Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 ✝ Jónína Krist- björg Mich- aelsdóttir rithöf- undur og blaða- maður fæddist í Reykjavík 14. jan- úar 1943. Hún lést á Landakoti 17. maí 2021. For- eldrar hennar voru Valborg Karlsdótt- ir, f. 24.9. 2015, d. 9.10. 1957, og Michael Sigfinnsson, f. 25.3. 1913, d. 6.5. 1961. Systkini Jón- ínu eru Karl Hreiðar, f. 13.12. 1934, d. 29.11. 2009, Laila, f. 13.8. 1946, Ásta, f. 16.5. 1950, og Linda Rós, f. 26.8. 1951. Systkini samfeðra Kristinn Kal- dal og Guðleif. Jónína giftist 17.11. 1961 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sig- þóri Jóni Sigurðssyni, f. 24.6. 1940, foreldrar Sigþórs voru Þórunn Sigurðardóttir, f. 11.1. 1915, d. 11.1. 1964, og Sigurður Kr. Sigurðsson, f. 3.8. 1913, d. 26.9. 2001. Börn Jónínu og Sig- þórs eru: 1) Michael, f. 25.5. 1962, kvæntur Lilju Bragadótt- ur, f. 23.9. 1963, börn þeirra: a) Bragi, f. 21.1. 1992, í sambúð með Heiðrúnu Hödd Jónsdótt- ur, f. 3.4. 1991, þeirra sonur er Michael Kiljan, f. 27.2. 2021. b) Sigþór Gellir, f. 12.8. 1996. 2) fjarðar og bjó þar til æviloka. Hún var blaðamaður hjá Vísi, framkvæmdastjóri samtakanna Viðskipti og verslun og vann við markaðsráðgjöf í Iðn- aðarbanka Íslands. Jónína var aðstoðarmaður Þorsteins Páls- sonar forsætisráðherra 1987- 1988. Hún var formaður Bók- menntakynningarsjóðs. Jónína vann sjálfstætt við markaðsmál og ritstörf og við þáttagerð í sjónvarpi og útvarpi. Hún sat í ýmsum stjórnum, m.a. hjá Tón- listarskólanum í Reykjavík og Ríkisspítulum. Bækur eftir Jónínu eru Líf mitt og gleði, æviminningar Þuríðar Pálsdóttur óperusöng- konu, Eins manns kona, minn- ingar Tove Engilberts, Mér leggst eitthvað til, sagan af Sesselju Sigmundsdóttur og Sólheimum, Milli sterkra stafna: fólkið hjá Eimskip, Karólína, líf og list Karólínu Lárusdóttur listmálara, Áhrifamenn, Dagur við ský, fólk í íslenskri flug- sögu, auk fjölda bókarkafla, tímaritsgreina og pistla. Jónína gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hún sat meðal annars í skipulagsnefnd og var formaður fræðslu- og útbreiðslunefndar. Einnig sat hún í framkvæmdastjórn, mið- stjórn og flokksráði Sjálfstæð- isflokksins. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 27. maí 2021, klukkan 12. Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Björn, f. 10.10. 1966, kvæntur Birnu G. Her- mannsdóttur, f. 16.12. 1965, börn þeirra: a) Hermann Ágúst, f. 12.7. 1992. b) Karólína Kristbjörg, f. 10.2. 2001, kærasti Tristan Egill, f. 4.6. 2000. c) Úlfur Ágúst, f. 12.6. 2003. Dóttir Björns og Huldu Katrínar Ólafsdóttur er Jónína Kristbjörg, f. 12.2. 1993, unn- usti Haukur Sverrisson, f. 13.10. 1993. Börn þeirra Hjört- ur Ari, f. 30.8. 2018, og Hafdís Lóa, f. 18.10. 2020. 3) Þórunn, f. 16.10. 1969, gift Reyni A. Guð- laugssyni, f. 3.9. 1965, börn þeirra: a) Sigþór Michael, f. 5.1. 2007. b) Ríkharður Darri, f. 7.2. 2015. Börn Reynis frá fyrra hjónabandi eru Natalía, f. 9.3. 1994, og Alexander, f. 6.10. 1999. Jónína var fædd og uppalin í Reykjavík. Báðir foreldrar hennar voru ættaðir frá Seyð- isfirði þar sem hún dvaldi á sumrin hjá ömmu sinni og afa. Á fyrstu búskaparárum sínum bjó Jónína ásamt Sigþóri á Gufuskálum á Snæfellsnesi en flutti árið 1976 til Hafnar- Elsku besta mamma. Þú varst fallegasta, gáfaðasta og besta manneskja sem ég hef kynnst. Þú varst frábær fyrirmynd í einu og öllu. Þú misstir foreldra þína ung og tókst snemma ábyrgð á lífi systra þinna og svo okkar. Þú hafðir mikinn áhuga á fólki og tal- aðir við alla af virðingu. Þú varst vinkona barna þinna og barna- barna en ekki bara mamma og amma. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og kveð þig með ljóði eftir afabróður minn. Mamma Guð þig leiði sérhvert sinn sólar vegi alla. Verndar engill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Þinn Björn (Bjössi). Mín mesta gæfa í lífinu var að eignast mömmu sem var einnig besta vinkona mín, sálufélagi og mín stærsta fyrirmynd. Mamma var engin meðalmanneskja hún var djúpvitur, víðsýn, fordóma- laus, aldurslaus og heilsteypt fyr- ir utan hvað hún var skemmtileg. Hún var stærri en lífið sjálft. Mamma hafði strax sem barn einlægan áhuga á fólki, fólki á öll- um aldri, án þess að vera forvitin. Hún talaði eins við alla, gerði aldrei greinarmun á aldri fólks eða við hvað það starfaði. Í henn- ar augum voru allir jafn merki- legir og fólk var annaðhvort al- mennilegar manneskjur eða ekki, mælikvarðinn fólst ekki í stöðu eða efnahag. Vinahópur hennar var stór og fjölbreyttur. Þegar mamma var aðstoðar- maður Þorsteins Pálssonar fóru þau í opinbera heimsókn í Hvíta húsið og hittu þar Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Þegar menn umkringdu forsetann í einni mót- tökunni var mamma ekki í þeim hópi heldur stóð hún aðeins utar og átti mjög áhugaverðar sam- ræður við einn veislugestinn, mann sem hún vissi allt um eftir þetta samtal og sagði að hefði verið einstaklega þægilegur og áhugaverður maður. Þetta var Colin Powell, síðar utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Mamma var mjög hrifin af ljóðum þar sem mörg skáld voru í uppáhaldi og einnig bókum. Á jól- unum var stofuborðið einatt hlað- ið bókum sem hún las oft í einum rykk og gleymdi stund og stað. Hún var einnig mikið fyrir leik- hús og óperur. Toska var fyrsta óperan sem hún fór með mig á og ávallt þegar hún var erlendis var það fyrsta sem hún gerði að at- huga hvað væri verið að sýna í óperunni og fara og sjá. Við höf- um séð ótal óperur saman og voru Toska og La Travitata í uppáhaldi hjá okkur. Mamma naut þess að ferðast og hvatti okkur til að búa erlendis sem við gerðum öll um tíma. Hún ferðaðist víða á vegum Bók- menntakynningarsjóðs og fór á bókamessur. Þar sem ég bjó í Þýskalandi átti ég oft kost á því að hitta hana og fara með henni, til Frankfurt, München, Prag, London o.fl. Eftir eina slíka ferð fórum við báðar til Íslands og millilentum í Kaupmannahöfn, komum þangað um morguninn og áttum flug til Íslands með kvöldvélinni. Mamma skipulagði daginn vel, við fórum í Glyptotek- ið sem var einn af hennar uppá- haldsstöðum í Köben, í Tívolí, á Strikið, á Thorvaldsen-safnið og enduðum í Óperunni, við náðum reyndar bara að horfa á 2/3 hluta af verkinu, og tókum svo leigubíl út á flugvöll. Mér fannst eins og við hefðum verið í marga daga í Köben eftir þennan dag. Mamma var ekki fyrir yfir- borðsspjall heldur góðar og inni- haldsríkar samræður um allt milli himins og jarðar. Þökk sé mömmu þá ríkir mikil ást og kærleikur í fjölskyldunni og einlægur áhugi á og ánægja með það sem fólk er að fást við. Mamma sagði einhvern tím- ann að það ætti ekki að vera sorg og leiði í jarðarförinni hennar heldur þakklæti og gleði fyrir að hafa átt hana. Ég er óendanlega glöð og þakklát fyrir mömmu og í mér og mínum afkomendum lifir hún áfram. Auk minninga eigum við grein- arnar og bækurnar sem hún skrifaði af svo mikilli snilld. Þú ert best – ég elska þig. Þín dóttir, Þórunn. Mig langar að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar, Jónínu Kristbjargar Mich- aelsdóttur. Ninna tók mér opnum örmum þegar ég kom inn í fjölskylduna eftir að ég kynntist Mikka syni hennar. Það var yndislegt að vera í kringum Ninnu, hún var bæði heimsborgari og húsmóðir sem naut þess að hafa sínu nánustu í kringum sig. Þær voru ófáar veislurnar á Mávahrauninu þar sem hún hafði safnað allri fjöl- skyldunni saman. Ég man að mér fannst merki- legt við fyrstu kynni hvað hún átti vini á stóru aldursbili, vini sem voru 20 árum yngri og 20 ár- um eldri og af báðum kynjum. Eftir að hafa kynnst Ninnu var þetta mjög skiljanlegt. Ninna fór ekki í manngreinarálit, hafði jafn mikinn áhuga á fólki hvar sem það var í þjóðfélagsstiganum og í hennar augum var aldur ekki spurning um ár. Ninna var víð- lesin og djúpvitur og hafði ein- stakt vald á íslensku máli í ræðu og riti. Fjölskylda og vinir leituðu því ítrekað ráða og álits hjá henni. Ninna missti báða foreldra sína fyrir tvítugt og hefur sú reynsla eflaust verið henni erfið. Hún minntist aldrei á að þetta hefði verið erfitt, heldur minnist ég þess oft þegar hún sagði mér hvað hún væri heppin með fólkið sitt og þá átti hún ekki bara við sína nánustu heldur einnig af- komendur systra sinna, en þær systur voru mjög nánar. Ninna gegndi ýmsum ábyrgð- arstörfum um ævina ásamt því að skrifa bækur en fyrst og fremst var hún mamma og amma. Hún naut sín í móðurhlutverkinu á Gufuskálum og þegar fyrsta barnabarnið hann Bragi okkar fæddist þá ljómaði hún í ömmu- hlutverkinu. Hún innréttaði barnaherbergi heima hjá sér, ekki dugði neitt minna en alvöru rúm, kommóða og fylgihlutir og auðvitað allt í stíl. Það voru ófáar stundir sem barnabörnin dvöldu á Mávahrauni hjá ömmu Ninnu og afa Sissa við bestu aðstæður og atlæti og átti amma Ninna ein- stakt samband við öll barnabörn- in sín sem sóttust eftir að koma til hennar. Við Mikki bjuggum erlendis um árabil, í Englandi, Hollandi og Þýskalandi, og þegar Ninna starfaði m.a. fyrir Bókmennta- sjóð sótti hún oft ráðstefnur er- lendis sem hún reyndi að sam- tvinna við heimsóknir til okkar. Við ásamt drengjum okkar Mikka fengum því að njóta sam- verustunda við ömmu Ninnu í þessum heimsóknum sem verður seint fullþakkað. Ég kveð með söknuði þessa merku konu sem ég var svo hepp- in að kynnast þegar ég varð tengdadóttir hennar. Lilja Bragadóttir. Yndislega amma Ninna mín er ein af mínum helstu fyrirmynd- um og bestu vinkonum. Það var mikil hlýja í kringum ömmu og alltaf gott að koma til þeirra afa á Mávahraunið. Við eigum margar góðar minningar saman sem mér þykir svo vænt um. Ferðin okkar til Seyðisfjarðar um árið er mér efst í huga. Við flugum bara tvær austur og fengum smátíma sam- an til að spjalla og fara í nokkra göngutúra til að anda inn góða loftinu eins og amma gerði alltaf. Hún var hvetjandi og henni fannst mikilvægt að hafa áhuga á list. Í dag er ég mjög þakklát fyr- ir að hún hafi hvatt mig áfram í áhugamálum mínum. Hún settist stundum niður með mér lítilli við borðtölvuna og bað mig um að segja sögu. Ég spann þá ævintýri og hún skrifaði það niður og prentaði út í litlar bækur sem ég skreytti. Hún hvatti mig svo til þess að lesa eina þeirra upp fyrir bekkinn minn. Amma passaði alltaf upp á fólkið sitt og ekkert gladdi hana meira en hvað fjölskyldan á gott samband. Hún fagnaði manni innilega í hverri heimsókn og sat og brosti hringinn þegar við sát- um öll saman. Þannig mun ég muna eftir henni. Það hefur sýnt sig i gegnum tíðina hvað allir halda mikið upp á hana. Amma mín var mögnuð kona, falleg að innan sem utan og ég er henni innilega þakklát fyrir allt. Elsku amma mín, þín er sárt saknað. Karólína Kristbjörg Björnsdóttir. Ninna systir mín var átta ára þegar ég fæddist. Ljóst var af frásögnum hennar að hún taldi sig bera mikla ábyrgð á okkur yngri systkinunum. Sú ábyrgðar- tilfinning var aldrei byggð á kvöð heldur gleði. Þannig litaði hún umhverfi okkar og uppvaxtarár á Langholtsvegi 44. Hún var óspör á faðmlög, uppörvanir og hvatn- ingu og fékk mig sem barn til að skynja að ég væri eitt það dýr- mætasta sem hún ætti. Hún ól á samkennd okkar systkina og þreyttist ekki á að benda okkur á forréttindi þess að eiga hvert annað og að alast upp við mikið ástríki foreldra sem umvöfðu okkur hlýju og væntumþykju. Hún var 14 ára og ég 6 ára þegar móðir okkar lést. Andlátið var mikið áfall en Ninna vildi ekki staldra við það. Hún talaði aldrei um áföll eða vandamál heldur áskoranir og verkefni sem þurfti að takast á við og leysa á sem bestan og farsælastan hátt. Þeg- ar Ninna varð 16 ára sköpuðust þær aðstæður á heimili okkar að henni var gert að ganga okkur í móðurstað og annast heimilið fyrir yngri systkinin, eldri bróður og föður, sem báðir voru sjó- menn. Ég er nokkuð viss að ég muni það rétt að það tók hana varla daginn að fá mig til að skilja þessar breyttu aðstæður. Hún lét okkur skilja að fjölskyldan og heimili okkar var það dýrmæt- asta sem við áttum og við yrðum að vinna saman að því verkefni að gera okkar besta til að nesta okk- ur sem best út í lífið. Og Ninna lét ekki sitt eftir liggja. Hún hvatti okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur en gætti þess ávallt að láta okkur skilja eigin ábyrgð á gerðum okkar. Hún lét ekkert tækifæri ónotað til að minna okk- ur á að vera við sjálf, efla réttlæt- iskennd okkar og þora að standa með henni, vera ávallt hreinskilin og horfast í augu við sannleikann sama hversu erfitt það væri. Hún lagði ríka áherslu á að það að vera heilsteyptur og heiðarlegur skipti okkur öllu máli í lífinu. Þannig tók hún við af foreldrum okkar og lét okkur njóta þess sem þeir höfðu miðlað til hennar. Ég spurði Ninnu eitt sinn að því hvort hún hefði aldrei verið sár eða reið yfir því að hafa þurft að taka að sér uppeldi okkar systk- ina og umönnun. Nei, aldrei, þvert á móti. Að hennar mati var þetta eitt skemmtilegasta verk- efni sem hún fékk í lífinu sem hefði gefið henni ómælda ánægju og gleði. Þegar faðir okkar lést var Ninna 18 ára og ég 9 ára. Að- stæður voru þannig að heimilið var leyst upp og leiðir okkar systkina skildi. En það breytti þó engu um samkennd okkar og ná- in tengsl. Uppeldi foreldra og Ninnu hafði skilað sínu og vega- nestið skýrt. Ekkert var dýr- mætara en fjölskyldan og þannig nestuð héldum við út í lífið, systk- ini og bestu vinir. Við systurnar fáum aldrei full- þakkað elsku Ninnu atlætið, um- hyggjuna og ástina sem hún gaf okkur í svo ríkum mæli. Það er ríkidæmi okkar í lífinu að hafa átt hann sem systur, móður og vin og einstaka fyrirmynd í öllum þess- um hlutverkum. Um leið og við biðjum Guð að geyma hana allar stundir vottum við elsku Sigþóri, Michael, Birni, Þórunni og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) F.h. okkar systra, Linda Rós Michaelsdóttir. Nú hefur elsku besta móður- systir mín kvatt sitt jarðneska líf og farin í sumarlandið eftir löng veikindi. Ninna frænka var sú sem alltaf var hægt að leita til með hvaða vandamál sem var, með sinni ein- stöku hógværð og jafnaðargeði leið manni alltaf vel í návist henn- ar og gat sagt henni allt sem manni lá á hjarta. Í kjölfarið gat maður verið viss um að fá bestu ráðin út í lífið frá henni. Mun allt- af minnast þess þegar við hitt- umst óvænt í Austurstræti einn góðan veðurdag og hún stakk upp á að við færum tvær saman á kaffihús. Þessi minning er mér dýrmæt þar sem við áttum svo góða stund saman og töluðum um allt og ekkert. Ég áttaði mig á því hversu heppin ég var að eiga svona góða móðursystur sem virkilega vildi sitja með mér þar sem við gátum rætt saman eins og vinkonur. En þetta var Ninna frænka, það leið öllum vel í návist hennar og gátu spjallað um allt við hana. Elsku Ninna frænka, ég er svo þakklát fyrir þig og mun taka alla þá visku sem þú deildir með mér út í lífið. Um leið og ég bið góðan guð að blessa þig og vernda sendi ég Sissa, Mikka, Bjössa, Tótu og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Linda Rós Thorarensen. Á mjúku teppi í holinu á Máva- hrauni umkringd bókum tók Ninna iðulega á móti manni. Sveif einhvern veginn inn í rýmið, tók báðum höndum um vangann og horfði rannsakandi augum í manns eigin. Það stafaði frá henni svo mikil viska og hlýja og alltaf hafði hún eitthvað fallegt og uppörvandi að segja við okkur. Það var líkt og hún hefði dvalið um stundarkorn í sálarkima manns og var líðanin eins og þar hefði eitthvað verið skilið eftir sem okkur var síðar ætlað að finna. Sökum allt of snemmbærs frá- falls ömmu og afa tók Ninna ung á herðar sér mikið ábyrgðarhlut- verk, verandi elst af systrunum af Langholtsveginum. Ef til vill er það á þessum tímapunkti sem leiðtogahæfileikar hennar koma skýrast í ljós, enda náði hún ein- hvern veginn að finna jafnvægi milli þess praktíska og að hlúa að tilfinningalífi og vexti þeirra systra. Það er erfitt að hugsa um Ninnu án þess að hugsa um þær systur. Það má segja að um fjórar hliðar á sömu manneskjunni hafi verið að ræða þegar hugsað er til þeirra, slík er nándin og einingin. Allar umvöfðu þær systrabörn sín eins og þau væru þeirra eigin, til þeirra hefur ávallt verið hægt að leita í blíðu og stríðu. Mótandi áhrif þeirra á þroska okkar og lífsgildi eru ótvíræð. Ninna var heimspekingur í besta skilningi þess orðs. Hún deildi visku sinni í ræðu og riti og hún hafði auga fyrir þessu fág- aða, þessu falda. Hún fékk fólk til þess að hugsa, stundum jafnvel hugsa sinn gang, en ekki með því að segja því til syndanna heldur þvert á móti með því að hjálpa því að sjá aðrar óséðar hliðar á sam- böndum, samskiptum og verk- efnum. Við systkinin reynum öll að lifa eftir þessum jákvæðu við- horfum hennar til lífs og manna og miðlum þeim áfram til afkom- enda okkar. Það er með miklum söknuði en fyrst og fremst þakklæti sem við systkinin kveðjum þessa ástkæru móðursystur okkar. Við eigum ógleymanlegar minningar tengd- ar henni og ekki síður Sissa, lífs- förunaut hennar til 60 ára. Í börnum hennar, Mikka, Bjössa og Tótu, sem standa okkur svo nærri, lifa eiginleikar þessarar einstöku frænku okkar áfram. Vottum öllum ástvinum samúð okkar. Valborg, Íris, Tinna og Alexander Stefánsbörn. Þó að Jónína Michaelsdóttir eða Ninna frænka hefði verið nokkurn tíma á leið inn í sólarlag- ið var bleik brugðið þegar and- látsfréttin barst. Stutt er síðan móðir mín fór svipaða leið. Vinur sagði mér, þegar ég bar honum fréttir af andláti Ninnu, að hún hefði þann sjaldgæfa eig- inleika að segja sögur um fólk þar sem sögupersónan hefði orðið. Ekki söguritari. Hefði þann hæfi- leika, lipurð og næmi að láta sögupersónurnar sjálfar segja frá og þannig stæðu þær ljóslif- andi fyrir framan lesandann. Því hefðu ritverk hennar verið afbragðs góð. Þessi orð lýsa Ninnu frænku ágætlega. Var ekkert að trana sér fram. Valdi frekar að ganga hægt um. Traust og mjúk, samt ákveðin og greinargóð. Einu sinni komst ég til met- orða í nemendafélagi í ágætis menntaskóla. Ninna sendi mér fína bók með enn fínni kveðju. Bókin, sem er mér aldrei kær- ari en á þessari kveðjustundu, var „Þyrnar“ með kveðskap Þor- steins Erlingssonar. Hún skrifaði að hér væri á ferðinni vinargjöf og mættu þetta verða einu þyrnarnir í mínu lífi. Vonaði að bókin veitti mér sömu ánægjustundir sem henni. Velgengni óskað, undirskrifað: „Ninna frænka þín.“ Það var mjög varið í að eiga svona frænku. Hún var í miklum metum hjá mömmu. Valborg systir mömmu, móðir Ninnu, féll frá um aldur fram og mamma flutti inn á heimilið til að hjálpa til, að ég held á Langholtsvegi 44. Fjölskylduböndin voru sterk og römm var sú taug. Ég og mamma dvöldumst oft á Gufuskálum hjá Ninnu og Sissa þegar ég var barn, á sjöunda ára- tugnum. Þaðan eru margar góðar minningar hjá mér sem gætu fyllt heila bók. Mér leið vel á Gufuskálum heim hjá Ninnu (og Lailu systur hennar). Linda og Ásta voru ekki langt undan. Samskiptin urðu minni er ég fluttist utan 1991, en ég starfaði hjá Eimskipafélaginu í nær tvo áratugi. Þar kom Ninna líka við. Hún skrifaði samtalsbók og gerði Jónína Michaelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.