Morgunblaðið - 28.05.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Geitungar eru ekki enn vaknaðir úr
vetrardvala og hafa aðeins örfáir sést
á ferðinni hér á landi. Þeir eru seinir
miðað við fyrri ár en drottningarnar
fara vanalega á stjá í byrjun eða um
miðjan maí. Geitunga er að finna um
allt land og fer fjölgun þeirra aðallega
eftir veðurfari þar sem kalt veður
hefur neikvæð áhrif á fjölgun þeirra.
Guðmundur Halldórsson skor-
dýrafræðingur segist aðeins hafa séð
nokkra geitunga á sveimi og þá fyrstu
í gærdag.
Erfitt að spá um fjölda geitunga
Guðmundur segir að kuldi hafi
mikil áhrif á skordýrafjölda.
„Það er tiltölulega lítið farið að
sjást af þessum venjulegu pöddum í
kringum mann; flugum, geitungum
og öllum þessum skordýrum,“ segir
hann.
Guðmundur segir erfitt að spá um
fjölda geitunga í ár og fari það mjög
eftir veðurfari. Hann segir mikið
velta á því hvernig veðurfar í júní
verði, hvort þeir nái sér aftur á strik
eftir hæga byrjun í maí.
„Það er svo auðvitað spurning um
það hvað er mikið af drottningum
sem hafa lifað af veturinn. Ef þær eru
fáar þá verður auðvitað minna af geit-
ungum,“ segir Guðmundur en bætir
við að ekki sé búið að gera rannsókn á
því hve margar drottningar lifa
venjulega af veturinn þannig að erfitt
sé að spá um fjölda þeirra.
„Drottningar eru eftir á núna,
kannski um viku, hálfum mánuði sýn-
ist mér.“ logis@mbl.is
Geitungar seinir á stjá
- Vetrardvali
geitunga lengri en
vanalega
Morgunblaðið/Þorkell
Geitungabú Geitungar eru enn í dvala eftir kaldan maímánuð.
„Ég get ekki alveg sagt til um
það en það er greinilegt að þetta
afbrigði er búið að vera í samfélag-
inu í smátíma,“ sagði Þórólfur.
Á upplýsingafundinum í gær
Guðrún Hálfdánardóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Alls hafa níu greinst með kórónu-
veiruna innanlands síðustu vik-
una, þar af fjórir utan sóttkvíar.
„Smitin sem hafa verið að
greinast núna virðast tengjast
þeim smitum sem kennd hafa ver-
ið við H&M og virðast teygja
anga sína víða,“ sagði Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir á upp-
lýsingafundi almannavarna og
embættis landlæknis í gær.
Þrjú kórónuveirusmit greindust
innanlands á miðvikudag, þar af
eitt utan sóttkvíar.
Í samfélaginu í smátíma
Af þeim níu smitum sem
greinst hafa síðastliðna viku voru
fjórir utan sóttkvíar við grein-
ingu.
„Þetta er sama afbrigðið og við
höfum verið að greina undanfarna
daga og á rætur sínar að rekja til
landamæranna í apríl,“ sagði Þór-
ólfur í samtali við blaðamann eftir
upplýsingafund.
Er smitið í apríl þá síðasta smit
sem greinst hefur og komst inn í
samfélagið í gegnum landamærin?
hvatti Víðir Reynisson, yfirlög-
regluþjónn almannavarnadeildar,
fólk til þess að gæta að persónu-
legum sóttvörnum á mannamótum
komandi helgar.
Aðspurður sagði Þórólfur ekki
tilefni til þess að hvetja fólk til
þess að bíða með ferðalög innan-
lands.
„Fólk getur ferðast en það þarf
að gæta að þessum atriðum sem
getið hefur verið um. Tveggja
metra reglan er náttúrulega
grunnurinn að þessu og það gildir
áfram að ef fólk er í margmenni,
sérstaklega ef það er innan um fólk
sem það kannast ekki við og annað,
þá er mælt með grímunotkun.“
Tilslakanir á sóttvarnareglum
tóku gildi á þriðjudag en sem
stendur mega 150 koma saman.
Tveggja metra reglan er þó enn í
gildi.
Þórólfur segir að mögulega þurfi
að herða á takmörkunum innan-
lands ef veiran fer að breiða úr sér.
„Ef við förum að fá einhverja
mikla útbreiðslu hér innanlands og
lendum í einhverjum vandræðum
með það þurfum við svo sannarlega
að endurskoða [núgildandi sótt-
varnareglur].“
Smitið „virðist teygja anga sína víða“
- Þrjú smit greindust á miðvikudag, eitt utan sóttkvíar - Hvetja fólk til þess að gæta að sóttvörnum
- Sama afbrigði veirunnar hefur greinst síðustu daga, afbrigðið greindist við landamærin í byrjun apríl
8 ný innanlandssmitgreindust sl. tvo daga
39 eru meðvirkt smit
og í einangrun
Enginn innlagður
á sjúkrhús
30 einstak-lingar
eru látnir
Fjöldi
smita
Heimild:
covid.is
Fjöldi smita innanlands Á landamærum
júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí
Fullbólusettir:
87.815 einstak-lingar
169.570 hafa fengið að
minnsta kosti einn skammt
328 einstaklingareru í sóttkví 1.496 í skimunar-sóttkví
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Skimun „Þetta er sama afbrigðið,“
segir Þórólfur um nýjustu smitin.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Norðurþing mun verjast af fullum
þunga áformum Fiskistofu um að
banna veiðar á göngusilungi í net
fyrir landi jarða sveitarfélagsins í
Skjálfandaflóa. Að baki áformum
Fiskistofu stendur ósk veiðifélaga á
vatnasvæði Laxár í Aðaldal og Haf-
rannsóknastofnun hefur mælt með
slíku banni. Stefnir því í harðar
deilur í héraði um hlunnindi
Norðurþings á Skjálfanda.
Í erindi Veiðifélags Laxár í Aðal-
dal, Veiðifélags Mýrarkvíslar og
Veiðifélags Reykjadalsár og Ey-
vindarlækjar til Fiskistofu er vísað
til hnignandi stofna í ánum. Fullyrt
er að lengi hafi verið á allra vitorði
að lax veiðist í net sem lögð eru
fyrir göngusilung, sérstaklega smá-
lax. Orðrómur hafi verið um að ein-
staka netaveiðimenn hafi fengið vel
á annan tug laxa.
Gripið hafi verið til margháttaðra
ráðstafana til að vernda lax í ánum,
meðal annars sé veiddum laxi
sleppt aftur í þeim öllum.
Fiskistofa kynnti áform sín um
að banna netaveiði göngusilungs í
sjó í Skálfandaflóa með bréfi sem
barst sveitarfélaginu 25. maí.
Bannið á að gilda frá 10. júní til 10.
ágúst árlega í fimm ár og taka gildi
nú í júní.
Tilgangurinn er að koma í veg
fyrir veiðar á laxi í silungsnet á
göngutíma laxa en þær eru sagðar
hafa verið verulegar. Einnig að
vernda bleikjustofna á áhrifasvæði
bannsins þar sem stofnarnir eru
ekki taldir þola veiði.
Hafrannsóknastofnun mælir með
veiðibanni. Í svari hennar við erindi
Fiskistofu kemur fram að fiski-
stofnar á vatnasvæði Laxár eigi
undir högg að sækja og stærð
göngustofna sé í sögulegu lág-
marki. Varasamt geti verið að
stunda silungsveiðar í sjó í ná-
grenni árinnar, bæði vegna mögu-
legs meðafla á laxi og vegna óvissu
um uppruna og stöðu þeirra sjó-
bleikjustofna sem veitt er úr.
Úthluta 10 leyfum
Skipulags- og framkvæmdaráð
Norðurþings hafnar alfarið mála-
tilbúnaði veiðifélaganna sem áform
Fiskistofu um bann við nýtingu
sveitarfélagsins á hlunnindum sem
fylgja sjávarjörðum í eigu þess
byggjast á. Telur nefndin að ekkert
bendi til annars en að þær silungs-
veiðar sem stundaðar hafa verið
fyrir landi Húsavíkur og byggjast á
veiðiheimildum sem Norðurþing út-
hlutar árlega séu bæði varfærnar
og sjálfbærar. Heimildir til úthlut-
unar veiðileyfanna séu skýrar og
óumdeildar.
„Verði málinu fram haldið á þeim
forsendum sem lagt hefur verið
upp með af hálfu veiðifélaganna og
Fiskistofu, byggt á jafn einhliða,
haldlitlum og illa ígrunduðum
gögnum og raun ber vitni, sér
sveitarfélagið Norðurþing sig knúið
til þess að verjast málinu af fullum
þunga,“ bókaði skipulags- og
framkvæmdanefnd.
Fram kemur í erindi veiðifélag-
anna að Norðurþing selji 10
silungsveiðilagnir á 12 þúsund
krónur leyfið. Svo virðist sem
heildartekjur sveitarfélagsins nemi
því 120 þúsund krónum á ári.
Benda veiðifélögin á að mun meiri
hagsmunir felist í því að tryggja
sölu veiðileyfa í árnar til framtíðar
og móttöku veiðimanna.
Áforma bann við netalögnum í sjó
- Norðurþing bregst hart við áformum Fiskistofu um að banna silungsveiðar í net í Skjálfandaflóa
fyrir landi Húsavíkur - Veiðifélögin fullyrða að lax veiðist í silungsnetin - Hnignandi laxastofnar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsavík við Skjálfanda Flesti veiðileyfin sem sveitarfélagið Norðurþing úthlutar eru í nágrenni við Húsavík.