Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 34

Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Íslenskar ríkis- stofnanir þurfa að sinna því hlutverki sem þeim ber sam- kvæmt gildandi lög- um á hverjum tíma. Líkt og aðrar skipu- lagsheildir þurfa stofnanirnar jafn- framt að laga sig að þörfum viðskiptavina sinna, halda í við tækniþróun, stjórna sínum auð- lindum og í stuttu máli að ná sín- um markmiðum í starfsemi. Hver stofnun þarf því að spila vel úr þeim fjármunum sem hún hefur til umráða og ná fram hag- kvæmni á sama tíma og kröfur um þjónustu verða síst minni. Til þess að ná þessu fram þurfa að vera til staðar hæfir stjórnendur og starfsfólk og viðeigandi stjórn- skipulag með sterku innra eftirliti, þar sem góðir stjórnarhættir eru viðhafðir og áhættu er stýrt. Innri endurskoðun hefur eftirlit með því að þessi markmið náist. Hættan á sviksemi Af og til koma fram fréttir í fjöl- miðlum um sviksemi í opinberum stofnunum og algengustu sögurnar eru um stofnanir þar sem hægt er að sækja um greiðslur af ein- hverjum toga, þegar óprúttnir að- ilar sjá sér hag í því að svíkja út fjármuni með því að notfæra sér veikleika í innra eftirliti viðkom- andi stofnunar. Skemmst er að minnast dansks hneykslismáls frá árinu 2018 þegar Britta Nielsen, starfsmaður dönsku félagsþjónust- unnar, hafði dregið sér 115 millj- ónir danskra króna, um 2,1 millj- arð íslenskra króna, frá danska ríkinu á árunum 1997-2018 án þess að það uppgötvaðist og komu í ljós mjög alvarlegar brotalamir í innra eftirliti stofnunarinnar í kjölfarið. Nú á tímum Covid-19 hafa ákveðnar opinberar stofnanir á Ís- landi fengið aukið hlutverk í því að veita ívilnun til viðeig- andi aðila, sem við- brögð við Covid-19, og má þá helst nefna Vinnumálastofnun og Skattinn. Um leið þarf að tryggja sem best tryggt eftirlit hjá viðkomandi stofn- unum um að leik- reglum sé fylgt í einu og öllu. Innri endur- skoðunarúttektir leika lykilhlutverk í því að fyrirbyggja að svik- semi eða mistök eigi sér stað. Orðsporsáhætta Annað mikilvægt atriði, þar sem geta vaknað spurningar um orð- spor opinberrar stofnunar, er spurningin um hagsmunaárekstra og siðareglur. Þar hefur innri end- urskoðun eftirlit með því að til staðar séu hæfilegar fyrirbyggj- andi aðgerðir til að sporna við að hagsmunaárekstrar verði og einn- ig því að til staðar séu ferlar sem tryggja viðeigandi viðbrögð og eft- irfylgni, ef upp koma hagsmuna- árekstrar. Innri endurskoðun opinberra stofnana Ofangreind upptalning er alls ekki tæmandi um þau markmið ríkisstofnana sem innri endur- skoðun getur stuðlað að. Innri endurskoðun veitir óháða og hlut- læga staðfestingu og ráðgjöf, sem ætlað er að vera virðisaukandi og bæta rekstur fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Með kerfis- bundnum og öguðum vinnubrögð- um leggur innri endurskoðun mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlits og stjórnarhátta og stuðl- ar þannig að því að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök nái markmiðum sínum. Lög um opinber fjármál kveða á um að opinberar stofnanir, þ.e. ríkisaðilar A- hluta, skuli fram- kvæma innri endurskoðun á grundvelli reglugerðar sem ráð- herra setur, þar sem fjalla skuli um fyrirkomulag innri endurskoð- unar, verklagsreglur, skráningu verkferla, viðmið um góða starfs- hætti og mat á megin- áhættuþáttum rekstrar. Þrátt fyr- ir framangreint lagaákvæði hafa enn sem komið er aðeins fáar slík- ar stofnanir sett á fót innri endur- skoðun. Mögulega spilar þar inn í að enn, rúmlega 5 árum eftir að lögin voru sett, hefur áðurnefnd reglugerð ekki verið birt. Hagkvæm lausn Innri endurskoðun þarf ekki endilega að vera kostnaðarsöm eining. Ekki er endilega nauðsyn- legt að setja strax á fót stóra fjár- freka deild sem sinnir þessu hlut- verki innan stofnunarinnar heldur eru til staðar hér á Íslandi sér- fræðingar og ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfa sig í innri endur- skoðun og hafa áralanga reynslu af innri endurskoðun fyrirtækja í útvistun. Slíkir sérfræðingar geta aðstoðað opinberar stofnanir við að sinna innri endurskoðun ásamt því að aðstoða við að setja á fót innri endurskoðun. Þannig er hægt að byrja smátt og skoða ein- ungis aðalatriðin, með það í huga að útvíkka innri endurskoð- unarstarfsemina síðar. Af hverju innri endurskoðun hjá ríkisstofnunum? Eftir Sif Einarsdóttur » Í þessari grein er fjallað um nauðsyn innri endurskoðunar hjá ríkisstofnunum, en ís- lenskar ríkisstofnanir þurfa að sinna því hlut- verki sem þeim ber samkvæmt gildandi lög- um á hverjum tíma. Sif Einarsdóttir Höfundur er löggiltur endurskoðandi og eigandi hjá Deloitte og sinnir innri endurskoðun fyrirtækja í fjölbreyttri starfsemi, meðal annars opinberra fyrirtækja. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Til að skapa sátt um sjávarútveg á Íslandi verðum við að vera tilbúin að skoða með opnum hug hvaða val- kosti við höfum. Við getum ekki eingöngu einblínt á upphæðir skatta og gjalda, meira þarf að koma til. Það er orðið ljóst að nokkurs konar sátt er orðin um veiðigjöld en ógagnsætt kerfi og ódýr pólitík hefur haldið áfram ýfingum og deilum um hvað sé rétt- látt. Kvótakerfið breytti ósjálfbærri atvinnugrein í sjálfbæra þar sem mikill hagnaður getur orðið. Það er jákvætt, enda viljum við að undir- stöðuatvinnugrein landsins skili arði. Það er þó langt í frá að sátt sé um sjávarútveg. Það er rétt að hafa í huga að gagnrýni á kvótakerfið og sjávarútveginn kom til löngu áður en hin svokallaða skæruliðadeild Samherja var opinberuð með þeim hætti að öllum ofbýður. Þegar kvótakerfinu var komið á hafði sjávarútvegurinn á Íslandi verið í verulegum vandræðum lengi. Í raun var það ekki fyrr en vinstri- stjórn Steingríms Hermannssonar lagði fram frumvarp um framsal á kvóta sem sjávarútvegurinn sá al- mennilega til sólar. Það var góð og rétt ákvörðun hjá þeirri ríkisstjórn og því þingi. Það eru þó 30 ár síðan og við þurfum að stíga ný skref. Við höfum ekki endurskoðað kerfið í grundvall- aratriðum síðan þá. Nokkur atriði blasa við, ótal margt hefur breyst í viðskiptalífinu á þrjátíu árum. Kraf- an um gagnsæi er orðin miklu sterk- ari og hreinlega nauðsynleg, skil- greiningar um tengda aðila þarf að endurskoða og breyta þarf ákvæð- um um hámarksaflahlutdeild. Krafa um gagnsæi Ein leið sem líkleg væri til að auka sátt um sjávarútveginn á Ís- landi er sú að lækka hámarksafla- hlutdeild óskráðra fyrirtækja en um leið leyfa skráðum félögum sem lúta aðhaldi og gagnsæiskröfu aðallista Kauphallarinnar að halda 12% há- markinu eða hækka það. Um leið þyrfti að setja skýrar reglur um hvað teljist tengdir aðilar og jafnvel setja kvaðir um að hluti bréfa félag- anna þurfi að vera í dreifðri eign sam- kvæmt fyrirframskil- greindu lágmarki. Þannig yrði eina leiðin fyrir sjávar- útvegsfyrirtæki til að ná verulegri stærð- arhagkvæmni að vera í dreifðari eignaraðild en nú er og lytu þau þá síður duttlungum eða ákvörðunum ein- staka eigenda. Með því að setja inn hvata fyrir sjávarútvegsfyrirtæki til að lúta gagnsæiskröfum og aðhaldi hluta- bréfamarkaðarins er komin leið fyr- ir almenning til að vera frekari þátt- takendur í sjávarútvegi, annaðhvort með beinum hætti á hlutabréfa- markaði eða í gegnum lífeyrissjóði. Það tengir fólk betur við afkomu sjávarútvegsins og hagsmunir fyr- irtækjanna og almennings færu bet- ur saman. Skráð félög í Kauphöll þurfa skv. lögum að gera grein fyrir stefnu í umhverfismálum og samfélags- ábyrgð. Það er nokkuð sem fleiri fyrirtæki mættu reyndar tileinka sér. Þá gera sömu lög kröfu um að skráð félög geri grein fyrir stefnu í mannréttindamálum og hvernig spornað er við spillingar- og mútu- málum. Sjávarútvegur á Íslandi er senni- lega einn sjálfbærasti í heimi og á að vera stolt lands og þjóðar. Til að svo megi verða þurfa að verða breytingar. Atburðir síðustu daga og missera sýna það bersýnilega. Við þurfum að vera opin fyrir breyt- ingum, opin fyrir að bæta undir- stöðuatvinnuveginn og opin fyrir að gera Ísland betra. Eftir Friðjón R. Friðjónsson » Lækkum hámarks- aflahlutdeild óskráðra fyrirtækja en leyfum skráðum fé- lögum sem lúta aðhaldi og gagnsæiskröfu Kauphallar að njóta stærðarinnar. Friðjón R. Friðjónsson Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. fridjon@kom.is Gagnsær sjávar- útvegur í sátt Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.