Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is E ndurnýjuð grunnsýning Byggðasafnsins á Görðum á Akranesi var opnuð á dögunum. Á sýningunni er leiðarljósið að sýna í ljósi sögunnar mannlíf og atvinnuhætti á Skaganum og í Hvalfirði, en safnið er í eigu sveit- arfélaga þar. Efnistökum er skipt upp í einstök þemu sem eru: Lífið til sjós, lífið í landi, ferðalangar, lífið í vinnu og lífið í leik. Sýningin er sett fram í nú- tímalegri, fjölbreyttri umgjörð. Ljós- myndir, kvikmyndir og hljóð og hljóð- leiðsögn eru í aðalhlutverkum auk safngripa. Hljóðleiðsögn og 43 frásagnir Hljóðleiðsögnin nær til 43 frá- sagna, sem eru á ensku og íslensku. Auk þess er víða í sýningunni fatnaður sem gestir mega handfjatla og máta, skúffur til að opna, snertiskjásýning og krakkabingó. Það var í tilefni 60 ára afmælis safnsins á Görðum, árið 2019, sem sem ákveðið var að endurnýja grunnsýn- ingu þess. Í safnahúsinu eru jafnframt kvik- mynda- og sérsýningarrými sem gefa kost á fjölbreytni í sýningarhaldi. Í dag eru tvær heimildarmyndir um Akranes í sýningu, önnur þeirra er frá árinu 1947 og hin frá 1974. Í sérsýn- ingarrýminu er sýning Kolbrúnar Kjarval leirlistakonu og bæjarlista- manns Akraness árið 2017, HVAÐ EF? Með nýrri sýningu og breytingu á sýningarhúsnæði er unnið að því að gera safnið að fróðlegum og áhuga- verðum stað að heimsækja. Vonir standa til þess að sýningin höfði til breiðs hóps íbúa og gesta þannig að þau verði tíðir gestir safnsins, segir í frétt frá Akranesbæ. Áður en hægt var að hefjast handa við uppsetningu nýrrar sýn- ingar þurfti að pakka þeirri eldri niður og breyta ýmsu innanhúss. Valgerður Guðrún Halldórsdóttir var ráðin sem verkefnastjóri sýningarinnar um mitt ár 2017 en við upphaf árs 2019 tók Ella María Gunnarsdóttir við því hlutverki. Söguhópur til ráðgjafar Sýningarstjórn og -hönnun var jafnframt í höndum Valgerðar Guð- rúnar framan af en Sara Hjördís Blön- dal tók síðar við keflinu. Jón All- ansson, Nanna Þóra Áskelsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, starfsmenn safnsins, komu að verkefninu með heimildaöflun, efnisöflun, vali ljós- mynda og fleiru. Ritstjórn textagerðar var skipuð Ellu Maríu Gunnarsdóttur, Jóni Allanssyni og Söru Hjördísi Blön- dal. Sigurbjörg Þrastardóttir rithöf- undur, sem er frá Akranesi, samdi lokaútgáfur á íslenskum sýningar- texta og hljóðleiðsögn. Svokallaður söguhópur var starf- andi á verkefnatímanum og var ráð- gefandi varðandi efnistök og þemu. Hópinn skipuðu Ingibjörg Pálmadótt- ir, Jón Gunnlaugsson, Petrína Ottesen og Heiðar Mar Björnsson. Öll grafík í sýningunni er unnin af Bjarna Helga- syni. Þulur í hljóðleiðsögn er Þorvald- ur Davíð Kristjánsson en aðrir sem koma fram í stökum frásögnum eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þórey Sigþórsdóttir, Baldur Einarsson, Arnaldur Hall- dórsson og Ylfa Blöndal Egilsdóttir. Líf á Görðum Endurnýjuð sýning á Akranesi. Líf í ljósi sögunnar. Byggðasafn í nýjan búning. Myndir og hljóðleiðsögn. Opnun Frá vinstri: Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Ólafur Páll Gunnarsson formaður menningar- og safnanefndar Akraness klipptu á borðann. Myndir Ferðalangar heitir þessi hluti þessarar nýju sýningar á Görðum. Krambúð Verslun í sögulegu ljósi. Árni Bragason landgræðslustjóri af- henti nýlega Landgræðsluverðlaunin 2021. Þau fara til fólks, félagasamtaka og sveitarfélaga sem hafa þótt sýna góðan árangur við uppgræðslu og landbætur víða um land. Verðlaunin, sem hafa verið við lýði frá 1990, fóru að þessu sinni til Skútustaðahreppps, Bláskógaskóla og Menntaskólans að Laugarvatni og bænda á Stóru-Mörk III undir Vestur-Eyjafjöllum. Tenging við loftslagsmál Um verðlaunin til Skútustaða- hrepps, það er Mývatnssveitar, segir að náttúrufar þar sé einstakt og íbúar áhugasamir um landvernd. Fram- sæknar sveitarstjórnir hafi beitt sér í umhverfismálum og þar megi nefna stjórn sauðfjárbeitar, uppgræðslu og fleira. Í tengslum við sameining- arviðræður Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafi verið þung áhersla á umhverfismál og tengingu þeirra við loftslagsmál. Verðlaun til Bláskógaskóla og Menntaskólans að Laugarvatni eru fyr- ir uppgræðslu á Langamel á Lyngdals- heiði, sem staðið hefur yfir frá 2019. Verulegur uppblástur var á svæðinu og því var hafist handa um landbætur. Styrkur fékkst frá Bláskógabyggð til að hefjast handa. Svæðinu var skipt upp í reiti og í maí 2019 var sett niður birki á fyrsta hlutanum ásamt því að sá grasfræi og hvítsmára og gefa áburð. Verkefnið fékk styrk frá Lands- bankanum til áframhaldandi aðgerða 2020 og 2021. Hingað til hafa nem- endur plantað 1.420 birkitrjám, gefið 425 kg af áburði, sáð 50 kg af gras- og smárafræjum og sett hey í rofabörð. Í framvarðasveit Loks skulu nefnd verðlaun til bænda í Stóru-Mörk III undir Vestur- Eyjafjöllum, sem lengi hafa verið at- kvæðamiklir í öllu landgræðslustarfi. Nefna má að Merkurbændur hafa grætt upp rofabörð í samstarfi við Landgræðsluna. Sett upp varnargarða við Markarfljót en elfurin hafði lengi brotið land jarðarinnar. Bændurnir voru einnig í framvarðasveit sem í kjöl- far öskufalls úr Eyjafjallajökli árið 2010 fór í uppgræðslustarf í samvinnu við við Landgræðsluna á jökuláraurum í Merkurnesi og allt inn að Gígjökli. Uppgræðslan batt gjóskuna og kom þar með í veg fyrir landspjöll og skaða. Landgræðsluverðlaunin 2021 afhent Góður árangur við uppgræðslu og landbætur víða um landið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mývatnssveit Einstök náttúra og sterk umhverfisvitund íbúa. Eyjafjöll Bændur í Stóru-Mörk III taka við verðlaunagripnum. F.v. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Eyvindur Ágústsson, Ragnheiður Elín Eyvindsdóttir, Ásgeir Árna- son og Árni Bragason landgræðslustjóri. Fjallið Stóri-Dímon í bakgrunni. ÁYSTUNÖF Málþing um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila Fjármagn ríkisvaldsins til reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða hefur um margra ára skeið verið skorið við nögl. Taprekstur flestra þeirra hefur verið við- varandi og langt er í frá að unnt sé að mæta markmiðum stjórnvalda um þjónustustig og mönnun. Nýlegar launahækkanir og stytting vinnuvikunnar hefur endanlega sett reksturinn þannig úr skorðum að engin leið er til þess að halda honum áfram að óbreyttu. Hann er kominn á ystu nöf og verður ekki hrakinn lengra án þess að tjón hljótist af. Heilbrigðisráðuneytið fól á síðasta ári sérstakri verk- efnisstjórn undir forystu Gylfa Magnússonar að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Niðurstöðurnar hafa nú verið gerðar opinberar og hafa vakið mikla athygli — enda nöturlegar. Til þess að ræða efni skýrslu verkefnastjórnarinnar efna Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu til málþings í Laugarásbíói fimmtudaginn 27. maí næstkomandi kl. 13:30-15:30. Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu: Setning málþingsins Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra: Ávarp Gylfi Magnússon formaður verkefnisstjórnar og prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: Rekstrarkostnaður og afkoma hjúkrunarheimila Ingibjörg Hjaltadóttir prófessor við hjúkrunarfræði- deild Háskóla Íslands og sér- fræðingur í öldrunarhjúkrun: Þróun heilsufars og færni þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum Helga Vala Helgadóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar: Fjölbreytt líf eldra fólks Haraldur Benediktsson þingmaður og varaformaður fjárlaganefndar: Vinna við stefnumótun í ríkisfjármálum og fjárlagagerð Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: Frá sjónarhóli sveitarfélaganna Að erindum loknum sitja framsögumenn í pallborði hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni sjónvarpsstjóra og rithöfundi sem stýrir málþinginu. Málþingið er öllum opið án endurgjalds á meðan húsrúm og sóttvarnarreglur leyfa. Af sóttvarnarástæðum eru gestir beðnir um að skrá sig til fundarins á netfanginu samtok@samtok.is. Þinginu verður einnig streymt á: http://www. samtok.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.