Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 41
Eva Ruza sér um að flytja hlustendum og lesendum
K100 nýjustu fréttirnar frá fræga fólkinu undir liðn-
um Stjörnufréttir Evu Ruzu. Þar deilir hún öllu því
nýjasta úr heimi stjarnanna í Hollywood sem við
þekkjum öll.
„Ég elska að halda mörgum boltum á lofti og þeg-
ar ég er ekki uppi á sviði að
skemmta eða með andlitið
á kafi í blómum, en ég vinn
í blómabúðinni Ísblómum,
þá er ég með nefið inni á heim-
ilum hinna ríku og frægu. Ég hef
aldrei vitað nákvæmlega hvað það
er sem veldur því að ég sogast
svona svakalega inn í þennan heim en
þessi frægafólkssýki hefur í raun fylgt
mér síðan ég var unglingur. Ég þráði ekk-
ert meira en að verða fræg þegar ég var
yngri og elskaði að fylgjast með frægum. Veit
ekki alveg hvað það segir um mig,“ segir Eva og
hlær.
Eva segir að móðir hennar hafi alltaf vonað að hún
yrði sálfræðingur þegar hún yrði stór.
„En ég mölvaði þann draum ansi harkalega verð
ég að segja. Fór eins langt frá því og mögulegt er.
Það mætti svo líka segja að fylgjendur mínir á
Instagram (@evaruza) séu í raun á hliðarvakt með
mér. Ef eitthvað stórt gerist og það er ekki komið
strax inn hjá mér, þá byrja þau að pikka í mig og
senda mér hlekki. Algjörlega geggjað.
Þegar Siggi Gunnars, útvarpsstjóri K100, heyrði
svo í mér síðastliðið haust og vildi keyra af stað
með Stjörnufréttir alla virka daga hugsaði ég:
„Loksins er ég orðin virðuleg fréttakona á flott-
ustu útvarpsstöðinni,“ og það er mitt hlutverk á
K100. Dæla út fréttum úr mínum heimi. Minn
heimur er ævintýralegur, með öllu slúðrinu, ást-
arsögunum, stundum bölvuðu rugli en alltaf dassi af
glimmeri,“ segir hún.
Fylgstu með Stjörnufréttum Evu Ruzu alla virka daga
á útvarpsstöðinni K100 og á K100.is.
Eva Ruza og fræga fólkið í Hollywood
Eva Ruza og stjörnurnar
Ég þráði ekkert meira en að
verða fræg þegar ég var yngri
Kim Kardashian
Eva elskar að
fylgjast með
uppáhalds-
fjölskyldu sinni
The Kardashi-
ans.
Ryan Gosling
Eva hefur reglu-
lega fjallað um
leikarann og
hjartaknús-
arann Ryan.
Britney Spears
Söngkonan fræga sem
allir og Eva fylgjast
spenntir með.
Justin Bieber
Söngvarinn
vinsæli sem
Eva fylgist
grannt með.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021