Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 34

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ 10. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.59 Sterlingspund 170.62 Kanadadalur 99.87 Dönsk króna 19.754 Norsk króna 14.619 Sænsk króna 14.58 Svissn. franki 134.59 Japanskt jen 1.1022 SDR 174.01 Evra 146.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.7681 Hrávöruverð Gull 1892.05 ($/únsa) Ál 2417.5 ($/tonn) LME Hráolía 71.42 ($/fatið) Brent « Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, AGS, spáir því í nýj- ustu skýrslu sinni um Ísland, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans, að hagvöxtur hér á landi verði 3,7% á þessu ári. Það er umtalsverður bati því landsfram- leiðsla dróst saman á síðasta ári um 6,6%. Sjóðurin spáir því að útflutningur auk- ist um 16,3% frá fyrra ári og innflutn- ingur um 11,8%. Á síðasta ári dróst út- flutningur saman um 30,5% og innflutningur um 22%, en ástæðan er heimsfaraldur kórónuveiru. Í áliti sendinefndar sjóðsins segir að örvunaraðgerðir stjórnvalda hafi stuðlað að hagfelldari þróun íslensks þjóðar- búskapar en búist var við í upphafi far- aldursins. Þrátt fyrir það séu áskoranir fram undan. „Búist er við hóflegum efna- hagsbata á þessu ári en óvissa er mikil. Horfur um ferðaþjónustu og efnahags- batann velta á því hvernig faraldurinn þróast og framvindu bólusetningar inn- anlands og á heimsvísu. Efnahags- stefnan þarf áfram að styðja við efna- hagsbatann og takast á við áhættu sem kann að myndast,“ segir í áliti AGS. AGS spáir 3,7% hagvexti á þessu ári Sjóður AGS er bjartsýnn. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fagfjárfestasjóðurinn 105 Mið- borg slhf., sem sér um uppbygg- ingu á Kirkjusandsreitnum í Reykjavík, hefur lagt fram kyrr- setningarbeiðni á allar eignir verktakafyrirtækisins ÍAV. Eins og fram kom í Viðskipta- Mogganum í gær hafði ÍAV áður óskað eftir kyrrsetningu á eignum 105 Miðborgar slhf., sem er í stýr- ingu hjá Íslandssjóðum, dóttur- félagi Íslandsbanka, vegna upp- byggingar félagsins á Kirkjusandi. Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða á Kirkju- sandi, en ÍAV sá um uppbygg- inguna þar til 105 Miðborg rifti samningum við fyrirtækið í febr- úar sl. Sorglegt útspil Jónas Þór Jónasson fram- kvæmdastjóri 105 Miðborgar seg- ir í samtali við Morgunblaðið að kyrrsetningarbeiðni ÍAV sé sorg- legt útspil í málinu og fráleit krafa. „Kyrrsetning er íþyngjandi úrræði sem óskað er eftir þegar kröfur eru réttmætar og hætta er á að fjármagni verði komið undan. Staðreyndin er hins vegar sú að 105 Miðborg er vel fjármagnaður sjóður með eignir umfram skuldir upp á fjóra milljarða króna,“ segir Jónas. Hann bendir að auki á að sjóð- urinn starfi samkvæmt skýrum lögum og reglum og lúti opinberu eftirliti. Þá er sjóðurinn í eigu sterkra fagfjárfesta, banka og líf- eyrissjóða. „Þetta er lokaður sjóð- ur sem aldrei hefur verið greitt út úr, nema til framkvæmdaaðila. Þeir hafa fengið alla sína reikn- inga greidda.“ Krefjast milljarða Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu krefst ÍAV 3,8 milljarða króna í aukagreiðslur frá 105 Miðborg og Íslandssjóðum, og 105 Miðborg hefur gagnstefnt ÍAV fyrir 3,9 milljörðum króna. Skorið verður úr kröfunum fyrir dómi. „Við treystum því að málið fari í hefðbundið ferli innan dómskerf- isins og fái þar sanngjarna með- ferð,“ segir Jónas. Íbúar fluttir inn Búið er að selja nær allar íbúðir á Kirkjusandi og íbúar eru fluttir inn í mikinn meirihluta þeirra, að sögn Jónasar. Unnið er að úrbót- um á þeim atriðum sem þarf að laga, en um er að ræða tvö íbúðar- hús. Inni í framkvæmdinni er einnig skrifstofubygging. Samið við heilsugæsluna Jónas segir að búið sé að gera leigusamning við Heilsugæsluna í Lágmúla og mun hún flytja í skrif- stofuhúsnæðið. Þá sé búið að leigja út tvær stærstu hæðirnar í bygg- ingunni en enn séu laus rými á efri hæðum hússins. 105 Miðborg vill að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggð Búið er að selja nær allar íbúðir á Kirkjusandi og íbúar eru fluttir inn í mikinn meirihluta þeirra. Verktaka » ÍAV hf. er alfarið í eigu Marti Holding AG frá Sviss sem var stofnað 1922. Marti Holding á um 80 fyrirtæki víðsvegar um heim sem eru öll rekin sem sjálfstæðar einingar. » 105 Miðborg slhf. er m.a. í eigu Íslandsbanka, lífeyrissjóð- anna Lífsverks, Festu, Brúar og Lífeyrissjóðs verslunarmanna og fagfjárfesta eins og Brim- garða og Eldhrímnis ásamt tryggingafélaginu Sjóvá. - ÍAV hafði áður óskað eftir kyrrsetningu á eignum 105 Miðborgar slhf. Tryggingafélagið TM hefur tekið í notkun sjálfvirkt kerfi fyrir áhættu- mat líf- og heilsutrygginga. Umsókn- arferli sem áður gat tekið nokkrar vikur tekur nú nokkrar mínútur. Hjálmar Sigurþórsson, fram- kvæmdastjóri trygginga hjá TM, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að um sannkallaða byltingu sé að ræða. Nú sé það fyrirkomulag að fylla út eyðu- blöð fyrir bí og ferlið hafi verið ein- faldað til mikilla muna. „Þetta er kerfi sem er í eigu Swiss RE, stærsta end- urtryggingafélags í heimi. Þeir hafa verið að innleiða lausnina með sam- starfsaðilum sínum um víða veröld,“ segir Hjálmar. SwissRe er endur- tryggingaraðili TM og hafa félögin átt náið samstarf í um 20 ár. Hjálmar segir að prufukeyrslur kerfisins hafi staðið undanfarnar vik- ur og nú þegar hafi töluvert selst af tryggingum í gegnum kerfið. „Tutt- ugu mínútum eftir að kerfið fór í loftið var fyrsta salan farin í gegn. Þetta virkar feikilega vel.“ Gæti komið í appið TM er stöðugt að þróa aðgengi að vöruúrvali sínu með stafrænum leið- um til að einfalda málin fyrir við- skiptavini sína eins og Hjálmar út- skýrir og eru vefsala TM og TM-appið gott dæmi um það. Nýja kerfið er aðgengilegt í gegnum heimasíðu TM en í fyllingu tímans gæti lausnin einnig orðið aðgengileg í appi fyrirtækisins. Viðskiptavinir skrá sig inn með rafrænum skilríkj- um og svara heilsufarsspurningunum rafrænt og fá niðurstöður strax. Hjálmar segir að kerfið meti trygg- ingarhæfi fyrir líf- og heilsutrygging- ar út frá upplýsingum sem umsækj- andi veitir. „Ef umsóknin er án athugasemda þá er tryggingin gefin út sjálfvirkt, annars fer umsóknin í nánari skoðun hjá áhættumati TM.“ tobj@mbl.is Einföldun Hjálmar Sigurþórsson segir nýja kerfið virka feikilega vel. Bylting í sölu líf- og heilsutrygginga - Fyrsta salan 20 mínútum eftir að kerfið fór í loftið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.