Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 52

Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 ✝ Kristmann Eiðsson fædd- ist á Búðum í Fá- skrúðsfirði hinn 27. maí 1936. Hann lést í Reykjavík 20. október 2020. Hann var sonur hjónanna Eiðs Albertssonar skólastjóra á Búð- um, f. 1890, d. 1972, og Guðríðar Sveins- dóttur organista, f. 1906, d. 1986. Systkini Krist- manns: Þórunn Eva, hálfsystir samfeðra, f. 1921, d. 1965, Örn, f. 1926, d. 1997, Sveinn Rafn f. 1928, d. 2014, Ragnhildur, f. 1930, d. 2000, Berta, f. 1933, d. 2004, Bolli, f. 1943, og Albert, f. 1945. Hinn 30. júní 1956 giftist Kristmann Kristínu Þorsteins- dóttur, talsímakonu og hús- freyju og síðast ræstingastjóra við Landspítalann, f. 13. maí 1938, d. 29. janúar 2017. Þau eignuðust fjóra syni: 1) Gauti, prófessor, f. 1960. Kona hans er Sabine Leskopf, þýðandi og borgarfulltrúi, f. 1969, og eru börn þeirra a) Fjóla, f. 1996, b) Jakob, f. 2000 og c) Selma f. 2003. Fyrri sambýliskona Gauta var Þórkatla Þórisdóttir kenn- ari, f. 1952; börn hennar Ingi- björg Gylfadóttir, f. 1971, og Þórey Ólöf Gylfadóttir, f. 1976. 2) Þorsteinn, flugstjóri, f. 25. febrúar 1963. Fyrri kona Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi, f. 1964, og eru synir þeirra a) barna- og unglingaskóla þar gekk hann í Menntaskólann á Akureyri og síðar í Mennta- skólann í Reykjavík þar sem hann lauk stúdentsprófi 1955. Hann hóf nám við lagadeild Há- skóla Íslands en hvarf frá því 1958 en átti eftir að setjast á skólabekk í háskólanum í ís- lenskum fræðum veturinn 1979- 80 þegar hann var í orlofi. Krist- mann gegndi fjölmörgum störf- um um ævina en lengst af var hann kennari, við Réttarholts- skólann 1962-64 og 1965-2000 og við Barna- og unglingaskólann á Egilsstöðum veturinn 1964-65. Árið eftir að Sjónvarpið tók til starfa 1966 var hann fenginn til að þýða erlent efni fyrir Sjón- varpið, þ.m.t. hina frægu amer- ísku þáttaröð Dallas. Þýðing- arvinna hans fyrir sjónvarpið stóð yfir í meira en fjörutíu ár. Eins og margir kennarar tók Kristmann að sér sumarstörf og má telja blaðamennsku á Al- þýðublaðinu 1967 og 1968 og framkvæmdastjóri Frjáls- íþróttasambands Íslands 1969 og 1980. Þá var hann stöðvarstjóri fyrir ferðaskrifstofuna Sunnu á Mallorca sumrin 1970-72. Krist- mann var einnig ötull í félags- málastarfi og byrjaði snemma, var í Stúdentaráði HÍ 1955-56, líklega með þeim yngstu sem þar hafa setið. Hann sat í stjórn Fé- lags ungra þjóðvarnarmanna 1957-61, stjórn Félags gagn- fræðaskólakennara 1968-74 og stjórn Félags sjónvarpsþýðenda 1969-80, formaður 1975-80. Kristmann verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju 27. maí 2021 klukkan 15. Haukur, f. 1997, og b) Kristmann, f. 1999. Seinni kona Þorsteins var Íris Kristína Óttars- dóttir markaðs- fræðingur, f. 1971, og eru synir þeirra Þorsteinn Arnar, f. 2005, og Matthías Dagur, f. 2008. Sambýliskona Þor- steins er Elísabet Benkovic Mikaelsdóttir ritari, f. 1969. Börn Elísabetar eru Kol- brún Ósk Ólafsdóttir, f. 1993, Ólafur Jökull Ólafsson, f. 2000, og María Rós Ólafsdóttir, f. 2002. 3) Kristmann Egill raf- virki, f. 1965, giftur Herdísi Pétursdóttir húsmóður, f. 1964, og eru dætur þeirra Kristín María, f. 1988, og Þórhildur Kar- en, f. 1991. Dætur Herdísar eru Hjördís Ósk Andrésdóttir, f. 1981, og Sonja Jóhanna Andr- ésdóttir, f. 1984. 4) Eiður Páll Sveinn útflutningsstjóri, f. 24. febrúar 1968. Fyrri kona Gná Guðjónsdóttir framkvæmda- stjóri, f. 1963, og eru börn þeirra Birna Dís, f. 1987, Kristmann, f. 1989, og Ásdís, f. 1990. Sonur Gnár er Hinrik Örn Sigurðsson, f. 1985. Seinni kona Eiðs er Ólöf Gísladóttir ráðgjafi, f. 1963, og eru börn hennar Gísli Bjarnason, f. 1981, Rebekka Hallgríms- dóttir, f. 1989, og Katrín Hall- grímsdóttir, f. 1991. Kristmann var alinn upp á Búðum í Fáskrúðsfirði og eftir Ég sat undir tré í trjágarð- inum og gæddi mér á hundasúr- um. Sumarið 1971, ég var orðinn kúasmali og fékk yndislegasta símtal á ævi minni, ungur pjakk- ur. Troðfullur af söknuði, ég saknaði bræðra minna, mömmu og pabba. Fjölskylda pabba bjó á Búðum á Fáskrúðsfirði í hans æsku. Hann var 20. aldar barn og fæddur 1936 og var því níu ára í stríðslok. Hann upplifði töluverð- ar breytingar þrátt fyrir að hafa alist upp við góðan kost. Hann hafði leikið sér með legg og skel í æsku og var alltaf sáttur við sinn hlut. Hann yfirgaf föðurhús 13 ára gamall til að ganga í MA en þá var skrölt þjóðveginn frá Fá- skrúðsfirði til Reyðarfjarðar en þar endaði vegurinn og fór hann það sem eftir lifði fararinnar í bát til Akureyrar. Réttlætis- kennd hans var firnasterk enda blaðamaður um tíma þar sem hann fylgdi hugsjónum sínum en alltaf málefnalegur, alla sína tíð. Dagar mínir í Kaldárholti voru mér mislangir, það fór eftir veðri og verkum. Hjá góðu fólki, Gísla frænda mínum og Guðrúnu konu hans. Gísli sagði að það væri síminn til mín, sem ég furð- aði mig á; síminn til mín? Þá tjáði pabbi mér að við værum á leið til Mallorca öll fjölskyldan, sex manns. Við eyddum tveimur sumrum þar, 1971 og 1972. Ógleymanlegir tímar. Pabbi, þúsundþjalasmiðurinn, var kom- inn í sumarvinnu hjá Guðna vini sínum í Sunnu, hann hafði farið með hóp til Ítalíu áður, Ítalía í septembersól hét sú ferð. Pabbi var kennari og þýðandi og hann kenndi mér og mörgum öðrum. Við feðgarnir áttum mjög vel saman og nutum samvista hvor við annan hvort sem það var á ferðalögum eða heima í stofu. Hann var mikill íslenskumaður og benti á að það þyrfti að kunna móðurmálið til að geta þýtt af öðrum tungum. Enda vorum við bræður miskunnarlaust leiðrétt- ir ef móðurmálið var ekki rétt talað. Orðin sem fóru okkar á milli í sveitasímann forðum eru gleymd en gleðin sem þeim fylgdi ekki, hugur minn og andi því aldrei gleymir, né samveru- stundum og minningunni um kæran vin og dásamlegan föður. Þorsteinn Kristmannsson. Samband föður og sonar getur verið einfalt og flókið í senn. Á unglingsárum þóttist ég aldrei ætla að verða kennari og þýðandi eins og hann, en endaði á því að verða hvort tveggja. Svo gerir maður sér ekki alltaf grein fyrir því sem pabbi gerði fyrir mann á æskuárunum. Í mínu tilfelli hélt hann verndarhendi yfir mér þeg- ar ég lenti í stríðni í skóla og ég fór meira að segja í skólann þar sem hann kenndi sjálfur, Rétt- arholtsskóla. Það var dálítið skrýtið að hann væri að kenna mér. Hann upplifði það sjálfur að læra hjá föður sínum á Fá- skrúðsfirði og sagði mér að pabbi hans hefði átt til að greiða á hon- um hárið of honum fannst son- urinn of úfinn. Ég slapp við það. Verra þótti mér hvað stelpurnar í skólanum voru alltaf að segja mér hvað hann væri „sætur“ og þetta var dálítið neyðarlegt fyrir dreng nýkominn með hvolpavit- ið. Hann var reyndar ekki mjög strangur við okkur strákana, fjóra bræður sem stutt var á milli og sumir okkar gaurar. En hann dró mörkin og við komumst í gegnum æskuárin áfallalítið. Hann og mamma voru alltaf opin gagnvart vinum okkar bræðra og oft fengum við að halda gleð- skapinn heima. Þau sögðu mér síðar að þau hefðu talið að betra væri að vera með partíið heima en úti í bæ. Hann skildi okkur vel, svona upp að tónlistar- smekknum, þar dró hann skarpa línu við Bítlana og var ekki par hrifinn af glam- og þungarokkinu sem drundi niður stigann í Engi- hlíðinni þar sem við höfðum ris- hæðina fyrir okkur. Þegar hon- um fannst of langt gengið átti hann það til að skrúfa einfaldlega fyrir rafmagnið á hæðinni og þá datt allt í dúnalogn. Við ólumst upp við sífelldan áslátt ritvélar þar sem hann var að þýða daginn út og inn þegar hann var ekki að kenna og það var spennandi að fá að fara með honum niður í Sjónvarp í útsend- ingu. Ég minnist eins augnabliks þegar verið var að sýna söngva- keppni Evrópu; þetta var ekki bein útsending á þessum tíma, en það var eitt litasjónvarp í húsinu og þegar Abba steig á svið með sitt Waterloo kom þulan hlaup- andi úr klefa sínum og sagðist verða að sjá þetta í lit. En fyndn- ast var kannski að sjá slangrið sem hann notaði stundum og hafði greinilega fiskað upp úr samtölum okkar bræðra og vina. Hann var af þeirri kynslóð sem leit mjög upp til bókmennta og einkum ljóðlistar, kynnti okk- ur bræður fyrir Einari Ben og Steini. Gott gat verið að leita til hans þegar þurfti við ritgerða- smíð í íslensku. Hann var líka mjög áfram um að við töluðum gott og rétt mál og ég held að það hafi tekist hjá honum að rækta með okkur virðingu fyrir móðurmálinu. Hann var maður sem auðvelt var að elska og sá ég það af því hve einstaklega vænt barnabörn- unum þótti um hann. Það var því mikið áfall að missa hann úr Co- vid-19 á Landakoti síðastliðið haust. Við bræður ákváðum að bíða með útförina uns vinir og ættingjar gætu kvatt hann eins og vera ber. Það var sárt að sjá eftir honum og geta ekki kvatt hann almennilega og núna viljum bæta úr því, minna átti hann ekki skilið. Vertu sæll, pabbi, og takk fyrir þig, þú verður áfram í hjörtum okkar allra. Gauti Kristmannsson. Manni bróðir hefur kvatt okk- ur í hinsta sinn. Nú sitjum við bræður ekki lengur við varðeld minninganna sem við áttum sameiginlegar og ég sit eftir við kólnandi glæð- urnar með söknuð og trega. Nú get ég ekki lengur spurt: „Manstu Manni?“ Kristmann, eða Manni, var sjö árum eldri en ég en lét mig aldr- ei finna fyrir því. Hugurinn leitar til bernskuáranna á Fáskrúðs- firði. Hann átti að sjálfsögðu jafnaldra félaga en leyfði mér samt alltaf að þvælast með í leik og ævintýrum. Hann var mér einfaldlega góður bróðir frá fyrstu tíð. Samskipti okkar hafa í gegnum tíðina haldið áfram að vera góð, en aldursmunurinn var nú horfinn. Við áttum sameigin- leg áhugamál í bókmenntum og sagnfræði sem oft bar á góma. Manni var einn af ótalmörgum sem hefðu getað valið margt að fást við um ævina án þess að stefna á eitthvað sérstakt og endaði sem kennari og síðar þýð- andi og átti góðan starfsferil í hvoru tveggja. Með Stellu sína og strákana fjóra held ég að hann hafi getað sáttur horft um öxl á ævikvöld- inu. Ég sakna hans. Hvíl í friði elsku bróðir. Bolli Eiðsson. Það er tæpast að ég muni svo eftir mér að Kristmann Eiðsson mágur minn hafi ekki verið hluti af fjölskyldunni. Ég var ekki orð- inn fimm ára gamall þegar hann fór að gera hosur sína grænar fyrir Stellu systur minni um miðjan sjötta áratug síðustu ald- ar eða um það leyti sem krakkar fara að muna eftir sér. Óljóst man ég eftir að hafa flækst með þeim á bíó að sjá einhverjar ást- arvellur sem voru reglulega á hvíta tjaldinu í kvikmyndahúsum í Reykjavík á þeim árum, en að þeirra sögn svaf ég mest undir þessum sýningum. Eftir að þau voru lukkulega gift sumarið 1956 lauk bíóferðum með þeim og aðr- ar bíómyndir með meiri hasar og tilheyrandi hasarblöðum tóku við. Þegar komið var fram á sjö- unda áratuginn og fjölskyldan stækkaði þá var ég stundum fenginn til að gæta sonanna þeg- ar þau hjón þurftu nauðsynlega að sinna selskapslífinu. Það var mikill samgangur á þessum ár- um milli okkar yngri systkina Stellu og hinnar ört vaxandi fjöl- skyldu. Árið sem þau bjuggu á Egilsstöðum, 1964-65, heimsótt- um við og foreldrar okkar þau og dvöldum þar um skeið, ég næst- um tvo mánuði síðsumars seinna árið. Stuttur tími fyrir meira en hálfri öld sem mér er samt of- arlega í minningunni. Eftir að þau fluttu aftur til Reykjavíkur varð samgangurinn enn meiri og tíðari enda stutt á milli heimil- anna. Undir lok sjöunda áratug- arins var þó margt breytt. Það fór ekki hjá því þegar ég var orðinn fulltíða að við Krist- mann áttum töluvert meira sam- an að sælda en fyrr. Það varð enn meira þegar Kristmann og Stella ákváðu að sækja um lóð í Reykjavík og byggja. Það vildi svo heppilega til fyrir Kristmann að hann fékk lóð undir einbýlis- hús í byrjun níunda áratugarins og var lóðin í einu eftirsóttasta hverfinu, Fossvogi. Kristmann var snemma hrifinn af eininga- húsum en vildi hafa sitt hús steinsteypt. Um verkfræðihönn- un fannst honum sjálfsagt að leita til mín og jafnframt bað hann mig að vera sér innan handar við samninga við Bygg- ingariðjuna. Þegar kom að loka- hnykk samninganna þá hittumst við á fasteignasölu á Skólavörðu- stígnum þar sem einnig var for- stjóri Byggingariðjunnar. Sam- talið tók dálítið aðra stefnu en ég átti von á því viðmælendur okkar höfðu mun meiri áhuga á að tala um persónurnar í amerísku sjón- varpsþáttaröðinni Dallas, en um þær mundir var Kristmann landsþekktur sem þýðandi þess- ara þátta. Til stóð að undirrita samninga um útfærslu og verð á hálftíma, en um var að velja tvenns konar áferð á útveggjum, mismundi dýrar. Þar sem ég þóttist vita að Kristmann væri ekki með haldbært fé til að taka dýrari kostinum þá lagði ég til þann ódýrari. Það fór svo að ekk- ert varð af undirrituninni. Dag- inn eftir hringdi Kristmann í mig og sagði frá því að forstjóri Byggingariðjunnar hefði haft samband og boðið helmings- lækkun á hinni dýrari áferð út- veggjanna. Í þetta sinnið kynnt- ist ég nýjum hæfileika hjá mági mínum, samningatækni. Hús- byggingin heppnaðist síðan næstum eins vel og kostur var. Blessuð sé minningin um Kristmann Eiðsson. Þorsteinn Þorsteinsson. Dökkhærður, hár og myndar- legur; prúðmannlegur í fasi. Beinn í baki og alvarlegur. Leit út fyrir að vera strangur; eins gott að haga sér vel í kennslu- stundum hjá honum. Það gerði ég síðan oftast nær og uppskar hlýju, hjálpsemi og góðvild. Þessi lýsing kemur mér í hug þegar ég rifja upp fyrstu kynni mín af Kristmanni Eiðssyni, sem kenndi mér ensku eitt unglings- árið mitt í Réttarholtsskóla. Eft- ir að þeirri kennslu lauk með góðum óskum hans um gæfu og velfarnað mér til handa í lífinu liðu áratugir án þess að ég sæi Kristmanni sjálfum bregða fyrir. Hins vegar hugsaði ég til hans með hlýju í gegnum árin þegar ég sá nafnið hans á sjónvarps- skjánum sem helsta þýðanda enskra og bandarískra bíómynda og sjónvarpsþátta á íslenska tungu. Hreykin af því að þessi þekkti enskumaður, íslensku- maður og þýðandi hafi verið kennarinn minn. Kynnum okkar Kristmanns var þó ekki lokið, því síðsumars 2016 naut ég þeirrar ánægju að fá að rifja upp kynnin við hann. Tildrög þess voru þau, að skömmu áður hafði tekist með okkur Þorsteini, syni hans, góður vinskapur og varð ég heldur en ekki kát þegar upp komst að fað- ir Þorsteins væri Kristmann Eiðsson – hinn eini sanni. Við það tækifæri naut ég einnig þess heiðurs að kynnast eiginkonu Kristmanns, Kristínu Þorsteins- dóttur. Þegar þau sómahjónin buðu mér á fallegt heimili sitt var sem ég hefði ávallt verið heimilisvinur þeirra, slík var gestrisni þeirra og hlýja í minn garð. Eftir tæpra sextíu ára sam- vistir var fráfall Kristínar í árs- byrjun 2017 Kristmanni þungur missir. En hann bar sorg sína af hugprýði og einurð. Við endurnýjun kynna okkar Kristmanns voru æviár hins aldna kennara orðin mörg og unglingskrakkinn sem eitt sinn hafði verið nemandi hans orðinn miðaldra kona. Þá birtist mér ekki aðeins hinn reglufasti kenn- ari sem ég hafði borið ótta- blandna virðingu fyrir í æsku, heldur tóku að hrífa mig aðrir persónuþættir Kristmanns. Sá Kristmann sem ég nú kynntist var með glettnisblik í auga, húm- orískur með hlýtt bros, skarp- greindur og áhugasamur um þjóðmál og stjórnmál. Það var unun að sækja hann heim með Þorsteini, rifja upp gamlar minn- ingar og skoða myndir. Dreypa saman á gullnum veigum, ræða málin og hlæja. Hneykslast svo- lítið á pólitíkinni og hnussa yfir meðferð nútímans á íslensku máli. Í gegnum syni hans fjóra, þá Þorstein, Gauta, Kristmann og Eið Pál, fékk ég einnig að kynnast Kristmanni sem góðum og gegnum fjölskylduföður, og sterkri fyrirmynd drengjanna sinna. Ég fékk að kynnast þeirri einingu sem þau hjónin voru og hvernig þau ólu syni sína upp við ástríki og umhyggju, en jafn- framt festu. Studdu þá dyggilega til allra góðra verka. Ég fékk að kynnast þeirri virðingu sem syn- irnir báru fyrir foreldrum sínum og væntumþykjunni í þeirra garð. Þótt komið sé að kveðjustund hér á jörð hefur Kristmann hitt Kristínu sína á ný og saman svífa þessi glæsilegu hjón inn í ljósið eilífa. Um leið og ég kveð Krist- mann með þakklæti og virðingu í huga votta ég bræðrunum og fjölskyldunni allri mína innileg- ustu samúð. Björg Rúnarsdóttir. Kristmann Eiðsson var einn af fyrstu þýðendum sem komu til starfa hjá Ríkisútvarpinu-Sjón- varpi við stofnun þess. Hann var þannig í hópi frumkvöðla skjá- textaþýðenda í íslensku sjón- varpi sem lögðu grunn að nýrri, sérhæfðri þýðingargrein og byggðu upp vandaða fagþekk- ingu og vinnubrögð. Kristmann átti það sammerkt með mörgum öðrum þýðendum í árdaga ís- lensks sjónvarps að hafa kennslu að aðalstarfi og þar lágu leiðir okkar saman, í enskutíma í Rétt- arholtsskóla. Okkur nemendum hans fannst stórmerkilegt að njóta leiðsagnar þessa þjóð- þekkta þýðanda og ekki spillti fyrir að Kristmann var vörpuleg- ur á velli og hefði sem best getað farið með hlutverk í Dýrlingnum, Dallas eða öðrum rómuðum sjón- varpsþáttaröðum sem hann þýddi á ferlinum. Nú þegar kom- ið er að leiðarlokum þakka ég Kristmanni fyrir dýrmætt fram- lag hans við að koma erlendu sjónvarpsefni til skila svo ís- lenskir áhorfendur fengju notið á sem bestan hátt og færi fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Anna Hinriksdóttir, yfirþýðandi RÚV. Látinn er Kristmann Eiðsson, kær vinur okkar til svo margra ára og er hans sárt saknað. Við kynntumst fyrst á skólaárunum í MR fyrir tæpum 70 árum. Vor- um skólafélagar og bekkjarfélag- ar í algjörum strákabekk. Helm- ingur bekkjarfélaganna er nú fallinn frá og tæplega tveir af hverjum þremur af þeim sem luku stúdentsprófi á vordögum árið 1955. Þessi hópur hefur haldið vel saman ásamt mökum sínum, bæði í heild sinni og í minni hópum eftir atvikum. T.d. mynduðum við nokkrir félagar snemma skákklúbb, því það var jú það sem allir kunnu eða töldu sig kunna og höfðu gaman af. Hópurinn fékk nafnið Draumsýn og kom reglulega saman ásamt eiginkonum. Einnig var farið í ferðir saman, bæði hérlendis og erlendis. Þarna voru innan um snjallir skákmenn og var Krist- mann ekki sístur þeirra. Hann varð snemma ábyrgur fjöl- skyldufaðir og langt á undan mörgum okkar og eignaðist fjög- ur börn með henni Stellu sinni. Svo ung voru þau að þau þurftu opinbert leyfi til. Hún var falleg kona og skemmtileg og bæði voru þau höfðingjar heim að sækja. Man ég vel eftir heim- sóknum okkar félaganna í Kirkjustrætið, þegar það var. Þau voru þar í þjóðleið er farið Kristmann Eiðsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.