Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 56
✝
Halldóra Edda
Jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. júlí 1933. Hún lést
á Hrafnistu þann
16. maí 2021.
Foreldrar Hall-
dóru Eddu voru Jón
Ottó Magnússon, f.
6.10. 1887, d. 4.3.
1938, og Margrét
Magnúsdóttir, f.
27.3. 1906, d. 23.11.
1971. Bróðir Halldóru Eddu var
Theodór Jónsson, f. 21.8. 1929, d.
19.11. 2020. Theodór var kvænt-
ur Ernu Rafn Jónsdóttur, f.
24.12. 1925, d. 9.1. 2010. Síðari
sambýliskona Theodórs var Sól-
veig Júlía Baldursdóttir, f. 27.10.
1941. Systir Halldóru Eddu er
Jóna Jónsdóttir, f. 4.10. 1938, gift
Njáli Þorbjarnarsyni, f. 27.8.
1937.
Halldóra Edda, kölluð Edda,
giftist Sigurði Þorkeli Árnasyni,
f. 15.3. 1928, skipherra hjá Land-
helgisgæslunni, 30.11. 1957.
Saman eiga þau þrjú börn, Jón
Viðar, f. 21.6. 1958, Steinunni
Viðar, f. 18.3. 1960, og Magnús
bjargar er Sunny Islam, f. 15.5.
1990.
Steinunn Viðar er gift Páli
Hjalta Hjaltasyni, f. 7.8. 1959.
Þau eiga soninn Alexander Við-
ar, f. 3.5. 1995.
Magnús Viðar er í sambúð
með Ilmi Kristjánsdóttur, f. 19.3.
1978. Saman eiga þau soninn
Hring Viðar, f. 1.1. 2014. Börn
Magnúsar eru Kristján, f. 30.3.
1985, Birna Sif, f. 24.7. 1987, og
Birgir Viðar, f. 19.5. 1991. Stjúp-
dóttir Magnúsar er Auður Ara-
dóttir, f. 23.5. 2006. Kristján, bú-
settur í Svíþjóð, er í sambúð með
Cecelia Nancke. Hann á tvo syni,
Óskar, f. 4.12. 2010, og Leonard,
f. 22.2. 2021. Birna Sif er gift
Þorsteini Atla Georgsyni, saman
eiga þau tvö börn, Unnstein Arn-
ar, f. 10.5. 2013, og Júlíönu Ólöfu,
f. 13.6. 2019. Sambýliskona Birg-
irs Viðars er Maren Freyja Har-
aldsdóttir, f. 23.1. 1986.
Edda bjó fyrstu ár sín í Hafn-
arfirði en eftir andlát föður
hennar 1938 fluttist fjölskyldan
til ættmenna að Auðkúlu í Arn-
arfirði og síðar á Bíldudal. Edda
bjó lengst af í Laugarnesinu í
Reykjavík en hún og Sigurður
fluttust á Otrateig 32 árið 1966
og bjuggu þar allt þar til Edda
fluttist á Hrafnistu 2020.
Útförin fer fram frá Laug-
arneskirkju í dag, 27. maí 2021,
klukkan 15.
Viðar, f. 6.1. 1966.
Fyrir átti Sigurður
soninn Þorvald, f.
30.9. 1951.
Þorvaldur er
kvæntur Herdísi
Ástráðsdóttur, f.
10.7. 1953. Þau eiga
börnin Ástríði Elsu,
f. 20.11. 1978, Theó-
dóru, f. 21.1. 1982,
og Davíð Inga, f.
19.8. 1986. Barn
Ástríðar er Þorvaldur Ingi, f. 9.9.
1999. Eiginmaður Theódóru er
Jóhann Kristinn Ragnarsson, f.
27.2. 1984, börn þeirra eru Her-
dís Björg, f. 6.7. 2006, Ragnar
Dagur, f. 6.12. 2012, og Sig-
ursteinn Ingi, f. 8.7. 2014.
Jón Viðar er kvæntur Katrínu
Dóru Valdimarsdóttur, f. 23.5.
1957. Þau eru búsett í Ósló og
eiga tvö börn, Sigurð Viðar, f.
20.8. 1978, og Kristbjörgu Eddu,
f. 3.12. 1990. Sigurður Viðar er
kvæntur Meghann Nikola, f.
14.4. 1979. Þau eru búsett í Sydn-
ey í Ástralíu, saman eiga þau
dótturina Írisi Katrínu, f. 12.1.
2015. Sambýlismaður Krist-
Ég finn mig knúinn til að
kveðja Halldóru Eddu Jóndóttur,
tengdamóður mína, með nokkrum
orðum.
Hún var einstök manneskja
hún Edda, eins og hún vildi láta
kalla sig, og með okkur tókst mikil
og djúp vinátta í rúma þrjá ára-
tugi. Eftir á að hyggja veit ég ekki
hvernig ég hefði komist í gegnum
erfiðustu ár lífs míns ef ég hefði
ekki átt hana að.
Edda var glæsileg kona, grann-
vaxin og fíngerð. Hún var létt á
sér og henni lá alltaf á, hljóp yf-
irleitt við fót og vann allt hratt.
Það kom þó aldrei niður á gæð-
unum, enda vandvirk með ein-
dæmum. Líklega naut hún þess
þó allra best að sinna hannyrðun-
um en eftir hana liggja margar
ótrúlega fíngerðar og flóknar út-
saumsmyndir sem skreyttu heim-
ilið á Otrateig.
Hún var félagslynd og vinmörg
en naut sín best heima við með
húsið fullt af gestum. Gestrisnin
var einstök enda alltaf einhverjir í
heimsókn. Það voru reiddar fram
veitingar án fyrirvara, heimabak-
að með kaffinu og stórmáltíðir á
kvöldin.
Hún var í góðu sambandi við
sitt fólk og notaði hvert tækifæri
til að ná börnum og barnabörnum
í mat heim til sín. Edda hafði til að
bera einstaka hlýju og dró að sér
bæði menn og málleysingja. Ég
komst smám saman að því að hún
fóðraði fjölda dýra í hverfinu, ekki
bara fuglana í garðinum eða kis-
urnar á tröppunum, hún gaf líka
flugunum sykur í undirskál út í
eldhúsglugga. Svo voru oftast
barnabörn í kjallaranum, allir leit-
uðu í skjólið hjá Eddu.
Auðvitað var Edda líka með
græna fingur, í minningunni voru
plönturnar á heimilinu alltaf
blómstrandi. Hún ræktaði upp
garð við heimilið þar sem allt virt-
ist vaxa en vænst þótti henni um
tvo gríðarstóra burkna sem hún
hafði fengið á sínum heimaslóðum
í Arnarfirði. Ég held að ég hafi
aldrei séð fallegri eða stærri
burkna, þeir voru fullkomnir.
Það má þó ekki halda að hún
hafi ekki haft skap. Það var ekki
oft sem ég sá þá hlið á Eddu en
hún gat verið mjög ákveðin og
fylgin sér ef henni fannst á sig
hallað. Þá var hún föst fyrir og
fékk sitt yfirleitt fram.
Edda var trúuð á sinn hátt og
bókahillan hennar var full af bók-
um um andleg málefni. Hún var
greinilega leitandi sál og kynnti sé
hin ólíklegustu mál, allt frá
draumráðningum til galdraof-
sókna. Vinafólk og fjölskylda leit-
aði til hennar við draumráðningar
og komu ekki að tómum kofunum
hjá Eddu. Hún spáði reyndar
einnig bæði í spil og bolla, þó það
færi ekki hátt.
Heimaslóðir í Arnarfirði voru
henni hjartfólgnar og hún drakk í
sig orku fjallanna. Þar undi hún
sér best. Það voru ekki eingöngu
dýrin og gróðurinn sem hún
tengdist heldur hafði hún næmt
auga fyrir fegurð sem flestum er
hulin. Nýir steinar eða rekaviður
birtust gjarnan á Otrateignum
eftir sumardvölina á Bíldudal.
Hún skynjaði í þeim fegurðina en
um leið var þetta kannski leið til
að flytja orku átthaganna heim á
Otrateiginn.
Edda var næm fyrir fólki og
umhverfinu, ég hafði hana oft
grunaða um að skynja meira en
aðrir. Hún var sannfærð um aðra
tilvist eftir þessa, ég trúi því að
þangað sé hún nú komin og hún er
örugglega umvafin ástvinum.
Takk fyrir mig, elsku Edda.
Páll Hjaltason.
Elsku Edda. Það var gott að til-
heyra þínu mengi, þar var nóg að
hafa og alltaf opið. Sama á hvaða
tíma maður kom, þó klukkan væri
12 á miðnætti, alltaf lagðir þú á
borð og lést eins og ekkert væri
sjálfsagðara. Alltaf var til nóg þó
að við kæmum í mat með fimm
mínútna fyrirvara, þá var bara
þíddur fiskur úr frystinum og eld-
að meira og ég viðurkenni fúslega
að maður var ansi fljótur að venj-
ast þessari góðu þjónustu. Það var
ansi mikil hvíld að koma til þín,
alltaf gleði, alltaf hlýja, aldrei
dómur og aldrei tvíræðni. Maður
var bara velkominn, hvernig sem
háttaði, hjá manni sjálfum eða
þér. „Mitt fólk“ sagðir þú stund-
um eins og um væri að ræða fót-
boltalið en þitt fólk var fjölskyld-
an, vinir, börnin, tengdabörnin,
barnabörnin og barnabarnabörn-
in.
Þú hafðir trú á þínu fólki og
fannst allt svo merkilegt sem það
gerði. „Er ekki Magnús minn
upptekinn? Hann er svo dugleg-
ur,“ sagðir þú þegar ég byrjaði að
afsaka það að við hefðum ekki sést
lengi, þú sást bara það jákvæða.
„Þið eruð svo dugleg!“ Og þegar
þú horfðir á Hring, yngsta barna-
barnið, sagðir þú iðulega: „Hann
er svo fallegur“ og endurtókst
„hann er svo fallegur, þið eigið svo
falleg börn“ og ég samsinnti því
auðvitað alltaf.
Þó að þú hafir undir lokin verið
farin að gleyma hinu og þessu
voru samt ákveðnir hlutir sem þú
gleymdir ekki eins og t.d. ferm-
ingin hennar Auðar. „Nú fer að
koma að fermingunni,“ sagðir þú í
heilt ár áður en stúlkan loksins
fermdist en þá í miðju Covid svo
við gátum ekki fagnað því saman.
Mikið hefði mér þótt vænt um að
þú hefðir getað komið og bakað
upprúllaðar pönnukökur af því til-
efni eins og svo oft áður. Mér þótti
mjög vænt um hvernig þú tókst
dóttur minni eins og einu af þínum
eigin barnabörnum og spurðir
alltaf um hana ef hún var ekki með
okkur.
Við tengdumst fljótt í dulræn-
um efnum, deildum því áhuga-
máli, þú varst sannfærð um aðrar
víddir og barst djúpa virðingu fyr-
ir því sem augun ekki nema, það
var eins og það væri þér í blóð
borið, sást lengra.
Það er þannig að þegar maður
hittir manneskju sem er jafn
sannfærð og þú þá langar mann
að eignast hlutdeild í þeirri sann-
færingu, maður smitast af kraft-
inum og forvitninni. Maður fer að
hlusta á náttúruna og innsæið og
þannig nálgast maður þennan
skilyrðislausa kærleika sem þú
deildir svo auðmjúklega með þér.
Takk fyrir þessa orðalausu
kennslu, hún er meira virði en þú
getur ímyndað þér. Það er
skemmtilegra að lifa þegar maður
trúir, þegar maður getur talað við
dýr og steina og borið virðingu
fyrir öllu lífi, líka flugnanna sem
þú gafst sykurmola. Svo mæltir
þú eindregið með því að borða
eina möndlu á dag því samkvæmt
Edgar Cayce er það allra meina
bót!
Ég mun spjalla við þig í eldhús-
inu á Jaðri þar sem þú munt ef-
laust sitja uppi á borði við hlið
Marra frænda þíns.
Hvíl í friði, góða kona, þinn hlýi
faðmur gleymist seint.
Þín tengdadóttir,
Ilmur.
Gæfan mín var að eiga hana
Eddu frænku mína, föðursystur
mína.
Sé hana fyrir mér hlaupa létt-
fætta og kvika upp og niður stig-
ana, hæðirnar þrjár á Otrateign-
um. Það heyrðist næstum
brrrrum, svo hratt fór hún. Afar
kvenleg og alltaf fallega klædd.
Bar sig tígulega, glæsileg. Bros-
mild og hláturmild en fyrst og
fremst góð, mjööög góð. Alltaf að
leggja lið, styðja, hvetja, sam-
gleðjast, samhryggjast, sýna um-
hyggju, vera til staðar. Hún var
afskaplega stolt af börnum og
barnabörnum og sagði oft: „Mikið
getum við systkinin verið þakklát
fyrir börnin okkar, þau hafa öll
spjarað sig svo vel. Svo mætti
hann Addi hennar, augasteinninn,
sem hún fann svo vel að þurfti á
henni að halda. Hún og Siggi nutu
þess að stjana við hann meðan þau
gátu, voru sérfræðingar í hjóla-
stólaburði fram eftir árhundraði
þeirra beggja. Óendanlega fallegt
samband þeirra þriggja.
Hún var rösk og fjölhæf. Skellti
sér í málningargallann, mokaði,
sópaði, bakaði og vílaði ekki fyrir
sér að gera nánast allt það sem
þurfti að gera, svo framarlega
sem hún var fær um það. Alltaf
mætt þegar pabbi og mamma
fluttu í gamla daga og það var oft.
Mætti þegar verið var undirbúa
veislur og lagði lið þegar veikindi í
fjölskyldu bar að höndum. Hlúði
að, lagði sitt af mörkum.
Allt lék í höndunum á henni,
handavinna, garðyrkja, gerði allt
fallegra í kringum sig og ekki má
gleyma ást hennar á dýrum.
Margar sögur til, eins og af þrest-
inum sem kom inn fyrir þröskuld-
inn á Otrateigi til að ná í góðgæti
sem hún bauð upp á og hún átti
það jafnvel til að setja molasykur
á borð fyrir flugurnar. Maríuerlan
á Bíldudal var alltaf mætt þegar
Edda frænka var í húsi á Jaðri.
Fékk jólaköku með rúsínum sem
Sigga fannst nú alveg óþarfi. Já,
Jaðar á Bíldudal. Þangað lágu
leiðir Eddu og Sigga á hverju
sumri. Heimsóknir til Marra
frænda, móðurbróður hennar,
meðan hann bjó og lifði þar, eftir
það dvöl á hverju sumri. Bráð-
skemmtilegt og hlýtt samband á
milli hennar og Marra frænda.
Þar leið henni vel.
Þau Siggi voru afar gestrisin og
veturinn sem ég bjó hjá þeim í
kjallaranum á Otrateignum, þeg-
ar ég var 17-18 ára, fannst mér oft
eins og heimilið væri eins og um-
ferðarmiðstöð. Gestir „droppuðu
inn“, eins og hún sagði, það var
hellt upp á, spjallað og hlegið og
stundum náði hún í sérríflösku og
gaf tár. Dásamlega Edda frænka,
öllum leið vel i návist hennar.
Við vorum ekki bara frænkur.
Á milli okkar var sterkt samband,
gagnkvæmt traust, trúnaðarvinir.
Alltaf að hringjast á. „Nei, Maggý
mín, ég er með símann í höndun-
um, einmitt að fara að hringja í
þig,“ sagði hún stundum þegar ég
hringdi í hana, og öfugt. Á milli
okkar var dýrmætur strengur
sem nú hefur hljóðnað, um stund.
Sakna samverustundanna,
allra símtalanna okkar, hlátursins
og hlýjunnar sem hún sýndi mér
og hún var örlát á hrósið. Ég var
alltaf ríkari eftir að hafa spjallað
við hana Eddu frænku.
Hún var engill á jörðu.
Elsku Siggi minn, Jón, Steina,
Magnús, Þorvaldur og fjölskyld-
ur, minning hennar verður ávallt
umvafin aðdáun, virðingu og kær-
leika.
Margrét Theodórsdóttir.
Við Edda kynntumst þegar
hún hóf störf í versluninni Drang-
ey á Laugaveginum en verslunin
var í eigu fjölskyldu minnar allt til
ársins 1995. Við duttum í lukku-
pottinn í öllum skilningi þegar
Edda slóst í hóp Drangeyjar-
kvenna enda ekki hægt að hugsa
sér betri eða yndislegri sam-
starfskonu.
Í versluninni störfuðu einstak-
ar og samhentar konur sem eiga
heiðurssess í mínu hjarta enda
samtvinnuðust þær lífi mínu og
fjölskyldunnar í mörg ógleyman-
leg ár. Við hjónin bjuggum lengi
fyrir ofan verslunina og því voru
samskiptin náin og bar aldrei
skugga á. Kaffistofan í Drangey
var lengi mitt annað heimili, þar
var frábær andi og þangað leitar
hugurinn enn þótt langt sé um lið-
ið.
Edda var alveg sér á parti eins
og þeir vita sem kynntust henni.
Hún var stórglæsileg, fáguð og
svo náttúrulega elegant að af bar.
Hún var tillitssöm og nærgætin í
samskiptum, hafði hlýja nærveru
og var næm á líðan annarra. Hún
var greind, dugmikil og samvisku-
söm, úrræðagóð, þolinmóð og sér-
lega hjálpsöm. Hún hafði lag á að
sætta fólk ef eitthvað bar á milli
og gera gott úr öllu. Hún miklaði
hluti ekki fyrir sér heldur leysti
mál fumlaust og á áreynslulausan
hátt. Fallega brosið hennar bar
vitni um mildi, hlýju og góð-
mennsku.
Edda var einstaklega listræn,
allt sem hún snerti varð svo fallegt
og smekklegt og hún hafði hæfi-
leikann til að laga og bæta næst-
um hvað sem var. Ég dáðist oft að
þessum hæfileikum hennar, að
búa til eitthvað sérstakt úr lát-
lausum efnivið, að nálgast alla
hluti eins og listamaður.
Ógleymanlegar eru samveru-
stundirnar þegar Drangeyjarhóp-
urinn brá undir sig betri fætinum.
Þá voru rifjuð upp kostuleg og
óborganlega fyndin atvik sem upp
komu í búðinni í gegnum tíðina.
Hláturinn er nú þagnaður en
minningarnar eru ómetanlegar.
Ég lærði svo margt af Eddu og
minnist hennar með mikilli hlýju.
Er þakklát fyrir að hafa kynnst
henni og fyrir vináttu hennar og
tryggð við foreldra mína alla tíð.
Edda var mikil fjölskyldu-
manneskja og ást hennar og um-
hyggja í garð fólksins síns var tak-
markalaus.
Við Óli sendum elsku Sigga,
börnum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Halldóru
Eddu Jónsdóttur.
María J. Ammendrup.
Það var oft mikið fjör í versl-
uninni Drangey á Laugaveginum
á árum áður þegar fólkið í landinu
mætti á Laugaveginn til að sýna
sig og sjá aðra, skoða í búðar-
glugga og versla. Þessa tíma man
eldri kynslóðin betur en hinir.
Laugavegurinn er enn á sínum
stað en fáar rótgrónar verslanir.
Edda vann í Drangey. Þangað
mættu fastir viðskiptavinir til að
fá hennar aðstoð við að velja sér
tösku eða kaupa gjafir. Hún hafði
glöggt auga hvað átti við og
smekkvísi hennar var einstök.
Ég keypti verslunina 1995, þá
kynntist ég Eddu. Hún hafði tekið
þá ákvörðun að hætta í föstu starfi
við eigendaskiptin en hét mér því
að vera til taks þegar mikið lægi
við, sem hún gerði sannarlega.
Það var lærdómsríkt að fylgjast
með hvernig hún nálgaðist við-
skiptavininn, kurteis, aðlaðandi,
hæglát, og enn meira þegar hún
„mátaði“ töskur og sýndi hanska
af slíkri list sem sést ekki lengur.
Allt lék í höndum hennar og unun
að sjá hana t.d. pakka inn og gera
pakkann að listaverki. Nærvera
Eddu, þessarar lekkeru konu, var
einstök og eftirminnileg.
Edda og Siggi sýndu okkur
tryggð í gegnum árin, litu inn í
Drangey í kaffisopa, um margt
skrafað og vöruúrval skoðað. Hún
fylgdist með stefnum og straum-
um í tískunni og hvatti okkur
áfram. Við Guðbrandur þökkum
henni innilega fyrir samfylgdina í
gegnum árin og sendum Sigga og
fjölskyldu samúðarkveðjur.
María Maríusdóttir.
Henni Eddu kynntist ég ungur
því hún var mamma Magga vinar
míns, sem kynnti mig fyrir nýj-
ustu smellum poppsins óðar og
plöturnar voru komnar í verslan-
ir. Hann fékk þær jafnvel aðeins
fyrr enda eftirsóttur plötusnúður
strax um fermingu. Þetta var á ár-
unum upp úr 1980. Þá þurfti að
hringja í heimasíma til að ná í vini
sína og mæla sér mót og oftar en
ekki svaraði Edda með sinni fal-
legu röddu. Mæður æskuvinanna
urðu eins konar stjúpmæður
manns því samskiptin voru tíð og
ófáir drekkutímarnir sem snerust
upp í samræður um lífsins gagn
og nauðsynjar.
Edda hafði einstaka nærveru.
Yfir henni var dæmalaus rósemi
og frá henni stafaði endalaus
hlýja. Skapgerðin mild og fáguð.
Ósérhlífnin takmarkalaus. Faðm-
urinn stór eins og fjörðurinn
hennar fyrir vestan.
Ég kveð þessa kærleiksríku
konu með virðingu og aðdáun og
þakka forsjóninni fyrir kynnin
löng og rík.
Halldór Friðrik Þorsteinsson.
Halldóra Edda
Jónsdóttir
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Frá fyrstu kynn-
um fyrir rúmum
tuttugu árum smull-
um við Óli Palli rétt
eins og tvíburar,
fædd í tvíburamerkinu með
þriggja daga millibili, Pollux og
Kastor, óaðskiljanlegir vinir að
eilífu. Allt púslaðist saman,
áhugamálin, tónlistin, himin-
geimurinn, grúskið, skipulagið,
húmorinn – bros og gleði ávallt í
fyrirrúmi. Lífið leiddi okkur svo
hvort í sína áttina en þrátt fyrir
það rofnaði ekki tengingin. Óli
klikkaði til dæmis aldrei á að
senda mér afmæliskveðju eða ég
honum. Vinátta á sér bústað í
hjartanu og það er hjartað sem
bregst fyrst við með herpingi við
Ólafur Páll
Jónsson
✝
Ólafur Páll
Jónsson fædd-
ist 27. maí 1977.
Hann lést 27. mars
2021. Útför Ólafs
Páls fór fram 8.
apríl 2021.
svo sorglegar fréttir
sem andlát vinar er.
Líkt og segir í sög-
unni um Litla prins-
inn sér maður ekki
vel nema með hjart-
anu, það mikilvæg-
asta er ósýnilegt
augunum.
Óli Palli var fé-
lagslyndur, músík-
alskur, hugsuður,
fróðleiksfús, glað-
lyndur, kátur, líflegur, skarpur,
skemmtilegur og stríðinn. Í mörg
ár höfðum við látið okkur dreyma
um hjólaferð saman. Við plönuð-
um hvert við skyldum fara og fór-
um yfir útbúnaðinn. Hann elskaði
náttúruna og kyrrðina, ég líka.
Við gátum gleymt okkur í sam-
tölum sem leiddu um heima og
geima, okkur skorti aldrei um-
ræðuefni. Hann var traustur vin-
ur sem var annt um velferð vina
og fjölskyldu. Mánuði eftir að
hann veiktist, í einu af síðustu
myndsímtölum okkar, sem var
eini kosturinn á Covid-tímum,
sagðist hann vera búinn að setja
sér markmið til að ná í veikind-
unum – hann ætlaði sér að verða
44 ára. Svo ótrúlega sterkur og
æðrulaus. Það róaði mig að heyra
það, en þótt hugurinn stefndi
þangað gafst líkaminn upp,
tveimur mánuðum áður, upp á
dag, 43 ára og 10 mánaða. Við
ætluðum að láta verða af hjóla-
ferðinni margumræddu í sumar
og kvöddumst með þeirri ákvörð-
un. Hann var hins vegar kallaður
í lengri ferð. Nú svífur hann með-
al stjarnanna.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Helene, Jóns
Hauks og Lindu Bjarkar og fjöl-
skyldu.
Hittumst í móðursálinni elsku
Óli.
Þín vinkona,
Hanna Dóra.