Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 11
Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR Gæðabuxur frá Gardeur og Gerry Weber einnig mikið úrval í hvítu Skoðið laxdal.is Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Flottar yfirhafnir, fyrir flottar konur Cherry berry buxurnar komnar Kr. 5.900 Str. 2-9 (38/40-52) 7 litir síðar og kvart Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Þrjár tillögur fengu verðlaun og ein tillaga fékk viðurkenningu með inn- kaupum í samkeppni sem Garðabær efndi til í samstarfi við Arkitekta- félag Íslands um hönnun nýs leik- skóla í Urriðaholti. Voru verðlauna- tillögurnar kynntar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi á þriðjudaginn. Alls bárust tíu tillögur í keppnina, en tillaga HuldaJóns Arkitektúr, sastudio og exa nordic varð hlut- skörpust að þessu sinni. Tillaga N7a-nikolova/aarsø, TEARK, ein- rúm arkitektar/einrum-ffw og IKT- LEDERNE ApS lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti var tillaga Sei Studio, Landmótun og Ríkharður Krist- jánsson / RK Design. Þá var tillögu KRADS / Andrew Burgess veitt við- urkenning með innkaupum til sér- stakrar skoðunar. Íbúðabyggð í örum vexti Í fréttatilkynningu frá Garðabæ kemur fram að Urriðaholt sé eitt nýjasta hverfi bæjarins þar sem íbúðabyggð er í örum vexti. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu og er gert ráð fyrir allt að 4.500 íbúum í Urriðaholti þegar það verður full- byggt. Í fréttatilkynningunni kemur fram að nýi leikskólinn í Urriðaholti verði sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn frá eins árs aldri. Bygging- arframkvæmdir við leikskólann hefjast á þessu ári og gert ráð fyrir að leikskólinn taki til starfa árið 2022. Í umsögn dómnefndar um sig- urtillöguna, Urriðaból, segir meðal annars að hún sé heildstæð bygging með „skemmtilegu uppbroti í formi sem skapar minni kvarða“. Þá sé heildarmynd hússins í takt við deili- skipulag hverfisins, og sýni útlits- myndir að byggingin falli vel að um- hverfi og byggingum í næsta nágrenni. Tillögurnar verða til sýnis næstu vikur á innitorginu á Garða- torgi 7, fyrir utan Sveinatungu rétt hjá Bókasafni Garðabæjar. Jafn- framt er hægt að skoða allar tillög- urnar á vef Garðabæjar, gardabaer- .is. Verðlaunatillögur kynntar - Nýr leikskóli í Urriðaholti verði reistur 2022 Ljósmynd/Garðabær Samkeppni Verðlaunatillögurnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi á þriðjudaginn, og voru verðlaunahafar kátir. ÁTVR tilkynnti í vikunni sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu og sýslu- manninum á Vesturlandi meint brot Bjórlands ehf., Brugghúss Steðja ehf. og Sante ehf. á skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengis- innflutningsleyfum sem sýslumenn- irnir hafa gefið út. Segir ÁTVR að fyrir liggi óyggj- andi sönnun fyrir brotum leyfishaf- anna sem felist í smásölu áfengis í vefverslunum í trássi við gildandi lög. Með tilkynningunum var farið fram á að sýslumennirnir hæfu þegar í stað áminningarferli gagnvart þess- um aðilum. Lög kveða á um að leyf- ishafi sem verður uppvís að frekari brotum á meðan áminning er í gildi skuli sviptur leyfinu um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Tilkynningarnar eru einn liður í áformum ÁTVR um að fá niðurstöðu í þann ágreining sem uppi er um túlk- un gildandi laga um heimildir til smá- sölu áfengis. ÁTVR útilokar ekki að leita síðar til dómstóla vegna hinna meintu brota og krefjast eftir atvik- um lögbanns á vefverslanir Bjór- lands, Brugghúss Steðja og Sante. „Ótvírætt ásetningsbrot“ „Það er mat ÁTVR að starfræksla vefverslananna feli í sér ótvírætt ásetningsbrot gegn einkaleyfinu og grunnstoðum áfengisstefnu stjórn- valda, þar sem skýrt er kveðið á um hlutverk ÁTVR. Fram kom tillaga á Alþingi sem fól í sér að hægt yrði að selja áfengi beint til íslenskra neyt- enda úr innlendum vefverslunum. Þessi tillaga fékk ekki framgang og áfengisstefnunni hefur ekki verið breytt. Mismunandi skoðanir kunna að vera varðandi þá niðurstöðu en engum er þó frjálst að hunsa gildandi lög að eigin geðþótta,“ segir á heima- síðu ÁTVR. Þá segir að ÁTVR telji mikilvægt að leiðrétta þann misskilning að mis- munandi reglur gildi um innlenda að- ila og erlenda hvað viðkemur heimild til þess að reka vefverslun með áfengi til einstaklinga hér á landi. Öll vef- verslun með áfengi beint af inn- lendum lager samsvari smásölu og brjóti í bága við einkarétt ÁTVR, óháð þjóðerni þess sem stendur fyrir vefversluninni. Tilkynntu meint brot vefsalanna - Segja söluna brjóta í bága við einkarétt ÁTVR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.