Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 60
„Ný íslensk tónlist“ er yfirskrift árlegra tónleika sem
Stórsveit Reykjavíkur heldur í Flóa Hörpu í kvöld kl. 20.
Þar verða níu verk frumflutt undir stjórn Samúels J.
Samúelssonar. Höfundarnir eru Ari Bragi Kárason,
Elvar Bragi Kristjónsson, Guðmundur Pétursson,
Hafdís Bjarnadóttir, Kjartan Valdemarsson, Samúel J.
Samúelsson, Stefán S. Stefánsson, Úlfar Ingi Haralds-
son og Úlfur Eldjárn. „Þetta er spennandi, fjölbreytt og
kraftmikil efnisskrá þar sem gefur að heyra það fersk-
asta í íslenskri stórsveitatónlist,“ segir í tilkynningu.
Stórsveit Reykjavíkur í Flóa Hörpu
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 148. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Breiðablik vann ótrúlegan sigur á Val, 7:3, þegar þessi
tvö sterkustu kvennalið landsins í fótbolta undanfarin
ár mættust á Hlíðarenda í Pepsi Max-deild kvenna í
gærkvöld. Íslandsmeistararnir úr Kópavogi komust í 7:1
um miðjan síðari hálfleik og Valskonur máttu þola sinn
fyrsta ósigur á tímabilinu. »53
Stórsigur Breiðabliks á Hlíðarenda
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Um 20 nemendur hittust í vikunni
þar sem áður var Gagnfræðaskólinn
við Lindargötu en nú Tónmennta-
skóli Reykjavíkur. Tilefnið var að
þeir útskrifuðust úr skólanum fyrir
um 60 árum og héldu á vit annarra
ævintýra. „Við komum saman á 30
ára afmælinu og því var tími til kom-
inn að endurtaka leikinn,“ segir
Trausti Valsson, skipulagsfræðingur
og helsti hvatamaður hittingsins.
„Eftir útskrift í Austurbæjarskóla
var hópnum skipt á milli Gaggó Aust
og Gaggó Lind og við sem komum úr
Skuggahverfinu og úr verkamanna-
bústöðunum í Holtunum lentum í
Gaggó Lind en krakkarnir úr Hlíð-
unum í Gaggó Aust,“ rifjar Trausti
upp. „Það getur verið skýring á því
að aðeins sex úr 100 manna árgangi
héldu áfram í menntaskóla, en þá
var reyndar minni þörf á bóknáms-
menntuðu fólki en nú er. Sennilega
hefði verið betra að blanda nem-
endum meira saman úr hverfunum.“
Eins og algengt er í skólakerfinu
og víðar höfðu sumir sig meira í
frammi en aðrir. „Við í A- og B-
bekkjunum vorum mest áberandi,“
segir Trausti og bætir við að al-
mennt hafi verið góður andi í skól-
anum. „Jón Á. Gissurarson skóla-
stjóri var með öðlingsfólk með sér,
þar á meðal tvo presta og tvo
kristniboða.“ Hann segir félagslífið
hafa verið sérlega gott og nemendur
hafi skarað fram úr á ýmsum svið-
um, meðal annars í íþróttum. Ágúst
Ögmundsson hafi til dæmis gert
garðinn frægan með „mulningsvél“
Vals í handboltanum og í landslið-
inu. Fótboltamaðurinn Erlendur
Magnússon hafi verið meistari í
Fram og Guðmundur Harðarson í
Ægi hafi synt hraðar en aðrir, verið
Íslandsmeistari og landsliðsþjálfari,
svo dæmi séu tekin. Kristinn Vil-
helmsson hafi alltaf verið dúx og
Þorsteinn Jónsson hafi vakið athygli
sem kvikmyndagerðarmaður. „Það
hafa allir sögu að segja og við rifj-
uðum upp gamlar stundir.“
Líf og fjör
Trausti segir að mikið líf og fjör
hafi verið í skólanum og kennararnir
hafi stundum mátt hafa sig alla við
að hemja hópinn. Stundum hafi
þurft að kalla á skólastjórann og
hann hafi slegið á galsann á sinn
hátt, þegar vísa hafi þurft ein-
hverjum út. „Jón tók hressilega í
nefið, snýtti sér og spurði: Verður
þetta ekki allt í lagi? Þannig leysti
hann málin. Hann var snillingur.“
Slegið var upp balli fyrir 30 árum
en rólegra var yfir öllu að þessu
sinni. „Við áttum góða stund í fé-
lagsheimili Fóstbræðra 1991 og ball-
ið þá var mjög vel lukkað,“ segir
Trausti. Hópurinn hafi haldið úti
facebooksíðu, deilt þar sögum og
myndum, og eftirleikurinn því verið
auðveldari. Hann hafi haft samband
við Önnu Rún Atladóttur, skóla-
stjóra Tónmenntaskólans, hún hafi
tekið mjög vel á móti þeim og leitt
þau um húsnæðið, sem mjög fáir í
hópnum höfðu farið um í 60 ár.
„Þetta er að mestu eins og við
mundum það, mjög lítið breytt,“
segir Trausti. Síðan hafi þau sest
niður í sal í Samfélagshúsinu Vita-
torgi og lokið samverunni á veit-
ingastað í nágrenninu. „Þetta var
mjög vel heppnað.“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sólarmegin Nokkrir nemendur úr útskriftarhópnum 1961 hittust við skólann í tilefni tímamótanna.
Þetta verður allt í lagi
- Héldu upp á 60 ára útskriftarafmæli í Gaggó Lind
Fjör Trausti Valsson rifjar upp góð-
ar stundir með Þorsteini Jónssyni.
Hjálmar W. Hannesson í baksýn.