Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 27.05.2021, Qupperneq 70
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég átti alls ekki von á að bókin mín yrði gefin út í Bandaríkjunum, þetta kom mér mjög á óvart og virkilega gaman að vinna með Peng- uin og frábærum ritstjóra þeirra. Líka gaman að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá svona stóru forlagi. Penguin er stærsti útgef- andi Íslendingasagna í enskri þýðingu og auð- vitað mikill heiður að vera hjá sama forlagi og Snorri Sturluson,“ segir Egill Bjarnason, blaðamaður og nú rithöfundur, en hann sendi frá sér sína fyrstu bók á dögunum, How Ice- land changed the World, en hún kemur út á ensku hjá hinni virtu Penguin-bókaútgáfu í Bandaríkjunum. „Upphaflega ætlaði pabbi að gefa bókina mína út hjá sínu litla forlagi, Sæmundi. Ég var farinn að sjá eftir að hafa byrjað á þessari vinnu því mér fannst þetta taka allt of langan tíma. Ég byrjaði á handritinu fyrir nokkrum árum og sá ekki fyrir mér að geta klárað þetta á engum ritlaunum. Til að freista þess að fá fyrirframgreiðslu sendi ég sýnishorn á um- boðsmenn í Bandaríkjunum og ég fékk einn til að taka þetta að sér. Útgáfubransinn þar virk- ar þannig að um leið og maður er kominn með umboðsmann geta hjólin farið að snúast ansi hratt. Umboðsmaðurinn sendir þá sýnishornið víða og ef það er áhugi þá eru verk boðin upp og í mínu tilfelli átti Penguin hæsta boðið í út- gáfuréttinn. Ég fékk því fyrirframgreiðslu sem dugði til að ég gat unnið við handritið í eitt og hálft ár í viðbót.“ Leitaði að meðalfrægum Íslendingum Egill segir að hann hafi lengi langað til að skrifa Íslandssögu, af því hún eigi sér upphaf sem geri hana að náttúrulegri sögu á einhvern hátt. „Þótt bókin segi frá hvernig Ísland breytti heiminum og áherslan í bókartitili sé kannski svolítið á heimssöguna, þá er kjarninn í frá- sögninni Íslandssagan. Þetta kom þannig til að ég var að vinna sem fréttaritari fyrir AP- fréttaveituna, The Associated Press, og ég fékk það verkefni að athuga hvort það væru einhverjir Íslendingar í gagnabanka minning- argreina sem AP er með. Í slíkum gagnabönk- um er aðallega núlifandi frægt fólk en inn á milli eru minna þekktir einstaklingar sem þó hafa sett sinn svip á samtímann, án þess að vera sögufrægar hetjur. Til dæmis sá sem fann upp kassettuna, frægt slagorð, startaði frægu fyrirtæki og fleira í þeim dúr. Slíkar frá- sagnir hafa mér alltaf þótt skemmtilegar og þess vegna fór ég að líta í kringum mig eftir meðalfrægum núlifandi Íslendingum og þeim sem tilheyra sögunni. Ég skoðaði hvar við Ís- lendingar höfum drepið niður fæti og hvort við ættum einhverjar tengingar. Til að segja sögu lítils lands þarf lesandi sem á ekki beinlínis hagsmuna að gæta í þeirri sögu að hafa eitt- hvert haldreipi sem er kunnuglegt og gefur tengingu við söguna.“ Óli blaðasali og fleira alþýðufólk Egill segir að bókartitillinn hljómi vissulega rembingslegur, ef hann sé tekinn úr samhengi. „Ég var mjög meðvitaður um að ég vildi ekki skrifa slíka bók. Ég var ekki að fara í ein- hverja risastóra markaðsherferð fyrir því hvað við erum frábær hér á Íslandi, heldur vildi ég segja söguna eins og hún er og gera það í létt- um dúr. Ég vildi ekki setja neinn á stall. Þegar ég var að vinna þetta las ég allar þær Íslands- sögur sem hafa komið út, en þar er aðallega vitnað í áhrifamenn hvers tíma, sem var ekki það sem ég hafði áhuga á að segja. Ég er miklu frekar að draga upp mynd af Íslandi í gegnum árin og leita í fjölbreyttari heimildir en hvað forsætisráðherra eða amtsmenn höfðu um málin að segja á sínum tíma. Þess vegna vitna ég í minna frægt fólk, alþýðufólk eins og Óla blaðasala,“ segir Egill og bætir við að það hafi krafist talsverðrar heimildarvinnu að skrifa bókina. „Ég þurfti að afmarka efnið og fyrir vikið eru atriði úr Íslandssögunni sem náðu ekki inn, en ég reyni að drepa á þau flest. Þetta eru tíu afmarkaðir kaflar í heimssögunni sem Ís- land hafði áhrif á, svo sem franska byltingin, fyrsta tunglferðin, stofnun Ísraelsríkis, úrslit síðari heimsstyrjaldar og jafnrétti kynjanna. Ég er blaðamaður og vinn þetta sem slíkur, ég nýti mér þá vinnu sem margir aðrir hafa lagt í og ég stend í þakkarskuld við sagnfræðinga. Ég set staðreyndir í nýjan búning, en auðvitað var líka heilmikil frumheimildarvinna. Þetta er blaðamannabók.“ Áhugi á lífinu hér á hjara veraldar Dæmi um hvernig Egill setur hlutina í nýtt samhengi er t.d. þegar hann segir í bókinni að árið 1970 hafi búið svo fáir múslimar á Íslandi að þeir hefðu komist fyrir í einum Volvo og að verkamaður á norðlenskum sveitabæ hafi komist í fréttirnar fyrir það eitt að vera hör- undsdökkur. „Þetta er áhugavert fyrir fólk úti í heimi, enda er bókin gefin út á ensku. Ég er að reyna að setja þetta í þannig búning að fólk hafi áhuga á að fræðast um sögu þessa pínulitla ríkis sem Ísland er. Þess vegna vel ég þennan frásagnarhátt; að reyna að hafa þetta svolítið skemmtilegt og hafa þessa tengingu við heims- söguna. Ég er með kafla um sjálfstæðisbaráttu okkar og hann tengist kannski síst heimssög- unni, en ég setti hann inn til að mynda eina heild um Íslandssöguna. Ég vildi spanna breidd, vitna í þekkt og óþekkt fólk, karla og konur. Það sem ég hef lært af því að hafa skrif- að um Ísland fyrir útlönd undanfarin ár spilar inn í þessa frásögn,“ segir Egill, sem ekki að- eins skrifar fyrir AP, heldur líka fyrir New York Times, Al Jazeera English, Lonely Plan- et og Hakai Magazine. „Ég hef komist að því að fólk vill miklu frek- ar heyra um það hvernig lífið er á þessum hjara veraldar en hvað einhver forsætisráð- herra hefur að segja um gang heimsmála.“ Sjáið hvað við erum frábær Egill segir það vissulega hvetjandi að Penguin gefi út bókina og hann sé nú þegar búinn að ámálga við þá aðra bókarhugmynd. „Ég sagði samt við sjálfan mig að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur, ég þurfti að sitja sveittur við skriftir til að ná að skila á þeim tíma sem mér var settur. Auðvitað er ég ánægður með að bókin hefur selst vel og hún hefur verið að fá fína dóma í Bandaríkjunum, The New York Times Book Review kallar bók- ina „skemmtilega sérstaka“. Dreifingin er líka mikil, bókin fæst hjá öllum bóksölum í Banda- ríkjunum og kemur líka út í Bretlandi í næsta mánuði, Ástralíu, Indlandi og öllum ensku- mælandi löndum. Þýðingarétturinn hefur ver- ið seldur hingað og þangað, þar á meðal til Frakklands, en merkilegt nokk er ríkari áhugi hjá öðrum smáríkjum. Bókin fæst í Eymunds- son hér á landi og í Bókakaffinu á Selfossi og í Ármúla og auðvitað á netinu. Ég hef fengið góð viðbrögð frá Íslendingum, sérstaklega ungu fólki, og bókin virðist henta vel sem gjöf fyrir erlenda vini. Kannski er einmitt fátt ís- lenskara en að gefa útlenskum vinum bók sem segir: Sjáið hvað við erum frábær, hér er bók sem sannar það.“ Setur staðreyndir í nýjan búning - „Heiður að vera hjá sama forlagi og Snorri Sturluson,“ segir Egill Bjarnason en bók hans, How Iceland changed the World, kemur út hjá hinni virtu Penguin-bókaútgáfu í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Á Húsavík „Ég var ekki að fara í risastóra markaðsherferð fyrir því hvað við erum frábær hér á Íslandi, heldur vildi ég segja söguna eins og hún er og gera það í léttum dúr,“ segir Egill. 70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Fimmtudagurinn langi nefnist sam- starfsverkefni safna og sýningar- staða á sviði myndlistar í miðborg Reykjavíkur og er slíkur fimmtu- dagur í dag. Hugmyndin með verk- efninu er að söfn og sýningarstaðir sameinist um lengdan afgreiðslu- tíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar og skapi með því líflega stemningu í miðborginni þar sem fólk fari á milli staða og upplifi fjöl- breytta myndlistarviðburði og félagsskap hvert annars, eins og því er lýst í tilkynningu. Í sumar stendur til að efla hina löngu fimmtudaga þar sem létt hef- ur verið á fjöldatakmörkunum á söfnum og sýningarstöðum. Ókeypis er inn á langflestar sýningar og við- burði og má kynna sér þær á fimmtudagurinnlangi.is. Í Listasafni Reykjavíkur á Kjar- valsstöðum stendur yfir sýningin Eilíf endurkoma og verður leiðsögn tveggja listamanna hennar kl. 20, þeirra Guðrúnar Kristjánsdóttur og Katrínar Elvarsdóttur. Skólahljóm- sveit Austurbæjar spilar á verönd- inni fyrir utan Klambra Bistro við Kjarvalsstaði kl. 18:45 Aðgangur er ókeypis frá kl. 17 til 20. Í i8 galleríi stendur yfir sýning Callums Innes og Elín Hansdóttir verður með útgáfuhóf vegna bók- arinnar Long Place kl. 17-19 en gall- eríið verður opið til kl. 22. Í BERG Contemporary sýnir Sigurður Guð- jónsson Yfirskyggða staði frá kl. 11 til 21 og í Núllinu er sýning Ásu Jónsdóttur, Fragments. Í Nýlista- safninu stendur yfir sýning MA- útskriftarnema LHÍ í myndlist og verður spjall sýningarstjóra kl. 20. Í Kling&Bang er sýningin Feigðarós, samsýning sem Anna Hrund Más- dóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir standa fyrir og er opið til kl. 21. Listasafn Íslands er einnig með, þar standa yfir sýning- arnar Halló, geimur og Sumarnótt, vídeóinnsetning Ragnars Kjartans- sonar. Opið verður til kl. 21. Í gall- eríi SÍM verður samsýning gesta- listamanna opin til kl. 20 og í Norræna húsinu verður sýningin Í síkvikri mótun: vitund og náttúra opin til kl. 21. Opið langt fram á kvöld á fimmtudeginum langa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útgáfuhóf Elín Hansdóttir fagnar útgáfu Long Place í i8 í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.