Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRTækni
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2020
náðu að lækka flughæð sína um
80.000 fet á nokkrum sekúndum.
Þeir eltu eitt þeirra, en Alex Diet-
rich, annar flugmannanna og flug-
foringi í flotanum, sagði í viðtali við
60 Minutes-fréttaskýringaþáttinn,
sem birtist í síðustu viku, að hún
hefði aldrei séð nokkuð þvíumlíkt á
löngum ferli sínum.
Lýsti hún ásamt David Fravor,
vængmanni sínum, flugfarinu sem
þau sáu eins og risastórri hvítri Tic-
tac-myntu og sagði að það hefði get-
að ferðast á ófyrirsjáanlegan hátt.
Flugfarið sást á ratsjám flugmóð-
urskipsins USS Nimitz og þriðja
flugvélin náði ljósmynd af því.
Myndband af atvikinu frá 2004
var eitt af þremur myndböndum
sem varnarmálaráðuneytið sendi frá
sér í fyrra, en þau þóttu ekki óyggj-
andi sannanir á einn veg né annan
um það hvaða ástæður gætu legið að
baki hinum óþekktu loftförum, eða
hvort þau væru þessa heims eða
annars.
Vitnisburðir vekja athygli
Í fréttaskýringu breska blaðsins
Daily Telegraph um hina vænt-
anlegu skýrslu er m.a. rætt við Nick
Pope, sem rannsakaði FFH fyrir
breska varnarmálaráðuneytið undir
lok 20. aldarinnar. Pope segir að það
sem hafi ýtt undir hinn nýfengna
áhuga Bandaríkjamanna sé hinn
mikli fjöldi flugmanna á vegum
hersins sem hafi séð þessa hluti.
„Þegar „flugásar“, sem blekkjast
ekki auðveldlega, verða æstir yfir
fluggetu þessara hluta, hraða, hreyf-
anleika og ferðum í gegnum vatn og
loft, þá vekur það athygli mína,“
segir Pope. Ekki sé hægt að afskrifa
þá vitnisburði sem hugaróra eina.
Því til viðbótar sé vitað um mikið
af öðrum gögnum, úr ratsjám,
myndböndum, ljósmyndum og
fleira, sem mögulega verði kynnt op-
inberlega til sögunnar í skýrslunni í
fyrsta sinn í næsta mánuði.
Á dögum kalda stríðsins var hins
vegar óttast að lýsingar á fljúgandi
furðuhlutum gætu hleypt ótta í
bandarískan almenning og tók þá
CIA höndum saman við bandaríska
flugherinn um „Blábókina“, verkefni
þar sem slíkir vitnisburðir flug-
manna voru kannaðir, og reynt eftir
fremsta megni að afsanna þá.
Hlé í hálfa öld
Árið 1968 gáfu aðstandendur
verkefnisins út skýrslu þar sem lagt
var til að öllum slíkum rannsóknum
yrði hætt. Það var ekki fyrr en árið
2007 að Harry Reid, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, náði að
tryggja fjárveitingu til sérstaks
rannsóknarverkefnis, að aftur var
farið að kanna FFH á vegum herafla
Bandaríkjanna.
Eins og gefur að skilja var ákveð-
ið „tabú“ að skoða þessa hluti og
fékk verkefnið sérstakt nafn til að
fela hvað verið væri að kanna. Luis
Elizondo, yfirmaður verkefnisins,
sagði við Telegraph að hann hefði á
endanum sagt upp árið 2017, því
enginn vildi taka niðurstöður þess
alvarlega.
Elizondo taldi sig þó hafa greint
að líklegra væri að sjá slíka hluti á
vissum stöðum, oft við kjarnorkuver.
Þá bæri mörgum af flugmönnunum
saman um það hvernig hlutirnir
hefðu hreyft sig. „Ótrúlegur hreyf-
anleiki, flug yfir hljóðhraða án þess
að höggbylgja fylgdi, ferð á nærri
13.000 km/klst. Mikið af þessu var
stutt ratsjárgögnum, myndböndum
úr flugvélunum og vitnisburðum,“
sagði Elizondo, sem sagðist viss um
að slíkar vélar tilheyrðu engum jarð-
neskum mætti. „Ég tel það augljóst
að þetta erum ekki við. Þannig að þá
þarf að spyrja, hvaðan koma þeir?“
Hvort þeirri spurningu verði svar-
að í skýrslu varnarmálaráðuneyt-
isins á eftir að koma í ljós. Pope tel-
ur hins vegar líklegra að framþróun
í drónaflugi verði nefnd sem mögu-
legur sökudólgur þar. „Ef það er
eitthvað um [heimsóknir frá öðrum
hnöttum] þá verður það eflaust í við-
auka lokuðum almenningi,“ sagði
Pope.
Fæst skýring á fljúgandi furðuhlutum?
- Pentagon hyggst gefa út skýrslu í næsta mánuði um ókunn loftför sem bandarískir herflugmenn
hafa komist í kast við - FFH-fræði lengi litin hornauga - Skipt um skammstöfun vegna „óorðs“
AFP
Fljúgandi furðuhlutur? Þessi ljósmynd af loftfarinu sem Dietrich og Fravor eltu í nóvember 2004 er á meðal þeirra
gagna sem varnarmálaráðuneytið hefur gefið út um „óútskýrð loftför“, en von er á skýrslu í næsta mánuði um FFH.
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Áhugamenn um fljúgandi furðuhluti,
líf á öðrum hnöttum og önnur dul-
arfull leyndarmál alheimsins bíða nú
spenntir eftir því að skýrsla starfs-
hóps á vegum bandaríska varn-
armálaráðuneytisins, bandarísku al-
ríkislögreglunnar FBI og
leyniþjónustu flotans verði kynnt
Bandaríkjaþingi í næsta mánuði, en
skýrslan verður opin öllum almenn-
ingi.
Þar verður fjallað um öll þau gögn
sem til eru um fljúgandi furðuhluti,
en varnarmálaráðuneytið sagði síð-
asta sumar að tilgangur starfshóps-
ins væri að taka saman þau gögn
sem til væru um svonefnd „óþekkt
loftför“, skrásetja þau og greina
hvort í þeim felist ógn við þjóðarör-
yggi Bandaríkjanna.
Yfirlýsing ráðuneytisins í fyrra
þótti til marks um nokkra hug-
arfarsbreytingu þar á bæ, þar sem
áður fyrr þótti það mikið feimnismál
að nefna „fljúgandi furðuhluti“ eða
FFH (e. UFO) á nafn, og gat það
jafnvel varðað embættismissi.
Og eflaust er það enn þá litið ein-
hverju hornauga, því varn-
armálaráðuneytið ákvað á svipuðum
tíma að taka upp skammstöfunina
UAP (Unexplained Aerial Pheno-
mena) í stað UFO þegar fjallað væri
um þessi fyrirbæri, þar sem hin
þótti hafa of sterkar tengingar við
samsæriskenningasmiði með ál-
hatta.
Ferðuðust á óskiljanlegan hátt
Rætur þessarar hugarfarsbreyt-
ingar má rekja til þess að á síðustu
árum hafa flugmenn á vegum
Bandaríkjahers, flughers og flota, í
síauknum mæli komist í kast við
„óþekktu loftförin“ og hafa þau sýnt
af sér flughæfni og getu sem ekki
hefur verið hægt að útskýra með
rökréttum hætti.
Hinn 14. nóvember 2004 komust
flugmenn bandaríska flotans til
dæmis í kast við nokkur loftför, sem
Segja má að upphaf „FFH-fræða“ í
Bandaríkjunum megi rekja til árs-
ins 1947, en í júnímánuði þess árs sá
flugmaðurinn Kenneth Arnold níu
óútskýrð loftför nálægt Rainier-
fjalli í Washington-ríki. Frásögn
Arnolds náði athygli heimspress-
unnar en dagblöð þess tíma gripu
lýsingu hans á lofti um að loftförin
hefðu einna helst líkst „fljúgandi
diskum“.
Mánuði síðar fann bóndi einn
brak flugfars við býli sitt rétt hjá
bænum Roswell í Nýju-Mexíkó.
Bandaríkjaher sagði í fyrstu frétta-
tilkynningu sinni að svo virtist sem
að um „fljúgandi disk“ hefði verið
að ræða, en breytti svo sögu sinni,
þar sem í ljós hefði komið að um
veðurloftbelg væri að ræða.
Sú útskýring, hvort sem hún var
sönn eða ekki, kom hins vegar of
seint og síðan þá hefur Roswell og
„Svæði 51“, hin háleynilega bæki-
stöð bandaríska flughersins, verið
sveipuð ljóma samsæriskenninga.
Hefur því m.a. verið fleygt fram
að við Roswell hafi fundist lík geim-
vera og vakti athygli árið 1995 þeg-
ar út kom myndband, sem átti að
sýna krufningu þeirra. Aðstand-
endur þess játuðu raunar síðar að
hafa sviðsett krufninguna, en þeir
hefðu byggt sviðsetninguna á ekta
myndbandi sem þeir hefðu séð
nokkrum árum fyrr.
AFP
Geimverukaffi Nágrannar „Svæðis 51“ hafa nýtt sér geimverutenginguna
óspart til þess að laða til sín gesti, sem líklega eru flestir jarðneskir.
Fljúgandi diskar og
geimverukrufning