Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
PORSCHE MACAN – RN. 340332
Nýskráður 12/2016, ekinn 50 þ.km., bensín,
ljósgrár sjálfskipting, 7 gíra, bakkmyndavél, hiti í
framrúðu, fjarlægðarskynjarar, litað gler, bluetooth
Verð 7.990.000 kr.
SUBARU OUTBACK – RN. 331079
Nýskráður 1/2018, ekinn 106 þ.km., dísel, hvítur,
sjálfskipting, stöðugleikakerfi, nálægðarskynjarar,
hraðastillir, litað gler, bluetooth.
TILBOÐSVERÐ 3.590.000 KR. - ásett 3.790.000
TOYOTA PROACE CITY VERSO – RN. 153567
Nýskráður 8/2020, ekinn 15 þ.km., dísel, dökk-
grár, sjálfskipting, bluetooth, bakkmyndavél, GPS,
fjalægðarskynjarar að framan, hraðastillir.
Verð 5.890.000 kr.
MERCEDES-BENZ C300 DE AMG PLUG IN HYBRID
RN. 153592. Nýskráður 11/2019, ekinn 27 þ.km.,
dísel/rafmagn, svartur, sjálfskipting, 9 gíra, GPS,
bluetooth, bakkmyndavél, litað gler, túrbína.
TILBOÐSVERÐ 6.990.000 KR. - ásett 7.790.000
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í einhverjum mæli er aftur farið að
líta á selinn sem auðlind. Eftir að sett
var selveiðibann árið 2019, er í flest-
um tilvikum liðin tíð að bændur veiði
sel, verki og selji skinnin, þótt enn sé
hægt að sækja um undanþágu til að
stunda hefðbundnar veiðar. Hins
vegar hafa ferðabændur getað haft
nokkrar tekjur af selaskoðun á síð-
ustu árum og verið er að byggja upp
selaskoðun á allmörgum stöðum, að
sögn Söndru M. Granquist, deildar-
stjóra selarannsóknardeildar Sela-
seturs Íslands og selasérfræðings hjá
Hafrannsóknastofnun.
Selurinn er þannig orðinn segull
fyrir ferðamenn, en vísindamenn hafa
fylgst með breytingum á hegðun dýr-
anna í og við selalátur samfara aukn-
um mannaferðum. Ljóst þykir að
selaskoðun getur haft truflun í för
með sér fyrir dýrin ef ekki er farið
rétt að.
Húnaþing vestra hefur verið mark-
aðssett sem selaskoðunarstaður frá
2005 þegar Selasetur Íslands var
stofnað á Hvammstanga og segir
Sandra að með vaxandi fjölda ferða-
manna til landsins hafi áhugi fyrir
selaskoðun aukist. Eftir hlé í rúmt ár
vegna kórónufaraldursins má fast-
lega gera ráð fyrir auknum fjölda
ferðamanna á næstunni á þeim slóð-
um þar sem helst er hægt að sjá sel.
Hafrannsóknastofnun og Selasetur
Íslands hafa stað-
ið fyrir stórri
rannsókn á sam-
spili ferðamanna
og selastofna frá
2008. Sandra er
verkefnisstjóri, en
hún er með
doktorsgráðu í
vistfræði sela.
Verkefnið er sam-
starf á milli vís-
indastofnana og háskóla hérlendis og
erlendis, meðal samstarfsaðila eru
Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands
og náttúrustofur. Vísindagreinar hafa
nú þegar verið birtar úr rannsóknum
verkefnis Söndru og samstarfsaðila
og verið er að undirbúa fleiri greinar.
Þá hafa niðurstöður verkefnisins ver-
ið efniviður í meistara- og doktors-
ritgerðir.
Selastofnar á válista
Sandra segir að um þessar mundir
sé vettvangsvinna ársins að hefjast,
samhliða því að ferðamannastraum-
urinn til landsins fari að aukast.
Rannsóknin fer fram í mörgum ólík-
um selalátrum um land allt þar sem
selaskoðun hefur verið byggð upp og
nær yfir vísindasvið eins og líffræði,
mannfræði og ferðamálafræði. Hún
styðst einnig við þekkingu úr sam-
félaginu svo sem frá heimamönnum
og ferðaþjónustu.
„Þar sem selaskoðun getur haft
neikvæð áhrif á seli, t.d. á atferli
þeirra og útbreiðslu, er mikilvægt að
rannsaka slík áhrif og koma í veg fyr-
ir þau þegar byggja á upp selaskoð-
un. Viðkvæm staða íslenskra sela-
stofna undirstrikar mikilvægi þess að
fara varlega,“ segir Sandra.
Á válista íslenskra spendýrastofna
er landselur talinn vera í bráðri út-
rýmingarhættu og útselur í nokkurri
hættu. Samkvæmt talningu 2018 var
talið að 9.400 landselir væru þá við
strendur landsins. Þetta er fækkun
um 72% frá 1980 er landselir voru
taldir vera 33 þúsund. Miklar selveið-
ar voru stundaðar á níunda áratugn-
um, meðal annars með atbeina svo-
kallaðrar hringormanefndar, og var
stofninn kominn niður í 15 þúsund
dýr 1989. Í fyrra var landselur talinn í
látrum miðsumars og er niðurstaðna
stofnmats að vænta í sumar. Ráðgert
er að telja útsel um kæpingartímann í
haust og birta nýtt mat haustið 2022.
Sandra segir að truflun manna geti
í sumum tilvikum haft mjög neikvæð
áhrif á selastofna, geti m.a. leitt til lík-
amlegrar streitu meðal dýranna.
Streita geti líka valdið því að urtur
nái ekki að verja nægilega miklum
tíma með kópnum sínum, sem geti
haft þau áhrif að hann þyngist ekki
nógu hratt. Slíkt sé afgerandi þáttur
um hvort kópurinn lifi af fyrsta vet-
urinn.
„Markmið rannsóknarinnar er
meðal annars að rannsaka áhrif
ferðamanna á atferli og útbreiðslu
sela,“ segir Sandra. „Jafnframt að
lágmarka slík áhrif á sama tíma sem
upplifun ferðamanna við selaskoðun
verði sem allra best. Það er mikil-
vægt að vakta hvaða áhrif selaskoðun
hefur bæði við ríkjandi aðstæður, en
einnig hvað gerist ef þrýstingur frá
ferðamönnum eykst með auknum
fjölda heimsókna.
Niðurstöður úr verkefninu hafa nú
þegar sýnt að selir eru árvökulli ef
þeir verða fyrir truflun og breyta um
útbreiðslu á tímabilum þegar margir
ferðamenn eru á svæðinu. Þetta eru
mikilvægar frumniðurstöður, því áð-
ur en þær voru birtar í vísindagrein
2014 skorti algjörlega þekkingu á
áhrif selaskoðunar frá landi á velferð
landsela á heimsvísu.“ Sandra bætir
því við að margt sé enn þá óljóst í
þessum efnum og því haldi rann-
sóknin áfram.
Margar leiðir færar
Í öðrum þáttum verkefnisins er
einnig rannsakað hvernig farsælast
sé að stýra selaskoðun. Sandra segir
að margar leiðir sé hægt að fara til að
lágmarka áhrif, svo sem að stýra fjar-
lægð og atferli manna, eða að loka
viðkvæmum svæðum. Hún segir að
stjórnun á villtri náttúruferða-
mennsku sé mjög takmörkuð og
skortur sé á lagalegri stöðu þessara
mála á Íslandi.
Með því að rannsaka atferli ferða-
manna hafi verið hægt að sýna fram á
að ferðamenn sem eru rólegir og lág-
værir hafi minna áhrif á selina. Það
þýði að mikilvægt sé að leiðbeina
ferðamönnum og aðilum í ferðaþjón-
ustunni um hvernig best sé að bera
sig að í kringum selina.
Ljósmynd/Sandra M. Granquist
Selaskoðun Ferðamenn fylgjast með selum í látri á Vatnsnesi. Þeim stöðum hefur fjölgað þar sem skipulögð þjónusta er tengd selaskoðun. Reynt er kortleggja áhrif aukinna mannaferða á dýrin.
Selurinn viðkvæmur segull
- Selaskoðun byggð upp og selurinn auðlind á ný - Rannsókn á samspili ferðamanna og sela
- Truflun getur valdið streitu - Vilja lágmarka neikvæð áhrif og tryggja jákvæða upplifun
Þekking úr verkefninu hefur
verið notuð til að móta hegð-
unarreglur um hvernig best sé
að koma í veg fyrir neikvæð
áhrif af selaskoðun. Þær eru
m.a. notaðar af ferðaþjónustu-
aðilum við Ytri-Tungu á Snæ-
fellsnesi, á Illugastöðum á
Vatnsnesi, við Jökulsárlón og af
selaskoðunarbátum.
Í upphafi reglnanna segir:
„Verum varkár því þetta er
griðastaður selanna og við er-
um gestir.“ Fólk er beðið að
virða fjarlægðartakmarkanir og
miða við 100 metra og aldrei að
snerta seli. Fóllk hreyfi sig var-
lega, hafi ekki hátt og kasti
aldrei hlutum í kringum selina.
Fólk er beðið um að nálgast
aldrei kópa sem virðist vera ein-
ir, því urtan sé yfirleitt nálægt
þó hún sjáist ekki. Þá kemur
fram í reglunum að selirnir
hræðist dróna og er fólk beðið
um að nota þá ekki.
Griðastaður
HEGÐUNARREGLUR
Sandra M.
Granquist