Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 4
0,04% 0,06% 0,07% 0,01% Tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir Grunur um alvarlegar aukaverkanir sem% af bólusettum við Covid-19 0,08% 0,06% 0,04% 0,02% 0% Pfizer Moderna AstraZeneca JanssenHeimild: Lyfjastofnun/Covid.is Fjöldi bólusettra einstaklinga Fullbólusettir 70.873 9.805 8.802 16.110 Bólusetning hafin 32.645 8.696 51.224 – Samtals 103.518 18.501 60.026 16.110 Tilkynningar til Lyfjastofnunar vegna gruns um aukaverkanir Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Ekki alvarlegar 517 0,50% 264 1,43% 537 0,89% 92 0,57% Alvarlegar 45 0,04% 12 0,06% 42 0,07% 1 0,01% Samtals 562 0,54% 276 1,49% 579 0,96% 93 0,58% Tegund bóluefnis Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Löng röð myndaðist framan við Laugardalshöll í Reykjavík í gær- morgun þegar bólusett var með síð- ari skammtinum af AstraZeneca. Þúsundir Íslendinga mættu í gær í Laugardalinn í von um að fá bólu- setningu en ekki höfðu allir fengið formlegt boð um að mæta. Upp úr hádegi náði biðröðin frá Laugardals- höll og upp á Suðurlandsbraut. Að sögn Ragnheiðar Óskar Erlends- dóttur, framkvæmdastjóra hjúkrun- ar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins, heyrir það til undantekninga að örtröð verði á bólusetningar- dögum en rekja megi þetta til þess að mikill fjöldi fólks hafi mætt mjög tímanlega í bólusetninguna. „Fyrstu eru boðaðir í bólusetn- ingu klukkan 20 mínútur yfir níu á morgnana en klukkan 20 mínútur í níu, 40 mínútum fyrr, voru svo marg- ir mættir að biðröðin var komin upp á horn,“ segir Ragnheiður. „Þegar dagarnir byrja með svona rosalegri röð getur verið erfitt að vinda ofan af því og geta þá biðraðirnar verið allan daginn.“ Fyrr í gær sendi Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu út tilkynningu þar sem greint var frá því að fólk sem hefði fengið fyrri sprautuna af AstraZeneca en ekki fengið formlegt boð gæti komið í seinni sprautu eftir klukkan tvö. Margir nýttu sér þann möguleika og mættu sumir hverjir fyrir tilsettan tíma. Biðröðin lengd- ist því enn meira og fólk sem hafði fengið formlega boðun varð að bíða lengur fyrir vikið. Ragnheiður segir að starfsfólk hafi gengið meðfram röðinni og beðið fólk, sem ekki hafði fengið formlegt boð, að koma aftur eftir klukkan tvö. Um klukkan þrjú fóru raðirnar að þynnast og fór svo, að boða þurfti fleiri í bólusetningu til að klára skammta dagsins. Bólusett með Janssen Alls er gert ráð fyrir að um 30 þús- und manns fái bólusetningu í Reykjavík í vikunni. Í dag verður bólusett með Janssen-bóluefni, sem kom til landsins síðdegis í gær. Hafa karlar fæddir 1984, 1997, 1985, 1976, 2000 og konur fæddar 2000, 1981, 1980, 1986 og 1977 verið boðuð í bólusetninguna í dag. Á heimasíðunni covid.is kemur fram að 198.155 einstaklingar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og þar af eru 105.590 full- bólusettir. Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að í gær höfðu borist 1.529 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetning- ar. Af þeim eru 100 flokkaðar sem al- varlegar og þar af voru um 23 andlát eftir bólusetningu. Lyfjastofnun segir að enn sem komið er bendi ekk- ert til orsakasamhengis milli til- kynntra andláta og bólusetninga en rannsókn stendur yfir á fimm til- kynningum um andlát og fimm um myndun blóðtappa. Örtröðin í Laugardal tímabundin - Löng röð myndaðist í gær við Laugardalshöll þegar margir biðu eftir seinni skammti af AstraZeneca - Um 200 þúsund hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni - Bólusett með Janssen í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Röð Löng biðröð myndaðist eftir bólusetningu í Laugardalshöll í gær. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS GÖNGUFERÐ UM 05. - 15. OKTÓBER 11 daga gönguferð á ítölsku eyjunni Sikiley og Aeolian eyjunum Lipari, Stromboli, Vulcano og Salina. Þetta er ævintýraleg ferð með íslenskri fararstjórn og beinu flugi til Sikileyjar. Í þessari ferð er lögð áhersla á að njóta dagsins, umhverfisins og kynnast ekta sikileyskri menningu. Vel valdar gistingar og frábært úrval af dagsferðum innifaldar í pakkanum. SIKILEY & AEOLIAN EYJARNAR Fararstjórar ferðarinnar eru Helgi Geirharðsson og Kristín “Dinna” Helga Gunnarsdóttir „Þetta er alveg dagsatt,“ sagði Ari Leifsson, kylfingur úr GKG og félagi í Oddfellowreglunni, í léttu spjalli við Morgunblaðið er hann lýsti óvæntu atviki á golfvellinum í Grindavík, Húsatóftavelli. Ari fór þar hring ásamt nokkrum stúkubræðrum sín- um sl. þriðjudag og eftir annað högg á 13. braut fannst kúlan á óvenju- legum stað, vægast sagt. Hafði leit að kúlunni þá staðið yfir í smástund. Það skyldi þó ekki vera? „Þetta var ágætis högg hjá mér úti á brautinni og okkur fannst kúlan lenda á góðum stað. Síðan komum við að þar sem við töldum lending- arstaðinn vera. Sáum þá ekki kúluna við fyrstu sýn og fórum að leita. Hvergi fannst kúlan og okkur fannst þetta skrítið. Þarna er nokkuð opið svæði og lítið um karga eða torfærur kringum brautina. Við tókum eftir æðarkollu sem lá á hreiðri sínu við smá hól á miðri brautinni. Héldum áfram að leita, alveg grunlausir, en síðan segi ég við félaga minn, Gísla Geir, svona í rælni, hvort það skyldi nú vera að kúlan væri í hreiðrinu. Gísli ákvað að stjaka varlega við kollunni og viti menn, þar lá kúlan ásamt þremur eggjum,“ segir Ari. Eggin voru óbrotin og þeir félagar eru með þá kenningu að æðarkollan hljóti að hafa fært kúluna með ein- hverjum hætti í hreiðrið. Mögulega hefði kúlan lent þar skammt frá. Hefði hún rúllað rakleiðis í hreiðrið væri hætt við að eggin hefðu brotn- að. Kúlan verður höfð til sýnis Ari tók kúluna upp, stillti sér upp í næsta högg og tók eitt víti, eins og golfreglur segja til um. Ákvað þó að skipta um kúlu því hann ætlar að halda sérstaklega upp á þessa. „Þetta er sannarlega saga til næsta bæjar,“ segir Ari sem man ekki eftir að hafa lent í öðru eins á golfvellinum. Hann segist ekki ætla að nota þessa kúlu meira, jafnvel að setja hana í lítið glerbox og hafa til sýnis í stofunni heima. bjb@mbl.is Ljósmyndir/Ari Leifsson Hreiðrið Æðarkollan lá á þremur eggjum sínum og golfkúlunni hans Ara. Þeir félagar telja að hún hafi fært kúluna í hreiðrið, enda öll eggin óbrotin. Golfkúla fannst í æðar- hreiðri á Húsatóftavelli - Kúlan lá í hreiðrinu ásamt þremur óbrotnum eggjum Golf Ari Leifsson, annar frá vinstri, ásamt félögum sínum úr Oddfellow, sem léku saman á golfvellinum í Grindavík sl. þriðjudag. Landsréttur staðfesti á þriðju- daginn farbannsúrskurð yfir er- lendum ríkisborgara, sem ákærð- ur hefur verið fyrir aðild sína að Rauðagerðismálinu svonefnda. Maðurinn hafði áfrýjað far- banninu meðal annars á þeim grunni að tengsl hans við Ísland væru sterkari en við heimaland sitt, og að hann hefði ekkert þangað að sækja, en í úrskurð- inum kemur fram að maðurinn hafi verið búsettur hér á landi undanfarin sjö ár, og að hann búi hér ásamt fjölskyldu sinni. Landsréttur féllst hins vegar á það með ákæruvaldinu að fram væri kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hefði gerst sek- ur um háttsemi sem fangelsisrefs- ing er lögð við. Þá taldi Landsréttur einnig að tengsl varnaraðila við landið væru það takmörkuð að ætla mætti að hann myndi reyna að komast úr landi til að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar ef hann sætti ekki far- banni meðan málið væri fyrir héraðsdómi. Var úrskurður héraðsdóms, um að maðurinn sætti farbanni til 1. október næstkomandi, því stað- festur. Farbannsúrskurður staðfestur í Landsrétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.