Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 44

Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 ✝ Ragnheiður Kristín Bene- diktsson (Dúlla) fæddist 27. desem- ber 1939 í Reykja- vík. Hún lést á Drop- laugarstöðum 8. maí 2021. Foreldrar hennar voru Sigríður Odds- dóttir, f. 18.9. 1907, d. 28.8. 1988, og Stefán Már Bene- diktsson, f. 24.7. 1906, d. 12.2. 1945. Systkini: Einar Benediktsson, f. 30.4. 1931. Katrín Svala Bene- diktsson Daily, f. 14.4. 1934, d. 14.9. 2017. Valgerður Þóra Benediktsson, f. 8.5. 1935. Odd- ur Benediktsson, f. 5.6. 1938, d. 17.8. 2010. Maki Ragnheiðar er Haukur Filipps Filippusson, f. 16.1. 1939. Börn: Þórdís Hauksdóttir Ragnheiður var fædd á Hringbraut 75, Reykjavík, og ólst upp á Marargötu 3, sem var hennar æskuheimili. Skólaganga Ragnheiðar: Landakotsskóli, Vesturbæj- arskóli, Menntaskólinn í Reykjavík, Kennaraskólinn Há- skóli Íslands (BA í uppeld- isfræði). Störf: Landakotsskóli, Hlíða- skóli, Melaskóli. Ragnheiður var brautryðj- andi í tölvukennslu í grunn- skóla. Kenndi forritunarmálið Logo og kynnti sér kennslu- hætti í Bandaríkjunum. Í fram- haldinu hóf hún samstarf við National Geographic og kom á samvinnu milli Bandaríkjanna, Íslands og Noregs um efni sem var kallað Kids network. Ragnheiður var mikill dýra- vinur og elskaði útreiðar, sem hún stundaði um árabil. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag, 28. maí 2021, klukkan 13. Athöfninni verður streymt á: https://www.sonik.is/ragnheidur Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Benediktsson, f. 15.10. 1964, og Orri Hauksson, f. 28.3. 1971. Barnabörn: Hafþór Sævarsson Ciesielski, f. 29.6. 1989. Sigurþór Sævarsson Cie- sielski, f. 20.4. 1991. Daníel Fil- ipps Þórdísarson, f. 15.4. 1999. Sölvi Haukur Sigurðsson, f. 20.9. 2003. Styr Orrason, f. 11.1. 2000. Alvar Orrason, f. 28.10. 2003. Barnabarnabörn: Þórunn Kristín Hafþórsdóttir, f. 25.5. 2019. Ásdís Björg Hafþórs- dóttir, f. 25.5. 2019. Orri er gift- ur Selmu Ágústsdóttur og á hún tvö börn frá fyrra hjónabandi, Pétur Benedikt Pétursson, f. 25.9. 1997, og Viktor Má Pét- ursson, f. 19.9. 2000. Elsku mamma mín. Ég held þú áttir þig ekki á hvers konar forgjöf í lífinu það er að vera barnið þitt, að vera alinn upp af þér. Ekki upp- götvaði maður sjálfur á sínum tíma blessunina. Þá varstu bara mamma manns – hlý, hvetjandi, skapandi, áhugasöm, jákvæð – miðpunktur alheimsins. Hvernig öðruvísi átti mamma að vera? Til varnar forréttindablindunni í litla mér varstu á köflum full- ströng, að manni fannst þá. Sást fyrir horn. Settir nauma útivistar- tíma. Gerðir athugasemdir við hegðun. Lést ekki suða í þér. Þú sendir mann í sveit í Andakíl yfir hábjargræðistímann, einmitt þeg- ar útiæfingar í fótbolta á Meistara- völlum fóru fram daglega. Vinir manns máttu ekki hringja í heim- ilissímann eftir 10 á kvöldin. Allt skellir þá, allt blessun í dag. Sérstök framtíðargjöf frá þér var að vegsama fyrir manni listina að tapa. Ekki þráði maður þessa menntun þá. Þú útskýrðir fyrir daufum eyrum þá meintu persónu- styrkingu sem framkallast við að reyna sitt besta en ná ekki í mark í fyrstu umferð. Þvaður, hugsar maður. Þegar polli kemur heim með tár í augunum eftir ósann- gjarnt tap í fótboltaleik eða rang- látan dóm í ræðukeppni kinkaðir þú kolli með samþykkjandi svip. Þarna sástu færi á að litli tæki út þroska. Maður mátti ekki kenna öðrum um eigin ófarir, heldur átti að nýta rassskellinn til að bæta sjálfan sig. Yrði manni á að hreykja sér þegar vel gekk mátti ganga að vonbrigðunum í svipnum á þér vísum. Auðmýkt var sérstök dyggð. Leiðinleg dyggð. En takk mamma. Ekki voru þakkirnar inni- legar þá, en afar núna. 1982 byrjaðirðu að kenna 10 ára börnum forritun, áratugum áður en það þótti almennt góð hug- mynd. Þú varst ekki með með- fædda hæfileika í raungreinum, en sagðir að besta aðferðin til að læra eitthvað væri að kenna það. Þess vegna lagðirðu sérstaka áherslu á að kenna stærðfræði – og það með nýjum aðferðum – auk þess að kynna börnum í Melaskóla tölvur og forritun. Þú hafðir einstaka getu til að kenna á forsendum barnanna sjálfra en ekki með því að boða stóra sannleikann eða hina einu réttu aðferð til að leysa verk- efni. Ég á vini sem héldu að þeir væru tossar, sem þú kenndir ekki einu sinni sjálf í skólastofu. Þú sett- ist með þeim við eldhúsborðið á Hagamel og laðaðir fram hæfileika þeirra með þinni þolinmóðu og lunknu aðferð. Þú leystir fólk úr álögum. Ef mynd væri til í orða- bókinni af góðri manneskju væri myndin af þér. Þú varst hins vegar engin tepra eða buguð af mærð. Þú flæktist ein á hestum upp um fjöll og firnindi og hrast þér leið inn í Vesturbæj- arlaug á hverjum morgni, fyrst laugargesta. Stundum varstu að flýta þér svo mikið ofan í að þú gleymdir að fara í sundfötin þang- að til þú varst komin út úr klef- anum. Þú teymdir okkur systkinin fram á uggvænlegar fjallsbrúnir og brunaðir voguð niður skíða- brekkur sem þú réðst ekkert við sjálf. Ég man eftir heimsóknum okkar á bóndabæi, sem þú hafðir aldrei komið áður á sjálf. Þremur mínútum eftir óboðaða komu okk- ar voru heimamenn, oft félagslega sparir útvortis, orðnir blaðskell- andi bestu vinir þínir. Í þér var heill bunki af krútt- legum kvikindisskap. Þú talaðir þó mjög gegn stríðni, en án þess að þú áttaðir þig á gilti sú regla ekki um sjálfa þig. Þú áttir til að bregða manni og fá hláturskast yfir litlum óförum, en kærleikurinn var eina millisekúndu í burtu. Þegar þér fannst eitthvað fyndið, sem var oft á dag, fannst þér það hrikalega fyndið. Það var hægt að framkalla hjá þér þórðargleði, með smá útsjón- arsemi. Einu sinni ákvað ég að leggja fyrir þig gildru með því að falsa dönskupróf. Þér hafði ekki fundist ég búa mig nægilega vel undir prófið og maður uppsker jú eins og maður sáir, eins og þú klif- aðir á. Falsaða prófblaðið sýndi hraklega niðurstöðu, einkunnina 1, sem ég afhenti þér hnípinn. Við slík makleg málagjöld sonar er eðlilegt að ástkær móðir missi nánast jafn- vægið af öskurhlátri. Þegar þú varst rétt búin að jafna þig og strjúka í burtu hláturstárin rétti ég þér raunverulega prófblaðið, þar sem einkunnin var 9. Gotcha mama! Þessi einstaka blanda af metn- aði og æðruleysi, vinnusemi og gleði, hlýju og aga, kærleika og kerskni var veganestið út í lífið sem hefur nýst manni best. Sem amma varstu enn útpældari en fyrr og með stærri reynslubanka, sem þú nýttir sniðuglega og án boðháttar. Með örlitlum töfra- brögðum þínum voru börn búin að leysa þrautir eða tileinka sér náms- efni sem þau töldu sig engan áhuga hafa á. Þú varst næm á manngerð- ir og skynjaðir alls konar sam- hengi, sem ekki var öðrum ljóst. Öll í fjölskyldunni vildum við fá að eiga þig miklu lengur að, hvert á okkar eigin forsendum, enda leið öllum sérstökum með þér. Þú áttir frábæran förunaut, pabba minn, sem stóð með þér gegnum súrt og sætt, allt of mikið súrt reyndar undanfarinn einn og hálfan áratug. Ósanngjarn og hundleiðinlegur sjúkdómur ákvað að herja á þig, af öllum, en heilnæmari lífsstíl en þinn var erfitt að finna. Í blálokin, eftir langvarandi litla meðvitund, hélstu í höndina á pabba á meðan hann fór yfir lífs- hlaup ykkar, samandregið á þrem- ur korterum. Þú opnaðir augun, hlustaðir af athygli, varðst sátt og skildir við. Falleg leið til að fara, eins og allt annað í þínu lífi. Þú steigst fyrir dómara allra tíma, eins og afi þinn orðaði það. Ekki þarftu að óttast dómsorðin. Guð geymi þig ein- staka kona, elsku mamma mín. Orri. Þegar minnst er á Ragnheiði Benediktsson, Dúllu eins og hún var oftast kölluð, heima hjá mér rifjar Hörður, maðurinn minn, stundum upp þann dag þegar hann sá hana fyrst. Haukur bróðir hans var að halda upp á 16 ára afmæli sitt og litli bróðir tíu ára fylgdist spenntur með öllu sem fram fór. Þar mætti þessi líflega og skemmtilega stúlka sem honum leist afar vel á og dáði og virti æ síðan. Hún skrifaði í gestabók af- mælisbarnsins og vitnaði til afa síns og sneri eftirfarandi ljóðlínum hans upp á Hauk: „Hesturinn, skaparans meistaramynd, er mátt- urinn steyptur í hold og blóð.“ Greinilega eitthvað í uppsiglingu. Nokkrum árum seinna gengu Haukur og Dúlla í hjónaband. Dúlla var vel að sér um marga hluti, fróðleiksfús og áhugasöm. Hún var kennari af lífi og sál og sí- fellt að bæta við þekkingu sína. Hún sérhæfði sig í tölvukennslu og hafði forystu og frumkvæði um að kenna börnum forritun. Í heim- sókn hennar og Hauks til okkar Harðar í Cambridge heillaðist Dúlla af bókabúðunum þar í borg. Í einni þeirra kom hún auga á bók, sem hana hafði lengi langað að eignast, einhvers staðar ofarlega í hillu. Mágur hennar, eilítið hávaxn- ari en hún, gat aðstoðað hana við að ná í bókina og held ég að það hafi verið hápunktur dagsins. Dúlla átti sér ýmis áhugamál. Eitt af þeim var hestamennska og af myndum að dæma bar hún sig afar vel á hestbaki. En það hlut- verk sem hún fann sig allra best í var ömmuhlutverkið. Hún lét sér mjög annt um barnabörnin og sinnti þeim einstaklega vel. Synir þeirra systkina Þórdísar og Orra áttu hug hennar allan. Til að halda upp á sjötugsafmæli Hauks dvöldu þau hjón á Kanarí- eyjum. Þar var ég líka á sama tíma ásamt dóttur minni og dótturdótt- ur en talsverð fjarlægð var á milli dvalarstaða okkar. Þau lögðu á sig rútuferð á afmælisdaginn til að heimsækja okkur og borða með okkur hádegisverð við ströndina. Það var góð stund og kærkomin og létt yfir mannskapnum. Árin sem við Dúlla áttum mesta samleið voru nokkur þau síðustu áður en hún flutti á Droplaugar- staði. Við hittumst oftar en áður og kynntumst betur. Skemmtilegast- ar voru gönguferðirnar sem við fórum í. Þá var spjallað um allt milli himins og jarðar, börnin okk- ar, barnabörnin, eiginmennina og hvaðeina sem efst var á baugi. Þessar gönguferðir enduðu stund- um á kaffihúsum, listsýningum, há- degistónleikum eða öðru slíku og eru mér afar dýrmætar minningar. Veikindi Dúllu síðustu árin voru erfið og dvölin á Droplaugarstöð- um löng. Á þeim tíma naut hún ein- stakrar umönnunar og ástríkis Hauks og barna þeirra. Vegna co- vid-19-faraldursins urðu heim- sóknir síðasta árið færri en ég hefði kosið. Nú hefur þessi góða og hæfi- leikaríka kona kvatt okkur. Við Hörður sendum Hauki, börnum hans Þórdísi og Orra og þeirra fjöl- skyldum einlægar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Ragnheiðar Benediktsson. Margrét Oddsdóttir. Elsku uppáhaldsföðursystir okkar, Ragnheiður eða Dúlla eins og við kölluðum hana, er ein af þeim manneskjum sem höfðu mest áhrif á æskuárin okkar og einnig síðar þegar við kynntumst henni sem ungt og síðar fullorðið fólk. Við bjuggum öll grunnskólaárin okkar erlendis fyrir utan tvö ár, 1968-1970. Við fórum oft til Ragn- heiðar og Hauks á þeim árum. Þór- dís dóttir þeirra fékk hettusótt, en þá var Pétur, sem er á sama aldri og hún, sendur heim til hjónanna á Hagamelnum til þess að smitast. Ég man nú ekki hvort það tókst. Ragnheiður var kennari af lífi og sál. Hún hjálpaði mér og Kristjáni að komast í gegnum margföldun- artöfluna af svo mikilli þolinmæði og elju. Hún var alltaf uppörvandi. Ragnheiður hafði einstaklega þægilega nærveru vegna þess hve reiðubúin hún var fyrir mann. Í sumarfríunum vorum við oftast á Íslandi og þá mikið uppi í Árdal í Borgarfirðinum, en þar nutum við sérstaklega góðs af samvistunum með Ragnheiði og ömmu Siggu, sem báðar höfðu einstakt lag á börnum. Þær voru svo líkar, vel gefnar, skemmtilegar, umhyggju- samar og fróðleiksfúsar. Þær kenndu okkur að tefla, góða siði, fara með bænir til að gefa okkur öryggi, og allt þetta hefur lifað með okkur æ síðan. Báðar voru fyrir- myndir og það sem þær kenndu okkur mun aldrei gleymast. Einar- Már naut þess að eiga bæði Ragn- heiði og Odd bróður hennar að, en hann var prófessor við HÍ og hún fór að kenna eingöngu tölvufræði í skólanum eftir að hún hafði bætt við sig námi í greininni. Einar-Már fékk delluna frá þeim, enda fór hann í tölvufræði við LSE og hefur starfað sem tölvufræðingur síðan. Ragnheiður hafði tíma til að spjalla og hlusta. Heimili hjónanna var al- gjör griðastaður. Það var ekki sjaldan að okkur var boðið heim í mat þegar við vorum foreldralaus á landinu og einnig síðar í gegnum árin og þá fannst okkur við vera einstök, elskuð og miðpunktur alls. Þessi klingjandi hláturmildi Ragn- heiðar vermdi manni um hjarta- rætur og gaf okkur styrk. Hún var mikið náttúrubarn, fór daglega í sund og var mikil hestakona. Þar áttu þær Kata sameiginlegt áhuga- mál og Ragnheiður sagði henni margar sögur um hestana sína og fór með hana í hesthúsið sitt. Sum- arið 1981 bjó Kata á Hagamelnum í nokkrar vikur. Ragnheiði var mikið í mun að hún eignaðist félaga á Íslandi svo að hún skráði hana í unglingavinnuna. Kötu fannst skrefin þung í rigningunni niður í Hljómskálagarðinn en Ragnheiður var staðföst og hvatti hana áfram. Öllum þessum árum síðan lifir minningin um yndislegt sumar, þar sem hún uppgötvaði svo margt, kynntist Íslandi í fyrsta sinn á eigin spýtur. Á síðasta áratug fór heilsu elsku Dúllu okkar að hnigna vegna þess að hún varð fórnarlamb alzheimer. Hlýjasta, lífsglaðasta frænka okk- ar sem til var, dróst smám saman inn í annan heim, okkur til mikils harms. En þau skipti sem við hitt- umst við fjölskyldusamkomur, þá brosti hún og við héldumst í hend- ur. Haukur veit best hvernig síð- ustu árin voru, en hann stóð við hlið Ragnheiðar eins og klettur og hetja. Hann sinnti konu sinni og elsku á hverjum degi, bjó til mat sérstaklega fyrir hana, var stoð og stytta hennar í einu og öllu í gegn- um alla erfiðleikana sem sjúk- dómnum fylgdu. Elsku Haukur, Þórdís, Orri og börn, við sendum ykkur hlýjar samúðarkveðjur. Fyrir hönd systkina minna, Kristjáns, Einars-Más, Péturs og Katrínar Einarsbarna, Sigríður Einarsdóttir Frá því að ég man eftir mér var ég heimagangur á heimili þeirra hjóna Dúllu frænku og Hauks og eru minningarnar margar og allar góðar. Dúlla var frumkvöðull og hugs- uður og þegar kom að kennsluað- ferðum vorum við frændurnir stundum tilraunadýr í alls kyns uppeldis- og greindarprófum sem ég fékk reyndar aldrei niðurstöður úr, kannski hefur hún viljað hlífa drengnum. Ég man gönguferðir upp gilið í Árdal og handskrifuðu miðana með skýrri rithönd Dúllu sem á voru leiðbeiningar um hvernig um- gangast ætti húsið. Hún var alltaf dugleg að leiðbeina og fræða. Ég minnist skíðaferða í Skála- fell en þar vorum við frændur þeir einu sem voru með skíðahjálma eins og allir nota í dag. Já það var vel passað upp á öryggismálin á þeim bænum. Ég minnist skemmtilegra ára- móta á Hagamel þar sem spilað var púkk og það mátti vaka langt fram eftir. Minningabrotin eru mörg og alltaf var gaman í kring- um Dúllu frænku. Eitt af því sem Dúlla var frum- kvöðull í var að kenna börnum for- ritun og var hún áhugasöm um upplýsingatækni, geiri sem ég rambaði í og við höfðum gaman af að spjalla um. Oft sló ég um mig með setningum fengnum frá henni eins og „það eru bara tvær gerðir af fólki í þessum heimi; þeir sem hafa tapað gögnum og þeir sem eiga eftir að tapa gögnum“ – tær snilld. Ég man hve auðvelt var að fá Dúllu til að hlæja, það var alveg sama hvaða fíflagangi tekið var upp á; alltaf hló hún þessum ynd- islega hlátri, hún var einstaklega hláturmild og þannig man ég hana og þannig geymi ég Dúllfríði mína. Hauki, Þórdísi, Orra og fjöl- skyldu votta ég samúð mína. Helgi Arnarson. Elsku Dúlla. Undarlegt er til þess að hugsa að þú sért horfin úr þessum heimi, þú sem varst svo einstaklega lifandi manneskja. Krafturinn og lífsgleðin sindraði allt í kring um þig og það var alltaf stutt í hláturinn sem einkenndi þig, því ekki vantaði nú húmorinn en hann var alltaf græskulaus og ekki á kostnað nokkurs manns. Það var gefandi og gaman að spjalla við þig, kæra frænka. Þú hlustaðir vel, varst ráðagóð og vandaðir tilsvör- in. Þannig varstu alltaf, afskaplega heil og traust. En ekki síst varstu bráðsnjöll og sást í gegnum holt og hæðir. Auðug að hugmyndum og hafðir gott innsæi. Þú varst leiftr- andi greind og eins og títt er um fólk sem hefur slíka hæfileika varstu opin og leitandi síungur andi. Það var ekki deyfðarlegt uppi í Árdal þegar við frændsystkinin vorum þar í þinni umsjá. Þú varst kennari af guðs náð og skipulagðir alls kyns skemmtilega leiki og keppnir. Þetta var útspekúlerað hjá þér, með hátíðlegri verðlauna- afhendingu. Ljóslifandi í mínum huga er keppni í kökuskreytingum. Þá bjuggum við krakkarnir til drullukökur sem við skreyttum af kostgæfni með blómum, steinum og stráum. Þetta léstu okkur gera niðri við Árdalsána. Þar eru stein- ar í öllum regnbogans litum sem voru endalaus uppspretta hug- mynda og leikja hjá okkur börn- unum. Við bjuggum líka til hús úr kubbum sem áttu að vera sam- kvæmt forskrift frá þér. Síðan dæmdir þú arkitektúrinn eftir fag- urfræðilegum mælistikum. Þér tókst að skapa ógleymanlega fal- legar minningar í náttlausri veröld sumarsins í Árdal. Ekki er mér síður minnisstætt þegar þú bjargaðir mér með enskuritgerð í framhaldsskóla. Ég var komin í tímahrak með ritgerð- ina. Þá komst þú í heimsókn, tókst af skarið, hjálpaðir mér að klára hana og varst ekki lengi að því. Skelegg og fljót að hugsa eins og alltaf. Minningarnar frá Marargöt- unni eru líka margar og ljúfar. Um tíma bjó stór hluti fjölskyldunnar þar. Við á Marargötu þrjú, þar sem Einar elsti bróðirinn hafði bú- ið líka. Þið Haukur með Þórdísi og Orra á Marargötu sjö og svo Odd- ur á númer sex með Tótu og Manna. Gatan er fámenn og róleg og við frændsystkinin gátum ásamt öðrum börnum í hverfinu lagt undir okkur götuna. Við vor- um í brennó og prílandi á milli garða, ruplandi sól- og rifsberjum við misjafnlega mikinn fögnuð þeirra sem þarna bjuggu. Ósjald- an sátum við við eldhúsborðið þitt á Marargötunni og vorum að bar- dúsa eitthvað, eins og að búa til hálsmen úr leir sem var síðan brenndur. Ég man enn hvað ég var spennt að skera út leirinn og svo seinna að mála. Það glitrar á allar þessar endurminningar í far- teski mínu. Minningar sem þú skapaðir af hugviti og elsku. Ég kveð þig með trega, elsku frænka, en um leið gleðst ég yfir því að þú ert komin á betri stað þar sem sjúkdómurinn sem herjaði á þig hin síðari ár nær ekki til þín. Nú getur þú sungið af gleði og inn- lifun eins og þú gerðir stundum á björtum löngum sumardögum í dalnum væna. Kæra fjölskylda, Haukur, Þórdís, Orri og barna- börnin, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. G. Svala Arnardóttir. Það að minnast Dúllu, eins og hún var alltaf kölluð, er ljúft. Minningar streyma fram allt frá barnæsku til fullorðinsára og æskuheimilið á Marargötunni verður ljóslifandi í huganum. Æskan er samofin Dúllu móður- systur minni, en þær systur bjuggu ásamt fjölskyldum sínum í sömu götu með nokkur hús á milli. Við dætur þeirra nutum góðs af og urðum vinkonur og tengslin urðu náin og sterk og hafa haldist út líf- ið. En gatan átti sér sögu því syst- urnar höfðu sjálfar alist upp í þess- ari sömu götu, í fjölskylduhúsinu á Marargötu 3. Dúlla var sterkur persónuleiki, eldklár, heillandi og hláturinn hennar var þannig að hún smitaði alla í kringum sig og ég heyri hann hljóma við þessi skrif. Alltaf var stutt í hláturinn og fallega brosið. Dúlla var kennari, það var hennar ævistarf sem hún hafði unun af. Hún þróaði ýmsar nýjungar og var frumkvöðull þegar kom að tölvutækni í kennslu, hún vildi gera það besta fyrir nemendur sína og hafði þennan eldmóð og áhuga sem allir fundu fyrir enda vinsæll kennari. Minningar síðustu áratuga eru margar með Dúllu. Þar stendur upp úr hennar góða nærvera, hjálpsemi, umhyggja og léttleiki. Þessa fékk fjölskylda hennar að njóta og barnabörnin áttu svo sannarlega góða ömmu. Dúlla var alltaf á ferðinni, að fást við eitthvað gagnlegt og gott og verkefnin voru næg og áhugamálin líka. Að vera góð manneskja, að vera til staðar fyrir aðra, að styðja, að hafa trú á fólkinu sínu, það er lífs- ins verkefni og hin einu sönnu verðmæti. Þannig verðmæti skilur Dúlla eftir sig. Ég finn fyrir miklu þakklæti að hafa átt hana að. Takk elsku Dúlla fyrir allt. Þín góða minning mun lifa áfram. Sigríður Auður. Kær vinkona hefur kvatt. Ragnheiður hafði stórt hjarta og gaf mikið af sér hvar sem hún fór. Hún var eldklár, hrein og bein, snaggaraleg og frjálsleg, kát og Ragnheiður Krist- ín Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.