Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
✝
Einar Þórður
Andrésson
var fæddur 29.
ágúst 1952 í
Hörgsdal á Síðu.
Hann lést 2. maí
2021.
Foreldrar hans
voru þau Andrés
S. Einarsson, f.
29.12. 1929, d. 5.5.
2015, og Svava
Ólafsdóttir, f.
10.2. 1932, d. 2.9. 2007.
Systkini hans eru:
1) Ólöf Sigríður, f. 14.12.
1953, gift Jóni Ólafi Jóhann-
essyni. Dætur þeirra eru Auð-
ur, f. 15.8. 1976, sonur Auðar
er Jónas Óli, f. 13.9. 2008, og
Andrea Svava, f. 22.10. 1985,
sambýlismaður hennar er Ryan
Starchuk.
2) Ragnhildur, f. 25.10. 1955,
gift Agnari Davíðssyni og börn
Sóldís María, f. 20.4. 2020.
3) Bjarni, f. 20.10. 1956,
kvæntur Sudjai Khamwai og
synir hans eru Aron, f. 23.1.
1986, og Frosti, f. 11.6. 1984,
kvæntur Juliönu Dos Santos og
barn þeirra er Bjarni André, f.
21.9. 2020, og sonur Juliönu er
Aron Julio, f. 25.6. 2008.
4) Jón Reynir, f. 18.11. 1968,
kvæntur Báru Gunnlaugs-
dóttur, dóttir hans er Sig-
urbjörg Jenný, f. 28.4. 1992,
dóttir hennar Karítas Ylfa, f.
22.12. 2013, og synir Jóns og
Báru eru Einar Baldur, f.
27.10. 2005, Jóhann Bjarki, f.
3.11. 2006, og Gunnlaugur
Andrés, f. 26.8. 2008.
5) Sigurjóna Björk, f. 18.11.
1968, börn hennar eru Andri
Björn, f. 4.11. 1992, Bjarmi
Anes, f. 3.3. 1998, og Emilía
Sandra, f. 4.6. 2006.
Einar Þórður verður jarð-
sunginn frá Garðakirkju á
Álftanesi í dag, 27. maí 2021,
kl. 13.
Útförinni verður streymt á:
https://fb.me/e/2c5Hz5CZ7
Streymishlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
þeirra eru Linda, f.
26.2. 1975, gift
Unnari Steini Jóns-
syni og dætur
þeirra eru Elísabet,
f. 16.7. 2001, Ísa-
bella Karítas, f.
17.6. 2005, og
Amelía Íris, f. 9.9.
2008; Íris Rut, f.
28.6. 1978, gift
Karli Kára Mássyni
og synir þeirra eru
Agnar Már, f. 18.1. 2009, og
Fannar Davíð, f. 8.3. 2012;
Davíð Andri, f. 7.7. 1982,
kvæntur Sunnevu Kristjáns-
dóttur og börn þeirra eru Júlía
Rut, f. 12.7. 2005, Iðunn Kara,
f. 30.5. 2009, Pétur Yngvi, f.
9.3. 2012, og Hildur Ósk, f. 2.9.
2019; Hlynur, f. 7.10. 1988,
sambýliskona hans er Berglind
Jónsdóttir og börn þeirra eru
Jökull Orri, f. 8.4. 2015, og
Síðustu daga höfum við mæðg-
ur mikið rætt um góðar minningar
um ljúfan og hjartahlýjan mann
sem mátti ekkert aumt sjá.
Einar var hlýr og glaðvær per-
sónuleiki, hæfileikaríkur og ein-
staklega laginn á hljóðfæri. Hann
hafði gaman af dýrum og var ótrú-
lega mikið náttúrubarn. Hann
dvaldi oft hér á Kröggólfsstöðum
og erum við mæðgur þakklátar
fyrir þær mörgu góðu stundir.
Hann var einn af þremur smiðum
sem smíðuðu kofa í garðinn fyrir
litlu frænku sína. Þar hafði Einar
mjög gaman af því að spyrja litla
eiganda hússins hvaða kauptaxta
þeir fengju þennan og hinn daginn
og hvað þeir þénuðu þá mikið.
Taxtinn var allt frá því að vera 1,50
og upp í sjö krónur á tímann. En
húsið varð fallegt og byggt af ást-
úð, vinskap og kærleik og þar hafa
mörg börnin átt góðar stundir.
Einar fluttist til Reykjavíkur
og vann þar ýmis störf fyrir Sjálfs-
björg eins og heilsan leyfði á
hverjum tíma, til dæmis hjálpaði
hann til við uppsetningu á leiksýn-
ingum sem við vorum svo heppnar
að sjá. það var ekki óalgengt að
hann byði einstaklingum í sveitina
að skoða dýrin og oft fylgdu hand-
unnar gjafir með fyrir litlu prins-
essuna.
Alltaf fékk litla frænkan, þó
nokkuð stór væri orðin, jólagjöf
frá Einsa. Síðasta gjöfin var fal-
legt listaverk eftir hann sjálfan og
hefur það verið uppi á vegg síðan.
Það gleður okkur að hann skuli
hafa eytt síðustu mánuðum ævi
sinnar á Hjúkrunar- og dvalar-
heimilinu á Kirkjubæjarklaustri,
sæll og glaður að vera kominn í
heimahagana. Það er með trega í
hjarta sem við mæðgur kveðjum
Einsa og biðjum góðan Guð að
geyma hann.
Systkinum, mökum og öðrum
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Monika Sjöfn Pálsdóttir
og Sigurbjörg Jenný
Jónsdóttir.
Fyrstu kynni mín af Einari
voru í Hringsjá, en við útskrifuð-
umst haustið 1999. Ég fór inn í síð-
ustu önnina, en áður var ég ásamt
fjórum öðrum í bekk með „gáfna-
ljósunum“ og aðeins í bókhaldi og
tölvunámi. Kölluðum síðustu
bekkingana gáfnaljósin. Við út-
skriftina voru nokkrir útskriftar-
nemar með skemmtiatriði. Og
söng Einar þá fyrir okkur:
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið norðurland,
nú á ég hvergi heima.
(Kristján Jónsson)
Söngurinn var tregablandinn
eins og hann væri að syngja um
sjálfan sig og flestir táruðust.
Einar flutti svo í Hátún 12
Sjálfsbjargarhúsið og var það
mikið happ og enn meira happ fyr-
ir íbúa og starfsfólk þegar hann
gerðist húsvörður. Hef aðeins
þekkt tvo menn (hann og bróður
minn heitinn), sem voru ekki bara
alltmúligmenn, heldur gátu aldrei
sagt nei. Bóngóðir út í gegn. Og
vegna þessa slæma galla að geta
ekki sagt nei var hann ofnotaður
og það kom niður á heilsu hans. Ef
Einar var beðinn einhvers var
hann fljótur til og neitaði aldrei.
Því miður var oft níðst á honum,
sérstaklega þegar hann átti frí-
viku í húsvarðarstarfinu.
Einar var mikill tónlistar- og
hljóðmaður. Þau eru ekki svo fá
leikritin sem Halaleikhópurinn
hefur sett á svið að Einar hafi ekki
hjálpað til með hljóðið, smíðað
leikmyndir, reddað leikmunum,
skúrað gólfið og margt, margt
fleira. Við unnum oft saman niðri í
Hala, einkum þegar þau sem ætl-
uðu að koma og ganga frá svo allt
væri klárt fyrir næstu æfingu dag-
inn eftir létu ekki sjá sig. Enginn
kom og þá hringdi hann í mig og
Kidda Guðjóns og við kláruðum
verkið, vorum oft að framundir
miðnætti. Hann leigði íbúðina við
hliðina á mér og aldrei varð ég fyr-
ir ónæði af hans völdum, þótt
stundum væri þar glatt á hjalla.
Við vorum góðir grannar. Ósjald-
an stakk hann upp á að gera eitt-
hvað fyrir fólkið í húsinu. Þá hjálp-
uðum við Kiddi Guðjóns honum.
Við þrjú vorum gott teymi. Hann
fékk nokkra til að baka vöfflur og
bauð öllum sem vildu að koma og
var það vel sótt úr báðum álmum
hússins. Einnig hélt hann tónlist-
arskemmtun á stóru svölunum á
verslunarmannahelgum og bakað-
ar voru vöfflur sem var vel tekið.
Sumir tóku undir sönginn. Í mörg
ár sá hann um að gera klárt fyrir
messur í húsinu og lánaði hljóð-
færi. Það er svo margt sem hann
gerði fyrir okkur að of langt mál
yrði að telja það upp hér. Ef við
vorum veik eða nýkomin af spítala
og komum ekki í mat vitjaði hann
okkar og færði þeim mat úr eld-
húsinu sem vildu. Oft kom hann
upp í Krika (sumarhús
Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð-
inu) á meðan ég sá um það. Þegar
ég hélt upp á sextugsafmælið mitt
þar kom hann og skemmti gest-
unum við mikinn fögnuð.
Hann var góður vinur og félagi
og er sárt saknað af mörgum.
Ég votta fjölskyldu hans og vin-
um mína dýpstu samúð.
Kristín R. Magnúsdóttir.
Það var mikið happ fyrir Sjálfs-
björg á höfuðborgarsvæðinu að fá
hann Einar til liðs við félagið, því
hann var einstaklega greiðvikinn
og hjálpsamur.
Hann var alltaf fyrstur til að
mæta ef eitthvað þurfti að gera.
Hans versti kostur var að geta
ekki sagt „nei“.
Enda þegar við fórum í það
verk að byggja upp sumarfélags-
heimili okkar, Krika við Elliða-
vatn, þá var hann allra fyrstur til
að mæta og hjálpa til.
Hann átti mjög góð ár hér í
Sjálfsbjargarhúsinu og á það
marga góða vini sem sakna hans
nú.
Nú kveðjum við góðan vin og
félaga og vottum fjölskyldu hans
og vinum okkar dýpstu samúð.
Fh. Sjálfbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu,
Grétar Pétur Geirsson,
formaður.
Einar Þórður
Andrésson
✝
Sigurbjartur
Sigurðsson
fæddist í Þykkva-
bæ í Rangárvalla-
sýslu 25. júní 1924.
Hann lést á Hrafn-
istu í Laugarási
12. maí 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Hall-
fríður Sigurðar-
dóttir, f. 8.7. 1894,
d. 2.8. 1977, og
Sigurður Björnsson, f. 28.4.
1900, d. 2.8. 1985.
Systkini sammæðra: Guð-
björg Svava Sigurgeirsdóttir,
f. 28.2. 1915, d. 22.5. 1999, og
Sigurgeir Óskar Sig-
urgeirsson, f. 14.5. 1916, d.
27.6. 1990.
Sigurbjartur kvæntist þann
7.10. 1950 Guðbjörgu Bjarn-
heiði Jónsdóttur, f. 29.12.
1927.
Foreldrar hennar voru Jón
Jónsson, f. 9.11. 1896, d. 21.3.
1966, og Helga Illugadóttir, f.
7.10. 1901, d. 26.1. 1991.
hann lauk barnaskólaprófi frá
barnaskólanum í Þykkvabæ.
Meiri varð menntunin á bókina
ekki. En þeim mun meira lærði
hann að vinna með höndunum,
af móðurbróður sínum sem var
mikill hagleiksmaður og
kenndi honum að smíða jafnt
úr tré og járni.
Ungur fór hann að heiman
til vinnu, á vertíð í Vest-
mannaeyjum og í Bretavinnu
bæði á Selfossi og til Reykja-
víkur. Gekk í flest verka-
mannastörf m.a. hjá Hrað-
steypunni og hjá Raftækja-
verslun Júlíusar Björnssonar.
Árið 1962 réðst hann sem eft-
irlitsmaður til Hitaveitu
Reykjavíkur, síðar Orkuveitu
Reykjavíkur, og vann þar óslit-
ið til starfsloka 1994.
Í lok fjórða áratugarins
keypti Sigurbjartur bragga af
hernum, einangraði og gerði
vistlegan, þar hófu þau Guð-
björg búskap og bjuggu í á
meðan Sigurbjartur byggði
einbýlishúsið Langagerði 34.
Þau fluttu þangað 1953 og
bjuggu í húsinu allt þar til Sig-
urbjartur fór á Hrafnistu á síð-
asta ári, eða í 67 ár.
Útför Sigurbjarts fer fram
frá Bústaðakirkju í dag 27.
maí 2021 kl. 13.
Dætur Sigur-
bjarts og Guð-
bjargar eru: 1)
Jóna Sigfríð, f.
9.5. 1951, maki
Gunnar Þórir Þor-
kelsson, þeirra
dætur a) Guðbjörg
Lísa, maki Krist-
inn Rúnar Victors-
son, b) Eygló Ida,
maki Anton Örn
Karsson, börn
þeirra Ísak Aron, Agnes Harpa
og Jakob Hrafn. 2) Heiða
Björg, f. 13.7. 1962, maki Hans
Gíslason, dóttir þeirra Hugrún
Lena, maki Hilmar Einarsson,
og sonur þeirra Tómas Nói.
Synir Hans Gíslasonar af fyrra
hjónabandi eru Baldvin, Björg-
vin og Davíð.
Sigurbjartur ólst upp við al-
menn sveitastörf hjá foreldrum
sínum og móðurbróður Guð-
jóni Sigurðssyni, sem bjó fé-
lagsbúi með foreldrum hans í
Tobbakoti.
Skólaganga var ekki löng,
Tíminn líður áfram og hann teymir
mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það
hvert hann fer.
En ég vona bara hann hugsi soldið
hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
Ég sakna þín í birtingu að hafa þig
ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sól-
in brosir við mér
og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á
en ég sakna þín mest á nóttunni er
svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og ég sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem
færast nær og nær,
ég man þig þegar augu mín eru op-
in hverja stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer
ég á þinn fund.
(Magnús Þór Jónsson - Megas)
Takk fyrir allt og allt.
Þín
Guðbjörg (Gugga).
Kær faðir okkar er látinn í
hárri elli.
Það telst ekki héraðsbrestur
þótt aldraður maður fái hvíld,
en engu að síður er eins og
tíminn stöðvist um sinn og allt
verði hljótt. Minningarnar
streyma fram, flestar frá löngu
liðinni tíð, frá barnæsku þegar
foreldrar manns eru miðpunkt-
ur tilverunnar.
Pabbi var sveitastrákur
fæddur í Þykkvabænum og ólst
upp við gott atlæti hjá for-
eldrum sínum og móðurbróður
Guðjóni Sigurðssyni og ömmu
Úlfheiði Benediktsdóttur.
Hann fór að heiman til að
sækja vinnu innan við tvítugt,
vann sem verkamaður á ýms-
um stöðum hin fyrstu Reykja-
víkurár, m.a. í Hraðsteypunni,
þar kynntist hann Bessa vini
sínum, en vináttan entist út
ævina.
Pabbi var alltaf vinnandi,
ekki aðeins að hann byggði,
með hjálp góðra vina, fjöl-
skylduhúsið Langagerði 34.
Þegar hefðbundnum vinnudegi
lauk tók gjarnan við aukavinna
í kjallaranum eða bílskúrnum,
þar sem þeir vinirnir Bessi og
pabbi smíðuðu alls konar muni,
t.d. leikföng, kertastjaka og
seinna mælajárn fyrir hitaveit-
una, allt til að drýgja tekjurn-
ar. Í gríni kölluðu þeir þessa
starfsemi „Snúning“. Það var
helst föstudagurinn langi sem
var frídagur og þá var gjarnan
skroppið í bíltúr á Willys-jepp-
anum sem pabbi eignaðist ung-
ur. Það var líka farið í útilegur
á sumrin þegar fram liðu
stundir, fyrst með Bessa, Fríðu
og börnum og svo með Guð-
nýju systur mömmu, Stebba
manni hennar og þeirra börn-
um. Ógleymanleg ferðalög
hingað og þangað um landið í
tjöldum með lausum botnum,
svo kóngulær áttu greiðan að-
gang. Svo var maður dúðaður í
húfu og vettlinga áður en
skriðið var í svefnpokann.
Seinna var ferðast um á
Volkswagen-bjöllu sem þótti
hinn besti farkostur.
Árið 1974 fóru mamma og
pabbi í fyrstu utanlandsferð-
ina, í Rínarlandaferð með Guð-
nýju og Stebba, og upp frá því
fóru þau í margar ferðir saman
til útlanda, gjarnan til Skot-
lands á haustin og í sólina, ým-
ist sumar eða vetur. Þau nutu
öll þessara ferða og ekki síst
félagsskaparins.
Seint á níunda áratugnum
hóf pabbi smíði sumarhúss á
bökkum Hólsár í Þykkvabæn-
um, á landi sem tilheyrt hafði
Tobbakoti, fæðingarstað
pabba. Þar naut hann sín og
þau mamma bæði, dvöldu þar
mikið og aldrei féll pabba verk
úr hendi. Því er ekki að leyna
að við systur hefðum gjarnan
viljað að hann hefði kunnað að
hvíla sig og njóta, en það var
bara ekki til í hans huga. Hann
ræktaði landið, gróðursetti tré
og byggði og lagaði alla daga
og þarna voru Stebbi og Guðný
líka þátttakendur í ævintýrinu,
sem og við systur og okkar
fólk. Pabbi var sannkallaður
þúsundþjalasmiður. Svolítið af
gamla skólanum, sem vonlegt
var. Lánaði ekki bílinn sinn!
Hann elskaði harmonikkutón-
list og var frábær dansari. Góð
minning að hafa séð þau
mömmu svífa um í dansi.
Pabbi var heilsuhraustur allt
sitt líf og gat hlaupið fram und-
ir nírætt. En elli kerling fór
ekki mildum höndum um hann
síðustu árin, og þegar heilabil-
un tók að herja á urðu sporin
þyngri. Síðasta árið dvaldi
hann við gott atlæti á Hrafn-
istu Laugarási. Og alltaf stóð
mamma við hlið hans í hverju
sem á gekk á allt til hinstu
stundar.
Hvíl í friði elsku pabbi
Jóna og Heiða Björg.
Elsku afi Diddi hefur loksins
fengið langþráða hvíld eftir
erfið veikindi.
Afa féll aldrei verk úr hendi.
Hann var vinnusamur, vand-
virkur og skapandi og var hann
duglegur að lagfæra það sem
aðrir töldu ónýtt og skera út
allskonar muni úr viði. Hann
reisti sumarbústað á æskuslóð-
um sínum í Þykkvabæ og var
duglegur að halda honum við
og græða lóðina í kring með
dyggri aðstoð ættingja. Ég á
margar góðar minningar úr
Þykkvabæ síðan ég var lítil
stelpa og fékk að vera þar með
ömmu og afa.
Í kjallaranum í Langagerði
átti afi athvarf þar sem hann
dvaldi löngum stundum og var
alltaf eitthvað að brasa. Fyrir
öðrum virtist sem öllu ægði þar
saman en afi vissi upp á hár
hvar allt var geymt. Hver hlut-
ur átti sitt pláss í kjallaranum
og lyktina af nýpússuðum viði
og lakki lagði upp ganginn þeg-
ar ég kom í heimsókn. Lykt
sem mér þykir vænt um og ég
tengi sterkt við afa minn.
Afi lá ekki á skoðunum sín-
um og sagði hlutina eins og
þeir voru. Ég gat því alltaf
treyst því að hann væri að
segja mér satt. Ég er þakklát
fyrir allar samræðurnar sem
við áttum, allar sögurnar sem
hann sagði mér úr æsku sinni
og öll skiptin sem við drukkum
kaffi saman og fengum okkur
eitthvað sætt með. Afi var
mesti sælkeri sem ég hef hitt
svo það var alltaf hægt að
koma í heimsókn og fá hann til
að taka sér hlé til að deila kon-
fekti eða köku með okkur
ömmu. Ég myndi gefa mikið
fyrir einn kaffibolla og eina
afasögu í viðbót þó ég sé gríð-
arlega þakklát fyrir að hafa
fengið að fylgja honum svona
lengi.
Uppáhaldsminningin mín
um afa Didda er þegar ég var
stödd á Laugaveginum rétt
fyrir jól með afa og ömmu og
foreldrum mínum. Jólaösin
var mikil og verið að kaupa
síðustu gjafirnar. Ég var lítil
og þreytt og til allrar ham-
ingju var afi Diddi líka þreytt-
ur á búðarápi svo við röltum
bara tvö, hönd í hönd, niður
Laugaveginn og stoppuðum
við hvern búðarglugga sem við
sáum til að skoða jólaskrautið.
Ég plataði afa svo auðvitað til
að bjóða mér upp á kakóbolla.
Þessi minning er svo hlý í
huga mínum. Bara við tvö í ró-
legheitum á meðan heimurinn
snerist mikið hraðar í kring-
um okkur.
Ég er viss um að afi Diddi sé
kominn aftur í Þykkvabæ,
uppáhaldsstaðinn sinn í veröld-
inni, að setja niður kartöflur og
fylgjast með fuglavarpinu við
árbakkann. Kannski að hann
fái sé einn mola líka.
Eygló Ida.
Sigurbjartur
Sigurðsson
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.