Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 46
„Sólarhegðun Íslendinga er til skammar“ Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir hefur sérstakan áhuga á heilbrigði húðarinnar og sólarvörnum. Hún ræddi sólarhegðun Íslendinga í morgunþættinum Ís- land vaknar sem hún segir vera til skammar. Húðlæknir Ragna Hlín: „Það er ekkert til sem heitir heil- brigð sólbrúnka.“ „Ég er með sérstakan áhuga á því að viðhalda heilbrigði húðarinnar og sólarvörnum og er mikið að agitera fyrir því að fólk noti sólarvarnir,“ segir Ragna Hlín Þorleifsdóttir húð- læknir sem kom í morgunþáttinn Ís- land vaknar og ræddi við þau um hegðun Íslendinga í sól og sumaryl. Ragna segir það algengan mis- skilning að sólin á Íslandi sé ekki jafn sterk og í heitum löndum og segir sólarhegðun Íslendinga til skammar. „Málið er það að á sumrin á Ís- landi og sérstaklega í júní og júlí er- um við að fá á okkur ótrúlega mikla geislun, miklu meiri en við gerum okkur grein fyrir. Málið er bara það að við finnum ekki jafn mikið fyrir þessu af því að það er kaldara og það er vindur. Eins og ef maður er í Flórída eða á Tene eða eitthvað þá finnurðu fyrir hitanum sem við finn- um ekki jafn mikið fyrir á Íslandi,“ segir hún. „Sólin er náttúrlega, eins yndisleg og hún er, skaðleg. En við þurfum á henni að halda. Jörðin þarf á henni að halda og við þurfum hana til þess að búa til D-vítamín,“ segir hún. Sjálf segist Ragna ekki vera mik- ið í sólinni. Hún stundi útivist en beri alltaf á sig sólarvörn. Hún segir Íslendinga þurfa að læra að njóta sólarinnar á skynsamlegan hátt. „Sólarhegðun Íslendinga er til skammar. Við förum til útlanda og steikjum okkur á ströndinni og skaðbrennum og margir vilja brenna til þess að fá meiri lit, það er bara stórhættulegt. Þetta snýst um skynsamlega hegðun. Við hvetjum til þess að fólk sé úti. Við þurfum hreyfingu, við þurfum ferskt loft, það er gaman að ganga á fjöll og vera úti en þú þarft ekki að ber- skjalda þig á þann hátt að þú skaðir húðina. Við erum svona upp til hópa á Íslandi með mjög ljósa húð, við brennum mjög létt þannig að við þurfum að vernda okkur,“ segir Ragna og bætir því við að fólk ætti að byrja alla daga á því að bera á sig sólarvörn. Viðtalið við Rögnu er hægt að hluta á í heild sinni á K100.is. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ KYNNINGARSVÆÐI www.xprent.is „Við birtum þessa mynd bæði á Instagram- og Facebook-síðu Húð- læknastöðvarinnar til þess að sýna fólki svona svart á hvítu hvað út- fjólublá geislun gerir húðinni. Auðvitað er mikilvægast að huga að for- vörn gegn húðkrabbameinum, það er númer eitt, tvö og þrjú. En sólin eldir okkur ótrúlega mikið. 80-90% af því sem við höldum að sé eðlileg öldrun í húð er eingöngu út af sólinni, eingöngu,“ segir hún. Ragna segist fá margt fólk til sín sem segist alltaf nota sólarvörn þeg- ar það sé erlendis en ekki á Íslandi en hún segir mikilvægt að fólk hér- lendis noti alltaf sólarvörn. Hún segir alla húðlækna og húðlækna- samtök mæla með því að fólk noti sólarvarnir með yfir 30 í vörn. „Það er ekkert til sem heitir heilbrigð sólbrúnka,“ segir hún. Ragna, ásamt þremur öðrum konum, hefur undanfarið verið með hlaðvarpið Húðkastið þar sem þær fræða fólk um ýmsa húðsjúkdóma og gefa góð ráð. „Við erum búnar að vera með hlaðvarpið Húðkastið í sex mánuði og það er hægt að nálgast það á öllum helstu streymisveitum eins og Spo- tify. Við erum svona að reyna að taka fyrir mismunandi „topic“. Við tök- um fyrir öldrun húðarinnar, það sem við getum gert til þess að sporna við henni og líka bara almenna húðsjúkdóma. Rósroða, bólur, exem. Í næstu eða þarnæstu viku ætlum við að koma með þátt um blettaskoð- anir og húðkrabbamein og svona almennt meira um sólarvarnir. Þetta eru svona almennar og fræðandi upplýsingar,“ segir hún. Ekkert til sem heitir eðlileg sólbrúnka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.