Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc. APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is JÚNÍ TILBOÐ 1.990kr. á mann FRÁBÆR Í HÁDEGINU FISKIVEISLA 3 tegundir af ferskasta fiski dagsins Ný Vínbúð var opnuð í Mývatnssveit á dögunum. Staðið hefur til frá árinu 2017 að opna þar Vínbúð og var henni loks fundinn staður á Hraun- vegi 8. Afgreiðslutími verður frá 16- 18 á virkum dögum en 13-18 á föstu- dögum. „Það var látlaus opnunar- athöfn og við buðum viðskiptavinum upp á kaffi og köku fyrsta daginn,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, um opnun Vínbúðarinnar. Sigrún Ósk segir aðspurð að um- rædd Vínbúð sé númer 51 í röðinni hjá ÁTVR en síðast hafi verið opnuð Vínbúð á Kópaskeri í desember 2014. Af 51 Vínbúð eru þrettán á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdir standa einmitt yfir við stækkun einnar Vínbúðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, Vínbúðarinnar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Búðin verður stækkuð um hundrað fer- metra og verður um 400 fermetrar eftir breytingar. Umræddar fram- kvæmdir hafa verið í undirbúningi síðustu tvö ár hið minnsta. Sigrún Ósk segir aðspurð að helsta breytingin verði að bjórkælir verður settur upp í versluninni. „Breytingarnar munu fela í sér ein- hverjar breytingar í vöruúrvali en stöðugt er verið að leita leiða til að mæta þörfum viðskiptavina sem best. Við gerum ráð fyrir að fram- kvæmdirnar klárist fljótlega eftir sumarfrí,“ segir hún. hdm@mbl.is Kaffi og kaka við opnun Vínbúðar - Látlaus opnunarathöfn þegar 51. ríkið var opnað í Mývatnssveit á dögunum - Hefur staðið til síð- ustu fjögur ár - Unnið að stækkun Vínbúðarinnar á Eiðistorgi - Seltirningar fá loksins bjórkæli Ljósmynd/ÁTVR Opnun Vínbúðin við Mývatn er í fallegu húsi á Hraunvegi 8. Morgunblaðið/sisi Framkvæmdir Unnið er að því að stækka Vínbúðina á Eiðistorgi. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Aðstaða Knattspyrnufélagsins Þrótt- ar í Laugardal mun stórbatna í kjöl- far samþykkta í borgarráði. Tveir ný- ir gervigrasvellir til knattspyrnu- iðkunar verða lagðir á gamla Valbjarnarvellinum í Laugardal sam- kvæmt nýju deiliskipulagi. Þá verður gervigrasið á aðalvelli félagsins end- urnýjað en gamla grasið er slitið og hættulegt iðkendum. Borgarráð samþykkti í síðustu viku breytingu á deiliskipulagi á svæði austan Laugardalsvallar. Breytingin byggist á viljayfirlýsingu sem Knattspyrnufélagið Þróttur, Glímufélagið Ármann og Reykjavík- urborg gerðu í mars síðastliðnum. Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að Þróttur afhendi grasæfingasvæði við Suðurlandsbraut og að þar verði þjóðarleikvangur fyrir frjálsar íþrótt- ir með tilheyrandi æfingasvæðum. Það svæði hefur enn ekki verið skipu- lagt. Í staðinn verða lagðir tveir nýir gervigrasvellir austan Laugardals- vallar. Vellirnir verða afgirtir með netgirðingum en áfram er gert ráð fyrir opnum göngu- og skokkleiðum á milli Laugardalsvallar og vallanna. Um er að ræða svæðið þar sem Valbjarnarvöllur var forðum. Sam- kvæmt nýja skipulaginu er lóðin nú skilgreind sem knattspyrnuæfinga- svæði með tveimur gervigrasvöllum auk núverandi tennisvalla. Þá er heimilt að reisa níu ljósamöstur við vellina. Tillagan gerir ráð fyrir að æfinga- vellirnir verði lagðir með upphituðu gervigrasi í samræmi við alþjóðlega staðla. Á úthornum öryggissvæðis við vellina og milli þeirra eru fyrirhuguð níu ljósamöstur með LED-lýsingu, sem uppfylla alþjóðlega staðla til að lýsa upp vellina. Ljósamöstrin verða að hámarki 21 m frá jörð. Gert er ráð fyrir að æfingalýsing sé 200 lux og eru grenndaráhrif vegna lýsingar tal- in óveruleg eða engin. Morgunblaðið/RAX Valbjarnarvöllur Áhorfendastæðin voru að grotna niður og því voru þau rifin fyrir nokkrum árum. Tveir gervigrasvellir verða á Valbjarnarvelli. Gervigrasvellir koma á Val- bjarnarvöllinn - Aðstaða Þróttara mun stórbatna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.