Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 58
Stjórnarráð Íslands Utanríkisráðuneytið Sérfræðingur í fjárlaga- og áætlanagerð Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við deild fjárlagagerðar og umsýslu sem heyrir undir rekstrar- og þjónustuskrifstofu í Reykjavík. Starfið felur í sér vinnu við fjárlagagerð og gerð fjármálaáætlunar utanríkisþjónustunnar, greiningarvinnu og efnisöflun vegna skýrslu- gerðar, samskipti við helstu hagsmunaaðila o.fl. Leitað er að framsýnum einstaklingi með mjög góða þekkingu á nýtingu stafrænna lausna við úrvinnslu og framsetningu á talnaefni. Í boði er áhugavert starf í krefjandi starfsumhverfi ráðuneytisins þar sem reynir á öguð vinnubrögð, aðlögunarhæfni, sjálfstæði og lipurð í samskiptum. Um er að ræða fullt starf. Ekki er um flutningsskylda stöðu að ræða. Helstu verkefni og ábyrgð • Fjárlagagerð. • Vinna við fjármálaáætlun og stefnumótun ráðuneytisins. • Efnisöflun og vinna við gerð skýrslna og kynningarefnis um fjárreiður og rekstur. • Þátttaka í þróun verkferla vegna fjárlagagerðar og umsýslu. • Þátttaka í þróun stafrænna lausna í tengslum við fjárlagagerð, skýrslugerð og umsýslu. • Aðkoma að rekstraráætlanagerð, efnisöflun, forsendur og kostnaðarmat. • Önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi. • Reynsla af fjármálaumsýslu og áætlanagerð er skilyrði. Reynsla af slíkum störfum innan stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga er kostur. • Þekking á fjárlagagerð og helstu tölvukerfum Fjársýslu ríkisins er kostur. • Góð þekking á nýtingu stafrænna lausna (s.s. Power BI, Power Apps) við úrvinnslu, greiningu og framsetningu talna og upplýsinga sem varða rekstur er kostur. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. • Greiningarhæfni, þ.e. geta til að greina og vinna úr gögnum og upplýsingum er skilyrði. • Frumkvæði, góð framkoma og aðlögunarhæfni. • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í að forgangsraða verkefnum. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert. Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá að hámarki 2 bls. ásamt mynd og kynningarbréfi sem er að hámarki 1 bls. á íslensku. Ef kynningarbréf eða ferilskrá, eða hvorttveggja vantar, eða eru á erlendum tungumálum, verða umsóknir ekki teknar til greina. Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður litið sérstaklega til gæða umsóknargagna. Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnisviðmiða, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er. Vakin skal athygli á því að umsækjendur sem boðaðir verða í starfsviðtal þurfa að gera grein fyrir tungumálakunnáttu sinni. Um er að ræða ótímabundna ráðningu með sex mánaða reynslutíma. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2021. Aðeins er tekið við umsóknum rafrænt í gegnum vefgátt Stjórnarráðsins. Hægt er að sækja um starfið á Starfatorgi. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Jón Einar Sverrisson - jon.sverrisson@utn.stjr.is Anna Ósk Kolbeinsdóttir - anna.osk.kolbeinsdottir@utn.stjr.is Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.