Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Traust
Fagmennska
Árangur
YFIR 30 ÁRA
REYNSLA
Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur / www.FASTLIND.is
ELÍAS
HARALDSSON
Löggiltur fasteignasali
S: 777 5454
elias@fastlind.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það á mjög vel við mig að vinna
undir álagi. Eldgosin eru alltaf mjög
vinsælt fréttaefni sem þarf að fylgj-
ast náið með. Ég nefni t.d. Eyja-
fjallajökul, Holuhraun og nú
Reykjanesskagann,“ segir Guðrún
Hálfdánardóttir, blaðamaður á
mbl.is. Í gær vann hún síðustu vakt-
ina sína eftir aldarfjórðungs starf á
Morgunblaðinu og mbl.is. Frétta-
málin eru mörg eftirminnileg.
„Þegar hryðjuverkaárásin var
gerð í París haustið 2015 var mað-
urinn minn staddur þar. Hann
hringdi í mig seint á föstudagskvöldi
og spurði hvort ég vissi hvað væri
að gerast í borginni. Ég var heima
með son okkar og vini hans sem ætl-
uðu að gista. Maðurinn minn hafði
setið á veitingastað og þar hafist
skothríð. Hann vissi ekki hvort
þetta væri hryðjuverk eða annað.
Ég henti öllu frá mér og fór í tölv-
una. Fljótlega sá ég hvað var um að
vera og gat látið stoppa prentun
blaðsins. Ég fór strax að skrifa
fréttir á mbl.is og skrifaði fram á
nótt. Einkalífið varð þarna að víkja
fyrir vinnunni eins og svo oft þegar
stórviðburðir gerast. Maður er ann-
aðhvort í þessu starfi eða ekki.
Morgunblaðið kom svo út daginn
eftir með hryðjuverkaárás í París á
forsíðu, eina íslenska blaðið sem
náði því.“
Hrunið 2008 er einnig eftir-
minnilegt. „Þá voru miklar upp-
sagnir og við Guðmundur Sv. Her-
mannsson, þá fréttastjóri á mbl.is,
unnum eins og skepnur til að halda
fréttaflæðinu gangandi. Ég var að-
stoðarfréttastjóri og annað hvort
okkar var á vakt allan sólarhring-
inn,“ Guðrún segir að sér hafi þótt
skemmtilegast í vinnunni þegar atið
var sem mest og halda þurfti mörg-
um boltum á lofti í einu.
Hún hóf störf á viðskiptablaði
Morgunblaðsins 3. júní 1996 og var
þar fram á haust 1997. Þá fór hún
ásamt fleirum að vinna að því að búa
til fréttavef. Mbl.is fór svo í loftið 2.
febrúar 1998.
Fyrsti blaðamaðurinn á mbl.is
„Ég var fyrsti blaðamaðurinn á
vefnum. Þar skrifaði ég fram á
haustið að ég tók við fréttastjórn
viðskipta á Morgunblaðinu.
Snemma árs 2004 hætti ég í blaða-
mennsku í hálft ár. Svo kom ég aft-
ur og varð þá aðstoðarfréttastjóri á
mbl.is með Guðmundi. Við Sunna
Ósk Logadóttir tókum svo við
fréttastjórn á mbl.is og gegndum
því starfi í nokkur ár. Eftir það
varð ég almennur blaðamaður á
mbl.is.“
Fullyrða má að Guðrún hafi
skrifað hartnær 100.000 fréttir á
mbl.is á ferli sínum. Frá 4. október
2004 skrifaði hún tæplega 86 þús-
und fréttir. Þær birtust 3.560 mis-
munandi daga eða að meðaltali 24,1
frétt á dag. Ekki eru til tölur um
fréttaskrif hennar frá 1998-2002.
Ítarlegir greinaflokkar Guð-
rúnar um skólamál, geðheilbrigð-
ismál og börn hafa vakið mikla at-
hygli. Þeirra skrifa hefur hún notið
mest á ferlinum. Gríðarlega mikil
vinna var að baki hverjum greina-
flokki. Guðrún notaði oft sumarfríin
í að lesa sér til og taka viðtöl. Svo
þurfti að vinna efnið eins hratt og
mögulegt var til að það bitnaði ekki
á daglegum fréttaskrifum.
„Mér þótti vænt um það þegar
Guðrún heitin Ögmundsdóttir, þá
formaður UNICEF, hringdi í mig.
Hún sagði: „Guðrún, mig dreymdi
þig í nótt. Ég ætla að athuga hvort
þú ert til í að koma í stjórn UNI-
CEF því þér þykir svo vænt um
börn!“ Börn hafa ef til vill verið
meginþráðurinn í mínum greina-
flokkum og eins fólk í geðheilbrigð-
iskerfinu. Það er málaflokkur sem
mér finnst ákaflega mikilvægur og
mikil þörf á að útrýma fordómum
gegn. Eins hafa málefni flóttafólks
verið mér hugleikin. Mér þykir
mjög vænt um fólk,“ sagði Guðrún.
En hvað tekur við?
Góðkunningi lögreglunnar
„Ég ætla að byrja á að fara í gott
frí og njóta þess að ferðast innan-
lands í sumar og vera með fjölskyld-
unni. Ég ætla líka að leyfa mér að
sofa út,“ sagði Guðrún. Hún hefur
lengi staðið morgunvaktina á mbl.is
frá klukkan sex á morgnana og aldr-
ei sofið yfir sig. „Ég er fyrir löngu
orðin góðkunningi lögreglunnar
hringinn um landið og eins þeirra á
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar,
hjá Neyðarlínunni og slökkviliðinu!“
Skemmtilegast þegar atið var mest
- Guðrún Hálfdánardóttir vann sína síðustu vakt á mbl.is í gær - Var fyrsti blaðamaðurinn á mbl.is
1998 - Hefur skrifað hartnær 100.000 fréttir á mbl.is á ferlinum - Viðbrigði að geta loksins sofið út
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Blaðamaður „Mér þykir mjög vænt um fólk,“ sagði Guðrún Hálfdánardóttir sem er að ljúka 25 ára ferli á mbl.is og
Morgunblaðinu. Ítarlegir greinaflokkar hennar um börn, geðheilbrigðismál og flóttafólk vöktu mikla athygli.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Undirbúningur nýrrar þaraverk-
smiðju Íslandsþara á Húsavík er
langt kominn og er áformað að hefja
uppbyggingu hennar næsta vor.
„Við höfum unnið í verkefninu
undanfarna mánuði og málin eru að
þokast í rétta átt. Við erum að ljúka
rannsóknum, markaðsmálum og öðr-
um lykilþáttum í undirbúningi. Það
má segja að við
séum farnir að sjá
til lands,“ segir
Snæbjörn Sigurð-
arson, verkefna-
stjóri Íslands-
þara.
Snæbjörn
kveðst aðspurður
bjartsýnn á að
framleiðslan geti
hafist á næsta ári.
„Þegar allt
verður komið af stað geta skapast 90
til 100 stöðugildi með öllu saman; út-
gerðinni, landvinnslunni og full-
vinnslunni,“ segir Snæbjörn.
Skörun milli vinnslunnar
Átta til tíu störf verði tengd út-
gerðinni en 80-90 störf í landvinnslu
og fullvinnslu á tröllaþara. Skörun
verði milli starfa í landvinnslu og
fullvinnslu.
Við útgerðina mun bátur draga
kamba, eða slæður, í gegnum þara-
skóg. „Slæðan tekur elstu og þykk-
ustu plönturnar úr slóðinni og skilur
þær yngri eftir óhreyfðar. Þessu má
líkja við að nota berjatínu,“ segir
Snæbjörn um þessa aðferð.
Starfsemin verður sem áður segir
á Húsavík, sem ræðst m.a. af því að
þar er gott aðgengi að jarðhita.
Verður hann notaður til að þurrka
þara við fullvinnslu afurðanna.
„Við höfum vilyrði fyrir lóð á
Húsavík og erum í viðræðum við
Orkuveitu Húsavíkur um aðgengi að
jarðhita og annarri veituþjónustu.
Framkvæmdir eru ekki hafnar en
við höfum lokið rannsóknum á þrem-
ur hafsvæðum við Norðurland, í
samstarfi við Hafrannsóknastofnun,
og teljum okkur vera komin með
nokkuð skýra mynd af stöðunni og
erum sannfærð um að þetta getur
gengið upp,“ segir Snæbjörn.
Vel tengdir víða um heim
Varðandi söluhliðina segir Snæ-
björn að fulltrúar Íslandsþara séu í
samstarfi við erlenda aðila sem hafi
góðar tengingar á markaði í Evrópu,
Bandaríkjunum og Asíu.
Úr þaranum verði unnið algín sem
mestmegnis verði selt sem fullunnin
vara. Þó verði hún í einhverjum til-
vikum seld til lokablöndunar á við-
komandi markaði. Algínið megi nota
í matvælaframleiðslu, heilsuvörur og
lyf. „Til lengri tíma erum við þó mest
að horfa á heilsuvörur og lyfjamark-
aðinn,“ segir Snæbjörn.
Ljósmynd/Erlendur Bogason
Verðmæti Áformað er að sækja
þara í þaraskóg við Húsavík.
Viðræður við fjár-
festa langt komnar
- Íslandsþari áformar uppbyggingu
Snæbjörn
Sigurðarson