Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 14

Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Logi Sigurðarson logis@mbl.is Á sta Davíðsdóttir er landvörður við eld- gosið í Geldingadölum. Hún er eini landvörð- urinn sem starfar allt árið á Suðvesturlandi og sér um eftirlit á um 40 friðsvæðum og náttúruminjasvæðum. Hún segir ráðningu átta nýrra landvarða í sumar á gossvæðinu jákvæða þró- un og segir stöðurnar þá vera vel mannaðar á svæðinu. „Það er yfirleitt frábært í vinnunni. Flest fólk sem ég hitti er alveg frábært en svo er alltaf ein- hver prósenta sem er erfið og skemmir fyrir okkur hinum, eins og þegar fólk stundar utanveg- arakstur,“ segir Ásta og bætir við að áhugavert sé að fylgjst með framvindu gossins. „Stundum eru verkefnin mik- ilvæg en stundum þarf bara að halda svæðinu hreinu og gera svæðið aðgengilegra svo fólk fylgi göngustígum og sé ekki úti um allt að eyðileggja gróður,“ segir Ásta. Vinnuna segir Ásta snúast fyrst og fremst um fræðslu og við- hald á svæðinu og segir nokkuð öðruvísi að vinna á eldgosasvæðinu en öðrum svæðum. Áhætta fylgir eldgosi „Það er fyrst og fremst þessi áhættuþáttur sem fylgir því að vera á eldgosasvæði sem allir vita um,“ segir Ásta og á til að mynda við hættu af eiturgufum, en nokkr- ir björgunarsveitamenn hafa orðið fyrir áhrifum gassins. Ásta fær margar spurningar á dag um gossvæðið og þarf því að fylgjast grannt með breytingum á svæðinu. Hún segist reyna að fræða gestina áður en þeir koma inn á gossvæðið svo fólk fái allar þær upplýsingar sem það þarf áður en það heldur inn á gossvæðið. „Mikið getur breyst milli daga; stundum er of hvasst á svæðinu og mikilvægt er að láta vita hvar gas- mengunin sé og hvert hún stefnir sem er auðvitað breytilegt,“ segir Ásta og bætir við að stundum geri fólk sér ekki grein fyrir hættunni af gasmengun. Fylgist með gasmengun Nokkur þúsund manns fara að gosstöðvunum á hverjum degi og býst Ásta við mikilli aukningu í sumar þegar ferðamönnum fer að fjölga. Þegar hún var spurð um hvort hún fyndi fyrir miklum áhrif- um frá gasmenguninni sem er á svæðinu segir hún að hún fylgist grannt með gasmælinum sínum sem lætur hana vita ef mengunin fer yfir ákveðin hættumörk. Hún segist stundum finna fyrir brenni- steinsmenguninni þegar hún fær óbragð í munninn. „Ég fylgist mikið með veð- urspá og gasmengurnarspá og ég reyni að passa mig að vera ekki lengi í þessum lægðum, sérstaklega þar sem súrefnisskortur getur myndast. Við vöktum ákveðna stíga og látum fólk vita af hættunni ef gaslægð hefur myndast yfir stíga að eldgosinu.“ Landslagið breyst mikið Ásta segir það gríðarlega merkilegt að fá gos svona djúpt inn- an úr möttlinum. „Þetta er nokkuð sem enginn hefur upplifað áður. Það sem er líka skemmtilegt er að fræðimennirnir okkar eru duglegir að láta okkur vita hvað er að gerast svo við getum líka skoðað þetta frá fræðilegum hliðum sem er frábært,“ segir Ásta og bætir við að síðan eldgosið hófst hafi landslagið og gróðurinn breyst mikið en fólk hafi við upphaf goss- ins mikið verið að ganga utanvegar sem hafi haft mikil áhrif á gróð- urinn í kring. Suðvesturland er gríðarlega stórt svæði fyrir einn landvörð að sögn Ástu sem vonar að fleiri land- verðir muni bætast í hópinn seinna meir og telur hún að þar ættu fjórir landverðir að starfa. Aukið álag vegna Covid Kórónuveirufaraldurinn hafði þau áhrif að fólk hafi í auknum mæli byrjað að hreyfa sig utandyra og það hafi haft tilheyrandi áhrif á friðland í umsjón Ástu. „Þegar allt var lokað fór fólk út að hreyfa sig og uppgötvaði fullt að fallegum stöðum sem er auðvitað frábært. Ég held að þessi þróun muni ekki ganga til baka, en auðvit- að myndaðist mikið álag á svæðinu, sérstaklega þegar fjarlægðatak- markanir giltu og fólk vildi ekki vera nálægt hvert öðru,“ segir Ásta sem hefur unnið lengi sem land- vörður og starfað víða um land. „Ég hef verið ansi víða; ég hef komið við á Norðausturlandi og síð- an hef ég verið alveg úti í Lóns- öræfum og svo uppi í Borgarbyggð og við Snæfellsjökul,“ segir Ásta sem er greinilega ansi sjóaður land- vörður. Landvörður á eldgosavaktinni Glóandi! Brátt verða átta land- verðir við gossvæðið en Ásta Davíðsdóttir hefur staðið þar ein vaktina. Hún hefur mikla reynslu af landvarðarstarfinu og hefur sinnt því víða um land. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landvörður Ásta á að baki langan feril sem landvörður. Hún er nú eini landvörðurinn sem sér um gossvæðið en brátt mun þeim fjölga. Morgunblaðið/Ásdís Ferðamannagos Fjöldi manns hefur lagt leið sína að gosinu. Efnt verður til athafnar í Salnum í Kópavogi í dag, fimmtudag, í tilefni af því að Kópavogsbær hefur innleitt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Birna Þórðardóttir, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veita viður- kenninguna sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tekur við. Unnið hefur verið að innleiðingu í Kópavogi frá 2018. Í kjölfar greiningar var ákveðið hvar ráðast þyrfti í úrbæt- ur með tilliti til réttinda barna, þátt- töku þeirra, öryggis og verndar og möguleika til að vaxa og þroskast. Meðal verkefna sem innleiðing barnasáttmálans felur í sér er árlegt þing meðal allra grunnskólanna í Kópavogi þar sem börnin geta ályktað og komið með tillögur til bæjar- stjórnar. Þá fundar ungmennaráð reglulega með bæjarstjórn og hefur þannig tækifæri til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri. Sett verður upp ábendingaapp, m.a. í spjaldtölv- um barna í 5. til 9. bekk, sem auðveld- ar þeim að koma hugmyndum sínum áfram til bæjaryfirvalda. Þá hefur verið þróað mælaborð barna sem gefur yfirlit yfir um 86 mælingar er varða heilsu og líðan barna. Mælaborðið verður stjórntæki sem hefur áhrif á verkefni á vegum bæjarins. Til að koma til móts við þarfir ungmenna á andlegri uppbygg- ingu hefur Kópavogsbær svo sett á laggir geðræktarhús en stefnt er að því að ýmis námskeið verði haldin þar. Kópavogur innleiðir barnasáttmála SÞ Möguleikar til vaxtar og þroska Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogur Vatnsendahverfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.