Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 50
50 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
60 ÁRA Tvíburabræðurnir Örvar og
Ævar Aðalsteinssynir eru fæddir og
uppaldir í Reykjavík en eiga ættir að
rekja í Árnes- og Rangárvallasýslur.
Örvar lærði trésmíði en hefur starfað
sem slökkviliðs- og sjúkraflutnings-
maður í um 30 ár. Nú starfar hann í
eldvarnaeftirliti Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins. Ævar nam múr-
smíði og starfaði við það með hléum
uns hann hóf háskólanám og lauk
námi í tómstunda- og félagsmálafræði.
Ævar starfar nú í Miðstöð útivistar og
útináms hjá Reykjavíkurborg. Auk
þessara starfa hafa bræðurnir starfað
sem gönguleiðsögumenn, sem tengist
áratuga útivistaráhuga þeirra. Báðir
eiga skátastarf að baki, hjálpar-
sveitarstörf og hafa kennt skyndi-
hjálp, ferða- og fjallamennsku.
Tónlist hefur átt ríkan þátt í lífi
þeirra bræðra. Frá unglingsárum hef-
ur gítar fylgt Ævari og Örvar spilar á
bassa. Saman voru þeir ásamt tveimur
öðrum bræðrum í þjóðlaga- og vísna-
hljómsveitinni Bræðrabandinu. Örvar
spilaði síðar með hljómsveitinni Hálft í
hvoru sem var um tíma mjög vinsæl
og fór víða.
Ævar bjó ásamt fjölskyldu sinni í
Svíþjóð um nokkurra ára skeið en
þegar hann kom heim tóku þeir bræð-
ur upp þráðinn í spilamennskunni og
komu þá einnig aftur að skátastarfi í
Mosfellsbæ þar sem þeir eru báðir bú-
settir. Einnig hafa þeir starfað mikið
saman í útivist og ferðamennsku, sér-
staklega eftir að þeir luku gönguleið-
sögumannanámi 2010. Þeir hafa farið
með hópa um hálendi Íslands, gengið á
fjöll og jökla og leitt hópa í bakpoka-
ferðum um óbyggðir, gjarnan fyrir
Ferðafélag Íslands.
Örvar á þrjú börn, Birki, f. 1988,
Drífu, f. 1990, og Kára, f. 1997. Örvar
er giftur Þóru Björk Hjartardóttur,
málfræðingi og kennara við Háskóla
Íslands.
Ævar á tvær dætur, Ingveldi, f.
1989, og Eyrúnu, f. 1992. Ævar er gift-
ur Vigdísi Pétursdóttur, lækni á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi.
Foreldrar þeirra, sem bæði eru lát-
in, eru Helga Lovísa Bjargmunds-
dóttir húsmóðir og Aðalsteinn Sig-
urðsson múrarameistari. Í
múrverkinu hjá pabba sínum byrjuðu
bræðurnir sitt góða samstarf sem enst
hefur alla tíð og ekki sér fyrir endann
á.
Örvar og Ævar Aðalsteinssynir
Bræðurnir Ævar og Örvar.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu það vera að elta uppi einhverja
hluti sem færa þér enga innri gleði. Reyndu
að horfast í augu við staðreyndir mála.
20. apríl - 20. maí +
Naut Allt virðist leika í höndunum á þér og
þú nýtur aðdáunar annarra. Vinnan göfgar
manninn en það er fleira sem gefur lífinu
gildi.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Valdatafl við yfirboðara er líklegra
en ekki í dag. Breytingar sem þú leggur til
mæta mikill andstöðu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Nú þarft þú að beita öllum þínum
persónutöfrum þegar þú fylgir úr hlaði til-
lögum þínum um breytt og betra skipulag.
Taktu mark á hugboðum sem þú færð.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Fólk er einstaklega móttækilegt fyrir
þér núna. Það er lífsnauðsyn að eiga trún-
aðarvin til þess að deila með gleði og sorg.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er allt í lagi að hlusta á ráð ann-
arra og hafa að leiðarljósi ef þú hlustar fyrst
og fremst á sjálfan þig. Vertu opinn og
óhræddur við að takast á við nýja hluti.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert nú fullur orku til að takast á við
alla hluti. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn
varðandi heildarlausn mála.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú þarft að endurskipuleggja
starf þitt svo það gangi ekki jafnnærri heilsu
þinni og nú er. Taktu andbyr með brosi á vör,
því þinn er sigurinn, þegar upp verður stað-
ið.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Vinir og vandamenn sækjast
eftir tíma þínum og þú átt að láta þeim hann
í té eftir fremsta megni. Leggðu þitt af
mörkum til að gera andrúmsloftið betra.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er hætt við að yfirmenn þínir,
foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar
í dag. Láttu ekki áhyggjur af framvindu mála
á vinnustað sliga þig því þótt syrti í álinn
birtir öll él upp um síðir.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú átt í innri baráttu og veist
varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. En veistu,
líðan þín mun batna eftir fáeina daga, jafnvel
þótt ekkert breytist.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Forðastu þær aðstæður sem valda
þér álagi því þú ert ekki tilbúinn til að takast
á við slíkt núna. Hikaðu ekki við að breyta
áætlunum þínum vegna þessa.
Sigurður tók ásamt öðrum þátt í
að skrifa bókina Snemmtæk íhlut-
un í málörvun 2-3 ára barna sem
einstaklinga, bæði hvað varðar
veikindi og annað. Oft er mesta
þakklætið þar.“
S
igurður Sigurður Sigur-
jónsson er fæddur 28.
maí 1971 á sjúkrahúsinu
á Akranesi. „Ég ólst
upp við sjóinn og
klettana á Akranesi við klettabrölt,
fótbolta og útileiki við Esjubraut-
ina og síðar á unglingsárum tóku
skátastörf og Hjálparsveit skáta,
fjallaferðir og klifur við uppeld-
inu.“ Sigurður er kominn aftur í
heimahagana og hefur búið í Hval-
fjarðarsveit síðastliðin 18 ár með
stuttu stoppi á Akranesi.
Sigurður gekk í Brekkubæjar-
skóla á Akranesi og Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi,
stundaði þar nám í rafeindavirkjun
og hélt því áfram í Iðnskólanum í
Reykjavík. Hann skipti síðan al-
gjörlega um kúrs og fór í Fóstur-
skóla Íslands og útskrifaðist frá
Háskóla Íslands sem leikskóla-
kennari B.Ed. árið 1999. „Ég hætti
í náminu í Iðnskólanum á loka-
sprettinum, flutti í Búðardal og fór
að kenna í tónlistarskólanum þar.
Þá fæ ég köllunina um að starfa
við kennslu og með börnum og
sæki í framhaldinu um inngöngu í
Fósturskólann.“
Eftir nám starfaði Sigurður sem
leikskólakennari við leikskólann
Dal og Kjarrið í Kópavogi og fór
svo út í stjórnun. Árið 2003 tók
hann við sem leikskólastjóri leik-
skólans Skýjaborgar í Hvalfjarð-
arsveit til 2011. Hann var síðan að-
stoðarleikskólastjóri og
sérkennslustjóri við leikskólann
Akrasel á Akranesi. Árið 2016 tók
hann við leikskólanum Andabæ á
Hvanneyri áður en hann varð for-
maður Félags stjórnenda leikskóla,
sem er hans starf í dag. Áður hafði
hann verið varaformaður félagsins
og tekið þátt í störfum stéttar-
félagsins nánast frá því að hann
gekk í Félag stjórnenda leikskóla.
„Nærtækast er að við gerðum
kjarasamning í júlí fyrir ári. Það
er stærsta verkefnið,“ segir Sig-
urður þegar hann er spurður út í
starfið. „En það er margt annað
sem maður er stoltur af. Flest er
þetta trúnaðarmál því maður er
líka að berjast fyrir hagsmunum
Akraneskaupstaður veitti þeim
viðurkenningu fyrir. Hann hefur
einnig fengið Menningarverðlaun
Akraness 2016 með vinum sínum í
Club 71 en árgangur 1971 á Akra-
nesi hefur haldið hópinn og eflist
með hverju árinu. „Árgangurinn
kom af stað þorrablóti Akraness,
stendur fyrir brekkusöng á Írsk-
um dögum ásamt fleiri viðburðum
til að efla bæinn okkar og til að
safna peningum til góðgerðar-
mála.“
Sigurður hefur tekið þátt í upp-
setningum á leikritum hjá áhuga-
mannaleikfélögum í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands Akranesi,
Búðardal og í Hvalfjarðarsveit,
bæði sem tæknimaður og leikari.
Hann lék m.a. aðalhlutverkið í Ef
væri ég gullfiskur eftir Árna Ib-
sen með Leikfélagi Hvalfjarðar-
sveitar. „Ég hef ekki haft tíma til
að taka þátt í þessu starfi lengi,
en áhuginn hefur alltaf verið til
staðar eða frá því að ég var í
Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla – 50 ára
Í Skógræktinni á Akranesi Sigurður í fremstu röð, lengst til vinstri, ásamt nokkrum félögum úr Club71.
Myndin var tekin um síðustu helgi og með félögunum er seiðkonan Sigríður Sólarljós.
Úr rafeindavirkjun í Fósturskóla
Formaðurinn Sigurður hefur lengi tekið þátt í starfi Félags stjórnenda
leikskóla og var kosinn formaður árið 2018.
Til hamingju með daginn
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Vinsælu leikföngin fást hjá okkur
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Hlaupahjól
My First Frozen
Hlaupahjól
My First Paw Patrol
Squeeze boltar
ColorChang 90 mm
Plop up fidget JUMBO
- Rainbow (12/72)
Dimple Pimble-fidget
leikur 14x13 cm
Fidget-Hand Snapper
Displ 36
Puffer-Caterpillar
26 cm 4 teg. Disp 12
Woof Strech-Hundur
4 lit Disp 12
Pufferz-Superglitter
Bolti 12 cm Displ 12
Dimple Pimble
Unicorn 17x15 cm
Stressbolti XXL 10 cm
6 teg. Disp-6
Bolti MEGA BALL 6 litir
45 cm (10/60)