Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Fundir/Mannfagnaðir Tilkynningar Aðalskipulag Seyðisfjarðar 2010-2030 Aðalskipulagsbreyting vegna ofanflóðavarna undir Bjólfshlíðum Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í sam- ræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér byggingu þriggja varnargarða undir Bjólfs- hlíðum með nýtingarmöguleikum fyrir útivistarsvæði. Breytingin felur jafnframt í sér skilgreiningu á efnis- tökusvæði í tengslum við uppbyggingu varnargarða, afmörkun skógræktar- og landgræðslusvæðis, breyt- ingu á jafnáhættulínum vegna ofanflóða og skilgrein- ingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis fyrir húsbíla. Hægt er að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Múlaþings, www.mulathing.is og á skrifstofum sveit- arfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði. Tillagan mun jafnframt liggja frammi hjá Skipulagsstofnun á auglýsingatíma. Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábend- ingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á net- fangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 9. júlí 2021. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Skipulagsfulltrúi Múlaþings. Aðalfundur GRAFÍU verður haldinn mánudaginn 31. maí 2021 kl. 17.00, á Stórhöfða 31, (gengið inn Grafarvogsmegin) DAGSKRÁ: 1. Starfsskýrsla stjórna og nefnda fyrir liðið starfsár. 2. Reikningar sjóða félagsins. 3. Stjórnarskipti* 4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara. 5. Kosning í fulltrúaráð Birtu lífeyrissjóðs. 6. Nefndarkosningar. 7. Önnur mál. * Kosið verður um einn varamann til tveggja ára á aðalfundinum. Gréta Ösp Jóhannesdóttir lést eftir að hún var kjörin í varastjórn. Framboð í sætið til varastjórnar verða með sama hætti og í önnur embætti sem kosið er til á fundinum. Reikningar, fundargerðir, tillögur um lagabreytingar og aðrar framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu GRAFÍU frá og með 20. maí 2021. Stjórn Grafíu AÐALFUNDUR 2021 Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá sig á f"n!inn á gra%a#gra%a$is Auglýsing um breytingu deiliskipulags Brekkunnar í Ólafsvík, Snæfellsbæ Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 11. maí 2021 að auglýsa tillögu að breyttu skipulagi fyrir Brekkuna í Ólafsvík skv. 1. mg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni er lagt til að lóðum neðan gróðurbeltis verði fækkað úr 19 í 11 lóðir, botnlangagötum er fækkað og milli þeirra er gert ráð fyrir gróðurbelti til að taka upp hæðarmun. Vegna fækkunar lóða er byggingarreitum hliðrað og viðbyggingarreitum er breytt og neðri botnlangagatan er löguð að framkvæmd götu. Á lóðum nr. 9 – 11 við Miðbrekku er uppdráttur óbreyttur, en þar verði heimilt að reisa parhús eða slá lóðum saman og reisa einbýlishús. Megin breytingin er að á neðri hluta svæðisins verður heimilt að hafa hús breytileg, á fáeinum lóðum er hugsanlegt að hafa einnar hæðar hús, en almennt verði þau stölluð eða kjallari og efri hæð, þannig að þau verði felld að landhalla. Tillagan verður aðgengileg á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is, og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 27. maí 2021 til 8. júlí 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 8. júlí 2021. Skila skal athugasemdum skriflega til Tækni- deildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is Tæknideild Snæfellsbæjar SNÆFELLSBÆR Þar sem jökulinn ber við loft... Auglýsing um nýtt deiliskipulag Hraunbala í landi Miðhúsa, Snæfellsbæ Á svæðinu hefur verið byggt eftir deiliskipulagi sem var auglýst árið 2001 en ekki var gengið frá gildistöku þess. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á ný, þann 30. janúar 2020 að auglýsa tillögu að nýju skipulagi fyrir Hraunbala í landi Miðhúsa skv. 1. mg. 41. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Svæðið er á náttúruminjaskrá nr. 223, utanvert Snæfellsnes. Í tillögunni er lagt til að aðkoma verði um veg nr. 5728- 01H að Miðhúsum og gerðir verði akfærir stígar að húsum. Á hverri lóð verði tvö bílastæði, engar girðingar verði reistar á svæðinu og ekkert óþarfa rask verði á hrauni. Lögð er áhersla á vandaða hönnun, góðan frágang og að byggð falli vel að landi. Tillagan verður aðgengileg á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is, og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 27. maí 2021 til 8. júlí 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 8. júlí 2021. Skila skal athugasemdum skriflega til Tækni- deildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is Tæknideild Snæfellsbæjar SNÆFELLSBÆR Þar sem jökulinn ber við loft... Vopnafjarðarhreppur Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Þverárvirkjunar í Vopnafirði. Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 veitti Vopnafjarðarhreppur, þann 20. maí 2021, Þverárdal ehf. framkvæmdaleyfi fyrir Þverárvirkjun í Vopnafirði. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv. ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000, liggur fyrir í áliti Skipulagsstofnunar frá 19. nóvember 2019. Skilyrðum um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Þverár- virkjunar í Vopnafirði, samkvæmt 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi, hefur verið fullnægt, þ.e. veiting framkvæmdaleyfis hefur verið samþykkt af leyfisveitanda og framkvæmdaleyfisgjald hefur verið greitt. Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps, vopnafjardarhreppur.is. Matsskýrslu Þverárdals ehf. um Þverárvirkjun í Vopnafirði, álit Skipulagsstofnunar og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust við frummatsskýrslu má nálgast á heimasíðu Skipulagsstofnunar, skipulag.is Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30 félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í lögbirtingablaðinu sem er fyrirhuguð 28. maí nk. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is. Skipulagsfulltrúi Vopnafjarðarhrepps Sigurður Jónsson. Dyngjan, áfangaheimili Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 17:30. Fundarstaður: Dyngjan, Snekkjuvogi 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Raðauglýsingar 569 1100 Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Ukulele kl. 10 ókeypis og hljóðfæri á staðnum. Hæfi hreyfiþjálfun kl.12.50. Myndlist kl. 13, leiðbeinandi. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Gönguhópur með göngustjóra kl. 10. Samvera með presti kl. 10.30. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Pílukast kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 13-17. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könn- unni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, sími 411 2600. Boðinn Sundlaugin er opin frá kl. 13 30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-15.40. Morgunandakt kl. 9.30-10. Föndurhornið kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Söngur kl. 13.30-14.30. Myndlistarhópur Selmu kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Qi-Gong í Sjálandsskóla kl. 8.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11 í sal í kjallara Vídalínskirkju. Leikfimi í Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.55. Handavinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Handavinna, opin vinnustofa kl. 9-16. Jóga með Ragnheiði Ýr á netinu kl. 11.15. Bíósýning ,,From Prada to nada" - fyrri hluti. Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins í Borgum kl. 9.45, styrktar- og jafnvægisleikfimi með sjúkraþjálfara frá Hæfi í Borgum kl. 10 í dag og verður í allt sumar. Skákhópur Korpúlfa í Borgum kl. 12.30 í dag. Spilað botsía í Borgum kl. 14 í dag, allir velkomnir að taka þátt. Sund- leikfimi með Brynjólfi í Grafarvogssundlaug kl. 14 í dag. Sóttvarnir í hávegum hafðar í öllu félagsstarfinu og grímuskylda í Borgum. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Bókband Skóla- braut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum fyrir hádegi. Jóga í salnum kl. 11. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Minnum á opnar vinnustofur / handverkssýninguna á laugardag og sunnudag. Minnum einnig á ferðina á Klambratún nk. þriðjudag. Skráning og allar upplýsingar í síma 893 9800. Félagsstarf eldri borgara Ú tb oð Nánar á: hfj.is/utbod Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í leigu á aðstöðu í Ásvallalaug fyrir rekstur líkamsræktarstöðvar. Húsnæðið *#!,!.+ +!* '&& (") -"( 1, &#% 0/ (,$.+ 2021. Skilafrestur tilboða er 9 . júní. Útboðsgögn eru þegar aðgengileg. Líkamsræktaraðstaða í Ásvallalaug Tilboð/útboð intellecta.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.