Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Sala á allt að 35% hlut í Ís-landsbanka stendur nú yfir
og miðað við þær fréttir sem
sagðar hafa verið af söluferlinu
er áhuginn töluverður. Salan er
jákvætt skref og dregur úr um-
svifum ríkisins á fjármálamarkaði
þó að talsvert sé í
að hlutur þess
verði hæfilegur.
Það á enn Lands-
bankann að fullu
og drjúgan meiri-
hluta í Íslands-
banka þó að allt
seljist nú. Umsvifin
verða því meiri en þekkist í þeim
löndum sem við berum okkur
saman við, en, eins og fjármála-
ráðherra hefur sagt um þetta, þá
er útboðið „fyrsta skrefið í þá átt
og færir okkur skrefi nær heil-
brigðara umhverfi í betra sam-
ræmi við það sem þekkist á Norð-
urlöndunum og í öðrum
nágrannaríkjum okkar“.
- - -
En það er víðar en á fjár-málamarkaði sem ástæða er
til að draga úr hlut hins op-
inbera. Nefna má menntakerfið
sem dæmi, en þar er hlutur
einkaaðila lítill og þeir hafa átt
erfitt uppdráttar, ekki síst í höf-
uðborginni þar sem áhugi stjórn-
enda á að auka fjölbreytni er
enginn.
- - -
Enn verra er ástandið í heil-brigðismálum, þar sem ráð-
herra málaflokksins hefur lagt
sig fram um að þvælast fyrir
einkarekstri, því miður með mikl-
um árangri.
- - -
Ríkið er umsvifamikið víðar ogþar eru tækifæri til að veita
einkaaðilum aukið svigrúm og
þar með að efla atvinnulíf, bæta
lífskjör og auka svigrúm ein-
staklingsins. Í þeim efnum mun
fátt gerast á þessu þingi en þeim
mun mikilvægara að hægt verði
eftir komandi kosningar að snúa
vörn í sókn í þessum efnum.
Bjarni
Benediktsson
Skref í rétta átt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Hernaðaruppbygging Rússlands,
skilvirkir herflutningar á friðar-
tímum, málefni Hvíta-Rússlands, ör-
yggi 5G-fjarskiptakerfa og grænar
varnir voru til umfjöllunar á fjar-
fundi Norðurhópsins í gær en Guð-
laugur Þór Þórðarson utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra var þar
fulltrúi fyrir Íslands hönd. Norður-
hópinn skipa tólf ríki, en þar eru
Norðurlandaþjóðirnar fimm og
Eystrasaltsríkin þrjú ásamt Bret-
landi, Hollandi, Þýskalandi og Pól-
landi.
Ákveðið var á fundinum að festa í
sessi áherslu Norðurhópsins á loft-
lagsbreytingar og sjálfbærni hvað
varnarmál áhrærir, en í frétta-
tilkynningu utanríkisráðuneytisins
segir Guðlaugur Þór að helstu vina-
ríki Íslands séu að setja sér mark-
mið um smækkun kolefnisfótspors
hernaðarstarfsemi sinnar. „Áhrif
loftslagsbreytinga á öryggi ríkjanna
er síðan önnur birtingarmynd lofts-
lagsvárinnar sem Atlantshafs-
bandalagið mun setja í forgrunn á
næstu árum,“ sagði Guðlaugur Þór.
Á fundinum var einnig kynnt ný
úttekt um öryggi 5G með tilliti til
hernaðarstarfsemi og auk þess
ákvað Eistland, sem fer með for-
mennsku í hópnum, að setja skyldi
netöryggismál á oddinn.
Hvíta-Rússland og fjarskiptaöryggi til umræðu
- Guðlaugur Þór sótti fjarfund
Norðurhópsins fyrir Íslands hönd
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðlaugur Þór Utanríkisráðherra
sat fjarfund Norðurhópsins í gær.
Eldhúsinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Klukkan sex mínútur yfir níu fyrir
hádegi í dag mun deildarmyrkvi á
sólu sjást í Reykjavík ef veður leyf-
ir.
Tunglið mun skyggja á 69% af
þvermáli sólar þegar myrkvinn
verður mestur en það mun gerast
klukkan 17 mínútur yfir tíu.
Ekki gott skyggni
Teitur Arason, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, segir útlit fyrir
að það verði skýjað á öllu landinu
þegar deildarmyrkvinn verður.
Skyggni verður því ekki gott og
óvíst að deildarmyrkvinn verði sjá-
anlegur.
Teitur vill þó ítreka að það megi
alls ekki horfa beint í sólina án við-
eigandi hlífðarbúnaðar og að venju-
leg sólgleraugu nægi ekki til að
verja augun. Mælir hann með að
nota sérhæfð sólmyrkvagleraugu en
ef ekki er hægt að nálgast þau sé
einungis hægt að nota þykkustu
gerð logsuðugleraugna.
Árið 2015 sást almyrkvi á sólu
hér á landi en þá huldi tunglið 98%
af sólinni séð frá Íslandi.
hmr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Sólmyrkvi Sólmyrkvinn í mars 2015 vakti mikla athygli en margir söfn-
uðust saman fyrir framan Háskóla Íslands til að fylgjast með honum.
Sólmyrkvi í dag
- Tunglið mun skyggja á 69% af
þvermáli sólar um tíuleytið í dag