Morgunblaðið - 27.05.2021, Side 66
MITT SJÓNARHORN
Philipp Lahm
@philipplahm
Rétt eins og í listum, viðskiptum og
stjórnmálum eru það persónuleikar
sem móta fótboltann. Nútímafótbolt-
inn er mótaður af þremur þjálfurum
frá Ítalíu, Portúgal og Spáni. Við eig-
um eftir að sjá handbragð þeirra í úr-
slitaleik Meistaradeildar Evrópu
milli Chelsea og Manchester City,
sem er hápunktur keppnistímabils-
ins.
Upphafið má rekja til Arrigos
Sacchis. Hann fann upp leikkerfið
sem er enn í fullu gildi, Microsoft fót-
boltans, því án þess virkar ekkert:
Svæðisvörn með áherslu á boltann.
Með þessari varnaraðferð byggði
hann lið AC Milan upp í kringum frá-
bæra einstaklinga eins og Franco Ba-
resi, Paolo Maldini, Ruud Gullit og
Roberto Donadoni og gerði það að
besta liði heims. Toppnum náðu þeir
árið 1989 með því að sigra Real Ma-
drid 5:0 í undanúrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða og Steaua Búk-
arest, Evrópumeistarana frá 1986
með framtíðarstjörnuna Gheorghe
Hagi í sínu liði, 4:0 í úrslitaleiknum.
Frábært skipulag varð til þess að
Steaua komst sjaldan fram fyrir
miðju, mörkin komu óumflýjanlega
og úrslitin voru ráðin eftir hálftíma.
Þessar 90 mínútur voru ójafn leikur.
Sacchi hafði mikil áhrif, til að byrja
með á Ítalíu. Aðrir herramenn, eins
og ítalskir þjálfarar eru kallaðir
vegna útlits og klæðnaðar, skipu-
lögðu varnarleik sinna liða á svipaðan
hátt. Sérstaklega Fabio Capello sem
beitti Sacchi-aðferðum til að vinna
Johan Cruyff og Barcelona 4:0 í úr-
slitaleiknum 1994. Líka Marcello
Lippi sem komst í þrjá úrslitaleiki í
röð með Juventus frá 1996 til 1998 og
lærisveinn Sacchis, Carlo Ancelotti,
varð fyrsti þjálfarinn til að vinna
Meistaradeildina þrisvar.
Ítalir voru í fararbroddi
Ítalski fótboltinn var skrefi á und-
an öðrum á þessum árum því auðkýf-
ingar eins og Silvio Berlusconi og An-
gelo Moratti fjármögnuðu félögin og
drógu að sér bestu leikmennina. Fyr-
ir vikið unnu ítölsk félög Evr-
ópumeistaratitilinn þriðja hvert ár
frá 1989 til 2003 og öll Evrópumótin
samtals ellefu sinnum af 26 mögu-
legum. Á þessum árum unnu sjö
ítölsk félög Evróputitla. Engin önnur
deild státaði af því.
Þjóðverjar græddu líka á ítölsku
gæðunum. Árið 1990 varð Þýskaland
heimsmeistari, að hluta til vegna þess
að næstum hálft liðið með Lothar
Matthäus í aðalhlutverki lék í ítölsku
A-deildinni. Frá árinu 1995 tók Bay-
ern München upp svæðisvörnina í öll-
um yngri liðum sínum. Fyrir vikið
urðum við Þýskalandsmeistarar ung-
linga árin 2001 og 2002 sem var ný-
næmi fyrir Bayern.
Þú þarft alltaf einhvern sem tekur
upp góðar hugmyndir og bætir við
þær. Okkar Sacchi var Björn And-
ersson, sem varð Evrópumeistari
með Bayern á áttunda áratugnum.
Hann stjórnaði okkur ungu mönn-
unum ekki með harðri hendi, heldur
sem jafningjum. Svíinn færði okkur
skandinavísku hugmyndafræðina
sem átti eftir að nýtast okkur vel.
Endurreisn hjá Ferguson
Nýjar aðferðir berast víða. Þjálf-
arar utan Ítalíu tóku upp aðferðir
Sacchis, mótuðu eigin stíl sem byggð-
ist á þeim og bjuggu til frábær lið.
Alex Ferguson endurreisti gamalt
stórveldi og stýrði Manchester Unit-
ed í meira en aldarfjórðung. Hann
kom á gríðarlegum stöðugleika og
skýrum línum um hlutverk allra leik-
manna, og bjó til sóknarvél. Hinn lit-
ríki Ferguson fór með liðið í úrslita-
leikinn fjórum sinnum og vann
titilinn 1999 og 2008. Hann náði alltaf
því besta út úr sínum hópi.
Sama er að segja um Louis van
Gaal, sem varð Evrópumeistari með
Ajax 1995 í anda Sacchis, hjá félagi
með sigurhefð í veikari deild. Ottmar
Hitzfield, einstakur ræðumaður og
sálfræðingur, vann titla með Dort-
mund (1997) og Bayern (2001). Jupp
Heynckes vann með Real Madrid
1998 og Bayern 2013. Vicente del
Bosque með Real 2000 og 2002.
Frank Rijkaard, sem vann Meist-
aradeildina með Barcelona 2006, var
líka leikmaður hjá Sacchi.
Svo kom José Mourinho
Svo kom José Mourinho. Hann tók
varnarhliðina frá Sacchi og með sín-
um aðferðum tók hann sóknarandann
úr fótboltanum. Hann einbeitti sér að
varnarleik á eigin vallarhelmingi og
náði ótrúlegum árangri með gríð-
arlegu skipulagi og líkamsstyrk. Til
dæmis, í undanúrslitunum gegn
Barcelona árið 2010, byggði hann
mennskan vegg í kringum eigin víta-
teig.
Þrír þjálfar-
ar sem mót-
uðu leikinn
- Arrigo Sacchi hannaði Microsoft
fótboltans og var skrefi á undan öðrum
Reuters
Portúgal Jose Mourinho þróaði
varnarleikinn til hins ýtrasta.
AFP
Ítalía Arrigo Sacchi gerði lið AC
Milan nánast ósigrandi.
66 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – Þróttur R................................ 1:5
Staðan:
Selfoss 4 4 0 0 12:4 12
Valur 4 3 1 0 7:3 10
Breiðablik 4 3 0 1 15:5 9
Þróttur R. 5 1 3 1 11:8 6
Tindastóll 3 1 1 1 3:3 4
Stjarnan 5 1 1 3 4:10 4
ÍBV 4 1 0 3 8:10 3
Keflavík 4 0 3 1 3:6 3
Þór/KA 4 1 0 3 3:7 3
Fylkir 3 0 1 2 1:11 1
Evrópudeild karla
Úrslitaleikur í Gdansk:
Villarreal – Manchester United ..... frl. (1:1)
_ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.
Danmörk
B-deild, efri hlutinn:
Esbjerg – Helsingör ................................ 2:2
- Andri Rúnar Bjarnason lék ekki með
Esbjerg sem endaði í þriðja sæti.
Silkeborg – Fredericia............................ 2:1
- Patrik Gunnarsson og Stefán Teitur
Þórðarson léku ekki með Silkeborg sem
endaði í öðru sæti.
- Elías Rafn Ólafsson lék ekki með Fre-
dericia sem endaði í fimmta sæti.
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni kvenna
Undanúrslit, annar leikur:
ÍBV – KA/Þór ....................................... 21:24
_ Staðan er 1:1.
Valur – Fram ........................................ 24:19
_ Valur vann einvígið 2:0.
Þýskaland
Bergischer – Minden........................... 25:24
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark
fyrir Bergischer.
Coburg – Stuttgart.............................. 28:26
- Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir
Stuttgart.
Bietigheim – Leverkusen ................... 28:25
- Hildigunnur Einarsdóttir lék ekki með
Leverkusen.
Spánn
Barcelona – Granollers....................... 39:23
- Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna-
hópi Barcelona.
Frakkland
Aix – Istres ........................................... 34:30
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði eitt
mark fyrir Aix.
Sviss
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Kadetten – Kriens ............................... 25:22
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
E(;R&:=/D
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit, fjórði leikur:
Þór Ak. – Þór Þ..................................... 66:98
_ Þór Þ. vann einvígið 3:1.
KR – Valur.......................................... (54:62)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, 1. umferð:
Brooklyn – Boston............................ 130:108
_ Staðan er 2:0 fyrir Brooklyn.
Vesturdeild, 1. umferð:
Phoenix – LA Lakers ....................... 102:109
_ Staðan er 1:1.
LA Clippers – Dallas........................ 121:127
_ Staðan er 2:0 fyrir Dallas.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
HS Orkuvöllur: Keflavík – ÍBV........... 17.15
Origo-völlur: Valur – Breiðablik .............. 18
Jáverkvöllur: Selfoss – Fylkir............. 19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór/KA ........ 20
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Kórinn: HK – ÍA................................... 19.15
2. deild kvenna:
Fjarðabyggðarhöll: FHL – Fjölnir .... 19.30
Hertz-völlur: ÍR – Álftanes ...................... 20
3. deild karla:
Þorlákshöfn: Ægir – ÍH............................ 20
Nesfiskvöllur: Víðir – KFG ...................... 20
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Ásvellir: Haukar – ÍR........................... 19.30
Kaplakriki: FH – ÍBV .......................... 19.30
TM-höllin: Stjarnan – Fram................ 19.30
Hertz-höllin: Grótta – Selfoss ............. 19.30
Varmá: Afturelding – Valur ................ 19.30
KA-heimilið: KA – Þór ......................... 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fyrsti úrslitaleikur kvenna:
Origo-höll: Valur – Haukar.................. 20.30
Umspil karla, undanúrslit, fjórði leikur:
Vallaskóli: Selfoss – Hamar (1:2) ........ 19.15
Í KVÖLD!
Þór frá Þorlákshöfn tryggði sér
sæti í undanúrslitum Íslandsmóts
karla í körfuknattleik með afar
sannfærandi sigri gegn Þór á Ak-
ureyri, 98:66, í íþróttahöllinni á Ak-
ureyri í gærkvöld. Þorlákshafn-
arbúar unnu þar með einvígið 3:1.
Gestirnir frá suðurströndinni
stungu af strax í fyrri hálfleik þeg-
ar þeir náðu 20 stiga forskoti og
voru yfir að honum loknum, 48:32.
Munurinn jókst eftir hlé og Ak-
ureyringar áttu aldrei svar.
Callum Lawson skoraði 22 stig
fyrir Þór Þ., Larry Thomas 17 og
Ragnar Örn Bragason 14. Adomas
Drungilas, Thomas og Styrmir
Snær Þrastarson tóku 10 fráköst
hver.
Ohouo Landry skoraði 16 stig
fyrir Þór Ak. og Ivan Aurrecoechea
skoraði 13 stig og tók 16 fráköst.
_ Fjórði leikur KR og Vals stóð
yfir þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/
korfubolti.
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Akureyri Larry Thomas var drjúgur fyrir Þór frá Þorlákshöfn og sækir hér
að körfu Akureyringa í leiknum fyrir norðan í gærkvöld.
Sannfærandi sunn-
anmenn í Þórsslag
Guðmundsdóttir fimm mörk hvor,
og Matea Lonac varði 12 skot.
Harpa Valey Gylfadóttir, Ásta
Björt Júlíusdóttir og Elsa Elíasdótt-
ir skoruðu 4 mörk hver fyrir ÍBV.
_ Valur vann Fram öðru sinni í
gærkvöld, 24:19, og vann því ein-
vígið 2:0. Valskonur mæta því KA/
Þór eða ÍBV í úrslitunum. Lovísa
Thompson skoraði 8 mörk fyrir Val
og Thea Imani Sturludóttir 5 en
Lena Margrét Valdimarsdóttir
skoraði 4 mörk fyrir Fram.
Oddaleikur á Akur-
eyri og Valur í úrslit
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Eyjar Norðankonur fagna sætum
sigri í leikslok gegn ÍBV.
HANDBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KA/Þór og ÍBV mætast í oddaleik í
undanúrslitum Íslandsmóts kvenna
í handknattleik á Akureyri á laug-
ardaginn eftir að Akureyrarliðið
náði að knýja fram sigur í öðrum
leik liðanna í Vestmannaeyjum í
gærkvöld, 24:21.
ÍBV vann fyrsta leikinn á Ak-
ureyri og norðankonur voru því
með bakið upp við vegg fyrir leik-
inn í gærkvöld. Þær náðu hins veg-
ar góðu forskoti í fyrri hálfleik,
12:6, og lögðu þar grunninn að sigr-
inum.
„Fyrri hálfleikurinn var al-
gjörlega eign gestanna, varnarleik-
urinn var engum líkur og sóknirnar
snjallar. Eyjakonur fundu varla
skotfæri fyrstu fimmtán mínútur
leiksins en þar komu einungis tvö
mörk inn í mark Matea Lonac sem
var frábær,“ skrifaði Guðmundur
Tómas Sigfússon m.a. um leikinn í
grein á mbl.is.
Munurinn var lengst af tvö til
fjögur mörk í seinni hálfleiknum,
eða þar til Eyjakonur skoruðu þrjú
mörk í röð og jöfnuðu á lokakafl-
anum, 21:21. Akureyringar fóru
hins vegar ekki á taugum við þetta
og þær Rakel Sara Elvarsdóttir,
Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Al-
dís Ásta Heimisdóttir skoruðu þrjú
mörk á síðustu 90 sekúndunum og
tryggðu KA/Þór sigurinn.
Rakel Sara skoraði 6 mörk fyrir
KA/Þór, Sólveig Lára og Ásdís