Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 22

Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 22
LIPRIR SUMARSKÓR MEÐ INNLEGGJUM SEM GLEYMA ÞÉR ALDREI! Go Walk Verð: 13.995.- Stærðir: 41 - 47/ 3 litir Crowder Light Verð: 14.995.- Stærðir: 41 - 47/ 2 litir Delson Verð: 14.995.- Stærðir: 41 - 47,5/ 2 litir Delson Verð: 14.995.- Stærðir: 41 - 47/ 2 litir SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS SKECHERS withArchFit withMemory FoamwithMemory Foam withMemory Foam 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mynd af kríu á svalavegg húss Ósk- ars Hennings Áldals Valgarðssonar og Kolbrúnar Karlsdóttur er áber- andi, þegar komið er að heimili þeirra í Breiðholtinu. „Ég hef lengi verið að eltast við kríurnar og því fannst Fanneyju, systur minni, við hæfi að mála þessa stóru kríu á vegginn, sem og hún gerði,“ segir Óskar, sem hefur búið til fleiri kríur en hann hefur tölu á og smíðað ótrú- legustu hluti í frístundum und- anfarna áratugi. Jón Björnsson, móðurbróðir Ósk- ars, var mikill hugvitsmaður, þús- undþjalasmiður sem vann einkum við húsa- og húsgagnasmíði, en nán- ast allt, sérstaklega kopar, silfur og annar efnisviður, varð að listaverki í höndum hans. „Sköpunarþörfin virð- ist hafa verið í ættinni og þessi frægi maður á Dalvík smíðaði allan skratt- ann; meðal annars veiðihjól, stangir, koparrokka, laufabrauðsjárn og byssur,“ segir Óskar og tekur fram forláta riffil. „Ég hef aldrei skotið af byssu, en Jón smíðaði margar „dríf- ur“, eins og hann kallaði þær, og þetta er ein þeirra. Asskoti stór drífa, þetta.“ Hann horfir á hana um stund áður en hann lítur upp. „Það er með ólíkindum að ómenntaður maðurinn hafi gert allt sem hann gerði. Hann var snillingur. Það er það sem hann var. Snillingur.“ Rauða torgið Óskar er ættaður úr Svarfaðardal en ólst upp á Bergstaðastræti í Reykjavík. „Faðir minn keypti húsið, þegar ég var smápolli, og þar var gott að vera,“ rifjar hann upp. Minnist sérstaklega á Bernhöftsbakarí í kjallaranum og bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni uppi á lofti. „Árni frá Múla leigði efstu hæðina og bræð- urnir Jónas og Jón Múli Árnasynir voru mjög góðir við okk- ur krakkana. Svo var gaman að eiga heima í húsinu þar sem fræg- asta bakarí landsins var.“ Valgarður Þorkelsson, faðir Óskars, var lengi skipstjóri á Kefl- víkingi GK og því kemur ekki á óvart að sjá líkan af skipinu innan um fuglana og önnur handgerð djásn á heimilinu, en Óskar virðist lesa hugsanir og kemur í veg fyrir misskilning. „Skipið er ekki eftir mig heldur Grím Karlsson, sem smíðaði mörg skipslíkön,“ leggur hann áherslu á. Segir þau Kolbrúnu hafa keypt það á sýningu í Keflavík fyrir nokkrum árum. „Pabbi var lengi skipstjóri á bátnum og var maðurinn sem fyrstur manna fann síldina á Rauða torginu svonefnda. Lét flot- ann vita af henni eftir að hafa fyllt þar Keflvíking þrisvar, var á heim- leið úr þriðja túrnum.“ Ekki sést í dekkið fyrir síld og þegar nánar er að gætt má sjá að torfan er sérstakt listaverk. „Fanney systir fyllti hann af síld, eins og sjá má, og bjó til þessa fígúru, glettilega líka eft- irmynd af pabba okkar þar sem hann spáir í spilin.“ Ungur og efnilegur Íslendingar hafa átt marga góða fimleikamenn og Óskar sá himininn í hillingum, þegar hann æfði íþróttina, fyrst í KR og síðan í Ármanni þar til hann var um þrítugt. Hann hlær dátt þegar hann er spurður hvað hafi leitt hann út í fimleika á fermingaraldri. „Ég get svarað þessu á þúsund vegu og grobbvegurinn er ekki vitlausari en hver annar. Ég var efnilegur lík- amlega, menn sáu það og leiðin lá fyrst til Benedikts Jakobssonar í KR. Síðan var ég aðallega hjá Vig- fúsi Guðbrandssyni í Ármanni, en hann hafði æft með finnsku heims- meisturunum. Ég var svo vitlaus, hélt að ég yrði bestur í heiminum, en það varð auðvitað ekki svo. Samt var ég asskoti góður, þó ég segi sjálfur frá, og við sýndum víða, meðal ann- ars í Danmörku og Noregi.“ Fuglar um allt Kríur úr þorskhausbeinum, ýmist einar og sér eða á fæti úr grjóti með traustum messing- eða álbotni, eru áberandi um allt hús hjónanna og víða má sjá hettumáva úr þunn- ildabeinum. „Eins og þú sérð eru þeir fljúgandi hér um allt og eru glettilega góðir, þó ég segi sjálfur frá.“ Svo eru þarna misjafnlega litlir messingrokkar, steðji og hamar, kertastjakar af ýmsum stærðum og gerðum, messingflaggstöng að ógleymdum stórum hægindastólum, sem minna á Sindrastóla í nokkurri yfirstærð. Eftirlíking af húsi hjónanna er líka á sínum stað auk ýmissa merkisgripa eftir aðra lista- menn. Stór, uppstoppaður fálki er ofan á glerskápi fullum af kríum, um Skemmtilega undarlegur - Óskar Valgarðsson sannkallaður þúsundþjalasmiður - Allt verður að djásni í höndum syngjandi fimleikamannsins - Heimili hjónanna eins og safn ólíkra listmuna þar sem kríur eru alltumlykjandi Við rennibekkinn Öllu er haganlega fyrir komið á vinnustofu Óskars. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Húsið í húsinu Óskar Valgarðsson smíðaði eftirmynd af húsi þeirra hjóna og Kolbrún Karlsdóttir, eiginkona hans, saumaði gardínurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.