Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR
Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc.
APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is
JÚNÍ TILBOÐ
1.990kr. á mann
FRÁBÆR Í HÁDEGINU
FISKIVEISLA
3 tegundir af ferskasta fiski dagsins
Ný Vínbúð var opnuð í Mývatnssveit
á dögunum. Staðið hefur til frá árinu
2017 að opna þar Vínbúð og var
henni loks fundinn staður á Hraun-
vegi 8. Afgreiðslutími verður frá 16-
18 á virkum dögum en 13-18 á föstu-
dögum. „Það var látlaus opnunar-
athöfn og við buðum viðskiptavinum
upp á kaffi og köku fyrsta daginn,“
segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að-
stoðarforstjóri ÁTVR, um opnun
Vínbúðarinnar.
Sigrún Ósk segir aðspurð að um-
rædd Vínbúð sé númer 51 í röðinni
hjá ÁTVR en síðast hafi verið opnuð
Vínbúð á Kópaskeri í desember
2014. Af 51 Vínbúð eru þrettán á
höfuðborgarsvæðinu.
Framkvæmdir standa einmitt yfir
við stækkun einnar Vínbúðarinnar á
höfuðborgarsvæðinu, Vínbúðarinnar
á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Búðin
verður stækkuð um hundrað fer-
metra og verður um 400 fermetrar
eftir breytingar. Umræddar fram-
kvæmdir hafa verið í undirbúningi
síðustu tvö ár hið minnsta.
Sigrún Ósk segir aðspurð að
helsta breytingin verði að bjórkælir
verður settur upp í versluninni.
„Breytingarnar munu fela í sér ein-
hverjar breytingar í vöruúrvali en
stöðugt er verið að leita leiða til að
mæta þörfum viðskiptavina sem
best. Við gerum ráð fyrir að fram-
kvæmdirnar klárist fljótlega eftir
sumarfrí,“ segir hún. hdm@mbl.is
Kaffi og kaka við opnun Vínbúðar
- Látlaus opnunarathöfn þegar 51. ríkið var opnað í Mývatnssveit á dögunum - Hefur staðið til síð-
ustu fjögur ár - Unnið að stækkun Vínbúðarinnar á Eiðistorgi - Seltirningar fá loksins bjórkæli
Ljósmynd/ÁTVR
Opnun Vínbúðin við Mývatn er í fallegu húsi á Hraunvegi 8.
Morgunblaðið/sisi
Framkvæmdir Unnið er að því að stækka Vínbúðina á Eiðistorgi.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Aðstaða Knattspyrnufélagsins Þrótt-
ar í Laugardal mun stórbatna í kjöl-
far samþykkta í borgarráði. Tveir ný-
ir gervigrasvellir til knattspyrnu-
iðkunar verða lagðir á gamla
Valbjarnarvellinum í Laugardal sam-
kvæmt nýju deiliskipulagi. Þá verður
gervigrasið á aðalvelli félagsins end-
urnýjað en gamla grasið er slitið og
hættulegt iðkendum.
Borgarráð samþykkti í síðustu
viku breytingu á deiliskipulagi á
svæði austan Laugardalsvallar.
Breytingin byggist á viljayfirlýsingu
sem Knattspyrnufélagið Þróttur,
Glímufélagið Ármann og Reykjavík-
urborg gerðu í mars síðastliðnum.
Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að
Þróttur afhendi grasæfingasvæði við
Suðurlandsbraut og að þar verði
þjóðarleikvangur fyrir frjálsar íþrótt-
ir með tilheyrandi æfingasvæðum.
Það svæði hefur enn ekki verið skipu-
lagt. Í staðinn verða lagðir tveir nýir
gervigrasvellir austan Laugardals-
vallar. Vellirnir verða afgirtir með
netgirðingum en áfram er gert ráð
fyrir opnum göngu- og skokkleiðum á
milli Laugardalsvallar og vallanna.
Um er að ræða svæðið þar sem
Valbjarnarvöllur var forðum. Sam-
kvæmt nýja skipulaginu er lóðin nú
skilgreind sem knattspyrnuæfinga-
svæði með tveimur gervigrasvöllum
auk núverandi tennisvalla. Þá er
heimilt að reisa níu ljósamöstur við
vellina.
Tillagan gerir ráð fyrir að æfinga-
vellirnir verði lagðir með upphituðu
gervigrasi í samræmi við alþjóðlega
staðla. Á úthornum öryggissvæðis við
vellina og milli þeirra eru fyrirhuguð
níu ljósamöstur með LED-lýsingu,
sem uppfylla alþjóðlega staðla til að
lýsa upp vellina. Ljósamöstrin verða
að hámarki 21 m frá jörð. Gert er ráð
fyrir að æfingalýsing sé 200 lux og
eru grenndaráhrif vegna lýsingar tal-
in óveruleg eða engin.
Morgunblaðið/RAX
Valbjarnarvöllur Áhorfendastæðin voru að grotna niður og því voru þau
rifin fyrir nokkrum árum. Tveir gervigrasvellir verða á Valbjarnarvelli.
Gervigrasvellir
koma á Val-
bjarnarvöllinn
- Aðstaða Þróttara mun stórbatna