Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
✝
Ólafur Ingimar
Jónsson fædd-
ist 9. ágúst 1957 á
Akranesi. Hann
lést í Ostrava í
Tékklandi 3. maí
2021.
Foreldrar hans
voru Jón Jónsson,
f. 18.3. 1928, d.
26.11. 2008, frá
Litla-Langadal og
Ólafía Þorsteins-
dóttir, f. 30.4. 1928, frá Ölv-
iskrossi.
Systkini hans eru Kristvin
Ómar, f. 12.4. 1951, Jón Berg-
mann, f. 26.11. 1952, Kristín
Þorgerður, f. 2.9. 1959, d. 4.7.
1986, Þorsteinn, f. 9.2. 1966, og
Sigurður Þór, f. 3.9. 1969.
Fyrrverandi eiginkona Ólafs
Skógarströnd. Fyrstu fullorð-
insár sín bjó Ólafur á Akranesi
með fjölskyldu sinni og vann
lengst af í Járnblendifélaginu á
Grundartanga. Fjölskyldan
flutti til Bandaríkjanna árið
1988 þar sem Ólafur lærði
fyrst flugvirkjun og síðan flug-
vélaviðhaldstæknifræði. Eftir
dvölina við nám og störf í
Bandaríkjunum starfaði Ólafur
við flugvélaviðhald um allan
heim. Um langt skeið vann
Ólafur og bjó í Indónesíu en
seinni árin starfaði hann í fjöl-
mörgum löndum, meðal annars
Malasíu, Pakistan, Kóreu,
Bandaríkjunum, Þýskalandi,
Tyrklandi og Tékklandi. Alltaf
átti Ólafur samt sína festu á Ís-
landi og í Indónesíu þar sem
börnin hans búa.
Útför Ólafs fer fram 28. maí
2021 kl. 13 frá Seljakirkju. Út-
förinni er streymt frá:
http://www.seljakirkja.is/seljasokn/
streymi/
Streymishlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
er Ólína Sigþóra
Björnsdóttir, f.
19.11. 1959, frá
Akranesi. Börn
þeirra eru Elín, f.
7.11. 1978, Ólafur
Jón, f. 31.3. 1981,
Jakob, f. 21.1.
1986, Ólöf Kristín,
f. 29.5. 1993, og
Björn Sigþór, f.
7.6. 1995. Dætur
Elínar og afabörn
Ólafs eru Guðrún Eydís, f. 13.6.
2000, Hekla Rakel, f. 14.10.
2004, og Heiður Kristín, f. 30.6.
2010. Fyrrverandi eiginkona
Ólafs frá Indónesíu er Olivia
Azis, synir þeirra eru Ómar
Ari, f. 31.7. 2005, og Justin
Leifur, f. 12.4. 2007.
Ólafur ólst upp á Setbergi á
Elsku ljúfurinn minn pabbi
minn.
Í gegnum hugann streyma
minningar en efst í huga er þakk-
læti fyrir þá gjöf að vera dóttir
þín. Allt sem þú kenndir og
ræddir við mig hefur átt stóran
þátt í því að gera mig að þeirri
manneskju sem ég er. Að sýna
erfiðleikum æðruleysi og fara í
gegnum lífið með ró er mikilvægt
veganesti.
Þú kenndir mér ólsen ólsen og
naglalakkaðir mig. Þú virtist geta
gert allt, byggt allt og leyst flókin
verkefni með rólegheitum og yf-
irvegun.
Best fannst mér að fá að leiða
þig, stóru hendurnar þínar veittu
öryggi. Þegar þú varst að keyra
bílinn og ég sat fyrir aftan þig
settir þú höndina fyrir aftan stól-
bakið svo ég gæti leitt þig. Þessi
föðurást byggði grunninn fyrir
ástina sem ég ber ávallt áfram.
Ég var ekki sátt við ykkur
mömmu að flytja til Bandaríkj-
anna þegar ég var níu ára. Í dag
er ég þakklát fyrir að verða tví-
tyngd og sjá stærð heimsins
svona ung. Fyrst lærðir þú flug-
virkjann og svo flugvélaviðhald-
stæknifræði. Morgnarnir byrj-
uðu á æfingum og svo sastu við
skrifborðið eftir skóla og lærðir.
Agaðri manni hef ég ekki kynnst.
Þarna fékk ég fyrirmynd sem
sýndi að fylgja má hjarta sínu og
draumum, það má fara sína eigin
leið í lífinu.
Fæðing frumburðar míns
gekk seint. Þú mættir upp á fæð-
ingardeild og ég hélt í stóru
höndina eins og þegar ég var lítil.
Bráðakeisari kom til, þá stóðst þú
nálægt skurðstofunni, þar til þú
heyrðir barnsgrát. Þarna varstu
til staðar, eins og alltaf.
Í gegnum minn menntaveg
studdir þú mig enda lagðir þú
áherslu á menntun og fjárhags-
legt sjálfstæði. Þú mættir í mast-
ersvörnina mína í Svíþjóð og
heimsóttir okkur þangað á leið-
inni til Íslands.
Í gegnum árin hefur þú unnið í
óteljandi löndum við flugvélavið-
haldsverkefni. Ég vissi að þú
værir til staðar og eftir því sem
tækninni fleygði áfram voru sam-
skiptin tíðari. Verkefnin ílengd-
ust oft, en þú mættir alltaf til
okkar þegar þú gast.
Fyrir 11 árum greindist þú
með hæggengt eitilfrumuhvít-
blæði. Þú lést það ekki stoppa
þig. Breyttir um mataræði og
lifðir heilbrigðu lífi. Aftur sýndir
þú að með staðfestu, aga og ró er
hægt að vinna verkefnin sem lífið
færir manni.
Síðustu ár hefur þú verið mikið
hjá okkur. Í mínum verkefnum
varst þú mættur til stuðnings, í
samtölum, samveru, róandi nær-
veru og kennslu á húsaviðhaldi.
Þú hikaðir ekki við að telja mér
trú um að ég gæti átt húsið sjálf
og séð um það.
Ég er fegin og þakklát fyrir að
hafa alltaf átt góð og jákvæð sam-
skipti við þig. Ég er glöð að hafa
sagt þér að þú værir fyrirmyndin
mín. Þú klökknaðir þegar ég
sagði þér frá því að ég væri þakk-
lát fyrir uppeldið þitt og allt sem
þú kenndir mér. Ekki get ég sagt
það við þig núna og verið fullviss
um að þú heyrir í mér.
Ég sit með margbrotið hjarta,
enginn kemur í þinn stað. Það er
margt sem við áttum eftir að
ræða. Þú fylgdist með afastelp-
unum og varst stoltur af. Þú
varst minn klettur og stuðningur.
Minning þín lifir áfram sterkt í
okkur systkinunum sjö og afas-
telpunum þremur.
Ég elska þig, besti maður sem
hefur nokkurn tímann gengið um
þessa jörð.
Meira á www.mbl.is/andlat
Elín Ólafsdóttir.
Mig langar að kveðja föður
minn með örfáum orðum.
Minningar um pabba sem
koma upp í hugann eru ljúfar
minningar um að vera í kringum
hann í flugskýli Guðjóns á
Reykjavíkurflugvelli við viðhald
á Cessna- vélum meðal annars.
Seinna í Indónesíu í mun
stærra flugskýli þar sem Boeing
757 vélar voru teknar í yfirferð
sem kallað var B- eða C-tékk eft-
ir umfangi.
Bílar og flugvélar voru það
sem við pabbi gátum alltaf talað
um, það var okkar sameiginlega
áhugamál.
Ég kveð föður minn með þakk-
læti, sorg og söknuð í huga.
Jakob Elías Ólafsson.
Elsku pabbi okkar.
Okkur eru svo minnisstæðir
tímarnir sem við þrjú vorum að
braska eitthvað saman þegar við
Björn vorum lítil. Við vorum
yngstu börnin þín í langan tíma
og við létum þig aldeilis hafa fyrir
okkur.
Við munum sérstaklega vel
eftir tímanum sem þú bjóst á Ís-
landi. Þú fórst með okkur í sund
hverja einustu helgi og gafst okk-
ur alltaf pylsu og ís í IKEA eftir
á.
Einnig munum við vel eftir öll-
um bílasölurúntunum. Ég og
Björn áttum það til að slást í aft-
ursætinu meðan við keyrðum í
gegnum bílasölurnar, þér til mik-
illar mæðu. Þú hafðir gott lag á
okkur og sýndir okkur mikla þol-
inmæði. Við höfum ekki tölu á því
hversu oft við spurðum þig
hvernig flugvélar gætu flogið.
Alltaf náðirðu í A4-blað og út-
skýrðir fyrir okkur ferlið. Svo
þegar við fengum bílprófið og þú
mættir um leið með sinn Volvo-
inn fyrir hvort okkar. Áður hafði
eitthvað verið minnst á Yaris en
þú tókst ekki í mál að við mynd-
um keyra neitt annað en sænska
stálið. Þú hafðir alltaf miklar
skoðanir á því hvernig við lifðum
lífinu okkar en við sjáum í dag að
það sem þú varst að benda á var
okkur fyrir bestu. Við heyrum
röddina þína óma; „passaðu þig á
þessu og farðu varlega í þetta,“
og við vitum að þessi rödd mun
fylgja okkur áfram og hjálpa okk-
ur að taka réttu ákvarðanirnar. Á
þennan hátt verður þú alltaf með
okkur og hættir aldrei að passa
upp á okkur elsku pabbi.
Í þessum mánuði eru átta ár
síðan þú flaugst þvert yfir hnött-
inn, frá Indónesíu til Íslands, til
þess að sjá mig, dóttur þína, út-
skrifast úr MH. Í þessari viku var
það ég sem flaug þvert yfir hnött-
inn, alla leiðina frá Ástralíu, svo
ég gæti kvatt þig í síðasta sinn,
elsku besti pabbi.
Pabbi okkar var ótrúlegur
maður sem gat allt sem hann tók
sér fyrir hendur. Vinnusemi, hóg-
værð og góðmennska eru einna
mest lýsandi fyrir pabba minn.
Hann lét drauma sína rætast og
var maður sem tók fáfarnar slóð-
ir fram yfir alfaraleiðir. Síðast en
ekki síst var hann heimsins besti
pabbi.
Ólöf Kristín Ólafsdóttir
Björn Sigþór Ólafsson.
Elsku afi Óli hefur kvatt okk-
ur, langt fyrir aldur fram, eftir
langa og erfiða baráttu við Co-
vid-19.
Afi bjó og var mikið erlendis
vegna vinnu og það var í slíkri
ferð sem hann veiktist. Ég
gleymi því ekki þegar mamma til-
kynnti okkur systrunum að afi
væri orðinn veikur og að hann
væri á leiðinni upp á spítala. Afi
sem var svo heilsuhraustur.
Hann sem hjálpaði mömmu að
taka húsið okkar í gegn að innan
sem utan síðastliðin tvö ár. Þetta
var allt svo óraunverulegt og ég
gat ómögulega séð afa fyrir mér á
spítala í útlöndum, svona langt
frá okkur.
Síðastliðnar vikur hafa verið
gríðarlega erfiðar. Vitandi af afa
Óla á spítala í útlöndum, að geta
ekki heimsótt hann og læknað
var erfitt. Aldrei nokkru sinni
fyrr hef ég upplifað slíkt hjálp-
arleysi. Sem betur fer gátu
mamma og frændi minn farið til
hans og verið hjá honum á hans
síðustu stundum.
Afi var einn fróðasti maður
sem ég hef kynnst og hann vildi
öllum vel. Það var svo gaman að
spjalla við hann um lífið og til-
veruna því hann var alltaf með
svo skemmtilegar og sterkar
skoðanir. Hann skilur eftir sig
hvorki meira né minna en sjö
börn og þrjár afastelpur. Það
skipti ekki máli hvar afi var
staddur í heiminum, hann gerði
allt fyrir fólkið sitt og passaði að
öllum liði sem best.
Allt sem afi hefur kennt mér
og allar þær dýrmætu stundir
sem ég átti með honum mun ég
varðveita á sérstökum stað í
hjarta mínu. Ég kveð elsku frá-
bæra afa minn með miklum sökn-
uði.
Guðrún Eydís Arnarsdóttir.
Ólafur Ingimar
Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku tengdafaðir minn
var góður og hjartahlýr
maður.
Hann var ósérhlífinn,
gjafmildur og bar hag ann-
arra ávallt fyrir brjósti.
Velferð fjölskyldunnar var
honum sérstaklega hug-
leikin, þar sem alúð, frið-
semd og hógværð voru ein-
kennandi í öllu því sem
hann gerði.
Ég minnist hans með
miklum hlýhug, virðingu og
þakklæti.
Gyða Björg Þórsdóttir.
skemmtileg. Dillandi hlátur henn-
ar fylgir mér ætíð.
Við Ragnheiður kynntumst fyr-
ir 45 árum þegar hún var kennari
við Hlíðaskóla og tilraunakenndi
námsefni sem ég hafði tekið að mér
að semja. Ragnheiður tók málið
föstum tökum enda var hún vak-
andi fyrir nýjungum í skólastarfi.
Hún var hugmyndarík og óþreyt-
andi við að prófa ýmsar leiðir til að
vekja áhuga nemenda sinna og efla
þá. Ljóst var að þeir mátu hana
mjög. Afar lærdómsríkt var fyrir
mig að vinna með henni.
Nokkru síðar lágu leiðir okkar
saman í námi í uppeldisfræði við
Háskóla Íslands sem var mikið æv-
intýri. Við smullum saman og tók-
um mörg námskeið, m.a. nokkur
heimspekinámskeið hjá Páli Skúla-
syni. Hún var mikill pælari, leitaði
svara við stórum spurningum og
kafaði djúpt í hlutina. Það sem var
gaman hjá okkur! Við sáum þessi
ár okkar alltaf í ljóma. Á þeim tíma
ræddum við m.a. um að stofna
skóla í sveit þar sem borgarbörnin
fengju tækifæri til að annast fé og
hross, læra til verka, taka ábyrgð
og finna til sín. Af þessu varð þó
ekki. Hún var sjálf mikil hestakona
og átti nokkra gæðinga sem veittu
henni mikla ánægju.
Ragnheiður var framsýn hug-
sjónakona í uppeldis- og mennta-
málum, kappsöm og fylgin sér.
Hún sá snemma fyrir sér að búa
þyrfti æskuna undir tölvunotkun.
Eins og hennar var von og vísa
kynnti hún sér rækilega hvernig
standa mætti sem best að því í
skólastarfi til þroskaauka fyrir
nemendur og varð frumkvöðull á
þessu sviði hér á landi. Þá stóð hún
fyrir mörgum námskeiðum fyrir
kennara sem opnuðu þeim nýja
sýn á þennan þátt skólastarfsins.
Sífellt leitaði hún sér meiri
þekkingar á þessu sviði. Hún fór
sem dæmi ásamt nokkrum fé-
lögum sínum til Bandaríkjanna í
þeim erindagjörðum á 9. áratugn-
um. Einn áfangastaða hópsins var
Boston, m.a. til að kynna sér nánar
verkefnið: The National Geograp-
hic Kids Network, en Ragnheiður
hafði unnið með það verkefni í skól-
um hér heima. Svo skemmtilega
vildi til að bandarísk vinkona mín
þar ytra, sem vann ötullega að
þessu verkefni, tók á móti hópnum.
Ferðin leiddi til samstarfs þeirra
Ragnheiðar um tölvunotkun nem-
enda í námi um aðkallandi um-
hverfismál.
Ótal gefandi stundir áttum við
hjónin með þeim Ragnheiði og
Hauki. Við fórum saman í göngu-
ferðir utan borgarinnar og á ætt-
arsetur hvor annarrar. Eitt sinn
fórum við upp á Arnarvatnsheiði
upp úr Miðfirði og veiddum silung
sem Haukur matreiddi af sinni al-
kunnu snilld þegar í Grundarás var
komið. Alltaf var tilhlökkunarefni
að fara í matarboð til þeirra; vin-
áttan og gleðin var við völd.
Ragnheiður var einstaklega
traust og trygg manneskja og báru
þau hjónin velferð fjölskyldunnar
mjög fyrir brjósti. Í veikindum
Ragnheiðar var fallegt að sjá af
hve mikilli natni og elsku Haukur
annaðist hana.
Ljúfar minningar lifa. Við Þór-
ólfur vottum Hauki og þeim Þór-
dísi og Orra og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Sigrún Aðalbjarnardóttir.
Okkar kæra vinkona og sam-
starfskona, Ragnheiður, er látin
eftir langvarandi veikindi.
Vinátta okkar og samstarf náði
yfir tugi ára, hófst árið 1962 er hún
kom sem kennari í Hlíðaskóla þar
sem við hófum störf ári fyrr, Sig-
ríður kennari og Ásgeir yfirkenn-
ari og síðar skólastjóri. Það var
mikill fengur fyrir skólann að fá
Ragnheiði. Hún var einstaklega
góður kennari sem náði frábærum
tengslum við nemendur sína sem
minnast hennar með þakklæti og
virðingu. Ég (Sigríður) var svo
heppin að kenna aðallega yngri
börnum (7-9 ára) eins og Ragn-
heiður þannig að milli okkar skap-
aðist náin og góð samvinna. Auk
fjölda öflugra kennara við skólann
bættist frábær liðsauki við árið
1971 er Haukur, eiginmaður Ragn-
heiðar, var ráðinn tannlæknir við
skólann. Sú ákvörðun skipti sköp-
um í tannheilsu skólabarna um
fjölda ára.
Öflugt félagslíf var meðal kenn-
ara og annarra starfsmanna skól-
ans á þessum árum. Það kom í hlut
okkar (S) Ragnheiðar að skipu-
leggja viku skemmtiferð til Fær-
eyja eitt sumarið. Hún hafði
kynnst færeyskum kennara
nokkrum árum fyrr og kom það
sér vel. Hún skrifaði honum og
hann vildi allt fyrir okkur gera, tók
á móti okkur og bauð öllum hópn-
um í skoðunarferð og heim til sín í
kvöldmat. Ragnheiður var alstaðar
vinsæl, alltaf hress og kát og stutt
var í dillandi hláturinn.
Önnur eftirminnileg ferð sem
við kennarar fórum var fimm daga
ferð í Skaftafell með flugi, áður en
hringvegur kom. Þar lágum við í
tjöldum og gengum um svæðið og
nutum þar friðsældar og fegurðar.
Vinátta okkar fjögurra náði
langt út fyrir skólann. Við eigum
ótal góðar minningar um samveru
og ferðalög, bæði með og án barna,
svo sem skíðaferð til Akureyrar
um páska, margar tjaldferðir á
æskuslóðir Hauks undir Eyjafjöll-
um, sumarhúsaferðir í bústað
Ragnheiðar í Árdal í Borgarfirði
og til okkar við Laugarvatn. Árið
sem hringvegurinn var opnaður
fórum við fjögur ásamt börnum
okkar hringinn, og eina ferð um jól
til Kanaríeyja. Árið 1989 fórum við
með vinahópi í viku ferð til Græn-
lands undir fararstjórn vinar okkar
Ingva Þorsteinssonar. Sú ferð var
upphafið að árlegri sumarferð
hópsins um landið okkar, eitt svæði
var tekið fyrir í fimm til sjö daga.
Við nefndum okkur upp frá því
Grænlandshópinn, byrjuðum 14
saman, erum nú 8 á lífi.
Eftir farsælt starf í Hlíðaskóla,
árið 1980, hóf Ragnheiður nám í
uppeldisfræði við Háskóla Íslands
og lauk því 1983. Hún réðst síðan
til starfa í Melaskóla í Reykjavík. Í
Melaskóla tók hún að sér að
stjórna og skipuleggja tölvu-
kennslu innan skólans. Þar sem
fyrr vann hún frábært starf sem
lauk allt of snemma. Ragnheiður
greindist með erfiðan sjúkdóm
sem örðugt var að ráða við. Fjöl-
skylda Ragnheiðar, Haukur og
börnin tvö, Þórdís og Orri, og fjöl-
skyldur þeirra hlúðu að henni og
önnuðust hana af einstakri ástúð
og alúð allt þar til yfir lauk. Við
söknum Ragnheiðar og sam-
hryggjumst fjölskyldunni innilega.
Sigríður og Ásgeir.
Okkur langar að minnast Ragn-
heiðar Benediktsson.
Ragnheiður var sannkallaður
frumkvöðull sem kenndi með okk-
ur í Melaskóla og var okkar læri-
móðir. Hún tók okkur að sér; leið-
beindi og vísaði veginn af visku og
þolinmæði. Hún var vandvirk.
Aldrei fórum við með kynningar
eða fyrirlestra út úr húsi nema
vera með varaplan og vara-varapl-
an. Ragnheiður var orkumikil, bón-
góð, þrautseig og gaf sig alla í að
hafa allt sem hún bar ábyrgð á í
lagi.
Hún gaf sér tíma í skólaþróun
sem skilað sér í framsæknu skóla-
starfi. Við sátum t.a.m. með henni á
vinnufundum alla þriðjudaga eftir
kennslu til að lesa, prófa, læra og
skilja. Hún var frumkvöðull á
mörgum sviðum í tölvu- og upplýs-
ingatækni, tengt náttúruvísindum
og stærðfræði. Um árabil var for-
ritunarmálið Logo kennt fyrir at-
beina hennar í Melaskóla og gerði
hún íslenska þýðingu á forritunar-
málinu og skrifaði bókina „Lógó-
nám fyrir byrjendur“ árið 1987
sem var einstakt á sínum tíma. Þá
toppaði Ragnheiður ástríðu sína á
verkefninu þegar hún flaug til
Bandaríkjanna á fund við Seymour
Papert sem var hugmyndasmiður
á bak við forritunarmálið Logo og
hugmyndafræðina um forritun við
hæfi barna.
Við fengum að taka þátt í mörg-
um af hennar ævintýrum og til-
raunum í skólastofunni og þegar
við komum að ákveðnum tíma-
punkti í kennslunni kallaði hún það
„angist óvissunnar“ og það fannst
henni mest spennandi, það var
þegar engin leið var að vita hvert
verkefnið færi með mann, að vera
óhrædd við augnablik óvissunnar
eða frelsið, fannst henni stór og
heillandi hluti af námi nemenda.
Ragnheiður Ben., eða Raben
eins og við kölluðum hana, var góð-
ur og traustur vinnufélagi og er
þakklæti efst í huga á þessari
kveðjustund, einna helst fyrir að
vera sú fyrirmynd sem hún var
sem kennari með sterka framtíð-
arsýn og eldmóð sem smitaði út frá
sér.
Minningin um Raben lifir og
arfleifð hennar verður áfram okkar
leiðarljós.
Jórunn og Sveinn Bjarki.
Sumir samferðamenn okkar eru
þannig af Guði gerðir, að frá þeim
stafar nánast stöðug hlýja og kær-
leikur. Bros þeirra, hlátur og já-
kvætt hugarfar er eðlislægt og fátt
meiri alvara en heiðarleikinn.
Minningar okkar um Ragnheiði
Kristínu Benediktsson eru eitt-
hvað í þessa veru. Ung hlaut hún
gælunafnið Dúlla og sannarlega
var hún Dúllan okkar allra; skarp-
greind, umhyggjusöm og mikill
gleðigjafi.
Sem kennari leitaði hún nýrra
tækifæra til að bæta stöðu nem-
enda til náms. Hún og stöllur henn-
ar voru frumkvöðlar í notkun tölva
í skólastarfi. Þar unnu þær þrek-
virki í þágu nemenda og skóla;
skrifuðu leiðbeiningar og bækur og
kenndu á tölvur.
En örlögin fóru illa að ráði sínu
gagnvart þessari yndislegu konu.
Árið 2003 greindist hún með Alz-
heimer-sjúkdóminn. Eiginmaður
hennar, Haukur Filippusson stóð
við gefið loforð á brúðkaupsdag og
sinnti henni heima allt til ársins
2014 að hún fékk vistun á Drop-
laugarstöðum. Þar naut hún góðr-
ar umhyggju, en þó mestrar frá
manni sínum, sem kom til hennar
hvern einasta dag ársins með örfá-
um undantekningum. Hann gerði
allt, sem á hans valdi var til að
draga úr framgangi sjúkdómsins.
Við það verkefni naut hann barna
sinna.
En nú er fallegu lífi lokið og eftir
sitja verðmætar minningar. Ég læt
afa Dúllu, þjóðskáldið Einar Bene-
diktsson eiga síðustu orðin, sem
hann orti um dóttur sína Svölu, en
hún lést ung og hann harmaði hana
alla sína daga. Sá harmur verður
okkar, sem eftir sitjum nú.
Í snauðum heimi ég hlusta á löngum
vökum,
og heyri þyt af snöggum vængjatökum.
Minn engill hefur lyft sér ljóss í veldi,
þar líður aldrei dagur guðs að kveldi.
En ég er mold og mæni í heiðin blá,
á meðan stundaglasið sandkorn á.
Megi Meistarinn mikli blessa og
gæta hennar Dúllu okkar.
Meira á www.mbl.is/andlat
Árni Gunnarsson.