Morgunblaðið - 28.05.2021, Side 39
Staðurinn býður upp á spennandi en um leið tilgerðar-
lausan mat sem hefur runnið vel niður hjá gestunum.Um
er að ræða mikla byltingu fyrir gesti Kringlunnar en
hingað til hefur sambærilegan stað vantað. Finnsson
Bistro hentar vel fyrir fjölskyldur og fínni hópa, og er í
raun, eins og Óskar bendir á, tveir veitingastaðir. Ann-
ars vegar er það Finnsson Bistro á daginn þar sem opið
er yfir í Kringlu og leikur staðurinn þá veigamikið hlut-
verk í öllu umhverfinu. Á kvöldin er staðurinn hins vegar
stúkaður af með tjöldum og engu líkara en gengið sé inn
í aðra veröld. Hönnun staðarins var í höndum Leifs
Weldings og er hlýleikinn allsráðandi. Rúsínan í pylsu-
endanum er svo hinn rómaði búbbluskáli en þar er eins
og maður sé sestur úti í erlendri stórborg þar sem sólin
skín og hitinn leikur við gesti. Óskar er þó ekki einn í
brúnni því í reynd eru það börnin hans, Klara og Finnur,
sem halda um stjórnartaumana og fara vel með það enda
bæði þaulvön og bókstaflega alin upp í veitingabrans-
anum.
Með í för eru svo Óskar og eiginkona hans, María
Hjaltadóttir. Fjölskyldan bjó lengi erlendis og notaði þá
eftirnafnið Finnsson eins og tíðkast víða erlendis. Því var
ákveðið að veitingastaðurinn fengi það nafn enda fjöl-
skylduveitingastaður.
Ljóst er að spennandi tímar eru fram undan hjá
Finnsson bistro og miðað við viðtökur undanfarinna
daga er ljóst að Kringlugestir og nærsveitungar taka
þessari nýjung fagnandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Finnsson Bistro opnað
Veitingastaðurinn Finnsson Bistro var opnaður síðasta sunnudag og að sögn
Óskars Finnssonar hafa viðtökurnar hafa farið langt fram úr björtustu vonum.
Kristinn Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins kom við hjá Finnsson-
fjölskyldunni í gær, rétt fyrir opnun, og smellti af nokkrum myndum.
Ævintýraheimur Í loftinu eru tugir
ljósakróna og mikið plöntuhaf.
Vinsælasti hittingurinn Fastlega má búast við því að
búbbluskálinn verði þétt setinn í sumar.
Önnur veröld Þegar gestir stíga inn um dyrnar opnast þeim önnur veröld.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Finnsson-fjölskyldan Óskar, María, Klara og Finnur.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Borðapantanir í síma 558 0000
eða á www.matarkjallarinn.is
LEYNDARMÁL
MATARKJALLARANS
Í boði öll kvöld 17:00-21:30
Í boði alla virka daga frá 11:30-14:30
6 rétta veisla að hætti kokksins
(aðeins fyrir allt borðið)
4 rétta veisla að hætti kokksins
Kynningarverð 4.990 kr.
9.990 kr. á mann
Í HÁDEGINULITLA
LEYNDARMÁLIÐ
Nýttu ferðagjöfina
hjá okkur