Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 30

Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vortónleikar Mótettukórsins BACH & SCHÜTZ LAUGARDAGINN 29. MAÍ 2021 KL. 17 • LANGHOLTSKIRKJU REYKJAVÍK Fluttar verða glæsilegar 5-8 radda mótettur og sálmavers eftir J.S. Bach og H. Schütz, útsetningar á Hallgrímssálmum eftir Jón Hlöðver Áskelsson og Smára Ólason og orgelverk eftir J.S. Bach. Mótettukórinn Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel Sigurður Halldórsson barokkselló Richard Korn violone TIX.IS 3.900 ISK FLYTJENDUR MIÐASALA MÓTETTUKÓRINN & LISTVINAFÉLAGIÐ 39. STARFSÁR STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON LISTVINAFELAG.IS • MOTETTUKOR.IS Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Tíu ár voru liðin frá stofnun Ís- lenska sjávarklasans á mánudag og hefur á undanförnum áratug fjöldi sprotafyrirtækja nýtt sér þau tæki- færi sem klasasamstrafið býður upp á. Um 60 fyrirtæki eru í samstarf- inu og í gegnum það öðlast fyrir- tæki vettvang til að að efna til sam- starfs við önnur fyrirtæki, efla tengsl við frumkvöðla og taka þátt í samstarfsverkefnum og nýjum fyr- irtækjum. ThorIce, sem sérhæfir sig í kæli- tækni, er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa notið góðs af klasasamstarfinu og var jafnframt eitt þeirra fyrstu til að vera með. Alls eru nú níu starfsmenn hjá fyrirtækinu og segir Þorsteinn Ingi Víglundsson, stofn- andi ThorIce, klasasamtarfið hafa skipt miklu máli. „Þessi samskipti við annað fólk sem er hér, tengsl- anet og skoðanaskipti hafa hjálpað okkur.“ Hann segir samstarf af þessum toga aldrei vera einhliða þar sem frumkvöðlar geta leitað hver til annars til að fá ráð og stuðning. „Þetta skapar ákveðna gerjun sem sprotafyrirtæki þurfa.“ Aukin skilvirkni Fyrirtækið hefur þróað einkaleyf- isvarða kælitækni fyrir fisk sem einnig leysir kælivandamál í kjúklingaframleiðslu. „Við notum ískrapa og stýrum honum og beit- um á annan hátt en aðrir gera. Við erum með einkaleyfi, sem við fengum í fyrra, á að þurrka hann og skjóta á matvöru, kjúkling, kjöt og fisk. Með þessu náum við að beina honum [ískrapanum] á þau svæði sem þurfa mestu kæl- inguna,“ útskýrir Þorsteinn Ingi. Aðferðin notar mun minna vatn og nær hraðari kælingu, að sögn hans. „Í dag eru 70% af vatninu í Evrópu notuð í matvælafram- leiðslu og 25% af kolefnissporinu í Evrópu eru vegna matvælafram- leiðslu. Þegar 30-50% af mat er hent er talað um að 20-30% af vatninu í Evrópu sé bara hent og 7-10% af kolefnissporinu.“ Þá sé hægt að minnka kolefnissporið og vatnsnotkun með því að auka skil- virkni kælingarinnar. „Með því að nota vatnskælingu sem er í Bandaríkjunum þarf fjóra lítra til að kæla einn fugl, en við þurfum fjóra desílítra. Við notum 10% af því vatni sem þarf til að kæla kjúkling í Bandaríkjunum.“ Aðferðin hefur einnig fleiri kosti að sögn Þorsteins Inga. „Svo eru um 70% af kjúklingi sem framleiddur er í Evrópu með kamfýlóbakter. Við náum að minnka kamfýlóbakter um 97% í kjúklingi með því að beita ísnum okkar.“ Ekki án tækniþróunarsjóðs Hann segir þann árangur sem ThorIce hefur náð til þessa aldrei hefðu raungerst ef ekki væri fyrir öfluga stuðningsaðila. „Við hefðum aldrei getað gert þetta án þess að fá styrk úr tækniþróunarsjóði og átt mjög góða samvinnu við Matís.“ Árið 2019 var fyrirtækinu boðið í hóp rísandi stjarna í matvælaiðnaði (e. Rising Food Stars organisation) af nýsköpunarsetri matvæla í Evr- ópu (EIT Food) sem er hluti af ný- sköpunarmiðstöð Evrópusam- bandsins (EIT). Markmið EIT Food er að stuðla að heilsu- samlegri og traustari matvælum auk þess sem stefnt er að því að auka sjálfbærni þeirra. Öflugt frumkvöðulsstarf í áratug - Íslenski sjávarklasinn 10 ára - Um 60 fyrirtæki taka nú þátt í samstarfinu - ThorIce meðal helstu nýsköpunarfyrirtækja í matvælaiðnaði í Evrópu Morgunblaðið/Styrmir Kári Nýsköpun Birgir Jósafatsson, framleiðslustjóri ThorIce, og Þorsteinn Ingi Víglundsson við hlið ískrapavélar í smíðum. Níu starfa nú hjá fyrirtækinu. Fjöldi fyrirtækja á sviði í líf- tækni, lífefnaframleiðslu og lækningavörum, sem nýta auka- afurðir úr sjávarútvegi, hefur átt mikið vaxtarskeið á síðustu tíu árum. Hjá 14 fyrirtækjum á þessu sviði, sem tekin eru fyrir í skýrslu um stöðu og horfur í ís- lenskum sjávarútvegi og fiskeldi, eru um 220 ársverk og er velta þeirra 9,4 milljarðar króna, sem gerir að tekjur á hvert ársverk nema tæpum 43 milljónum króna. Skiluðu tapi Hins vegar nemur samanlagt tap þessara fyrirtækja 461 millj- ón króna. „Ástæðan er að veru- legu leyti sú að þessi fyrirtæki eru mörg ung og hafa lagt í mikla og kostnaðarsama rann- sókna- og þróunarvinnu sem er annaðhvort nýlega farin að skila árangri eða á stutt í að skila já- kvæðri afkomu,“ segir í skýrsl- unni. Talið er að framtíðin sé björt fyrir þessi fyrirtæki og bendir flest til þess að þau haldi áfram að vaxa og að þeim fjölgi veru- lega á næstu tíu árum. gso@mbl.is Gróska í hliðar- afurðum - 43 milljónir í tekjur á hvert ársverk Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.