Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
✝
Ásta Garð-
arsdóttir var
fædd 6. mars 1931
á Fáskrúðsfirði.
Hún lést á Grund 6.
maí 2021.
Foreldrar Ástu
voru Garðar Krist-
jánsson, f. 28.8.
1909 á Stöðvarfirði,
d. 8.2. 1964, og
Guðbjörg Erlín
Guðmundsdóttir, f.
15.7. 1911 á Búðum á Fáskrúðs-
firði, d. 24.3. 2003. Garðar og
Guðbjörg voru ólofuð þegar
Ásta fæddist og úr varð að Ásta
ólst upp hjá foreldrum Guð-
bjargar; þeim sómahjónum Guð-
mundi Erlendssyni og Björgu
Pétursdóttur í Skálholti á Fá-
skrúðsfirði. Þau féllu bæði frá
árið 1943 og flutti Ásta þá til
foreldra sinna.
1961. Þau misstu svo eina litla
stúlku sem fæddist fyrir tímann.
Seinna meir bættist fimmta
barnið; Hjördís Hólm, syst-
urdóttir Jakobs, í hópinn og
Ásta leit ætíð á hana sem eitt af
sínum börnum. Barnabörnin,
beint og á ská, eru fimmtán og
barnabarnabörnin tuttugu og
fimm.
Fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur árið 1963 og
byggðu Jakob og Ásta sér síðan
hús í Vallargerði í Kópavogi þar
sem fjölskyldan bjó þar til öll
börnin voru flutt að heiman.
Ásta vann í húsgagnadeild JL
hússins frá 1972 fram til 1989
þegar fyrirtækið hætti starf-
semi. Þau hjónin voru þá flutt í
íbúð á Boðagranda. Þau byggðu
sér bústað í Dagverðarnesi í
Skorradal og áttu hann í 15 ár.
Síðustu tvö ár ævi sinnar bjó
Ásta á Grund. Útför Ástu fer
fram frá Háteigskirkju í dag, 28.
maí 2021, klukkan 13.
Meira á www.mbl.is/andlat
Systkini Ástu eru
Guðrún Birna, f.
1932, d. 1933; Est-
er, f. 1935, d. 2017;
Kristján, f. 1937, d.
2021, Halldór Við-
ar, f. 1939; Guðrún,
f. 1941, d. 2018;
Guðmundur, f.
1946; d. 2009; Garð-
ar, f. 1946, og Stef-
án, f. 1954.
Ásta lauk
fullnaðarprófi á Fáskrúðsfirði
vorið 1944.
Ásta fluttist til Norðfjarðar
16 ára gömul og kynntist þar
Jakob Pálma Hólm Hermanns-
syni 18 ára gömul. Þau Jakob og
Ásta gengu í hjónaband 20.10.
1951. Börnin komu svo eitt af
öðru; Jóhanna, f. 16.11. 1952,
Björg, f. 13.3. 1954, Hjörleifur,
f. 7.4. 1957, og Herdís, f. 14.8.
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin. Hógværð og kyrrð koma
upp í hugann þegar ég hugsa til
Ástu. Hún var einstaklega hlý og
frá henni stafaði birta og ró. Hún
var umhyggjusöm og nærgætin
og alltaf tilbúin að rétta hjálpar-
hönd. Hún var næm á líðan ann-
arra og öllum leið vel í návist
hennar. Hún var líka heilsteypt
og hrein og bein og óhrædd að
segja sínar skoðanir. Ég er inni-
lega þakklát hvað hún tók mér
opnum örmum frá fyrsta degi og
reyndist mér og mínum alltaf vel.
Við áttum margar góðar stundir
saman og þau hjónin héldu gaml-
árskvöld með okkur í mörg ár
ásamt móður minni og fyrrver-
andi tengdaforeldrum mínum. Þá
var mikið rætt um gamla daga og
uppvöxtinn þar sem aðstæður
voru svo ólíkar því sem nú tíðk-
ast. Eldri kynslóðin hafði svo
sannarlega lifað tímana tvenna.
Það var mér mikið gleðiefni
hversu vel þær mamma og
tengdamæðurnar náðu allar sam-
an og gátu gleymt sér í gömlum
minningum. Ásta og Jakob nutu
þess oft að dvelja í sveitinni hjá
okkur Hjörleifi þar sem Ásta
undi sér vel við prjónaskap og
berjatínslu.
Stoltið leyndi sér ekki yfir vel-
gengni barna og afkomenda og
hún naut svo sannarlega um-
hyggju þeirra allra þegar heils-
unni fór að hraka. „Þegar menn
þekkja móðurina vita þeir hvers
má vænta af börnum hennar.“
Þannig mælti Lao Tse í Bókinni
um veginn.
Ég kveð tengdamóður mína
með virðingu og þakklæti. Minn-
ing um mæta konu mun lifa í
hjörtum okkar.
Hjördís Ásberg.
Ásta Garðarsdóttir
✝
Ingi Ásbjörn
Bjarnason
mjólkurfræðingur
fæddist í Hauga-
koti, Flóa, 21. júlí
1939. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 13. maí
2021. Ingi var næst-
yngstur sjö barna
Þórhildar Hann-
esdóttur, f. 30. júlí
1903, d. 15. maí
1977, og Bjarna Ásbjörnssonar,
f. 3. júlí 1904, d. 19. feb. 1944.
Systkini Inga: Hannes, f. 1930,
d. 2021, Ragnar Pétur, f. 1932,
d. 1958, Sigríður (Stella), f.
1932, d. 1976, Margrét, f. 1935,
Helga, f. 1937, og Brynja, f.
1942. Eftir að faðir Inga lést
flutti fjölskyldan á Selfoss þar
sem hann lauk námi í mjólk-
urfræði 1960. Hann flutti 1961
til Hvammstanga og starfaði við
mjólkurbúið þar uns það var
lagt niður 2002. Ingi starfaði við
Mjólkursamlagið í Búðardal þar
til hann hætti störfum 67 ára.
Ingi var áhugasamur um
frjálsíþróttir og keppti m.a. í
kringlukasti og kúluvarpi á ung-
mennafélagsmótum. Árið 1960
fór hann ásamt 100 manna hópi
laugsdóttur, f. 7. mars 1967:
Kristín Kara, f. 11. apríl 1995,
sambýlismaður: Arnar Þór Sig-
urðsson, f. 16. júní 1993. Dætur
Emilíu: c) Lovísa Thompson, f.
27. okt. 1999, og d) Patricia Dúa
Thompson Landmark, f. 22.
ágúst 2003. 2) Eygló, hjúkr-
unarfræðingur, f. 26. sept. 1967.
Maki: Gunnsteinn Ólafsson tón-
listarmaður, f. 5. ágúst 1962.
Börn a) Jakob Fjólar, f. 9. júlí
2000. b) Sindri, f. 5. nóv. 2002. c)
Áslaug Elísabet, f. 13. sept.
2008. 3) Eyrún, sagnfræðingur
og rithöfundur, f. 26. sept. 1967.
Maki: Árni Björn Valdimarsson
húsasmiðameistari, f. 8. nóv.
1965. Börn með Yngva Páli Þor-
finnssyni, f. 2. jan. 1964: a) Þór-
dís Björg, f. 6. des. 1992, sam-
býlismaður: Gabríel Bachmann,
f. 18. des. 1990. b) Dagur Ingi, f.
29. maí 1998. Börn Árna Björns:
c) Hreiðar Már, f. 24. sept. 1988,
sambýliskona: Andrea
Vilhjálmsdóttir, f. 14. nóv. 1989.
d) Eydís Helga, f. 26. mars 1990.
e) Ólöf Ragna, f. 9. júlí 1997. 4)
Þórhildur, mannfræðingur og
MBA, f. 19. júlí 1977. Maki: Oke-
zie Nzeakor lyfjafræðingur, f.
19. sept. 1979. Börn: a) Arinze
Tomas, f. 26. jan. 2006. b) Rósa
Chiamaka, f. 7. nóv. 2007.
Útför Inga fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 28. maí 2021,
klukkan 13. Streymt er frá:
https://promynd.is/Ingi
Streymishlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
að horfa á Ólymp-
íuleikana í Róm og
minntist þeirrar
ferðar æ síðan. Ingi
sá um bókasafnið á
Hvammstanga til
fjölda ára og var
einnig bíóstjóri um
tíma þegar sýn-
ingar voru reglu-
lega í félagsheim-
ilinu. Seinna var
hann virkur í félagi
aldraðra og í ritnefnd héraðs-
ritsins Húna.
Hinn 12. sept. 1964 kvæntist
Ingi Sigríði Karlsdóttur sjúkra-
liða frá Laugarbakka í Miðfirði,
f. 18. júní 1945. Foreldrar: Karl
Guðmundsson, f. 1901, d. 1983,
og Gunnlaug Hannesdóttir, f.
1920, d. 2012. Börn Inga og Sig-
ríðar eru: 1) Ragnar Karl, við-
skiptafræðingur, f. 23. apríl
1964. Maki: Emilía Petra Jó-
hannsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, f. 14. okt. 1968. Börn: a)
Með Önnu Elísabetu Gests-
dóttur, f. 10. nóv. 1967: Sigríður
Helga, f. 16. jan. 1989, sambýlis-
maður: Helgi Ólafur Axelsson, f.
21. apríl 1986. Dóttir þeirra er
Matthildur Ragna, f. 25. nóv.
2016. b) Með Karólínu Guð-
Pabbi var sílesandi grúskari,
dundaði sér við veiðar og lét
sér annt um smáfuglana þegar
harðnaði í ári. Hann var heima-
kær, ekki síst þegar sást til sól-
ar; þá settist pabbi út á pall og
sólaði sig í skjóli fyrir norðan-
áttinni. Hann fór yfirleitt ekki
mikinn, leyfði okkur hinum í
fjölskyldunni að láta móðan
mása. Mamma og hann voru
alla tíð samhent og voru okkur
afkomendunum góð fyrirmynd.
Pabbi var maður hugarleik-
fiminnar og sat allt fram undir
það síðasta niðursokkinn í
krossgátur og sudoku. Ef líkja
mætti lífi pabba við krossgátu
þá leyndust í henni orð á borð
við rólegheit, hófsemi, yfirveg-
un, hlýja og æðruleysi. Nú hef-
ur hann leyst sjálfa lífsgátuna.
Hendur pabba leiddu okkur
út á æviveginn; þær voru stór-
ar, sterkar og hlýjar og á
kveðjustund erum við full
þakklætis.
Ragnar Karl, Eygló,
Eyrún og Þórhildur
Ingabörn.
Elsku afi minn.
Minningarnar streyma um
hugann. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa átt svo ljúfan og góðan
afa. Alltaf er maður að upp-
götva það betur hversu dýr-
mætt það er að hafa vandaðar
og heilsteyptar fyrirmyndir í
lífinu. Þú og amma kennduð
mér svo margt sem hefur fylgt
mér út í lífið og ég verð æv-
inlega þakklát fyrir. Sem barn
var ég heppin að fá að vera
mikið hjá þér og ömmu á
Hvammstanga, nánast öll sum-
ur. Mér fannst ég eiga ykkur
og varð pínu afbrýðisöm þegar
Þórdís frænka mætti á svæðið.
Þú tókst á því með því að fara
með mig á rúntinn á Lauga-
bakka og leyfa mér að sitja aft-
ast í jeppanum sem mér fannst
mjög spennandi. Ég man svo
sterkt eftir hádegisrútínunni
þinni þegar þú gekkst heim úr
mjólkurstöðinni og amma var
tilbúin með heitan mat, mögu-
lega soðinn fisk með kartöflum
og rúgbrauði. Á matarborðinu
var stóri osturinn með rauða
vaxinu sem var alltaf kallaður
„afaostur“. Í minningunni var
þetta besti ostur í heimi ásamt
afaskyrinu sem þú hrærðir og
var ca. 80% sykur og 20% skyr.
Ef þú hefðir ekki lært mjólk-
urfræðina þá hefðir þú kannski
orðið veðurfræðingur en veðrið
var mikið áhugamál hjá þér
ásamt fuglum sem þú vissir
bókstaflega allt um! Svo má
ekki gleyma heita pottinum í
sundlauginni á Hvammstanga
en þangað fórstu nær daglega í
áratugi.
Elsku afi minn það er margt
sem ég mun sakna. Það yljar
mér um hjartarætur að hugsa
til þess að þú hafir átt gott og
farsælt líf. Þú varst svo góður
við Helga og Matthildi Rögnu
og alltaf vorum við velkomin til
ykkar. Það verður skrýtið að
sjá þig ekki lengur í hæginda-
stólnum í stofunni að leysa
krossgátur og það verður líka
skrýtið að þú fáir ekki að hitta
langafadrenginn þinn sem er
væntanlegur í sumar.
Það er sárt að kveðja þig en
minningin um þig mun lifa í
mínu hjarta alla ævi. Takk fyrir
allt.
Þín,
Sigríður Helga.
Svo líða þeir einn og einn
hinir efri dagar.
…
„Guði sé lof fyrir góða menn,
bæði burtu farna, þá sem eru og
ókomna …“
Fyrir einhverjar sakir loða
þessir löngu skuggar við húð okkar.
Og kvölddyrnar ljúkast upp senn.
Kvölddyrnar.
(Hannes Pétursson)
Komið er að kveðjustund.
Ingi Bjarnason skilur eftir
stórt skarð í fjölskyldunni þó
að hann væri hvorki fyrirferð-
armikill né plássfrekur á nokk-
urn hátt. Hann giftist Siggu
systur minni fyrir nær sextíu
árum og samfylgdin í okkar
fjölskyldu því orðin löng. Ingi
var myndarmaður, hávaxinn,
grannur og bar sig vel, var alls
staðar til prýði. Hann var líka
góðlegur og glaðsinna en dulur
að eðlisfari. Honum lá gott orð
til fólks og ég man ekki eftir að
hafa heyrt hann hallmæla
nokkrum manni. Ingi og Sigga
reistu sér hús á Garðavegi 15 á
Hvammstanga þar sem þau
bjuggu alla tíð, þar til sl. haust
þegar þau dvöldu í Kópavogi
vegna veikinda Inga og þar til
yfir lauk. Börnin fjögur uxu úr
grasi á Hvammstanga og oft
var líflegt á heimilinu því þau
voru tápmikil og fjörug. Börn
annarra voru líka alltaf velkom-
in til þeirra. Í sextán ár vorum
við nágrannar og frændsystk-
inin, börnin okkar, fóru á milli
heimilanna eins og þeim sýnd-
ist. Það kom sér líka vel þegar
þeim mislíkaði eitthvað heima-
fyrir að geta skotist í næsta
hús til að kæla sig niður. Ingi
hafði gott lag á börnum og ég
man aldrei eftir að heyra hann
hækka rödd. Hann miðlaði mál-
um á sinn rólega hátt. Sigga og
Ingi voru afar samhent og hann
lét sitt ekki eftir liggja við
heimilisstörfin eftir því sem
þurfti. „Ingi minn,“ sagði Sigga
gjarnan þegar hún ávarpaði
hann. Inga Hanna dóttir mín
hélt að hann héti Ingiminn og
kallaði hann það alltaf. Hún sá
enga ástæðu til að hætta því
þegar hún komst að hinu sanna
og hefur haldið þeim sið alla
tíð. Ingi var mjólkurfræðingur
og hans aðalsstarf var í Mjólk-
urstöðinni á Hvammstanga.
Auk þess sá hann um bókasafn
V-Hún. í mörg ár í aukastarfi
og las líka alltaf mikið. Hann
hafði næmt auga fyrir nátt-
úrunni, fylgdist vel með fugl-
um, fóðraði þá á vetrum og
taldi þegar það átti við, hafði
gaman af að renna fyrir fisk og
veiddi gjarnan í vötnum nyrðra.
Við Guðmundur ferðuðumst
nokkrum sinnum með Siggu og
Inga innanlands og utan og þau
voru góðir ferðafélagar. Það er
gott að minnast svo góðs
manns sem Ingi var, ég man
aldrei eftir að neitt skyggði á
vináttu okkar. Síðustu mánuðir
í nokkurra ára veikindasögu
reyndu mjög á hann og alla
fjölskylduna en æðruleysið
brást honum aldrei þótt sífellt
sigi á ógæfuhliðina. Sigga og
börnin umvöfðu hann kærleika
sínum og léttu undir eins og
þau gátu. Hann uppskar eins
og hann sáði til að því leyti. Að
leiðarlokum er mér þakklæti
efst í huga og minningarnar um
Inga Bjarnason munu ylja okk-
ur sem eftir stöndum. Blessuð
sé minning Inga Bjarnasonar.
Ragnhildur Karlsdóttir.
Ingi Bjarnason var klettur.
Hann var hávaxinn og sterk-
byggður og lét ekki mikið yfir
sér, var yfirvegaður, reglusam-
ur og traustvekjandi. Hann var
maðurinn hennar Siggu frænku
og pabbi Ragga Kalla, Eyglóar,
Eyrúnar og Þórhildar.
Ingi fór flestra sinna ferða á
Hvammstanga gangandi
stórum, öruggum og stundvís-
um skrefum. Við minnumst
Inga á leið upp Brekkugötu, oft
með innpakkað skyr úr mjólk-
urstöðinni í hendi. Enginn þótti
hræra betra skyr en Ingi
Bjarnason.
Það var mikið fjör í gegnum
árin á heimili Siggu og Inga á
Garðaveginum þar sem við
systur vorum heimagangar.
Okkur stóðu dyrnar alltaf opn-
ar. Ef svo ólíklega vildi til að
dyrnar væru læstar þá vissum
við hvar lykillinn væri geymdur
og gátum samt farið inn.
Frændsystkini okkar á Garða-
veginum voru nágrannar okkar,
nánustu leikfélagar og vinir og
Sigga og Ingi eins og viðbót-
arforeldrar á besta mögulega
hátt. Ingi kippti sér ekki upp
við neitt á meðan við krakk-
arnir lékum okkur en var alltaf
til staðar ef á þurfti að halda.
Einhvern tímann spurðist út
í frændsystkinahópnum að Ingi
héti Ingi Ásbjörn, en Þórhildur,
þá örugglega fjögurra eða fimm
ára, var fljót að taka upp varnir
fyrir pabba sinn: „Pabbi minn
heitir ekki Ingi Ísbjörn!“ Þór-
hildur var mikil pabbastelpa og
systkinin öll voru mjög náin
pabba sínum. Hann var líka
góður og traustur fjölskyldu-
faðir sem bjó þeim örugga
æsku sem hefur reynst þeim
gott veganesti út í lífið.
Við kveðjum í dag Inga
Bjarnason með þakklæti og
góðar minningar í hjarta. Við
vottum elsku Siggu frænku,
Ragga Kalla, Eyrúnu, Eygló og
Þórhildi og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúð.
Brynhildur, Inga
Hanna og Gunnlaug
Guðmundsdætur.
Ungur að árum kom Ingi
Bjarnason norður á Hvamms-
tanga til að starfa sem mjólk-
urfræðingur við mjólkurstöðina
sem þá hafði nýlega tekið þar
til starfa.
Fljótlega urðum við góðir
vinir enda áhugamál okkar hin
sömu: Fallegar og elskulegar
rauðhærðar dömur. Þær leigðu
saman eitt herbergi í Laufskála
og þar vorum við tíðir kvöld-
gestir. Minnisstæðust þeirra
heimsókna er frá síðkvöldinu
29. mars 1963 þegar við héldum
að jarðýta hefði keyrt á húsið.
Upptök þess ógnarhvells og
hristings reyndist vera jarð-
skjálfti er átti upptök sín í
mynni Skagafjarðar. Alvarlegir
skaðar urðu þó ekki í okkar
nærumhverfi. Um níu mánuð-
um síðar urðu þó þeir atburðir
að við Ella eignuðumst okkar
Skúla og Sigga og Ingi sinn
Ragga Kalla.
Seinna bættust svo við stelp-
urnar okkar tvær og þeirra
þrjár og þá fór nú að færast
fjör í leikinn. Sameiginleg sum-
arferðalög í orlofshús, gagn-
kvæmar heimsóknir og hlátra-
sköll með látum. Ekki er alveg
laust við að enn sé sami gállinn
á er sá hópur hittist.
Ingi var fær og traustur í
sínu fagi sem og öðrum störfum
er honum voru falin. Hann var
kosinn í hreppsnefnd Hvamms-
tangahrepps 1974 og sat þar
eitt kjörtímabil. Ungmenna-
félagið Kormákur og Ung-
mennasamband V-Hún. nutu
starfskrafta hans og í fjölda ára
var hann í ritstjórn Húna, árs-
rits sambandsins. Lengi var
hann líka í aukastarfi sem
bókavörður á Héraðsbókasafn-
inu sem hentaði vel jafn fróðum
og bókhneigðum manni.
Það var fátt sem raskaði ró
Inga Bjarnasonar. Hann gaspr-
aði ekki á torgum en vann
ótrauður öll sín ætlunarverk og
ræktaði vel sinn garð og sína
fjölskyldu. Síðustu misseri voru
honum þungbær en við illvígan
sjúkdóm barðist hann af æðru-
leysi þar til yfir lauk.
Vinátta við Siggu og Inga
hefur varað í áratugi og alltaf
verið viðhaldið með gagnkvæm-
um heimsóknum, nú síðast fyrir
skömmu.
Siggu og fjölskyldu sendum
við Ella innilega samúðar-
kveðju.
Þórður Skúlason.
Mig langar til þess að minn-
ast Inga í nokkrum orðum, með
þakklæti fyrir samstarf síðustu
ára. Áður fyrr þekkti ég Inga
ekki mikið, en kynntist honum
vel hin síðari ár þegar við störf-
uðum saman í ritnefnd tíma-
ritsins Húna.
Inga var einstakur í þeirri
samvinnu, hann sá um alla
tölvuvinnslu og var glöggur á
leiðréttingar í texta, sem alltaf
þarf að vera vakandi yfir og er
hvort tveggja mikið starf. Hann
starfaði með okkur til vors 2020
þó að veikindi væru þá farin að
hamla.
Ég vil fyrir hönd ritnefndar
Húna færa honum okkar bestu
þakkir fyrir allt og sendum eig-
inkonu, börnum og öllum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Agnar J. Levy.
Ingi Ásbjörn
Bjarnason
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargrein-
unum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd skal senda hana
með æviágripi í innsendikerf-
inu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda mynd-
ina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar