Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 42
Á þessu ári leggur Landssamband eldri borgara af stað í verk- efni með Rauða kross- inum um land allt til að efla og styrkja sjálf- boðaliðastörf. Við- spyrna við Covid-19 er öflugt verkefni til að vinna gegn þeim mein- um sem við vitum öll að jukust í öllum bylgjum veirunnar. Þar ber hæst einmanaleika meðal eldra fólks og undrar engan því æði margir drógu sig í hlé til að forðast veiru- skömmina. Aftur og aftur komu bylgjur af takmörkunum sem nú loksins sér fyrir endann á með bólu- setningum og aðgerðum stjórnvalda. Nú er lag að koma sér af stað til að gerast sjálfboðaliði. Nú í þessum áfanga eru það símavinir sem er leit- að að. Til að geta náð góðu og gagn- legu samtali býður Rauði krossinn upp á sjálfboðaliðanámskeið. Þar er mikil og góð reynsla af slíkum verkefnum. Hin hlið málsins er að allar rannsóknir sýna að það að vera sjálfboðaliði er mjög gefandi og lær- dómsríkt ferli. Margir segja: „Það gefur mér gott í hjartað að gefa af mér.“ Ótrúlega margir hafa tíma aflögu og geta vel fundið þann tíma sem eitt samtal tekur. Sá sem fær samtalið er líka glaður að fá fréttir úr umhverfinu og á fólk oft mjög fróðlegar og góðar samræð- ur. Heyrst hefur að þeir sem fá símtal stóli á þá tilbreytingu sem eitt samtal getur gefið. Rauði krossinn sér um að para fólk saman og leitast þá við að finna hvar eru sameiginlegir snerti- fletir. Þannig hafa jafnvel gamlir kunningjar hist að nýju. Þannig sam- bönd eru vissulega mun auðveldari því oft er þá spjallað um gamla tíma, en ekkert hindrar fólk í að spjalla um daginn og veginn. Hver ársfjórð- ungur hefur líka sinn feril þar sem ný og ný umræðuefni koma upp. Þær Sigurveig H. Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir gáfu út bók með rannsókn á sjálfboðaliðastörfum og samanburði við hinar Norð- urlandaþjóðirnar. Þá stóð Ísland afar höllum færi en þetta var árið 1997 og því komið að því að endurtaka sam- bærilega könnun. Gildismat skoraði þá hæst í: hvers vegna ertu sjálf- boðaliði. Greinar hafa verið skrifaðar og þar hefur komið fram hversu gríð- arlega góð áhrif það hefur á báða að- ila. Víða erlendis er lengri hefð fyrir sjálfboðaliðaþátttöku en nú er komið að okkur að efla þennan þátt í ís- lensku samfélagi. Sjálfboðaliðar eru svo mikilvægir Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur » Að eldast í íslensku samfélagi þar sem allir eru á ferð og flugi getur verið ansi flókið, þegar t.d. heilsa laskast og ferðum innan um fólk fækkar. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. thor8@simnet.is Heimsóknarvinir og heimsókn- arhundar eru líka til hjá Rauða kross- inum og eru bæði verkefnin mjög mikils metin af þeim sem fá slíkar heimsóknir. Dýrin eru svo gefandi og hafa svo góða nærveru. Í Bretlandi var um tíma ráðherra einmanaleik- ans. Hér er um að ræða faraldur víða í Evrópu sem er æ oftar nefndur á ráðstefnum um líðan fólks á efri ár- um. Á fundum NOPO, norrænna samtaka eldra fólks á Norðurlönd- unum, hefur einmanaleiki verið upp- lýstur og verið ræddur frá sjónarhóli landanna. Hæst hlutfall einmanaleika var þá í Finnlandi. Leitað er logandi ljósi að nýjum og jákvæðum leiðum til að auka vellíðan eldra fólks sem er of mikið eitt. Á Ís- landi búa um 10.500 eldri borgarar einir. Það er ansi stór hópur og lang- flestir gera það með stæl en þeir sem þurfa aðeins meira af nánd, sam- kennd, eru líka æði margir. Á síðasta ári var sett af stað verkefni hjá ansi mörgum félögum eldri borgara um að hringja í fólk 85+ og kanna hvernig það hefði það. Sumir úr þeim hópi vildu gjarnan fá símavin og tóku all- margir þátt í verkefninu. „Spjöllum saman“ fór þannig af stað í Reykjavík en það er í dag komið til Rauða kross- ins til að fylgja því eftir. Umsjónin er þar og þá fær sjálfboðaliðinn póst og rabb um hvernig gangi og hvort sam- bandið gangi vel. Þakklæti fyrir eitt símtal getur verið heilmikið. Þess eru líka dæmi að sá sem bíður eftir símtali hafi áhyggj- ur af sjálfboðaliðanum ef símtalið færist til um dag. Gott er að hafa fast- an dag ef hægt er. Fjöldi símtala fer eftir þörfum. Að eldast í íslensku samfélagi þar sem allir eru á ferð og flugi getur verið ansi flókið, þegar t.d. heilsa laskast og ferðum innan um fólk fækkar. Þá eru símavinir mikil uppbót í daglegu lífi. Því skorum við á sem flesta að kanna hvort ekki sé rétt að vera með. Fyrsta skrefið er að hringja í síma 570-4225 eða senda á simavin- ir@redcross.is. Láttu gott af þér leiða. Vertu með. 42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS VISKASTYKKI 100% bómull Verð frá 1290,- Okkur mannfólkinu hættir til að hampa þeim tíma þegar við vorum upp á okkar besta. Þegar við vorum ung og sterk og áttum framtíðina fyrir okkur. Á sama hátt dettum við oft í það far að horfa á þær breytingar sem fylgja tækninýj- ungum og breyttu samfélagi með ákveð- inni gagnrýni. Tortryggni gagnvart breytingum er inngróin í vitund okk- ar. Engum hefur hingað til tekist að stöðva tímann samt og með hverju árinu sem líður veldur aukin þekking stórstígum breytingum sem við eig- um fullt í fangi með að fylgjast með. Enginn vill verða risaeðla. Við erum svo heppin að búa í þekkingarsam- félagi þar sem nýsköpun, rannsóknir og verðmætasköpun haldast í hendur við blómlega byggð. Vandinn er að búa svo um hnútana að landið allt njóti sömu tækifæra og sitji við sama borð þegar kemur að rekstri fyr- irtækja, kostnaði við almenna inn- viði, aðgangi að þjónustu og al- mennri lífsafkomu. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum. Málið er nú samt þannig að við höfum aldrei tapað á því að skapa verðmæti. Þegar við uppgötvuðum að við gátum engan veginn borðað allt lambakjötið sjálf þá var kannski allt í lagi að selja það erlendis þegar betur var að gáð. Enginn efast um þau lífsgæði sem síminn færir okkur í dag nema ef vera skyldi að hann sé farinn að taka of stóran hluta af dýr- mætum tíma okkar. Hvað varðar rafmagnið þá heyri ég háværar raddir þess eðlis að við ættum að njóta sjálf þess rafmagns sem verður til í landinu. Ég get tekið undir það að við eigum að forðast það eins og heitan eldinn að selja frumfram- leiðslu eða mjólkurkúna. Sköpum eins mikil verðmæti og við getum fyrst og sendum síðan á markað. Þess vegna tel ég óhæft að selja raf- magn beint úr landi með streng. Rafmagnið okkar er það grænasta í heimi þannig að við eigum að fram- leiða vörur úr því og selja síðan. Auðvitað ættum við að selja raf- magnið þannig að fram- leiða okkar eigin raf- geyma og batterí með með því að nýta álið sem er unnið hér á landi. Selja síðan hrein- asta rafmagn í heimi og stuðla þannig að hraðari orkuskiptum um allan heim. Við Íslendingar eig- um nægt landsvæði og tækifæri til rafmagnsframleiðslu og þurfum ekki að seilast meira inn á hálendið en við höfum gert nú þegar. Þar sem nú þegar eru rennslisvirkj- anir má hæglega bæta við fleirum ef þörf er á. Látum hálendið okkar í friði hvað viðkemur frekari orku- framleiðsluáformum. Virkjum nær byggð og byggjum upp hringteng- ingu rafmagns allt í kringum landið. Fjölgum síðan átöppunarstöðunum til að styrkja kerfið. Yfir 90% af ferðafólki kemur til landsins okkar út af rómaðri nátt- úrufegurð. Á sama hátt og við mynd- um gera allt til að vernda fiskimiðin skulum við bera sama hug til ferða- þjónustunnar. Hún mun skila okkur Íslendingum gjaldeyri í framtíðinni og stuðla að aukinni verðmæta- sköpun um ókomna tíð. Ég er alveg á því að við eigum ætíð að læra af sögunni, líka til að endurtaka ekki mistök forfeðra okk- ar. En meðan við horfum eingöngu í baksýnisspegilinn en ekki fram á veginn er hætta á að við missum af mikilvægum tækifærum framtíð- arinnar. Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja. Framfarir eða fortíðarþrá? Eftir Evu Björk Harðardóttur » Við Íslendingar eig- um nægt landsvæði og tækifæri til rafmagns- framleiðslu og þurfum ekki að seilast meira inn á hálendið en við höfum gert nú þegar. Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Eva Björk Harðardóttir Nú stendur yfir val á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi. Sá framboðslisti þarf að gefa skýr fyrirheit um forystu í kjördæminu. Þar býður Njáll Trausti Friðbertsson sig fram í 1. sæti og ég styð hann eindregið. Ég starfaði náið með Njáli Trausta í baráttunni fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Undir merkjum Hjartans í Vatnsmýri söfnuðust nærri 70.000 undirskriftir til stuðn- ings óskertri flugstarfsemi í Vatns- mýri til framtíðar og voru þær af- hentar Reykjavíkurborg og Alþingi. Mér finnst full ástæða til að minna á sterka forystu Njáls Trausta í því máli. Sumum finnst nóg um og hann var jafnvel sagður eins máls maður. Það er hann ekki, en hann hefur staðfastlega minnt á að það sé glap- ræði að loka Reykjavík- urflugvelli áður en sátt næst um fyrirkomulag sjúkraflugs og almenns flugs og annar völlur tilbúinn. Hann hefur nýtt hvert tækifæri til að minna á að Reykja- víkurflugvöllur sé lífæð landsbyggðar og lykill að skilvirku sjúkraflugi, miðlægu heilbrigðiskerfi og miðstöð almannavarna. Þessi bar- átta Njáls Trausta ber vitni um út- hald og kjark. Njáll Trausti hefur verið þingmað- ur fyrir kjördæmið frá 2016 og talað skýrt fyrir frelsi og einkarekstri. Hann talar gegn oftrú á ríkisrekstri og æ sterkara miðstjórnarvaldi, eft- irliti og auknum sköttum. Njáll Trausti hefur sýnt hugmyndaauðgi og framkvæmdahug. Hann hefur lát- ið til sín taka á vettvangi atvinnu- og samgöngubóta, en ekki síst í málum er varða ferðaþjónustu. Hann leggur ítrekað áherslu á að farsæl uppbygg- ing ferðaþjónustu sé mikilvæg byggðafestu á landsbyggðinni. Njáll Trausti er vel til forystu fall- inn. Störf hans og hugmyndir bera vitni um það. Þær eiga sterkan hljóm- grunn á landsbyggðinni. Ég hvet alla til stuðnings Njáli Trausta í 1. sæti í prófkjörinu á laugardag. Njáll Trausti til forystu Eftir Friðrik Pálsson Friðrik Pálsson » Störf Njáls Trausta bera vitni um úthald og kjark. Hann er vel til forystu fallinn. Höfundur er hótelhaldari á Hótel Rangá. Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.