Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is info@transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGARMIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
St. Pétursborg,
Vínarborg, Róm
ogBrugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Á
gúst Halldórsson, 36 ára
gamall Vestmanna-
eyingur, hefur vakið mikla
athygli á samfélags-
miðlum fyrir fuglabjörgunar-
aðgerðir sínar. Hann lýsir sjálfum
sér sem blíðum villingi með ímynd-
unarafl út fyrir endimörk alheims-
ins.
Sem ungur Eyjapeyi fór Ágúst
reglulega á lundaveiðar en hefur nú
lagt lundaháfinn á hilluna. Í dag er
hann þriggja barna faðir, hættur að
veiða fugla og stundar það frekar að
bjarga þeim. Það var svo átta ára
gamall sonur Ágústs, Sveinn Jör-
undur, sem hvatti hann til að sýna
frá björgunaraðgerðunum á hinum
vinsæla samfélagsmiðli TikTok og
nú fylgjast rúmlega 1.600 manns
með ævintýrum Ágústs á miðlinum.
„Það var eiginlega syni mínum
að þakka. Hann bað mig að gera
þetta TikTok. Sagði það vera eina
vitið,“ segir Ágúst.
Gæfur Grænlandsfálki
Fram að þessu hefur Ágúst
bjargað fjórum fuglum. Tveir þeirra
voru fálkar, þar af einn Grænlands-
fálki.
„Grænlandsfálkann fann ég
þegar ég var við vinnu úti á sjó, á
Álsey VE, vestan við Snæfellsnes.
Sá hafði örmagnast og sat á stefni
bátsins. Hann var alveg ógeðslega
flottur en alveg við það að drepast
þannig að ég veiddi hann með því að
læðast aftan að honum og kasta yfir
hann neti. Síðan náði ég að koma of-
an í hann nautakjöti og lunda og
hann braggaðist svona hrikalega vel.
Hann var byrjaður að setjast á öxl-
ina á mér og fór með mér í göngu-
túra í garðinum hér heima. Við
nefndum hann í höfuðið á Árna
Johnsen og enduðum svo á að fara
heim til Árna þar sem fálkanum var
sleppt við hátíðlega athöfn. Það
mættu um 50 manns að horfa á.
Síðan fann pabbi minn, sem er
lögreglumaður hér í Eyjum, annan
fálka niðri á bryggju og kom með
hann til mín. Sá hafði verið að reyna
að veiða fýl sem hefur svo ælt á
hann. Flughæfni fálkans var orðin
mjög skert eftir lýsisógeðið sem
lagðist yfir allt fiðrið á honum. Við
þurftum að þrífa hann nokkrum
sinnum til að ná öllu lýsinu af honum
en með hjálp starfsmanna SeaLife
varð hann mjög flottur eins og for-
veri hans,“ segir Ágúst og vísar þar
til góðgerðarsamtakanna Sealife
Trust sem stóðu að flutningi á tveim-
ur mjöldrum til Vestmannaeyja.
Að sögn Ágústs braggaðist sá
fálki vel og var á endanum sleppt líkt
og þeim fyrri.
Bragi og Þór
Hinir tveir fuglarnir voru lund-
ar. Annan þeirra fann Ágúst þegar
hann var að sækja egg í Hellisey. Sá
fékk nafnið Bragi en hann lifði því
miður ekki lengi vegna þess hve
laskaður hann var. Þegar blaðamað-
ur innti eftir því hvað gæti mögulega
hafa komið fyrir hann nefnir Ágúst
tvær mögulegar ástæður.
„Þeir geta bara skollið á hlutum
þegar þeir eru á flugi og bólgnað svo
mikið að þeir verða bjargarlausir.
Hitt er svo þegar þeir rífast um hol-
una sína þegar þeir koma til baka af
veiðum; bíta hvor annan í gogginn,
veltast um og detta stundum niður
50 metra há björg og lenda síðan
bara á jörðinni og meiðast. Þannig
var með lundann Braga. Hann var
lamaður og gat ekki staðið.“
Nýlega var svo bankað á dyrnar
heima hjá Ágústi. Þar voru tveir
ungir herramenn, Hafþór og Sæþór,
komnir til að færa honum annan
lunda. Sá var í aðeins skárra ásig-
komulagi en Bragi. Lundinn var
nefndur Þór í höfuðið á drengjunum
tveimur sem fundu hann. „Ég
sprautaði lýsi upp í hann og gaf hon-
um loðnu. Hann var fljótur að átta
sig á því hvernig átti að éta þetta og
það sást mikill munur á honum eftir
aðeins fjóra daga. Hann var bara
orðinn rosalega flottur þegar við
slepptum honum.“
Stundum þarf að sleppa
Þegar Ágúst er inntur eftir því
hvort ekki sé erfitt að sleppa fugl-
unum er hann tvístígandi í svari.
„Já og nei. Stundum þarf bara
að sleppa takinu. Það er þeim fyrir
bestu. Þeir mega ekki vera of lengi
hjá okkur því þá byrja vöðvarnir að
rýrna og þeir ná ekki almennilegu
flugi. Þetta er bara eins og með
krakkana; það er fínt að sleppa þeim
að heiman þegar þau eru á milli 18
og 22 ára. Ég nenni ekki að hafa þau
heima til 38 ára, ennþá spyrjandi
mig hvað verði í matinn.“
Blíður villingur bjargar fuglum
Fjölskyldufaðir í Vest-
mannaeyjum er hættur
að veiða fugla og bjargar
þeim í staðinn. Margir
fylgjast með því á sam-
félagsmiðlum hvernig
honum gengur að koma
þessum fiðruðu vinum
sínum í flughæft ástand.
Félagar Ágúst Halldórsson með fálkann sem hann hjúkraði til heilsu. Lýsisgjöf Lundinn Þór mataður á lýsi og fuglinn var fljótur að braggast.
Sumarhátíðin Varmalandsdagar fara
fram á Varmalandi í Borgarfirði um
helgina. Hátíð sem þessi hefur ekki
verið haldin áður. Dagskráin er mjög
fjölbreytt en hana er m.a. hægt að
nálgast á facebooksíðunni Varma-
landsdagar.
Þar má sjá að íslenskri tónlist
verður streymt um sali félagsheim-
ilisins Þinghamars báða dagana, alls
12 tímar, með klukkutíma á hvern ís-
lenskan listamann. Er þetta sagt gert
í samstarfi við streymisveituna
Spotify. Kaffisala kvenfélagsins verð-
ur í Þinghamri, myndlistarsýningar
sem og markaður með handverki og
matvörum úr heimabyggð. Stefnir
Þór Kristinsson verður með bílskúrs-
sölu að Furuhlíð 2, ratleikur og grill
verða í skóginum á milli skólans og
hótelsins, vínkynninmg verður á Hót-
el Varmalandi og kokkar veitinga-
staðar hótelsins, Galor, verða með
góðmeti á grilli við innganginn báða
dagana frá kl. 13 til 15.
Björgunarsveitin Heiðar sýnir tæk-
in sín við Þinghamar. Þá munu fé-
lagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar
mæta á sunnudeginum kl. 14 með
fáka sína. Rakel Dögg Sigurgeirs-
dóttir verður svo með samflot í sund-
lauginni bæði kvöldin.
Varmalandsdagar haldnir í fyrsta sinn um helgina
Tónlist, myndlist, grill, kaffi,
markaður, samflot og ratleikir
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Varmaland Sumarhátíðin Varmalandsdagar fara fram um helgina.
Handverkshátíðin í Eyjafirði og
Matarstígur Helga magra hafa tekið
höndum saman fyrir sumarið og
standa reglulega fyrir bændamark-
aði, þar sem áhersla verður lögð á
að kynna mat og handverk úr Eyja-
fjarðarsveit. Fyrsti markaðurinn
verður í Hrafnagilsskóla um
helgina.
Þessir aðilar tóku sig saman þeg-
ar ljóst varð að Handverkshátíðin
yrði haldin með breyttu sniði í ár
vegna kórónuveirufaraldursins.
Félagasamtökum, handverksfólki,
matvælaframleiðendum og öðrum
þjónustuaðilum í sveitarfélaginu
hefur verið boðið að taka þátt í
þessum markaði.
Fyrsti markaður sumarsins verð-
ur opinn á laugardaginn, 12. júní,
frá kl. 12-16 í Hrafnagilsskóla.
Eyjafjarðarsveit
Bændamark-
aðir í sumar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eyjafjörður Handverk og matvörur.