Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 51

Morgunblaðið - 27.05.2021, Síða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 ✝ Gisela Schulze fæddist 24. mars 1931 í Stettin í Þýskalandi. Hún lést á Vífilsstöðum 9. maí 2021. Foreldrar Giselu voru Walter Shulze, f. 4. júlí 1884, og Martha Schulze, f. 31. mars 1898, og var Gisela ein af fimm systkin- um. Eftirlifandi eiginmaður Gi- selu er Árni Jónsson, fyrrver- andi svæðisútibússtjóri í Lands- bankanum, f. 24. maí 1929. Foreldrar Árna voru Jón Árna- son, fyrrverandi bankastjóri, f. 17. nóvember 1885, og Sigríður 28. júlí 1988. 2) Björn, f. 25. júní 1956, d. 6. apríl 2010, maki Guð- rún Haraldsdóttir, f. 29. júní 1959. Synir þeirra eru a) Har- aldur, f. 23. desember 1981, sambýliskona Jóna Katrín Guðnadóttir, f. 6. janúar 1980. Þeirra börn eru Björn Rúnar og Ásdís Björk, b) Arnar, f. 10. nóv- ember 1987, og c) Brynjar, f. 10. nóvember 1987. 3) Ingunn Guð- rún, f. 9. desember 1963, maki Stefán Pétursson, f. 1. janúar 1963. Börn þeirra eru a) Sigríð- ur Gisela, f. 23. september 1989, og b) Pjetur, f. 16. mars 1995. Gisela kom til Íslands með Esjunni 1949 og starfaði um hríð á Vífilsstöðum. Lengst af var hún heimavinnandi og sinnti af alúð tengdaforeldrum, börn- um og barnabörnum. Útför Giselu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 27. maí 2021, klukkan 15. Björnsdóttir hús- freyja, f. 25. janúar 1897. Börn Giselu og Árna eru: 1) Jón, f. 1. apríl 1953, d. 23. janúar 1999, maki Guðrún Harðar- dóttir, f. 30. októ- ber 1953. Synir þeirra eru a) Árni, f. 10. júlí 1971, maki Lovísa Kristín Einarsdóttur, f. 17. september 1980. Þeirra börn eru Jón Einar og Dagrún. Fyrir átti Árni Sölku Ósk með Ernu Maríu Ei- ríksdóttur, f. 18. maí 1974, b) Hörður, f. 10. september 1981, en hann á Guðrúnu Ísold með Elísabetu Maríu Pétursdóttur, f. Elsku mamma mín. Hún hefði viljað deyja heima, en úr því sem komið var þá var skást að deyja á Vífilsstöðum, hvar hún hóf sitt ís- lenska líf fyrir tæpum 72 árum. Hún var í hópi þeirra Þjóðverja sem komu með Esjunni til Íslands í júní 1949. Það var hennar gæfa, kannski vegna þess hversu ung hún var, að vera send að Vífilsstöð- um til vinnu, en þaðan átti hún góð- ar minningar. 1. september 1939. Dásamlegur síðsumarsdagur í Stettin. Krakk- arnir ákváðu að skrópa í skólanum og fara niður að ánni og hafa gam- an. Þetta var í eina skiptið sem mamma skrópaði í skólanum, þá átta ára gömul. Ef hún hefði ekki skrópað, hefði heimsstyrjöldin þá ekki brotist út? Mamma sagði mér minnst frá lífinu í Þýskalandi í stríðinu. Það sem hún sagði var af öllum dýrunum sem hændust að henni og urðu vinir hennar. Svín- inu hreinlega, hundunum sem fylgdu henni í og úr skóla og gæs- inni sem fylgdi henni á flóttanum. Hún var nösk að finna út hvar hundar og kettir ættu heima og gekk oft framhjá til að kasta á fer- fætlingana kveðju, ekki síst með barnabörnunum, en þá var farið í sérstakar gönguferðir eftir kisu- götum og framhjá hundahúsum. Mamma var hlý og góð og mátti ekkert aumt sjá. Eitt sinn, að vetri, fann hún smábarn í kerru á Lauga- veginum. Barnið var illa klætt og ekki með ábreiðu. Mamma tók af sér stórt sjal og vafði um barnið til að koma í það hita. Hvað sem um Þýskaland á fjórða áratugnum má segja var þar lögð áhersla á klassíska menningu og mamma, sem barn, naut þess mikið. Við, ásamt Giselu litlu, fór- um oft saman á tónleika og balletta og vorum fastagestir á Hnotu- brjótnum fyrir jólin. Kvöldið áður en mamma dó fann ég tónlistina úr þeim ballett í tölvunni og spilaði fyrir okkur. Þeim tónleikum lauk með Loft-svítunni eftir Bach, sem var fæddur í Eisenach og var í uppáhaldi hjá mömmu enda hafði hún heyrt mikið af hans tónlist sem unglingur í þeirri borg. Mamma var allt annað er bara húsmóðir, hún var drottning heim- ilisins. Hún var snillingur í öllu sem tengdist mat og bakstri með holl- ustuna að leiðarljósi og þess naut fjölskyldan óspart. Hún bjó okkur hlýtt og notalegt heimili. Ég man alltaf eftir ljósinu uppi í eldhús- glugganum sem kvaddi mig þegar ég fór í skólann og tók á móti mér þegar ég kom heim. Síðustu nætur mömmu svaf ég hjá henni á Vífilsstöðum. Mér leið eins og í gamla daga þegar við vor- um á ferðalögum. Þessar síðustu nætur voru notalegar og eru mér dýrmætar. Ég spurði mömmu einu sinni hvort við ættum að þiggja að- stoð þýska sendiráðsins við að finna ættingja hennar í Þýskalandi. Hún svaraði að hún hefði verið svo heppin að geta sjálf valið sér sína fjölskyldu á Íslandi. Elsku mamma mín. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og betra er að elska og missa en fá aldrei að elska. Þú lést að lokum undan og settir sjálfa þig í fyrsta sætið. Þú leyfðir þér að sleppa tök- unum á þessu lífi sem var þér gott þegar allt kemur til alls, þrátt fyrir ótrúlegt upphaf sem ekki nokkur manneskja, hvað þá barn, ætti að reyna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Ingunn Guðrún (Inga). Það var fallegur vordagur þegar tengdamóðir mín, Gisela Schulze, lygndi augum í síðasta sinn. Gisela fæddist í Stettin í Þýskalandi 24. mars 1931 og einkenndist æska hennar af síðari heimsstyrjöldinni, sem hafði djúp áhrif á lífshlaup hennar. Gisela flúði loftárásir á Stettin ásamt foreldrum sínum, þremur systrum og bróður en 1942 varð hún viðskila við fjölskylduna. Hún var eftir það á eigin vegum og síðari hluta styrjaldarinnar var hún, vart orðin unglingur, ein af þeim milljónum manna sem þokuð- ust í vesturátt á flótta undan her- sveitum Sovétmanna. Hún var alla tíð fámál um þennan hluta af lífi sínu en talaði þó vel um rússnesku hermennina, sem gáfu henni að borða þegar hún var stödd öfugum megin víglínunnar. Gisela fann fjöl- skylduna, að bróður sínum undan- skildum, í Lübeck í Þýskalandi 1947. Bróðir hennar hvarf í stríð- inu. Hún talaði ekki um það en ljóst er að samband hennar við fjöl- skylduna var brotið til frambúðar. Gisela var í hópi þeirra Þjóðverja sem komu með Esjunni í júní 1949, þá 18 ára gömul. Flestir fóru til starfa í landbúnaði vítt um land en ferill Giselu varð allt annar. Hún var ásamt fjórum öðrum stúlkum send til starfa á Vífilsstöðum, sem þá var bújörð. Þaðan var ekki langt „í bæinn“ og vinkonurnar fóru af og til í bíó eða á dansstaði þess tíma. Þar rakst hún á Árna tengda- föður minn, sem hafði gaman af því að láta reyna á menntaskóla- þýskuna. Þau gengu í hjónaband 1954 og bjuggu á sérhæð í húsi for- eldra Árna við Laufásveginn, sem þau síðar byggðu við. Gisela og Árni eignuðust þrjú börn, Jón, Björn og Ingunni Guðrúnu. Báðir synirnir létust langt fyrir aldur fram og var það Giselu þung raun. Þegar ég kom fyrst á Laufásveg- inn fyrir nær 40 árum tók á móti mér myndarleg og fínleg kona sem ég heyrði naumast að væri ekki innfædd, svo góð var íslenskan. Hún var heimavinnandi og annað- ist jafnframt tengdamóður sína sem þá bjó á sérhæð í húsinu. Þá hugsaði hún um barnabörnin og er það gott dæmi um hjálpsemi henn- ar. Gisela ól í raun upp tvær kyn- slóðir; sín eigin börn en einnig barnabörnin, sem komu nær alltaf til hennar eftir skóla. Barnabörnin öll bera henni fagurt vitni. Okkur Giselu kom alla tíð vel saman. Hún hafði mikið jafnaðargeð og fyrirgaf tengdasyninum alls kyns afglöp. Hún hafði líka gaman af því að elda og bjóða fólki að borða. Ég hafði á móti gaman af því að borða þannig að sambandið hlaut að verða far- sælt. Gisela hafði yndi af leiklist og tónlist og unun af ferðalögum. Þau hjónin ferðuðust víða, bæði ein og með vinum. Konan mín og dóttir fóru með þeim í síðustu ferð Giselu sumarið 2019 og var nokkuð ljóst að Gisela myndi ekki ferðast oftar. Á spítalanum sagði hún mér að hún vildi fara til Berlínar. Hugurinn var sterkur þótt líkaminn væri að niðurlotum kominn. Gisela lést á Vífilsstöðum á mæðradaginn, 9. maí sl. Það var viðeigandi. Með því setti hún fallegan endi á Íslands- dvöl sína sem hófst á sama stað fyr- ir 72 árum. Ég þakka elskulegri tengdamóður minni samfylgdina og allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Stefán. Í dag minnumst við yndislegrar konu sem var mikilvæg í lífi okkar. Gisela og mamma voru mjög góðar vinkonur og munum við ekki eftir okkur án hennar, hún var hluti af fjölskyldunni. Árni og Gi- sela voru góðir vinir foreldra okk- ar, þau brölluðu margt saman og ferðuðust mikið innanlands sem ut- an. Vorum við krakkarnir oft með í för og lentum við í alls kyns æv- intýrum í þessum ferðum. Á næst- um hverjum föstudegi í yfir fimm- tíu ár kom Gisela til mömmu, sem lagði á henni hárið, húsið fylltist af konum og var setið lengi, spjallað og hlegið. Hennar er nú sárt sakn- að. Gisela var listakokkur, eldaði góðan mat og bakaði góðar kökur. Á afmælisdegi pabba mætti hún alltaf með sinn ljúffenga þýska snúð og Stollen-brauðið hennar er ómissandi á jólunum. Hún kynnti okkur þannig alls kyns nýja rétti sem ekki voru algengir á Íslandi á þeim tíma, okkur til mikillar ánægju. Gisela hafði mjög gaman af tónlist og leiklist og voru þær ófáar ferðirnar saman á tónleika og í leikhús frá því við vorum smá- krakkar. Í huga okkar var Gisela alltaf hlý, ljúf og góð, alltaf tilbúin að að- stoða þegar á þurfti að halda, og þannig munum við minnast henn- ar. Elsku Árni, Inga og fjölskylda, við sendum ykkur kærar samúðar- kveðjur. Sigríður og Guðbjörg. Elsku Gisela mín. Mig langar að þakka þér fyrir svo margt. Mig langar til að þakka þér fyrir að þú tókst mér vel, 14 ára stelpunni sem var farin að þvælast með honum Nonna þínum þegar hann loksins hafði kjark til að teyma mig upp á loft á Laufásveginum. Mig langar til að þakka þér að leyfa mér að flytjast í kjallarann þegar við Árni litli vorum á hrak- hólum og þar gátum við Nonni stofnað litlu fjölskylduna okkar. Þér leiddist ekki þegar stubburinn læddist svo milli hæða og valdi það sem honum leist best á hverju sinni, hvort sem það var hjá ömmu eða langömmu. Mig langar líka að þakka þér fyrir að taka báða drengina mína að þér þegar brúa þurfti bil milli leikskóla og skóla og þetta gerðir þú fyrir öll þín sjö barnabörn og áttir í þeim hvert bein. Líf þitt var ekki einfalt. Að alast upp í stríðinu, ferðast ein meðal flóttafólks í mörg ár og sigla til ókunnugs lands upp á von og óvon um betra líf er held ég nokkuð sem við getum ekki ímyndað okkur hvernig er. Viðhorf þitt til lífsins hjálpaði þér í gegnum allt það mót- læti sem þú gekkst í gegnum og mættum við öll tileinka okkur það. Þú fannst lífsförunautinn hér okkur til happs og stofnaðir þína fjölskyldu á Íslandi og hún var þér mjög mikils virði. Þú áttir trausta tengdaforeldra og þau nutu þess þegar þau urðu eldri því þú ann- aðist þau af mikilli umhyggju. Laufásvegurinn var þitt heimili og rætur þínar og öryggi þar. Þú kenndir mér margt – ég geri alltaf ribsgelé eins og þú, ég steiki roastbeef eins og þú og bý til béar- naise-sósu eins og þú, soðsósu og pannera kartöflur, nýti afganga og hendi ekki mat, baka brauð og góðu snúðana þína, allt þetta lærði ég af þér. Ég, drengirnir mínir og lang- ömmubörnin fjögur viljum fá að senda þér þessa þakklætiskveðju nú þegar þú kveður okkur. Takk fyrir allt elsku tengdamamma. Guðrún Harðardóttir. Amma mín var ein merkasta kona sem ég hef kynnst. Þrauta- ganga hennar fyrstu 18 ár ævi sinnar, í seinni heimsstyrjöldinni, er langt fyrir utan það sem hug- urinn nær að meðtaka. Þrátt fyrir alla hennar hrakninga á mótunar- árunum tókst hún á við þá af miklu æðruleysi. Svo vitnað sé í hana: „Svona var þetta bara.“ Amma gaf mér svo margt, þar á meðal aðferðir til þess að takast á við mótlæti í lífinu og fordæmi um þá seiglu sem manneskjan getur búið yfir. Við frændurnir Haraldur og ég fórum ekki til dagmömmu, amma var dagmamma ættarinnar og við eyddum mýmörgum dögun- um í ævintýrahúsinu á Laufásvegi. Þegar ég hugsa til þeirra daga koma upp margar minningar, sér- staklega að hafa fengið að fara upp á háaloft í eins konar Pétur Pan- andrúmsloft. Amma var ekki mikið í því að tala um tilfinningar sínar né sögu sína úr stríðinu. Eflaust varnarað- ferð til þess að takast á við fyrri lífsreynslu. Ég fann þó alltaf fyrir ást hennar og hlýju. Þegar faðir minn, sonur hennar, lést árið 1999 þá var erfiður tími hjá fjölskyld- unni. Amma stóð líkt og ávallt eins og klettur og bar harm sinn í hljóði. Ég ræddi aldrei við hana um fráfall hans, orð voru ekki þörf, hún tókst á við það á sinn hátt. Amma dvaldi síðustu mánuði ævi sinnar á Vífilsstöðum og ég er þakklátur því starfsfólki þar sem gaf grænt ljós á heimsóknir til hennar. Ég heimsótti hana og dótt- ir mín einnig. Dóttur minni þótti af- skaplega vænt um langömmu, hún kom með mér til hennar og naut þess að lesa fyrir langömmu sína. Eitt af því sem ég hafði aldrei sagt við ömmu var að hún væri ein af mínum fyrirmyndum í lífinu. Ég fékk tækifæri til þess að segja henni það í einni af þessum heim- sóknum. Þrátt fyrir ástand hennar, þar sem hún gat ekki tjáð sig mik- ið, þá spurði hún mig „af hverju?“. Ég sagði henni að það væri vegna þess hvernig hún tókst á við lífið, sýndi æðruleysi og seiglu sem hún þurfti að gera strax frá unga aldri og sigraðist á erfiðleikum sem voru langt umfram þroskastig. Amma mín var hetja, þrátt fyrir að hógværð hennar hefði gert það að verkum að hún hefði ólíklega samsinnt því. Ég er þakklátur fyrir minning- arnar. Ég er þakklátur fyrir allt það sem amma gerði fyrir mig. Ég er þakklátur fyrir ömmu mína. Ég elska þig amma mín, ég elska þig langamma. Hörður og Guðrún Ísold. Gisela Schulze ✝ Þórdís Jóhann- esdóttir fæddist í Skálholtsvík í Hrútafirði 10. sept- ember 1919. Hún lést á Landspít- alanum 13. maí 2021. Foreldrar Þór- dísar voru hjónin Jóhannes Jónsson, bóndi í Skálholts- vík, f. 1.10. 1873 í Skálholtsvík, d. 14.5. 1844, og Sig- urrós Þórðardóttir, húsfreyja í Skálholtsvík, f. 5.11. 1874 í Stykk- ishólmi, d. 21.1. 1930. Þórdís var yngst í tólf alsystk- ina hópi. Elstur var Þorvaldur, f. 17.1. 1902, d. 22.9. 1989. Guðný Margrét, f. 12.6. 1903, d. 3.3. 1979. 26.5. 1950, og Guðfinna Steinunn Finnbogadóttir húsmóðir, f. 20.5. 1889, d. 30.9. 1926. Þórdís og Svavar áttu saman fimm börn. Elstur var Jóhannes, f. 11.2. 1945, d. í feb. 1945. Þor- geir Pétur, f. 24.4. 1947, kvæntur Önnu Þórnýju Annesdóttur, börn þeirra: Anný Gréta, Dagný Hild- ur og Rúnar Pétur. Guðfinna Steinunn, f. 3.8. 1950, gift Frið- þjófi Arnari Helgasyni, börn þeirra: Þórdís Eik og Helgi Berg. Sigurrós, f. 19.9. 1953, sambýlis- maður Páll Jónsson, áður gift Guðjóni Grétari Óskarssyni sem lést, börn þeirra: Örn Óskar, Orri Svavar, Grétar Þór og Guð- bjartur Goði. Jóhanna, f. 9.8. 1957, gift Giovanni Rancitelli, börn þeirra: Rósa Ýr og Manfreð Svavar. Barnabarnabörn eru orð- in 20 talsins. Þórdís er fædd og uppalin í torfbæ í Skálholtsvík. Hún missir móður sína 10 ára og fluttist eftir það með Guðnýju systur sinni og Sigurði manni hennar í Bakkasel í Hrútafirði. Tvítug flytur hún til Reykjavíkur og kemst í vist hjá heiðurshjónunum Soffíu og Ara Ó. Thorlacius endurskoðanda í Tjarnargötu.. Sumrunum eyddu þau á Álfanesi á Mýrum og var Þórdís þá kaupakona. Einnig var hún eitt sumar kaupakona hjá Páli Guðmundssyni, óðalsbónda og skáldi, og Rósu Eyjólfsdóttur á Hjálmsstöðum í Laugardal. Þórdís var eiginkona, móðir, amma, langamma og húsmóðir. Hún saumaði og prjónaði mikið, allt lék í höndunum á henni. Þau hjónin ferðuðust um landið á ár- um áður í tjaldi og stunduðu stangveiðar. Þórdís var dýravin- ur, göngugarpur mikill og sótti sundlaugarnar stíft. Á Lauga- veginum bjó hún þar til yfir lauk og naut síðustu árin aðstoðar dætra sinna, Sigurrósar, Páls sambýlismanns hennar, og Guð- finnu. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík þann 27. maí 2021 klukkan 15. Arndór, f. 5.3. 1905, d. 31.7. 1994. Jón, f. 30.4. 1906, d. 7.7. 1999. Sigríður Jó- hanna, f. 22.11. 1908, d. 20.2. 1997. Ólafía Rannveig, f. 19.5. 1910, d. 30.1. 2007. Guðrún Lilja, f. 3.10. 1912, d. 11.5. 1983. Ólafía Guð- ríður, f. 10.12. 1913, d. 3.9. 1994. Magn- ús, f. 12.5. 1915, d. 25.8. 1936. Ingólfur, f. 27.8. 1916, d. 18.5. 1993. Þórdís giftist 2.12. 1944 Svav- ari Þorvaldi Péturssyni, f. 17.1. 1918, d. 11.8. 1991. Foreldrar hans voru Pétur Þorvaldsson tré- smíðameistari, f. 10.3. 1882, d. Elsku amma Dísa er farin frá okkur. Þegar ég hugsa til hennar streyma fram yndislegar minn- ingar. Hún var einstaklega góð amma og ég eyddi sem barn mikl- um tíma hjá henni og afa á Laugaveginum. Ég bjó fyrstu æviárin í risinu og sótti eftir það mikið í að vera hjá þeim, enda elsta barnabarnið og fékk þar af leiðandi mikla athygli frá þeim. Ég fór oft til þeirra eftir skóla og eyddi miklum tíma í að spila við afa og ömmu vist, ólsen og rommý og fannst ekki leiðinlegt að amma átti alltaf til nýbakaðar kleinur og kökur enda var hún snillingur í eldhúsinu, ekkert jafnast á við marengstertuna hennar. Fyrir jólin bakaði hún heilu dunkana af smákökum og hún var mjög dugleg að gera pönnukökur og er það helsta minningin sem börnin mín eiga um hana. Ég man eftir henni og afa að svíða hausa á stéttinni, sláturgerðinni í eldhúsinu, úti- legunum í gula A-tjaldinu, veið- inni, sundlaugarferðunum, þar sem amma elskaði að liggja í sól- baði, kisunum og Nóa hundi. Á Laugaveginum var alltaf mikið líf og fjör og ekki óalgengt að hópur fólks kæmi saman í litla eldhúsinu þar sem tekist var á, borðað og hlegið. Þegar afi dó var amma mjög dugleg að fara í ferð- ir með Félagi eldri borgara, hún hafði mikla unun af því að ferðast innanlands. Hún og ein vinkona hennar höfðu mjög gaman af að taka einn hring með strætó, þær sáu svo margt á leiðinni! Seinna þegar ég byrjaði að búa var það í risinu hjá ömmu og er ég þakklát fyrir þann tíma með henni. Þegar ég flutti svo í Hlíðarnar var hún dugleg að koma við með eitthvert góðgæti enda var hún vön að ganga allt sem hún fór. Ég og fjölskyldan mín kveðjum með söknuði yndislega ömmu sem var alltaf glöð og hlæjandi, vildi allt fyrir aðra gera og ekkert var of mikið vesen. Hún var líka sval- asta amman, varð 101 árs og bjó í 101 Reykjavík, það gerist ekki mikið flottara. Amma, minningin um þig mun ætíð fylgja mér, takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín nafna, Þórdís Eik. Elsku amma Dísa! Ég er heima hjá þér og þú situr ekki lengur í ruggustólnum þínum. Það er mjög dapurlegt og skrýt- ið. Þótt ég hafi búið langt frá þér meginhluta ævinnar verða stund- irnar sem við áttum saman mér ævinlega dýrmætar. Gestrisni þín var einstök, þú áttir alltaf eitthvað dásamlega girnilegt að bjóða okkur! Kvöldin þegar við spiluðum spil og þú sagðir mér sögur frá því í gamla daga. Þú elskaðir að horfa á myndir með dýrum í. Hreinskilnin þín! Þú hikaðir aldrei við að segja þinn hug. Svo orkumikil og jákvæð og naust lífsins svo vel. Þeir vinir mínir sem kynntust þér minnast þín af hlýhug þótt þeir hafi aldrei skilið orð af því sem þú sagðir. Ég mun alltaf geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Þitt barnabarn, Rósa Ýr. Þórdís Jóhannesdóttir HINSTA KVEÐJA Þar sem ég bý á Ítalíu hitti ég þig ekki svo oft um ævina en ég þakka þér fyrir hversu vel þú tókst á móti mér með ást og umhyggju þegar ég kom til þín og nóg af sætindum að borða! Bless elsku amma, kossar og knús. Kveðja frá barnabarni þínu á Ítalíu, Manfreð Svavar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.