,“ segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV, um tillögur meirihluta fjárlaganefndar og bend- ir á að beðið hafi verið í heilt ár eftir skýrslunni. Staðan sé mjög þröng og hjúkrunarheimilin stefni í þrot. Meirihluti fjárlaganefndar telur að skýrsla verkefnahópsins svari ekki öllum spurningum um vandann og heppilegar lausnir. Willum Þór Þórsson, formaður nefndarinnar, segir ekki undan því vikist að ná utan um fjárhagsvanda hjúkrunarheimil- anna. Hann vísar til fjáraukalaga sem venjan er að leggja fram á haustin og fjárlaga fyrir næsta ár sem sömuleiðis á að leggja fram í haust. Eybjörg segir að grípa verði til aðgerða strax, ekki sé hægt að bíða haustsins. Aðkallandi að taka á vanda hjúkrunarheimila - Ekki króna á fjármálaáætlun vegna fjárhagsvanda þeirra MEkki tekið á vanda ... »38 _ Stefán Hjör- leifsson, lands- stjóri Storytel á Íslandi, segir að fyrirtækið ætli að gefa út bók á prenti hér á landi í ár. Mark- ar það tímamót enda hefur fyrir- tækið einblínt á rafræna streymis- og bókaútgáfu frá því það tók til starfa hér á landi í ársbyrjun 2018. Stefán segir að Storytel hafi nú þegar gert tilraunir með það er- lendis að gefa út bækur samtímis á rafrænu og prentformi og þar sé reynslan gjarnan sú að rafræna út- gáfan gangi betur. Hann segir einnig tækifæri í því að byrja á raf- rænni útgáfu og færa sig svo í prentið. »10 Storytel gefur út bók á prenti Stefán Hjörleifsson _ „Covid hefur líka minnt okkur rækilega á að við erum með litla áhættudreifingu í okkar atvinnu- málum og verðmætasköpun,“ segir Sveinn Sölvason, formaður al- þjóðaráðs Viðskiptaráðs Íslands. Í nýrri skýrslu Viðskiptaþings 2021, Hugsum stærra: Ísland í alþjóða- samkeppni, segir að mikið vanti upp á að vöxtur alþjóðageirans sé nægilega kröftugur til að bera uppi hagvöxt. Meðal tillagna í skýrslunni er að nýtt félagaform fyrir frum- kvöðla verði stofnað. »34 Morgunblaðið/Eggert Mannlíf Viðskiptaráð leggur til að nýtt fé- lagaform fyrir frumkvöðla verði stofnað. Vöxtur alþjóðageir- ans ekki nógu mikill

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.