Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 69
MENNING 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
vonast eftir því besta. Liðsmenn
sjarmerandi og vel klæddir en það er
því miður ekki nóg. Áðurnefndur Eli
Frost lamdi húðir í Ballados sem lék
vírað indírokk. Fyrra lagið heldur
ódýrt en seinna lagið innihélt nokk-
urs konar kúrekaflipp og það mátti
alveg heyra sniðugar hugmyndir
krauma þar undir. Að öðru leyti virt-
ist sveitin vera nokkuð skammt á veg
komin. Dóra og döðlurnar lokuðu
kvöldinu, dásamlegt band skipað 15
ára stúlkum að mestu. Það var
augnablik kvöldsins er Bára Katrín,
söngvari og gítarleikari, hvíslaði eit-
ursvöl: „Let‘s rock this shit …“
Bandið var að koma fram í þriðja
sinn og stóð sig frábærlega. Tónlistin
fremur hefðbundið dramapopp en
þetta var vel æft, samsöngurinn
flottur og lögunum tveimur skilað
með miklum bravúr.
Salur léði síðan Eilífri sjálfsfróun
flest sín atkvæði á meðan dómnefnd
lagði blessun sína yfir Ólaf Kram.
4. kvöld
Indísveitin Kisimja opnaði þetta
lokakvöld með býsna sannfærandi
hætti. Meðlimir samstilltir í fatavali
og söngvarinn minnti nokkuð á Brian
Molko úr Placebo. Nokk svalir bara.
Það var ýmislegt með bandinu, söng-
ur flottur að mestu (sleppa öskr-
unum samt) og pælinga vart í laga-
smíðum. Alls ekki vitlaust að slípa
þennan stein aðeins áfram. Laug-
vetnska sveitin El Royalé lék nokk-
urs konar Suðurlandsþungarokk
sem var því miður ekki upp á marga
fiska. Lögin hálfköruð, hljómur
vondur og þéttleika ábótavant. Bak-
raddasöngkonur fengu að skína síð-
ustu tvær mínúturnar eða svo en
hefðu mátt kom mun fyrr inn, þó ekki
væri nema til að brjóta aðeins upp
stirðbusalegt flæðið. Ólafur kom einn
fram með gítar og lék fremur hefð-
bundna söngvaskáldatónlist. Fyrra
lagið hresst, hið síðara ballaða og
Ólafur gat vel mundað gítarinn. Lítið
var um sérkenni í smíðunum en gef-
um Ólafi tíma, þetta var frumraun
hans á sviði. Jengah átti nokkuð
merkilegt innslag. Í raun eitt langt
lag, „ambient“ smíð með vísunum í
síð- og súrkálsrokk. Naumhyggju-
legt, eintóna flæði og dálítið hug-
leiðslu- og kvikmyndalegt eins og
meðlimir lýstu sjálfir. Ýmis hljóðfæri
brúkuð, m.a. „Hang“. Þetta var vel
útfært að langmestu leyti og bara
giska vel heppnað. Það kemur ým-
islegt upp á í Músíktilraunum og
þannig mætti eingöngu Sindri úr dú-
ettinum Sindri & Andri. Hann lét það
ekki slá sig út af laginu, gekk brattur
inn á svið og lék á gítar og hljómborð
auk þess að syngja en Andri, sá er lét
ekki sjá sig, er aðalsöngvarinn! Tón-
listin miðja vegu á milli Mac De-
Marco og Prins Póló og alveg ágæt
sem slík. Þrautseigjuverðlaun Mús-
íktilrauna, væru þau til, fara skuld-
laust til Sindra. Æsa er skipuð fimm
stúlkum úr FÍH og MÍT og stofnað
var til sveitarinnar í kófinu. Stúlk-
urnar komu vel fyrir, voru öruggar
en lögin sem slík voru ekki beinlínis
að gera sig, voru sérkennilega tóm-
leg eitthvað. Mér sýnist mannskap-
urinn vera til staðar en það þyrfti að-
eins að líta betur til með þessum
þætti. Sé miðað við nafnið hélt ég að
Skullcrusher myndi rífa þakið af hús-
inu með grimmdarlegu dauðarokki
og geitaslátrun á sviði. Tónlistin var
hins vegar meira út í hreint pönk,
hrátt bæði og skítugt. Ekkert að því
og sú áferð kostur ef eitthvað er en
sjálf spilamennskan var í óþéttara
lagi og lagasmíðarnar lítt sannfær-
andi. Fjórir sveitastrákar fengu
mann hreinlega til að standa á gati.
Lögin voru svo gott sem fullkomlega
stefnulaus og eiginlega ósamin, ef ég
má orða það sem svo. Jú, ég heyrði
smá djass, smá indí, gott og vel. En
þetta var svo ómótað að það er í raun
lítið um þessa einstöku framfærslu
að segja. Ingo is an artist er efn-
isstúlka, hvar hún söng og lék á gítar.
Ætli það hafi ekki verið stress sem
flatti fyrsta lagið dálítið út en seinna
lagið var hins vegar framúrskarandi,
í raun besta lag kvöldsins, og einkar
fallega sungið. Það vantaði tilfinn-
anlegan hnykk í þetta tiltekna gigg
Ingo is an artist en um leið greindi
maður að það verður vel þess virði að
fylgjast með henni í framtíðinni.
Mersier kom ágætlega fyrir, lék mel-
ódískt þungarokk með vísanir í þrass
og NWOBHM. Söngur ágætur,
minnti dálítið á Stefán Hilmarsson á
yngri árum (!) en spilamennska bæði
losaraleg og gruggug sem var ekki til
hagsbóta. Benedikt færði okkur
tandurhreint popp. Var með und-
irspil á símanum sínum (er söngvari
og upptökustjórnandi) og tónlistin
skammlaust og haganlega samið ep-
ískt popp, á köflum í hálfgerðum
Eurovision-gír. Benedikt bar sig vel
á sviðinu og fylgdi sínu eftir kinn-
roðalaust, með ástríðu og sannfær-
ingu í fullum botni. Vel af hendi leyst
og hressandi. Merkúr frá Vest-
mannaeyjum endaði kvöldið og þar
með undanúrslitin í heild sinni.
Merkúr er skemmtileg hljómsveit,
tónlist vel þungt þungarokk með
riffakássu og öskurbrjálæði í hár-
réttum skömmtum. Fyrra lagið var
einkar þétt og öflugt en seinna lagið
var hins vegar heldur þunglamalegt
og langdregið. Fóru leikar svo þann-
ig að Æsa fór áfram á sal en dóm-
nefnd stillti fram Jengah. Auk þess
þótti dómnefnd fernt frá fyrri kvöld-
um eiga erindi í úrslit. Grafnár,
Piparkorn, Dóra og döðlurnar og
Benjamín. Sigurvegari Músíktil-
rauna verður síðan valinn nú á laug-
ardaginn.
Krownest Firnaþétt þungarokkssveit og keyrði af eftirtektaverðu afli í gegnum fyrsta lagið í undankeppni. Ólafur Kram Risaeðlan, Grýlurnar og Slits svifu yfir vötnum.
Piparkorn Samspil var með miklum ágætum og fyrsta lagið vel hugsað.